Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 01.07.1976, Blaðsíða 24
VISIR Fimmtudagur 1. júlí 1976 Allt klappað og klórt hjá Sigló síld Framleiösla Sigló-slldar virðist nú vera komin I gott lag. Sam- kvæmt upplýsingum Jóns ög- mundssonar hjá Rannsóknar- stofnun fiskiönaöarins, sem hefur fylgst með framleiðslu þeirra benda nýjustu athuganir, er spanna hálfs mánaðar tlmabil, til þess aö geymsluþol afurða þeirra sé nægjanlegt. Eins og Visir skýrði frá fékk Sigló-sild ekki útflutningsvottorð frá Rannsóknarstofnun fiskiönað- arins. Þýddi þaö, að ekki var hægt aö selja framleiðslu verk- smiöjunnar til Sovétrikjanna eins og fyrirhugað var. Gerðar voru breytingar á vinnslurás fyrirtækisins og virð- ast þær hafa borið góðan árangur. „Þetta er að vlsu ekki langur tlmi sem jákvæðar niðurstöður hafa fengist af, sagði Jón ög- mundsson. „En enn sem komið er virðist allt vera I lagi". —EKG Vestmannaeyjar: VERKFALLSBR07 BÐA LÖGLEG ÞJÓNUSTA? „Borgaryfirvöld báðu lög- regluna ekki að hafa afskipti af vinnudeilunni. l>að sem beðið var um var að hlutlausir aðilar skrásettu stöðvun verkfalls- varða á afgreiðslu teikninga," sagði Magnús óskarsson, vinnumálastjóri Reykjavlkur- borgar, þegar Vlsir leitaði frétta af arekstri þeim sem til kom á skrifstofu bygginga- fulltrúa um hádegisbilið I gær. „Lögreglan var t.d. ekki beðin að fjarlægja 15-20 manns sem safnast höfðu saman á skrifstof- unni án þess að eiga þar nokkurt erindi. Við teljum að borgin veröi að veita þessa þjónustu ef hún mögulega getur gert það lög- lega. Verkfallsverðirnir hafa komið I veg fyrir að bygginga- fulltrúa séu afhentar teikning- ar, sem hann á skv. bygginga- samþykkt borgarinnar að sjá um stimplun á. Að visu tókst viðskiptavini að koma nokkrum teikningum til byggingafulltrúa I gær með þvl að biðia um viðtal við hann. Nu höfum við tilkynnt fólki, að gögn til byggingafulltrúa megi sendi I pósthólf 30 á bréfapóst- stofunni I Reykjavlk," sagði Magnús. Vlsir hafði einnig samband við Gunnar H. Gunnarsson, for- mann samninganefndar verk- fræðinga hjá Reykjavlkurborg. Hann sagðist telja að lögfræö- ingar borgarinnar hefðu greini- lega sviðsett ágreininginn i samráði við byggingafulltrúa. „Lögreglan hafði þau áhrif að byggingafulltrúi fékk, I fyrsta sinn siðan verkfallið hófst, teikningar I hendur," sagði Gunnar. „Hér er það spurningin um sjálfan verkfallsréttinn sem um er að ræða. Þau störf sem verk- fræðingarnir lögðuniður, voru aðeins unnin af þeim og þvi eiga þeir rétt á þvi að gæta þess að aðrir gangi ekki I þau. Þar skiptir ekki máli hvað stendur I gömlum samþykktum borg- arinnar." Gunnar kvað ekki fullráðið hver viðbrögð verkfræðinga yrðu við póstsendingu teikn- inga. Þetta væri tilraun til að sniðganga verkfallsvörsluna, en verkfræðingar myndu halda áframað reyna að koma I veg fyrir stimplunina. Málið er nú i höndum sátta- semjara. Að sögn Gunnars eru nú liðnar þær tvær vikur sem liða mega milli funda. — SJ Tveir bœjarf ulltrúar sjálf stœðismanna í samstarfi við aðra flokka Tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins I bæjarstjórn Vest- mannaeyja gengu til samstarfs við fulltrúa annarra flokka I fyrrakvöld eins og Vlsir skýrði frá I gær. Sameinuðust þessir aðilar um kosningar I nefndir, kjör forseta og afgreiðslu fjár- hagsáætlunar. „Við Sigurður Jónsson fylgdum okkar afstöðu sem mótaðist af þvi að við studdum það þegar Páll Zóphaniasson var valinn bæjarstjóri", sagði Einar H. Eiriksson skattstjóri i samtali við Visi I morgun. En hann var á bæjarstjórnar- fundinum kosinn með ölluni at- kvæðum, forseti bæjarstjórnar. „Menn voru almennt á einu máli um afgreiðslu mála",sagði Einar. „Það var kannski deilt um einstaka menn. En fjár- hagsáætlun var afgreidd sam- hljóða og sama var með kjör i hafnarstjórn og rafveitustjórn. 