Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 17
Útvarp í kvöld kl. 20,25: Myndir er tekin á upptöku leikritsins „Gangið ekki nakin I gagnsæjum slopp", sem viö heyrum I kvöld. ÞINGMANNSFRÚ Á NÆRKLÆÐUM „Gangið ekki nakin i gagnsæjum slopp" heitir leikrit vikunnar og er skopleikur eftir franska rithöfundinn Georges Feydeau. Leikurinn gerist i kringum slðustu aldamót. bar segir frá þingmannsfrú einni, sem haldin er þeirri dæmalausu áráttu aö spranga um á nærfötunum ein- um klæða. Eiginmaður hennar sem er virðulegur þingmaður vill að sjálfsögðu gæta velsæmis i hvl- vetna og reynir allt til að fá hana til ofan af þessum ósóma. Eitt sinn kemur mektarmað- ur I heimsókn til þeirra hjóna og frúin bregður ekki af þeim vana sinum að sýna sig léttklædda. Það fer þó margt öðruvlsi en ætlað er, og gamla kempan Clemencau kemst „óvart" inn I spilið. Höfundurinn Georges Feyde- au fæddist I Paris 1862 Hann fór snemma að skrifa leikrit, og varð fyrst frægur fyrir „Dömu- klæðskerann".SIðan skrifaði hann fjöldann allan af skop- leikjum og söngleikjum. Eitt þekktasta verk hans er „Fló á skinni" sem sýnt var hér á landi fyrir nokkru við metað- sókn. Feydeau reynir einkum að skapa bráðskemmtilega heild úr einföldustu hlutum. Jafnvel það sem i fljótu bragði virðist ó- merkilegt verður fjörugt og líf- andi i höndum hans. Þýðandi og leikstjóri er Flosi Ólafsson. Með helstu hlutverk fara GIsli Halldórsson, Sigrlður Þorvaldsdóttir, Guðmundur Pálsson og Helgi Skúlason. Leikritið hefst kl. 20.25 og stend- ur yfir i klukkustund. — SE Útvarp í dag kl. 16,40: IMBÚUN BIMM Sigrún Björnsdóttir heldur áfram lestri sin- um um Imbúlin Bimm i litla barnatimanum í dag. Auk þess mun Sigrún spjalla við börnin og leikin verða barnalög. —SE Ekkert sjónvarp I juli Sjónvarpið byrjar I sumarfrli I dag og verða engar útsendingar i júlimánuði. Vlsir hafði samband við Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóra sjónvarpsins og spuröi hann, hvort nokkur von væri til, að sjón- varpsáhorfendur fengju að fylgj- ast með Olympiuleikunum, sem hefjast I Montreal 17. júll. Pétur sagði okkur, að allt starf s- fólk sjónvarpsins tæki sumarfrt I júlimánuði og yröu engar útsend- ingar þann mánuð. Hins vegar verða sýndar marg- ar myndir frá leikunum fyrstu vikurnar I ágilst. —SE Sniáauglýsingar VÍSÍS eru virkasta verðmætamiðlimin + MUND RAUÐA - KROSSINN Fimmtudagur l.júli 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Farðu burt, skuggi" eftir Steiiiar Sigurjónsson Karl Guð- mundsson leikari byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar André Saint-Clivier og kammersveit undir stjórn Jean-Francois Paillards leika Konsert fyrir mandólin og bljómsveit eft- ir Johann Nepomuk Hummel. Artur Rubinstein leikur Planósónötu nr. 8 1 c-moll op. 13 „Pathétique" eftir Beethoven. John VVilli- ams og Enska kammer- sveitin leika „Hugdettur um einn heiður smann ", tónverk f yrir gitar og hljdmsveit eft- ir Joaquin Rodrigo, Charles Groves stjómar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnr). Ton- leikar. 16.40 Litli barnatiminnSigrún Björnsdöttir hefur umsjón mcð höndum. 17.00 Tonleikar 17.30 Bækur, sem breyttu lieiininum, II. „Heilbrigö skynsemi" eftir Thomas Paine. Bárður Jakobsson lögfræðingur tekur saman og flytur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 t sjónmáli. Skafti Harð- arson og Steingrimur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Gestur I útvarpssal: Ey- vind Möller leikur á pianóa. Sónatínu i a-moll eftir Frederik Kuhlau. b. Tvö smálög eftir Niels Gade. c. Stef og tilbrigði eftir Carl Nielsen. 20.25 Leikrit: „Gangið ekki nakin I gagnsæjum slopp" eftir Georges Feydeau Þýð- andi og leikstjóri: Flosi Ólafsson. Persónur og leik- endur: Ventroux.... GIsli Halldórsson, Clarisse.... Sigriður Þorvaldsdóttir Viktor... Guðmundur Páls- son, Prumpillion.... Helgi Skúlason De Jaival.... Pétur Einarsson, Sonurinn... Ste- fán Jónsson. 21.25 Kirkjulegt starf innan veggja sjúkrahúsa. Dr. Kristján BUason dósent flytur synóduserindi. Tónlistaþátturinn sem átti að byrja kl. 21.20 fellur niöur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinn" eft- ir Georges Simenon Ás- mundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (3). 22.40 A sumarkvöldi Guð- mundur Jónsson kynnir tón- smlðar um svani. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. „KREBS" málningarsprautur. Svissneslc gœði. „KREBS" málningar- sprautur hafa víðtækt notkunarsviö, allt frá úöun skordýraeiturs til málunar stórra flata. Einnig til ryövarna. Stimpildrifin sprautun gefur besta nýtingu á efni og litla loftmengun. Spissar með flötum geisla á lægsta fáanlega verði. AHir hreyfihiutir og spissar úr hertu stáli og Mangan-Carbide (Rockwell 80). Verð frá 7060.- Sveinn Egilsson h/f, Skeifan 17, Iðngörðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.