Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 10
I m Fimmtudagur 1. júlí 197«VTSÍ R ) ^Þórður Gunnarsson \ I lögfræðingur skrifar: ' Utburður vegna háreystí og svaíls — Gerðarbeiðandi var meðeigandi að hálfri efri hœðinni — Gerðarþoli hafði hins vegar af not af neðri hosðinni — Snemma fór að bera ó háreysti og svalli hjó gerðarþola —Gerðarbeiðandi áleit þetta fram- ferði algjörlega ólögmœtt gagn- iyart sér í málalokum að þessu sinni er fjallað um út- burðarmál, sem rekið var fyrir fógetarétti Reykjavikur og siðar Hæstarétti. Málavextir. Geröarbeiðandi var eigandi aö hálfri húseign á móti móöur geröarþola. Gerðarbeiðandi bjó á efri hæö hússins ásamt konu sinni og fimm börnum. Geröar- þoli hafði hins vegar til afnota neðri hæð húseignarinnar en aðilar höfðu baðir afnot af geymslum I kjallara. Gerðarbeiðandi kveður snemma hafa farið að bera á því i rikum mæli að gerðarþoli og ýmsir er til hans hafi sótt, hafi haft i frammi háreysti og svall, jafnt daga sem nætur. Hafi þar verið framin peningaspil, drykkja og áflog og hafi hávaði og margs konar annað ónæði af þessum völdum gert sér og fólki sinu illmögulegt að búa I húsinu, þar sem engihn næturfriður hafi fengist nótt eftir nótt. Þá hafi ýmiskonar óspektir og ósiðsemi verið höfð I frammi fyrir utan húsið og stafað frá gestum gerðarþola og öðrum er kröfðust þar inngöngu. Lög- regla kom oft á vettvang til að skakka leikinn og þurfti gerðar- beiðandi iðulega að sækja lög- reglu til þeirra hluta. Gerðarbeiðandi gerði itrekað- ar tilraunir til að fá bætt úr þessu ástandi og sneri sér m.a. munnlega til sameiganda sins og tvivegis skriflega en án árangurs. Afrit af framan- greindum bréfum sendi gerðar- beiðandi til gerðarþola. Geröar- beiðandi áleit þetta framferði gerðarþola algjörlega ólögmætt gagnvart sér og ritaði þvl bréf til fógetaréttar Reykjavlkur og krafðist útburðar á gerðarþola. Nokkur vitni voru leidd I mál- inu, eitt þeirra, nágranni gerðarbeiðanda, sem tvlvegis hafði kært til lögreglunnar vegna ónæðis af völdum gerðar- þola skýrði svo frá að sumir Ibúar i húseign hans hefðu oft ekki haft svefnfrið fyrir gerðar- þola og gestum hans nótt eftir nótt. Hafi gerðarþoli og gestir hans setið að spilamennsku og drykkju eftir að rökkva tók og þeirri íþrótt gjarnan lokið með almennum ryskingum. Þá hafi húsið að næturþeli verið lamið utan af mönnum, meira eða minna ölvuðum, sem fýst hafi að taka þátt I leikjum innan dyra. Framburður vitna var mjög á sama veg. Þó bar þessum vitn- um saman um aö hlé hafi stund- um orðið á ólátum þessum og játaði gerðarbeiðandi það einn- ig. Jafnvel hafi það komið fyrir að gerðarþoli bæði sjálfur um lögregluaðstoð gegn gestum sinum. í málinu voru lögö fram vott- orð lögregluþjóna um hjálpar- beiðnir vegna illdeilna meðal gesta gerðarþola út af spilum og vegna ölæðishávaða af þeirra völdum. Dómkröfur og málsástæður. Eins og áður sagði krafðist gerðarbeiðandi útburðar á gerðarþola og studdi kröfu sina þeim sjónarmiðum að framan- greind háttsemi gerðarþola væri algjörlega ólögmæt gagn- vart sér. Gerðarþoli mótmælti gerðinni aðallega á þeim grundvelli að gerðarbeiðanda skorti aðild til þess að fara einmneð mál þetta þar sem hann væri ekki einn eigandi hússins. Vitnaði hann sérstaklega til bréfs móður sinnar til gerbarbeiðanda þar sem hún neitaði að ljá honum atbeina til málareksturs þessa. Móðir gerðarþola gerðist meðalgönguaðili I málinu og mótmælti framgangi gerðarinn- ar. Niðurstaða fóegeta- réttar Reykjavikur. í úrskurði fógetaréttar Reykja- vfkur segir að með framburði vitna svo og öðru er fram hafi komið I málinu verði að telja sannað, að gerðarþoli hafi gerst sekur um stórkostlegan og víta- verðan ójöfnuð gagnvart gerðarbeiðanda. Ekki skipti neinu máli, hvernig sameign gerðarbeið- anda og móður gerðarþola að húsinu sé nánar varið eöa hvernig