Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 10
10 ’
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davift Guftmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Fálsson, ábm.
Ólafur Kagnarsson
Ilitstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guftinundur Pétursson
Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. Guftfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur
Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriftur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúftur G. Haraldsdóttir.
íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson.
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiftsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ilitstjórn: Siftuinúla 14. Simi 86611.7 linur
Áskriftargjald 1000 kr. á mánufti innanlands.
í lausasölu 50 kr. eintakift. Blaftaprent hf. ^
Framsóknartrúin
á undanhaldi
Ritstjóri Timans heldur uppteknum hætti i mál-
gagni sinu og Framsóknarflokksins og klifar enn á
þvi að Visi eigi að flokka með dönskum æsifrétta-
blöðum, sem hann kallar svo. Virðist hann eiga
erfitt með að kyngja þvi, að fréttir séu sagðar án
tillits til þess hvaða pólitiskir flokkar eða hags-
munahópar eigi þar hugsanlega hlut að máli og
staðreyndir séu birtar án þess að ályktanirséu af
þeim dregnar eða flokkspólitiskt mat látið fylgja
þeim.
Þá gefur hann i skyn, að fréttaval og meðferð
frétta miðist fyrst og fremst við hvað helst selji
blaðið þann daginn og fer ýmsum niðrandi orðum
um starfslið og útgefendur Visis.
Hvað svo sem hefur mátt segja um Visi fram að
þeim tima, er mannaskiptin urðu á blaðinu siðast-
liðið haust, og nokkrir þeirra manna, sem áður
höfðu mótað stefnu blaðsins stofnuðu Dagblaðið, —
þá er það vist, að núvérandi ritstjórar blaðsins hafa
engan hug á að gefa út það sem ritstjóri Timans
kallar æsifréttablað eða sorpblað. Þvert á móti birt-
ir Visir traustar fréttir, sem byggðar eru á áreiðan-
legum heimildum, og eru þær á allan hátt unnar i
samræmi við lögmál þau, sem heiðarlegir
blaðamenn hafa i hávegum.
Það hefur einnig sýnt sig, að lesendur Visis kunna
vel að meta vinnubrögð blaðamanna og svip blaðs-
ins þar sem kaupendum fjölgar sifellt.ekki sist úti
um land, þar sem Vísir hafði áður selst i takmörk-
uðu upplagi.
Ekki er ósennilegt, að sú ófrægingarherferð, sem
Timinn hefur nú hafið gegn Visi eigi rætur sínar að
rekja til þess, að þetta blað hafi orðið þess valdandi,
að kaupendum Timans fækki jafnt og þétt. Vitað er,
að ýmsir af þeim nýju áskrifendum, sem bæst hafa
i hóp kaupenda Visis að undanförnu, keyptu áður
Timann, en höfðu gefist upp á þvi að kaupa blaðið,
vegna þess, að þeim fannst það staðnað, efni tak-
markað og allt of mengað af flokkspólitik.
Þá sneru margir fyrri stuðningsmenn og kaup-
endur Timans baki við blaðinu eftir að það hóf i vet-
ur svivirðilega rógsherferð á hendur kunnum lög-
gæslumönnum, sem þóttu of athafnasamir.
Það er eðlilegt að pólitiskur ritstjóri málgagns
Framsóknarflokksins eigi erfitt með að skilja mun-
inn á sliku linublaði sem Timanum annars vegar,
sem ekki birtir annað en það, sem flokksforystunni
þóknast, og hins vegar sjálfstæðu fréttablaði sem
Visi, sem ekki er i eigu stjórnmálaflokks, og leitast
við að gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart mönnum
og málefnum og birta sem flest sjónarmið i hverju
máli.
Það er tvennt ólikt að vinna eftir markmiðum
heiðarlegrar nútima fréttamennsku eða ösla áfram
dáleiddur af framsóknarmaddömunni, án þess að
lita til hægri né vinstri. Timinn er einungis skrifað-
ur fyrir framsóknarmenn og meginmarkmiðin eru
að halda þeim við trú sina, heilaþvo flokksmenn ef
þeir kynnu að hafa látið glepjast af einhverju, sem
komið hefur fram i öðrum fjölmiðlum, og vinna
markvisst að þvi að foringi flokksins komist i dýr-
lingatölu. Það er eðlilegt, að kaupendum sliks blaðs
fækki með degi Jiverjum i þjóðfélagi þar sem fólk
vill fá að hugsa sjálfstætt og vega og meta fréttir og
ýmis málefni upp á eigin spýtur.
