Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 13
12 c Fimmtudagur 1. júll 1976 visxH VISIR Fimmtudagur 1. júli i»7(i Umsjón: Björn Biöndal og Gylfi Kristjánsson 13 V J Úrslit nálgast á Austurlandi! Þróttur og Huginn hafa tryggt sér rétt til aö leika til úrslita I austfjarðariðli Bikarkeppni KSÍ. i fyrstu umferð þar eystra sigraði Þrótt- urVal meö7:0 — Austri sigraöi KSH nieö 2:1 og Leiknir sigraði Einherja 5:1, Huginn sat yfir,. 1 gærkvöldi voru leiknir tveir leikir. Þrótt- ur sigraði Leikni 3:0. og Huginn sigraði Austra 2:1. Þó má vera að Austri kæri leikinn viö Hugin: f gærkvöldi, þvi likur eru taldar á aO einn leikmanna Hugins sé ekki löglegur meO liðinu fyrr en 10. jtili. Crslitaleikurinn þar eystra verður leikinn 14. júli. Pólverjarnir eru sterkirl Pólverjar sem eiga ólymplutitil aO verja I knattspyrnu I Montreal léku „upphitunar- leik" viO Brasillu I Chorzow i gærkvöldi og lauk leiknum meO öruggum sigri pólverjanna 3:0. öll mörkin voru skoruO I slðari hálfleik — Andrezej Szarmach skoraði tvlvegis og Kazi- mierz Deyna skoraði þriðja markið. Um 60 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum og voru að vonum ánægðir með frammistöðu sinna manna. —ítii Miðarnir renna út! Aðgöngumiðasala að keppni þeirra Mu- hammad Ali og Ken Norton um heims- meistaratitilinn I þungavigt I hnefaleikum sem fram á að fara I Madison Square Garden I New York 28. september hefur nú staðið I viku og er þegar búið að selja miða fyrir eina niilljón dala. „Þetta er algjört met hjá okkur", sagði John Condon, framkvæmdastjóri Madison Square Garden, sem tekur 64 þiisund áhorf- endur þegar boxkeppni fer fram. Miðaverðið er allt frá 25 dölum upp I 200 dali — og er reiknað meO aO Ali fái sex milljónir dala I sinn hlut, en Norton aOeins 1,1 milljón. BB • Max Factor hjá GR um helgina! Max Factor keppni Golfklúbbs Reykjavikur fer fram á Grafarholtsvellinum á laugardag og sunnudag. Þetta er keppni opin öllum kylfingum og verOur keppt I fjór- um flokkum. A laugardag keppa meistara og 1. flokkur, en á sunnudeginum keppa siðan 2. fl. karla og kvennafiokkur. ÞaO verOur þvl nóg aO gera h já kylfingum okkar um helgina, þvl eins og viö sögOum frá hér I blaOinu I gær þá fer einnig fram um helgina SR keppnin á Akranesi, sem einnig er opin keppni. Fyrirkomulag þessara keppna er þó þannig aO þeir sem áhuga hafa á, geta keppt i þeim báOum. Skráning I Max Factor keppnina lýkur á föstudagskvöld kl. 19. gk-. Ætla að búa í tjöldum! Unglingameistaramót tslands I golfi fer fram I næstu viku, og hefst á Nesvellinum n.k. miOvikudag. Keppt verOur I tveimur aldursflokkum og er hámarksaldur miOaOur viO 21 ár. VitaO er, aö mikil þátttaka verður I mótinu að þessu sinni, og heyrst hefur að keppendur utan að landi sem ætla að f jiil- menna til mótsins hyggjist búa I tjölduin á vellinum á meðan mótift stendur yfir. 8k- KefIvíkingar heppnir að nó öðru stiginu! - þegar þeir léku við FH í