Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 1
Stórbreytingar hjó Pósti og síma
Valdinu dreift út í fjögur póst- og símaumdœmi
Fyrirhugaöar eru veigamikl-
ar breytingar á skipulagi og
rekstri Pósts og sima, og munu
þær byggöar á niöurstööum og
tiiiögum nefndar, sem skipuö
var I marsmánuöi 1973 til þess
aö vinna aö athugun á starfsemi
stofnunarinnar.
Lagt hefur veriö til, aö stofn-
uninni veröi I meginatriöum tvi-
skipt I stjórnarhluta og rekstr-
arhluta, og siöarnefnda hlutan-
um veröi siöan skipt I fjögur
umdæmi.
Meö þessu er stefnt aö þvi aö
aögreina stefnumörkun og
rekstur stofnunarinnar og auka
valddreifingu innan hennar.
Nefndin taldi aö flytja ætti hina
almennu stjórnunarstarfsemi,
ákvaröanatöku og almenna
skipulagningu til umdæma þar
sem hinn eiginlegi rekstur fer
fram.
Allar póst og slmastöövar og
'radióstöövar munu heyra undir
þessi umdæmi en þau hins veg-
ar beint undir póst og sima-
málastjóra.
Meöai annarra afleiöinga
þessara breytinga og annarra
smærri, sem nefndin leggur til,
er taliö aö mannáflaþörf stofn-
unarinnar muni minnka um 75
heils ársstörf og komi fækkun
starfsfólks til framkvæmda á
næstu þrem til fjórum misser-
um.
Umdæmin fjögur veröa sjálf-
stæö i störfum sínum og veröur
þeim séö fyrir nægri tæknilegri
þekkingu til þess aö geta starfaö
sjálfstætt.
Eins og áöur segir lagöi
nefndin til, aö landinu yröi skipt
I fjögur póst og símaumdæmi.
Samkvæmt tillögum nefndar-
innar veröa þessi umdæmi m jög
misjafnlega fjölmenn. Þannig
er gert ráö fyrir aö eitt umdæm-
anna nái frá Skeiöarársandi aö
Gilsfiröi og veröi allt þéttbýlis-
svæöiö á suö-vesturhorninu inn-
an þessa umdæmis. Noröurland
veröur sér umdæmi ef þessar
tillögur ná fram aö ganga, svo
og Austfiröir og Vestfiröir.
A grundvelli þessara tillagna
hyggst nefndin leggja fram á
næstunni drög aö frumvarpi til
laga um póst og simamál, en
núgildandi lög hafa veriö I gildi
allt frá árinu 1935. 1 tillögunum
er gert ráö fyrir aö stofnun sú
sem annist póst og simamál
hljóti nafniö Póst og slmamála-
stofnunin.
—JOH
Fyrir nokkrum árum hefði það trúlega þótt
hreinasta hneisa að stúlkur ynnu við að leggja
heliur i gangstéttir, en það er liðin tið.
Það er ekki annað að sjá en hún beri sig fag-
mannlega þessi stúlka sem visismenn hittu við
gangstéttalagningu i Breiðholti i gær.
Sjá bls. 9
NEFND SKIPUÐ í
FLUGSKÝLAMÁLIÐ
Utanrlkisráöherra hefur skipaö
nefnd sem kanna á allar hiiöar
flugskýiamálsins svonefnda, sem
Vlsir hefur fjaliaö um að undan-
förnu. Nefndin er skipuö fulltrú-
um úr utanrikisráöuneytinu og
viöskiptaráöuneytinu.
1 samtali viö VIsi I morgun
sagði Einar Agústsson utanrikis-
ráöherra að mál þetta væri allt
miklu flóknara en virst heföi I
fyrstu og væri nefndinni ætlaö aö
greiða þar úr.
Utanrikisráðherra hefur aö
undanförnu haldiö þrjá fundi með
fulltrúum Flugvirkjafélags Is-
lands og einnig mun hafa verið
rætt við Flugleiöir um hugsanlega
nolkun skýla þeirra, sem fyrir
skemmstu var upplýst aö væru is-
lensk eign. Eftir þvl sem Visir
hefur fregnað hafa Flugleiba-
menn mikinn áhuga á málinu og
mun áhugi þeirra einkum beinást
að einu skýlanna, þvi sem stendur
næst Flugstööinni á Keflavikur-
velli. J0H
Hœkkun húsaleigu heimiluð á ný
Heimilaö hefur veriö aö hækka
húsaleigu i samræmi viö visi-
tölu húsnæöiskostnaöar hafi
engin hækkun oröiö slöustu tvö
árin.
Verölagsnefnd birti tilkynn-
ingu I lögbirtingarblaðinu 6. ág.
sl. þar sem segir aö nefndin hafi
ákveöiö aö iáta óátalda hækkun
húsaieigu sem svari til þeirrar
hækkunar visitölu húsnæöis-
kostnaöar sem átt hefur sér staö
frá 22. mai 1974 til siöustu ára-
móta, enda hafi sú hækkun ekki
vcriö reiknuö inn I húsaleiguna
áöur.
Hækkun sú sem oröið hefur á
þessu timabili er samkvæmt
upplýsingum Hagstofunnar um
55%.
—SJ.
Mikið um bilanir
í sjónvarpstœkjum
„Þegar sjónvarpstæki standa
ónotuö um iengri tima er eins og
bilanir komi gjarnan fram I þeim,
þegar kveikt er á þeim aftur. Þaö
er einkum tvennt sem bilar,
lampar og háspennukerfiö i
þeim”.
Þessar upplýsingar fékk Vlsir á
einu af radlóverkstæðum borgar-
innar, en blaöiö haföi fregnaö aö
bilanir heföu komiö fram I fjölda
sjónvarpstækja þegar sjónvarpið
hóf að nýju útsendingar eftir
sumarhléið.
Þaö mun vera árviss viðburður
aö I ágústmánuöi yfirfyllast öll
radióverkstæöi landsins af bil-
uðum sjónvarpstækjum. Viröist
svo sem aö notkunarleysið leiði til
ákveöinna bilana I tækjunum.
JOH.
Útvarpsvirkjameistarar eru
önnum kafnir þessa dagana aö
gera viö sjónvarpstækin sem
ekki hafa þolaö hvildina. Visis-
mynd: JA.