afnotaskiptingu að hús- inu sé háttað. Ekki skipti það heldur máli I þessu sambandi, hvort móðir gerðarþola taki þátt I rekstri málsins eða ekki. Hitt sé vlst að gerðarbeiðandi hafi tvlvegis skorað á hana að skerast I leikinn gagnvart óþol- andi framferði af völdum gerðarþola en hun hafi neitað að skipta sér nokkuð af þvl máli. Hafi hún þannig gerst meðsek gerðarþola um framangreind réttarbrot hans gagnvart gerðarbeiðanda og verði á eng- an hátt talið að henni sé heimilt eðli máls samkvæmt að mis- beita þannig sameignarrétti slnum yfir húseigninni. Komst fógetaréttur Reykja- vlkur þannig að þeirri niður- stöðu að leyfa bæri framgang gerðarinnar. Dómur Hæstaréttar. I dómi Hæstaréttar er um það fjallað að sameign gerðarbeið- anda og gerðarþola að umræddu húsnæði hafi verið svo háttað að gerðarþoli hafi haft eignarráö efri hæðar hiissins en móðir gerðarþola neðri hæðar og bæði hafiháft umráð og áfnót' fcjá'll- ara. Af réttarsambandi þeirra vegna sameignarinnar leiði, að þeim beri skylda til að stuðla að þvl eftir megni, að hvort þeirra geti ótruflað hagnýtt sér sinn hluta hússins. á eðlilegan og lög- mætan hátt. Nú sé það leitt I ljós I máli þessu að gerðarþoli og þó eink- um menn þeir, sem hann hleypti inni húsið, hafi haft þar I frammi sllka háreysti, svall og ósiðlegt atferli, bæði að degi og nóttu, að heimilisfriði geröar- beiðanda og högum hans hafi verið stórkostlega raskað. Sé honum ekki skylt að búa undir sllku. Þar sem móðir gerðarþola hafi ekki viljað veita gerðar- beiðanda atbeina til að létta þessum ófögnuði af húsinu, sé honum sjálfum heimilt að hefj- ast handa og fá hjálp dómstóla til að bera út þá, sem óspektum valda. Með vlsan til framanritaðs tekur Hæstiréttur kröfu geröar- beiðanda til greina. ¦I : ,,» . Strandanir vegna mistaka Á smærri bátum tfðkast það i of rlkum mæli, að skipstjórnarmenn yfirgefi stjórnpall og feli mönn- uni, scin hvorki hafa réttindi né þekkingu að annast stjórn skip- anna. Þetta kemur fram I nýút- kominni skýrslu rannsóknar- nefndar sjóslysa. I skýrslunni er brýnt fyrir skip- stjórnarmönnum að nýta sér þá auknu tækni til siglinga, sem fyrir hendi er en að láta það þd ekki verða til þess að slæva eðlilega athygli og árvekni viö stjórn skipa. I skýrslunni eru raktar orsakir fimm skipstranda og I öllum til- fellum er þaö álit' nefndarinnar að mistök I siglingu hafi valdið strandinu. — JOH — íslenskir bingmenn í vqndrœðum vegng „styijaldgr ii „Þetta beindist ekki a& minum dómi a& okkur islendingunum, heldur fyrst og fremst aö kana- dfska flugfélaginu, sem við flug- um með. Það kom greinilega fram hjá var&stjóranum hjá Inn- flytjendaeftirlitinu a& hann var meö þessu a& ná sér ni&ri á kanadamönnum —, kanadfska flugfélaginu.Hann margendurtók þa& a& ef Kanada hef&i undirrita& samning, ég man ekki hvenær, þá hef&u þeir mátt koma me& áritunarlausa transit-farþega." Þetta sagði Magnús Torfi Ólafsson, er Visir spurðist fyrir um vegabréfsvandræði sem is- lensk þingmannanefnd lenti I I Bandarfkjunumeftir heimsókn til Kanada. ,,Það má segja I og með að við höfum verið fórnardýr I „styrjöld" milli bandarlkja- manna og kanadamanna, en i ljós kom svo, að aðeins eitt flugfélag hafði skrifað undir samning þennan og það f élag er f rekar llt- ið. Við höfðum strax samband við ræðismann íslands I Montreal, sem hafði samband viö ræðis*- mann Bandarfkjanna, sem kom þessum málum strax í lag og hafði samband við Innflytjenda- eftirlitið og lét I ljós vanþdknun stha á þessu." Magnús Torfi áleit islendinga ekki hafa bolmagn tii þess að taka upp breytta stefnu i vegabréfs- málum gagnvart bandarikja- mönnum, en itrekaði að sér fynd- ist þetta atvik mjög leiðinlegt, þvl sendinefndin hafði farið héðan I þeirrigóðutrú að vegabréfsmálin væru öll I góðu lagi. — RJ Sími 13404 Alafoss

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.