Hafnarfirði í gœrkvöld úrslitin urðu 0:0 — og skýra þau best gang leiksins Leikur FH-inga og keflvikinga I tslandsmótinu i knattspyrnu 1. deild skildi ekki mikið eftir hjá þeim fáu áhorfendum sem lögðu leið slna á Kaplakrikavöllinn I Hafnarfirði I gærkvöldi. Jafntefli varð 0:0 — talandi tölur um gang leiksins. FH-ingar voru oftast betri aöil- inn i leiknum ef frá eru taldir kaflar 1 fyrri hálfleik, en þá tókst keflvlkingum tvlvegis aö skapa sér marktækifæri sem ekkert varð úr. t slðari hálfleik var allur vindur úr suðurnesjamönnum og áttu þeir þá lengstum i vök að verjast og hafa sjálfsagt andað iéttara þegar ágætur dómari leiksins, Magnús V. Pétursson flautaði til 15 íþrótta- menn I I liðið á OL! ÓL-nefnd tslands tilkynnti I gærkvöldi val sitt á þátttakendum íslands á ÓL-Ieikunum I Montreal. Var nefndin ásátt um að senda til leikanna 15 keppend- ur, 8 frjálslþrdttamenn, 3 sund- menn, 2 lyftingamenn og 2 j'iidó- menn. Frjálslþróttamennirnir eru Er- lendur Valdimarsson, Lilja Guðmundsdóttir, Þórdis Gisla- dóttir, Hreinn Halldórsson og Stefán Hallgrlmsson, en allt þetta fólk hefur náð lágmarki ÓL- nefndarinnar. Til viðbótar valdi nefndin siðan Bjarna Stefánsson, Óskar Jakobsson og Agúst As- geirsson, sem hafa ekki náð lág- markinu. Vilborg Sverrisdóttir, Þórunn Alfreðsdóttir og Sigurður Ólafs- son skipa sundliðið sem fer til Montreal, af þeim náðu þau Vil- borg og Sigurður lágmarkinu, Þórunn ekki. Gústáf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson lyft- ingamenn veröa fulltrúar tslands í lyftingakeppninni, þeir náðu báðir ÓL-lágmarkinu. Loks er svo að nefna júdómenn- ina tvo, Viðar Guðjohnsen og Gisla Þorsteinsson, sem að sjálf- sögðu þurftu ekki aö gllma við neitt lágmark. Eflaust verða einhverjir til að mótmæla þessu vali OL-nefnd- aririnar, þ.e.a.s. þvl að senda fólk á leikana sem hefur ekki náð lág- markinu i þeim greinum þar sem lágmark er á annað borð. Þaö er varla nema von að svo verði, þvl aö hver man t.d. ekki baráttu Vil- borgar Sverrisdóttur við að ná lagmarkinu i sinni grein, en við þá pressu sem var a henni tapaði hún mörgum dýrmætum dögum úr til æfinga, og er þá átt við aö hún heföi miðað æfingar slnar við að komast örugglega til Montreal. Þaö hlýtur óneitanlega að lita dálitið furðulega út I augum sumra, þegar a"ðrir íþróttamenn komast beiht inn 1 OL-hópinn, án þess að ná þessu lágmarki. A fundinum upplýsti GIsli Halldórsson, formaður OL-nefnd- arinnar, aö kostnaður viö þátt- töku tslands I OL-leikunum sé um 8 milljónir króna. Þá kom fram, að búningur is- lenska hópsins I Montreal verður h'vltar buxur, blár jakki og rauð skyrta. gk- leiksloka. "Þá haföi þversláin bjargaö þeim tvlvegis og stöngin einu sinni. Janus Guðlaugsson sem var besti maður FH liðsins i þessum leik, átti bæði skotin I þverslána I upphafi slðari hálf- íeiks, en Logi Ólafsson skotiö I stóngina. FHingar voru nokkuö harðir I horn aö taka og voru þrlr þeirra