Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 6
o c Fimmtudagur 1. júll 1976 VISIR Guómundur Pétursson - -----~ Vilja fyrirbyggja kjarn- orkustríð í misskilningi Frakkland og Sovétrikin hafa gert meö sér samkomulag um leiðir til ao hindra ao annað rikio geri kjarnorkuárás á hitt — fyrir slysni. Valery Giscard d'Estaing, for- seti, skýrði frá þessu samkomu- lagi i gær, en skýrði það ekki i einstökum atriðum. Samkomu- lagiö verður formlega undirritað á næstu vikum. Bandarikin og Sovetrikin hafa fyrir löngu komið sér saman um ýmsar leiðir til að hindra kjarn- orkuárás fyrir slysni. Meðal ann- ars er i þvi hin svonefnda „heita lina" milli Moskvu og Washing- ton. Margir hernaðarsérfræðingar óttast að kjarnorkustrlð kunni að hefjast fyrir slysni og misskiln- ing. Eftir þvi sem fjölgar i kjarn- orkuklúbbnum, aukast likurnar á þessu. Eyðingarmáttur . stórveld- anna er nú svo gifurlegur að flest- ir telja útilokað að þau fari I kjarnorkustrið af ásettu ráði. í slikri viðureign yrði enginn sigur- vegari. Bæði rússar og bandarikja- menn hafa haft af þvi nokkrar á- hyggjur að kinverjar reyndu að koma af stað kjarnorkustriði milli þeirra og meðal annars þessvegna var heita linan lögð. Hitabylgja í Evrópu Meðan Islendingar rölta um undir rigningar himni hafast menn i Mið-Evrópu við i sundlaug- um sinum eins mikið og þeir geta, vegna hita- bylgjunnar. Þessir herramenn I Munchen geta lika veitt sér iskaldan bjór frá Bæjaralandi. Loftbelgs leitað Bandariska landhelgis- gæslan hefur hafið leit að 27 ára bandarikjamanni sem lagði upp f loftbelg slðast- liðinn föstudag og ætlaoi yfir Atlantshafið. Hann lagði upp frá New Jersey. Siðast heyrðist til hans á sunnudag, en þá var talið að hann væri 900 milur fyrir atistan New Jersey. Leit úr lofti hófst i gær, en bar ekki árangur. Skip og f lugvélar munu svo halda áfram leitinni i dag. Kunningjar loftbelgsflug- mannsins segja að karfa belgsins eigi að fljóta á vatni og eru vongóðir um að hann finnist. Svindl í ólympíu- þorpi Montreals Sjö menn, sem átt hafa hlut i þvi að reisa ólympiuþorpið i Montreal, verða kall- aðir fyrir rétt i ágúst skömmu eftir lok ólympiuleikanna. Þeim er gefið að sök að hafa átt þátt i þvi að svindla 370 þúsund dollara út úr undirbún- ingsnefnd leikanna. Þarna er um að ræða fjóra forstjóra, tvo arkitekta og einn fyrirtækis, 90 milljón byggingaráðunaut sem reisti þorpið, dollara verk. I ákærunni er sagt, að menn- irnir hafi falsað kostnaðar- reikninga arkitektanna. Þessi ákæra fylgir i kjölfar umfangsmikillar rannsóknar, sem gerð var vegna óhóflegrar hækkunar byggingarkostnaðar ólympfuþorpsins. I nóvember i vetur gerði lögreglan húsleit f 50 skrifstofum Zarolega-sam- steypunnar og undirverktaka hennar og hafði á brott með sér bQhlöss af skjölum. Aætlaður byggingarkostnaður þorpsins hafði verið 30 milljón dollarar. Gyðíngum bannað að biðja tsraelskur dómstóll kvað i gær upp þann úr- skurð að gyðingum sé 6- heimilt að biðjast fyrir á Musterishæðinni. Þar með er hnekkt öðrum úrskurði, sem olli mikilli ólgu með aröbum fyrr á þessu ári, A slðasta ári reyndu átta ungir gyðingar aö biojast fyrir á þess- um staö, sem er helgur bæöi gyð- ingum og múhameðstrúarmönn- um. Þeir voru leiddir .fyrir rétt, en sýknaðir. Múhameðstrúarmönnum þótti að sér sorfið og þaö uröu óeirðir i Jerúsalem og viða á vesturbakka árinnar Jórdan. Rikissaksóknarinn I Israel sagði i útvarpsviðtali I gær að það væri nú ákveðið að gyðingar mættu ekki biðjast þarna fyrir. Lögreglan hefði rétt til aö beita valdi til að hindra slíkar bæna- samkomur. Þegar Israelar hertóku Jerúsalem I sex daga striðinu 1967, veittu þeir miihameðstrúar- mönnum leyfi til að biöjast fyrir á hæðinni. Gyðingar voru hins veg- ar takmarkaðir við grátmúrinn. A Musterishæðinni eru tveir mestu helgidómar múhameðs- trúarmanna, Al-Agsa og Omar moskurnar. T |.....^'ife'&«-'¦•"" L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.