Fimmtudagur 29. júlí 1976. VTSIR
Umsjón: 'Jón Ormur Halldórsson
y
j
Tveir foringjar
en einn flokkur
— aivarleg vandrœði breskra
íhaldsmanna
Breski íhaldsflokkurinn hefur
unniö stóra sigra I aukakosning-
um til þingsins aö undanförnu. t
sveitarstjórnakosningum, sem
fram fóru i Bretlandi fyrir
nokkrum vikum siöan vann
flokkurinn mjög á um land allt
og bætti sumstaöar viö sig
20—30% atkvæöa. Flokkurinn er
I fyrsta sinn um áratuga skeiö i
greinilegri sókn á meöal ungs
fólks og stúdenta og hefur unniö
mikilvæga sigra I nokkrum
verkalýösfélögum, þar sem
ihaldsmenn riöa nú bagga-
muninn I átökum milli bylt-
ingarsinna og hægfara vintri
manna. Engu aö siöur má leiöa
rök aö þvi aö flokkurinn eigi viö
meiri erfiöleika aö striöa um
þessar mundir en nokkru sinni
siöan 1945.
Tveir leiðtogar
i einum flokki
Útá viö viröist mesti vandi
flokksins vera persónulegur á-
greiningur milli Edward Heaths
fyrrum leiötoga flokksins og
Margaret Thatcher, núverandi
léiötoga ihaldsmanna.
Ihaldsflokkurinn háöi fjórum
sinnum kosningabaráttu meö
Heath sem leiötoga. Flokkurinn
tapaöi þrisvar og vann einu
sinni. Fyrir þennan lélega ár-
angur átti Heath aö gjalda meö
pólitisku lifi sinu, aö mati meiri-
hluta þingflokks ihaldsflokks-
ins. Hann var settur af meö at-
kvæöagreiöslu og Margaret
Thatcher valin leiötogi i hans
staö. Hún er fulltrúi hægra arms
flokksins en Heath var studdur
fram i rauöan dauöann af frjáls-
lyndari öflum flokksins, þeim
sem telja má ihaldsmenn uppá
gamla visu. Mikill málefnaá-
greiningur er á milli nýja leiö-
togans og þess gamla og hreinn
misskilningur aö álita aö deil-
urnar milli þeirra séu eingöngu
af persónulegum ágreiningi
sprottnar. Þingflokkur ihalds-
manna taldi, að Heath heföi
ekki einungis reynst litt vinsæll
íeiðtogi meöal almennings held-
ur heföi hann vikið um of frá
stefnumálum flokksins.
Þegar Thatcher tók viö
endurnýjaði hún forustusveit
flokksins aö nokkru leyti og vék
frá frjálslyndum en setti I staö-
inn hægri menn. Hún áréttaöi
ýmis grundvallaratriöi i Ihald-
samri stefnuskrá flokksins og
undirstrikaöi muninn á Ihalds-
flokknum og öörum stjórnmála-
flokkum I landinu.
Heath naut stuðnings
almennra flokksmanna
Stjórnmálaskýrendur töldu
margir aö, ef leiötogakjör I
flokknum heföi veriö I höndum
almennra flokksmanna heföi
Heath unnið glæsilegan sigur á
Thatcher og fáir munu efast um
aö hann hefði aö minnsta kosti
boriö sigur af hólmi. 18 mánuö-
um eftir að Thatcher tók viö
völdum er þaö mat margra aó
Heath mundi sigra Thatcher ef
flokksmenn fengju aö ráöa.v
Ungir ihaldsmenn og enn frekar
ungir Ihaldsstúdentar hafa hvaö
eftir annaö sýnt svo aö ekki
verður um villst aö Heath er
þeirra maður og hefur Thatcher
oft fengiö kaldar kveöjur úr
þessum herbúöum.
Þegar Heath tekur til máls I
þinginu er máli hans gefinn jafn
mikill gaumur og máli Thatch-
er. Þetta hefur valdið forustu
flokksins stööugt meiri vand-
ræöum, þvi aö undanförnu hafa
skoöanir Heaths ekki alltaf fariö
saman við stefnu flokksforust-
unnar.
Aö undanförnu hefur verið á
kreiki þrálátur orörómur um,
aö Heath sé tilbúinn til sátta og
vilji taka sæti I skuggaráöu-
neytinu. Heath hefur neitaö
þessu og má benda á, aö einn
helsti stuöningsmaður hans i
þingflokknum Peter Walker
fyrrum iönaðarráöherra hefur
verið að undanförnu stööugt
haröari i gagnrýni sinni á for-
ustu flokksins.