bókaðir — Asgeir Arnbjörnsson, Leifur Helgason og Logi Ólafsson. Vörnin var betri hluti keflvik- inga I þessum leik með þá Astráð Gunnarsson og Sigurð Björgvins- son sem bestu menn. —BB John Walker frá Nýja Sjálandi sem setti heimsmet I 2000 metra hlaupi á Bislet I gærkvöldi er talinn einn allra fremsti milli- vegalengdahlaupari I heiminum I dag og mjög sigurstranglegur I 1500 metrum I Montreal. Walker setti nýtt heimsmet á Bislet — Bœtti tiu ára gamalt met í 2000 m klaupi og notaði við það þrjá „héra Bjarni Stefánsson var meðal keppenda í 400 m hlaupi — og varð annar „Hápunkturinn á Bislet I gær- kvöldi var þegar John Walker setti nýtt heimsmet I 2000 m hlaupinu," sagði Bjarni Stefáns- son I viðtali við Visi I morgun. En Bjarni var meðal keppenda á Bis- let-leikunum I Osló I gærkvöldi — og varð þá vitni að glæsilegu heimsmeti nýsjálendingsins John Walkers I 2000 m hlaupi 4:51.4 mln. þar sem hann bætti tiu ára gamalt met frakkans Michel Jazy. „Það var mikil stemmning á vellinum þvl allir vissu hvað Handbolti á Kaplakrikavelli? — Einar Gunnarsson hefur hér gripið boltann öruggum höndum og er engu llkara en hann hyggiá sókn. Leifur Helgason er hins vegar við öllu búinn. Ljósmynd Loftur Walker ætlaði sér. Hann notaöi þrjá „héra" I hlaupinu, en sllkt er ólöglegt. En það verður ekki hægt að standa á þvi, þetta var það vel útfært. Eftir að sá sem hélt fyrst uppi hraðanum var sprunginn, greip hann um fótinn og hætti, þannig gekk þetta lfka með hina tvo, eftir að þeir voru búnir að fá nóg þottust þeir fá krampa eða eitthvað I þá áttina og hættu. Hraðinn I hlaupinu var gifur- legur, fyrstu 400 m hljóp WalKer á 60.1 sek., 800 má 1:58.6 min., 1000 m á 2:27.1 mln — og 1200 m á / 2:56.3 mln. Þegar Walker hljóp framhjá 1500 m markinu var til- kynnt i hátalarkerfinu að hann væri aðeins tveim brotum frá heimsmeti tansanlumannsins Filbert Bay — 3:32.2 min, en siðar kom I ljós að þetta var ekki rétt — timi Walkers var 3:38.5 minútur. Sfðustu 500 metrana var Walker svo óspart hvattur af þeim 16 þús- und áhorfendum sem fylgdust með keppninni — og hann siðan óspart hylltur með heimsmetið — Timi hans var 4:51.4 mlnútur, en eldra metið var 4:56.2 mínútur GOÐUR SIGUR GEGN KANADA „Viðáttum mjög góoan leik á mtíti kanadamönnum I1 gær, og þeir áttu aldrei möguleika á sigri gegn okkur," sagði Birgir Björnsson, formaður landsliðs- nefndar HSt, þegar við ræddum við hann I morgun. „Við höfðum yfirhöndina I leiknum alveg frá upphafi, stað- an I hálfleik var 15:7 og lokatöl- urnar 28:20. Strákarnir voru mjög friskir, og leikurinn var að minu mati óvenjugóður hjá okk- ur." Pálmi Pálmason var lang- markhæstur með 11 'mörk, Viðar Slmonarson 4, Géir Hall- steinsson 3, Friðrik Friðriksson, Agúst Svavarsson, Viggó Sigurðsson og Þorbjörn Guðmundsson 2 hver og Stein- dór Gunnarsson með 1 mark. „Það er leikin tvöföld nmferð I þessu nióti hérna," sagfti Birg- ir „og i kyöld eigum við