Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 12. ágúst 1976 VISIR í REYKJAVÍK Hvað finnst þér um kyn- greiningu i starfsaug- lýsingum? Gyöa Þórisdóttir, nemi: „Mér finnst þaö bara sniöugt”. Jódis Gunnarsdóttir, atvinnu- laus: „Þaö ætti ekki aö auglýsa þannig”. Theódóra Rafnsdóttir, kennari: „Æ, ég veit þaö ekki, og þó, mér finnst þaö ekki eiga rétt á sér aö auglýsa þannig”. Auöbjörg Sigurþórsdóttir, vinnur I frystihúsinu á Eskifiröi: „Ég veit þaö ekki”. Steinunn Sveinsdóttir,nemi: „Æ, viltuekki heldur spyrja einhvern annan? — Og þó, mér finnst eöli- legast aö auglýsa bara eftir fólki í störfin, en ekki aö taka fram kyn viökomandi”. BRÝNASTI HÚSNÆÐISVANDI EINSTÆÐRA FORELDRA LEYSTUR Félog einstœðro foreldra hefur fest kaup ó neyðarhúsnœði fyrir félagsmenn og börn þeirro ,,Við stefnum að þvi að taka húsið að ein- hverju leyti i notkun strax og við fáum það afhent i október. Við getum nú þegar hafist handa við endurbætur á þvi að utan og kjall- aranum,” sagði Jó- hanna Kristjónsdóttir formaður Félags ein- stæðra foreldra i viðtali við Visi. Eins og kunnugt er hefur fé- lagiö fest kaup á húseigninni aö Skeljanesi 6 i Reykjavik og hyggst reka þar neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra með börn. Barnagæsla. „Húsið er tvær hæöir og ris fyrir utan kjallarann, þar sem ætlunin er aö hafa aðstööu fyrir klúbbstarfsemi félagsins og ein- hvers konar aðstööu fyrir börn hússins,” sagöi Jóhanna. „Ég hef látiö mig dreyma um þaö aö þar geti verið barna- gæsla. Þegar þessi stóru vanda- mál fólksins, húsnæði og barna- gæsla, eru leyst ætti það aö eiga mun hægara um að koma undir sig fótunum. Við höfum lika i huga aö reyna að veita félagslega þjón- ustu i húsinu. Fólk sem er niöur- brotiö og vantrúað á sjálft sig eftir skipbrot i einkamálunum hefur oft mikla þörf fyrir ráö- gjöf. Einnig er full ástæöa til aö veita upplýsingar um ýmsa praktiska hluti”. Hver hæö hússins er um 150 fermetrar aö stærð og veröa þrjú eldhús i þvi, sem hvert veröur notaö sameiginlega af tveimur til þremur fjölskyldum. Gert er ráö fyrir að minni fjöl- skyldum nægi að fá eitt herbergi til afnota, en auk þess verður sameiginleg setustofa á neöstu hæðinni. Skammtimadvöl. „Þetta hús veröur alger bráöabirgðalausn fyrir fólkiö. Dvalartiminn veröur helst að- eins nokkrir mánuöir hjá hverri fjölskyldu. Hins vegar veröum við að miða viö raunhæfa þörf hjá hverjum og einum. Þaö er erfitt að fastákveöa timann, en allt kapp veröur lagt á aö hjálpa fólkinu til að komast I varan- legra húsnæöi. Viö gerum ráö fyrir að fólk hafi aö einhveru leyti meö sér húsgögn, en setustofu og barna- herbergið i kjallaranum verö- um viö aö búa húsgögnum. Eins og er er ei gott að segja fyrir um framkvæmdahraöann. Hann ræöst af þvi hvernig pen- ingarnir berast. Viö sendum út beiðnir til fyr- irtækja og einstaklinga strax og kaupin voru ákveðin og er tölu- vert farið að reytast inn. Fólk hefur sýnt þessu nokkuö mik- inn áhuga. Okkur hefur borist borðbúr.aður og dálitiö af hús- gögnum, auk peningagjafa. Auk þess höfum viö fengiö nokkra lánafyrirgreiöslu”, sagöi Jó- hanna. —SJ. Jóhanna Kristjónsdóttir viöhús þaö sem Félag einstæöra foreldra hefur fest kaup á. Visismynd: JA. Láglaunafólkið og „gullkálfarnir" Kerlingin I Gullna hliðinu vildi vita af sálinni hans Jóns á „viðkunnanlegum stað”, og hafði