1 öllmn fimm manna nefndum héldu sjálfstæðismenn hlut sinum". „Siðan við Sigurður slitum samstarfinu hefur enginn sjálf- stæðismaður rætt við okkur, engin tilraun verið gerð til að berja þetta saman. Þar sem við stóðum að ráðningu bæjar- stjórans vildum við standa við bakið á honum. Þvl tókum við til bragðs að leita samstarfs við bæjarfulltrúa annarra flokka. Sjálfstæðismenn buðu engar viöræður , fyrr en tveimur dögum fyrir fund. Það var þá of seint". —EKG/G.s. Vestm.eyjum. Sigurður Greipsson í viðtali við Helgarblaðið: Vlsir heimsótti Sigurð Greipsson I Haukadal á dögunum og þar ræddi Einar K. Guðfinnsson blaðamaður við þennan aldna heiðursmann. Mynd: LA. „Ég spyr stundum útlendinga hvort þeir skilji hvað hverirnir séu að segja" Viðtal við hinn landskunna iþróttafrömuð og bónda Sigurð Greipsson birtist I næsta helgar- blaði VIsis. Sigurður kemur viða við. Hann hefur lika frá mörgu að segja þvl margt hefur á daga hans drifið. Konungsheimsóknir að Geysi, sambiið manns og lands og fleira. Helgarblaðið fylgir VIsi ó- keypis á laugardaginn, og er rétt að hvetja fólk til að kaupa VIsi tlmanlega þann dag þar seni hann hefur selst upp und- anfarnar helgar. Tveir verkfræðingar hjá borginni, þeir Þráinn Karlsson og Hail- grlmur Sandholt sitja sem fastast I verkfalli og gæta þess jafnframt að aðrir starfsmenn borgarverkfræðings sinni ekki þeirra störfum. Ljósm: Jens. Blóðfíokkun allra sjómanna? Það gerist æ algengara, að þyrlur séu sendar með lækna til móts við skip eða báta þar sem stórslys hafa orðið, og getur þá haft úrslitaþýðingu, að blóðflokk- ur hins slasaða sé þekktur. Þetta kemur fram i nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar sjó- slysa en nefndin hefur beint þeirri ósk til allra Islenskra sjómanna, að þeir láti greina blóðflokk sinn. Nefndin hefur beint þvi til sam- gönguráðuneytisins, að gefin verði út reglugerð, sem skyldi alla sjómenn til að hafa blóð-. skírteiní. Til að skrá blóðflokk sjómanna i skipshafnarskrá, sem nefndin telur mjög æskilegt, þarf breytingu á lögum um skráningu skipshafna. GÆSLAN FIMMTUG — þáttur flugsins hefur aukist með árunum t dag eru fimmtfu ár liðin frá þvi að varðskip var fyrst form- lega tekið I notkun, en það var varðskipið Óðinn, sem kom til landsins 23. jiini, 1926. Það var smlðað sérstaklega til landhelgis- gæsluna smkv. heimild Alþingis frá 1925. Grundvöllur Landhelgisgæsl- unnar var lagður með lögum um landhelgissjóð íslands frá 1913 og 8. grein Sambandslagasamnings- ins 1918, en smkv. 8. greininni var Islendingum heimilt að taka i sinar hendur landhelgisgæslu við Island og þá á sinn eiginn kostn- að. Arið 1919, I nóvember, voru samþykkt á Alþingi lög, þar sem landsstjórninni var heimilað að láta kaupa eða byggja varðskip, en sökum fjárhagsörðugleika landsjóðs varð ekki dr fram- kvæmdum að sinni. Eöli málsins samkvæmt hefur hlutverk Landhelgisgæslunnar verið mikilvægt við útfærslur fiskveiðilandhelginnar, fyrst við útfærsluna 1952 I fjórar milur. Siðan árið 1958 I 12 milurnar og 1972 og 1975 I 50 og 200 mllur'. Varðskipin eru I dag megin- uppistaða tækjakosts Landhelgis- gæslunnar, en þáttur flugsins hef- ur aukist með árunum og við slð- ustu utfærslu var fyrirsjáanlegt að þáttur gæsluflugs á eftir að aukast enn meira, bæði með lang- flugi og þyrluflugi og eru nú uppi ráðagerðir um þaö að kaupa stóra þyrlu með haustinu, ef nægilegt fjármagn fæst. —RJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.