Vísir - 29.07.1976, Síða 9

Vísir - 29.07.1976, Síða 9
VISIR Fimmtudagur 29. júlf 1976. fyrir föstudaginn 30. júií. Hrúturinn 21. mars—20. aprfl: Þú hefur löngun til að taka þér eitthvað skapandi og þroskandi fyrir hendur. Liklega kemur fólk þó í veg fyrir það meö slfelldum truflunum sem eyða öllum tima frá þér. Gættu barnanna vel. I Nautiö ......* 21. apríl—21. mai: Sameiginlegt átak gæti veitt þér og öðrum mikla ánægju. Griptu inn I atburöarás og bjóddu fram hjálp þina án þess að þú sért beðin(n). Tviburarnir I 22. mai—21. júni: Það gæti reynst nauðsynlegt að heröa örlitið sultarólina á næstu dögum. Þetta verður þér erfitt þvi að þú hefur sannarlega ekki vanið þig á neina sparsemi undanfarið. I kvöld ferðu liklega i óvænt ferðalag eða færð óvænta upphringingu. Krabbinn ________' 21. júni—23. júll: Leggðu mikla áherslu á að styrkja sambandiö við nána ættingja þina eða nágranna. Einn þeirra mun seinna kynna þig fyrir nýjum og skemmtileg- um hópi fólks. Nt Ljóniö I 24. júlf—23. ágúst: Þú lendir ef til vill i erfiðleikum með að ryðja einhverjum hindrunum úr vegi. Þér gengur þó vel að koma þér úr þessum erfiöleikum með liðugu málbein- inu. Farðu varlega I öllum viðskiptum við banka. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Skyldur þinar við fjölskylduna eru þér til nokkurra trafala i starfi. Þetta er slæmt þvi að nú er mjög mikilvægt að þú einbeitir þér að verkefni sem þú ert að vinna. Reyndu að finna mála- miðlun sem allir geta sætt sig við. Vogin ' 24. sept.—23. okt.: Taktu þátt i einhverju með fjölskyldunni, leikjum eða starfi. Það gæti orðið til þess að treysta fjölskylduböndin og á þvi er ekki vanþörf. Eyddu kvöldinu heima við og dyttaðu að ýmsu smávegis. Drekinn I 24. okt.—22. nóv.: # Taktu hlutunum eins og þeir eru I dag. Þannig kemstu hjá óánægju og vonbrigðum. Þér finnst allt ganga á afturfótunum en þá er bara aö sætta sig við það. Eyddu kvöldinu heima með fjölskyldunni. Bogmnöurinn I 23. nóv.—21. des.: Eitthvað kemur fyrir sem þarfnast vandlegrar ihugunar og gæti orðið til þess að þú verðir að breyta áætlunum þinum. Ferðalög eru ekki heppileg I dag. & I Steingeitin 22. des.—20. jan.: Vinur þinn er i þann mund að gera eitthvað mjög óskynsam- , legt. Þú ættir að vera vinur i raun og vara hann við þvi að gera þetta gláppaskot. Það gæti endaö meö ósköpum fyrir hann og aðra. Vatnsberinn 21. jan.—1!». febr.: Sýndu fyllstu varkárni I dag. Forðastu að reita nokkurn til reiði að óþörfu eða ganga út i öfgar. Eitthvað miður heppilegt gæti hent þig ef þú ferö ekki gætilega. Fiskarnir 20. febr.—20. inars:' Þú ættir aö byrja að undirbúa ferðalag um helgina. Þú hefur unnið mikið undanfarið og þér veitir ekki af hvild. Ef þú fylgir þessum ráðum veröur helgin mjög ánægjuleg og hressandi. -*>-r >Q)-r rODinmi -JO-S DZO mmnOZÞ ncrrpiii <nm-* ti-ii 2>N3i>H

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.