að leika aftur við Bandarlkin. Við töpuð- um fyrir þeim I fyrsta leiknum, enda var sá leikur ekki mjög góftur hjá okkur og við vanmát- um þá greinilega. En við gerum það ekki aftur, þeir eru með mjög skemmtilegt lið, sem er I góðri a:fingu." gk-. Annar i hlaupinu var vestur-þjóð- verjinn Karl Fleschem sem hljóp á 5:00.4 min!" Bjarni sagði að sér hefði ekki tekist sem best upp 1400 m hlaup- inu og orðið annar á 49.1 sek. Sigurvegari varð Mike Solomen frá Trinidad sem hljóp á 46.4 sek., en á best 45.7 sek. Þriöji varð norðmaðurinn Thor Smith sem hljóp á 49.9 sek. „Mér tókst að halda I viö Solo- mon fyrstu 200 metrana, en þá fór að draga aöeins I sundur — og á beinu brautinni i lokin missti ég alveg af honum. Friörik Þór Oskarsson keppti ekki I gærkvöldi, .hann er enn slæmur af meiðslunum sem hann hlaut á Reykjavíkurleikunum — og var ráðlagt af læknum að hafa hægt um sig I bráð." Helstu úrslit á Bislet i gær- kvöldi urðu þessi: Rod Dixon frá Nýja-Sjálandi sigraði I 1500 m — hljóp á 3:3ei mlnútu. Willie Wuehlbeck frá Vestur-Þýska- landii800m — hljóp á l:47.2mln. í 5000 m sigraði Pekka Paivaerinta. Finnlandi, hljóp á 13:40.8 mln. — og I 100 m hlaupi sigraöi Amadon Meite frá Flla- beinsströndinni — hljóp á 10.5 sek, en norömaðurinn Audun Garshol sem varð annar hljóp á 10.7 sek. Mótvindur var I hiaup- inu. Þá var keppt i 1500 m hlaupi kvenna og þar sigraði Grete Waitz Noregi — hljóp á 4:06.6 minútum. Keppt verður áfram I kvöld og bjóst Bjarni við að hann myndi keppa aftur — annað hvort I 200 metra eða 400 metra hlaupi.-BB Þróttarar loks komnir á blað! — Gerðu jafntefli við KR í gœrkvöldi 1:1 — Geysileg barátta fœrði þrótturum stig, en KR-ingar voru betri aðili leiksins „Þetta var alveg æðislegt, alveg æðislegt," sagOi Axel Axelsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn viO KR I gærkvöldi þegar Þróttur hafOi loks hlotiO sitt fyrsta stig I 1. deildinni. „Við er- um búnir að blða lengi eftir þessu, og strákarnir börðust vel og áttu þetta alveg fullkomlega skilið. Nú erum við loksins búnir að finna okkur, og þetta fer að koma". Já, þeir voru kátir, þróttararn- ir, eftir leikinn við KR I gær- kvöldi. Eftir átta tapleiki 11. deild i röð náðu þeir loksins stigi, og nú er að sjá hvernig gengur hjá þeim að fylgja þessu eftir. En það verður að segjast eins og er, að oft hafa þróttarar leikið betur I mótinu en að þessu sinni, og ekki hefðu það verið ósann- gjörn úrslit I þessum leik að KR hefði borið sigur íir býtum. Það sást miklu meira spil hjá KR-ing- um, en barátta þróttaranna var glfurleg og þeir sýndu að það má komast langt á henni einni sam- an. Það var ekki mikið um mark- tækif æri I leiknum I gær, en fyrsta marktækifæri leiksins kom þó strax á 9. min. Þá átti Jóhann Torfason sendingu fyrir mark Þróttar, og Guðmundur Jóhanns- son sem lék sinn fyrsta leik I 1. deild I ár með KR kastaði sér fram og skallaði boltann rétt yfir þverslána. Stuttu