Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 11
ÝÍSIR Fimmtudagur 1. júli 1976 II „SKEMMTILEGRA AÐ VINNA SJÁLF m ÍBÚÐINA EN AÐ FÁ ALLT TILBÚM UPP í HENDURNAR" „Ég held að það sé ekkert nema ævintýra- mennska sem veldur þvi að við erum að hugsa um að fara út til Þýskalands i haust", sagði Drifa Kristjáns- dóttir er við litum við hjá henni og manni hennar Ólafi Einars- syni fyrir stuttu. ólafur hefur um tima búið i Þýskalandi, þar sem hann hefur leikið með þýska handknatt- leiksliðinu Donzdorf, en áður hafði hann verið einn af máttar- Slappað af yíir könnu af öli. „Ekkert nema ævintýralöngun sem ræöur þvi aö viö erum aö hugsa um að flytja út". Ljosm: Jens. stólpum FH og islenska landsliðsins. Drifa er hinsvegar mörgum kunn fyrir leik sinn i Hárinu auk þess sem hún hefur sungið með ýmsum söng- flokkum -s.s. Nútíma- börnum og Nunnunum. „Eiginlega var það nú fyrir hreina tilviljun að ég byrjaði að syngja", segir Drffa. ,,Ég var eitt ár skiptinemi i Bandarikj- unum ásamt Ömari Vald. og fleirum, og við komum fram og sungum á einhverri íslands- kynningu. Svo var það ekki fyrr en löngu seinna, eftir að ég var komin heim, að Ómi hringdi i migogspurðihvort ég væriekki til" i að stofna söngfiokk meö honum og fleiru hressu fó'lki.' — Nú ég sló til, svo að þetta er eiginlega allt Ómari að kenna, —já eða þakka!" „Ef af þvi verður að ég fari út ihausterég svo aðhugsaum að komast á einhvern leiklistar- skóla ef mérlistá mig þarna.— Annars veit ég i rauninni sára- litið um þýska skóla, hvorki um gæði þeirra né inntökuskilyrði". „Það eru ótalmörg áhugarhál sem við eigum sameiginleg" seg ja þau Drifa og Ölafur er við spurðum þau hvaða áhugamál þau hef öu önnur en söng,leiklist og handknattleik. „Fyrst og fremst mætti nefna þetta hús okkar hérna, sem við erum að vinna við lagfæringar á. Það er miklu skemmtilegra að gera eitthvað i þessu sjálfur heldur en að fá það allt saman tilbúið upp I hendurnar. Svo höfum við líka mikinn Litið við hjá Drífu Kristjánsdottur og Ólafi Einarssyni áhuga á málefnum barnanna á Upptökuheimilinu i Kópavogi, en við vinnum bæði þar. Það er eitt af þessum störfum sem hel- taka mann alveg um leið, og þar er engin leið að skilja allar áhyggjur eftir á vinnustað", segja þau. „Þarna kynnist maður besta fólki sem af einhverjum ástæðum hefur orðiö eitthvað utanveltu við þjóötélagiö. Oftast er það vegna einhvers konar vandamála á heimilum viðkomandi", segir Ólafur. „Fyrir okkur sem höfum verið svo heppin að alast upp að öllu leytiviðhinar bestu aðstæður er eins og þarna opnist hreinlega nýr og dþekktur heimur. Það er bara verst hve bæði al- menningur og yfirvöld lita á þessa stofnun með mikilli tor- tryggni, ákaflega margir hafa horn i siðu heimilisins alveg án þess að vita nokkuð um það sem þarna er verið að gera". Þau kváðu þvi margs að sakna er þau færu utan, en það væri þó bót i máli að þetta væri aðeins hugsað sem fremur stuttur timi. Eitt var það þó sem ólai'ur kvaðst ekki sakna, en það væri islenska landsliðið, a.m.k. ekki á meðan þessi eski- móavinnubrögð sem þar hefðu viðgengist undanfarið héldu áfram, eins og hann orðaði það. Erlendis værimiklu meira fyrir liðin og einstaklingana gert, án þess þó að um atvinnumennsku væri að ræða. Þar væru menn yfirleitt búnir með sina vinnu og æfingar klukkan sjö á kvöldin. „Þaö ætti þvi að vera nægur timi til að sinna eitthvað hugðarefnunum, og einna mest langar mig til að ferðast eitt- hvað um, enda stutt að fara til margra fegurstu staða Evrópu þarna frá suðurhluta Þýska- lands", sagði ólafur að siðustu. —AH „1 Þýskalandi ertu búinn bæði með vinnuna og æfingarnar um kvöldmat".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.