Engu að siöur má búast við aö
Heath geri upp hug sinn I þessu
máli á næstu mánuöum en hann
er I góöri aðstööu til aö setja
skilyrði fyrir inngöngu I
skuggaráöuneytið. Aöstööu sina
reynir hann eflaust aö bæta
næstu vikur og jafnvel mánuöi
en honum getur reynst hættu-
legt aö draga ákvöröun sina á
langinn.
Steele gæti reynst
skeinuhættur
Þó undarlegt megi viröast
heföi þaö veriö Ihaldsmönnum
meira aö skapi aö fá vinstri
sinna i stööu flokksleiötoga
frjálslyndra i staö hins hægfara
og aö mörgu leyti ihaldsama
David Steele.
Frjálslyndari menn I ihalds-
flokknum gætu hæglega átt þaö
til aö skipta um flokk og kjósa
Frjálslynda flokkinn ef Thatch-
er nær ekki aö koma á friöi viö
þá. Ef svo færi að stór hópur
ihaldsmanna kysi frjálslynda i
næstu kosningum mundi þaö
tryggja sigur verkamanna-
flokksins vegna kjördæmaskip-
unarinnar i landinu, sem i siö-
ustu kosningum gaf verka-
mannaflokknum þingmeiri-
hluta, þó flokkurinn fengi ekki
nema 39% atkvæöa. Frjálslyndi
flokkurinn fékk i siðustu kosn-
ingum 13 þingmenn fyrir 5 mill-
jónir atkvæða en verkamanna-
flokkurinn fékk á hinn bóginn
318 þingmenn fyrir rúmlega
helmingi fleiri atkvæði, en
frjálslyndum voru greidd.
íhaldsflokkurinn i
dauðateygjunum?
Thatcher hefur fært flokkinn
lengra til hægri en hann var á
stjórnarárum Heaths. Með þvi
hefur henni ef til vill tekist aö
fyrirgera öllum vonum flokks-
ins um aö ná meirihluta á þingi
á ný. Frjálslyndi flokkurinn er i
sterkari aöstööu meö hinn nýja
formann sinn til þess að biöla til
Ihaldsmanna, sem ekki eru jafn
hægri sinnaöir og Thatcher. Ef
Ihaldsmönnum tekst ekki aö
vinna næstu kosningar horfir
illa fyrir framtiö flokksins.
Verkamannaflokkurinn hefur á
siöustu misserum fylgt sósial-
iskum leiöum og er ekki langt
frá þvi aö vera búinn aö koma
Bretlandi gersamlega á haus-
inn. Þjóöin riðar á barmi efna-
hagslegs hruns og þjóöargjald-
þrots. Venjuleg hagstjórnarráö
geta tæpast lengur bjargaö á-
standinu og bágur hagur einka-
reksturs I landinu hefur orðiö
hvatning til sifellt nýrra þjóö-
nýtinga, sem kalla á aukna
skattpiningu, sem leiöa til si-
felldrar útþenslu rikisbáknsins.
Brátt veröur ekki unnt aö snúa
viö á þeirri braut til sósialisma
sem bretar hafa aö undanförnu
troðiö. Thatcher sjálf hefur gef-
iö i skyn aö siöasta tækifæri
flokksins til aö snúa landinu af
þessari braut sé aö sigra I næstu
kosningum.
Þrátt fyrir mikla óánægju
kjósenda með ástand mála þar I
landi verður að draga I efa, aö
þeir treysti forustu Ihalds-
flokksins betur fyrir málum sin-
um.
Thatcher og félögum hennar i
skuggaráðuneytinu viröist þvi
aðeins ein leiö fær og hún er að
breikka grundvöllinn undir
flokknum og breyta ásjónu
flokksins þannig að hún höfði til
annarra en þeirra sem betur
mega sin. Slika andlitslyftingu
fengi flokkurinn með þvi að taka
Heath i sátt og fela honum mik-
iivæg embætti innan skugga-
ráðuneytis Thatchers. Margt
bendir til, að Thatcher skilji
þessa nauðsyn og sé tilbúin til
sátta. Á ákvöröun Heaths gæti
framtið flokksins riöiö.
Edward Heath. Á sáttfýsi hans gæti framtiö Ihaidsflokksins riöiö.