siðar fékk Guð- mundur svo stungusendingu inn fyrir vörn Þróttar þar sem hann var „kolrangstæður", ekkert var dæmt, en skot Guðmundar fór rétt utan við stöng. Attir bestu með í Kalott LiðiO sem keppir fyrir tslands hönd I Kalottkeppninni I næstu viku hefur nii verið valiö og skipa það 17 konur og 24 karlar. Allt fremsU frjalsiþróttafólk okkar tekur þátt I mótinu, enda mun ekki af veita. Vitað er, að hinar þ}óðirnar senda hingað um 170 keppendur sem munu örugglega ekkert til spara að sigra I keppninni, en sem kunnugt er sigraði tsland I fyrra. Eins og fyrr sagði er allt okk- ar besta frjálsiþróttafólk meðal keppenda, og gefst nii kostur á aO sjá margt þeirra I keppni hér á landi I fyrsta skipti I ár. Má þar nefna þá Agúst Asgeirsson og Sigfiis Jónsson, hlauparana sem hafa dvaliO I Englandi og Lilju GuOmundsdóttur sem hefur dvalið I Svlþjóö. Þá keppa þeir allir Stefán Halldórs- son, Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson og Vilmundur Vilhjálmsson, en lltið hefur sést til þeirra hér heima að uiulan- förnu. gk- Jón Þorbjörnsson, besti maður Þróttar, hefur hér betur I viðureign sinni við þá Jóhann Torfason og Guðmund Jóhannsson I leiknum I gær, eins og svo oft. Ljósmynd Loftur En á 32. minútu leiksins tóku KR-ingar forustu. Jóhann Torfa- son gaf þá góða sendingu inn á Guðmund Jóhannsson sem skor- aöi með föstu skoti framhjá Jóni Þorbjörnssyni. Siðari hálfleikurinn byrjaði með stórsökn KR, og þá áttu þeir Jóliann Torfason og Björn Pétursson báðir góð marktæki- færi en Jón Þorbjörnsson náði aö verja glæsilega I horn I bæði skiptin. — Stuttu siðar kom svo mark Þr'óttar, og var varla að menn hefðu átt von á þvl. Baldur Hannesson gaf þá fyrir mark KR, boltinn hrökk af KR-ing til Hall- dórs Arasonar, og hann skoraöi með lausu skoti sem Magnús náði ekki að verja, enda illa staðsett- ur. Eftir markið tóku þróttarar mikinn fjörkipp, og Þorgeir Þor- geirsson var þá mjög nálægt þvi að skora úr dauðafæri, en hitti ekki markíð. — En siðan dofnaði aftur yfir þrótturum, og KR-ingar höföu öll völd á vellinum það sem eftir var. Þeir sköpuðu sér þó ekki afgerandi færi, og vörn Þróttar barðist af alefli við að halda stig- inu. Bestu menn Þróttar i þessum leik voru þeir Jón Þorbjörnsson i markinu og Guðmundur Gisla- son, en hjá KR voru þeir bestir Hálfdán Orlygsson og Ottó Guð- mundsson. gk—. ( STAÐAN ) Staðan 11. deild tslandsmótsins I knattspyrnu er nii þessi: FH:tBK Þróttur:KR Valur Vfkingur Akranes Fram KR UBK tBK FH Þróttur 8 6 8 6 8 5 8 4 9 2 8 3 9 3 9 1 9 0 0 28 1 8 0:0 1:1 :6 14 :5 13 :10 11 7 10 :10 8 11 7 14 7 16 5 :22 1 Markhæstu leikmenn eru: Hermann Gunnarsson Val 9 Guðmundur Þorbjörnsson Val 9 Ingi Björn Albertsson Val 6 Teitur Þórðarson 1A 6 Næsti leikur 11. deild er I kvöld, þá leika Fram og Vlkingur á Laugardalsvelli kl. 20. r Hollenskir knottspyrnu- og œfingaskór Mjög hagstœtt verð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.