töluvert fyrir þvf að koma henni þangað. Minni fyrirhöfn virðist þurfa tii að koma for- ustumönnum verkalýðsins á ts- iandi á viðkunnanlega staði, jafnvel þótt skipt sé um menn og reynt sé að iáta Ifta svo út, að þeir hafi ekkert til annarra að sækja. Snorri Jónsson, Eðvarö Sigurösson og Björn Jónsson, forseti ASt, eru allir I boði er- lendis. Snorri er f Rússlandi en þeir Eðvarð og Björn eru I Aust- ur-Þýskalandi, eöa hafa verið það til skamms tfma. Þeir Eð- varð og Björn munu öðrum þræði hafa veriö að leita sér lækninga, en ekki er annað vitaö en Snorri sé sæmilega heilsu- góður. Athyglisvert er að þessir þrfr höfuðpáfar fslensks verkalýðs skuli þiggja boð austur fyrir járntjald svo skömmu fyrir ASt- þingið I haust, þar sem búast má við miklum átökum, enda verður þvf uppgjöri ekki lengur slegið á frest, sem byggist á þörfum og réttindum láglauna- hópa annars vegar og „gullkálf- anna” I ASt hinsvegar, þ.e. fólks sem hefur allt að tvöföld mánaöarlaun á við láglauna- fólkið. Lætur nærri að dag- vinnuiaun pr. mánuö hjá lág- launafólki sé frá sextfu tii sjötiu þúsund krónur, og geta allir séð að slfkt dugir ekki. Hins vegar hefur verið ógerningur aö leið- rétta þetta vegna þess að hve- nær sem það stendur til heimta „gullkálfarnir” jafngildi I pró- sentuhækkunum. Nú hafa lágiaunahóparnir átt- að sig á þvi, að sérstaða þeirra er slik innan ASt, að með engu-móti verður blandaö sam- an samningum um kaup og kjör þeirra og „gullkálfanna”. ASt- þingið f haust mun einmitt ein- kennast af sjónarmiöum hinna lægst launuðu. Eflaust munu koma fram tillögur úr þeirra röðum til leiðréttingar, og ber að skoða þær gaumgæfilega, en þvi aðeins að tillögugerðin miði að þvi að leiörétta hlut lág- launahópanna án samhengis við launamál „gullkálfanna”. Það er þvf full ástæða fyrir forustu ASt að sækja þor og þrótt til þeirrar baráttu á viðkunnan- lega staði austan járntjalds. Annars eru launakjör ASt-for- ustunnar nokkurt dæmi um það, hvað þeir sjálfir telja mann- sæmandi borgun fyrir mánaðarvinnu. Þeir Björn og Snorri munu hafa upp undir tvö hundruð þúsund krónur á mán- uði meö bflastyrk, sem nemur um þrjátfu þúsundum á mánuði fyrir að fara úr og f vinnu og aka á nefndafundi. Samkvæmt töxt- um láglaunafólksins ættu þrjár fjölskyldur að geta lifaö á laun- um þeirra Björns og Snorra hvors um sig. Annar verkalýðs- forkólfur, Jón Snorri Þorleifs- son hjá Trésmiöafélaginu hefur eitthvað minna á mánuöi, eða um hundrað og sjötiu þúsund, þegar allt er talið, og Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, er lika á föstum launum hjá trésmiðum og hefur lik laun og Jón Snorri. Þetta er liðið sem á að mæta fulltrúum láglaunahópanna á ASt-þinginu I haust, og lætur að likum að deilan verður hörð. Þaö liggur I augum uppi að hagsmunir láglaunahópanna og „gullkálfanna” fara ekki sam- an, og þess vegna getur allt eins farið svo á ASÍ-þinginu, að lág- launahóparnir frábiðji sér alla samstöðu við „gullkálfana” i yfirstandandi kjaradeilum, og freisti á eigin spýtur að ná sam- komulagi um nauðsynlegar leiðréttingar alveg án tillits til þess hvernig „gullkálfunum” kann að reiða af i næstu kjara- deilum. Láglaunahóparnir telja sig þegar hafa, nauöugir, viljugir, barist nógu lengi fyrir kauphækkunum til handa „gull- kálfunum”. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.