Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 15
VISIR Fimmtudagur 12. ágúst 1976 15 ÍÞRÓTTAFÓLK f HJÓLASTÓLUM Olympiueldurinn tendraður. Olympiueldurinn var tendraður i Ontarió i Kanada i siðustu viku. i þetta sinn var eldurinn ekki tendraður af kraftalegum hlaupara, heldur af ungum manni i hjólastól. A þennan táknræna hátt voru Olympíuleikar fatlaðra opnaðir en þeir eru haldnir fjórða hvert ár. Kanadamenn eru gestgjafar á þessum leikum og var fulltriii bretadrottningar, sem einnig er drottning Kanada, viðstaddur opnun leikanna. Þátttakendur á leikunum eru 1600 og koma þeir frá 44 löndum. Keppendur eru allir fatlaðir og er stór hluti þeirra i hjólastólum. Engu að siður stundar þetta fólk iþróttir af miklu kappi. Keppt er i sundi og alls konar kastiþróttum en einnig er keppt i körfubolta og fleiri iþróttagreinum, sem erfitt er að sjá i fljótu bragði hvernig fólk i hjólastólum getur stund- að. Tæplega 20.000 áhorfendur voru á fyrsta degi leikanna en nokkrum skugga hefur brugöið yfir þessa Olympiuleika meö þvi að nokkrar þjóöir hafa hætt keppni vegna þátttöku Suöur Afriku. Engir islenskir keppendur eru á leikunum en að minnsta kosti einn islendingur er meðal áhorf- enda, Arnór Pétursson, formað- ur iþróttafélags fatlaðra i Reykjavik. Fram að þessu virðist hol- lensku iþróttamönnunum hafa gengiö einna best en meðal af- reka á leikunum má nefna aö heimsmet fatlaðra i kringlu- kasti var slegið þrisvar á leikunum og er nú 23.10 metrar. í körfuknattleik bitast einkum israelsmenn og bandarikja- menn en i sundi hafa ástraliu- menn verið sigursælir. Sovétmenn, sem voru sigur- sælir á leikunum i Montreal af- þökkuðu boð um aö taka þátt i þessum leikum. JOH wontolympiaó Kast-og skotiþróttir eru meðal þeirra greina, sem auðveldast er fyr- ir fólk i hjólastólum að stunda. ' fl'&■ ® ■ ■ v \ í :/ ‘ ffl \ 1 | l#2 \ í v; S. % V \ vt/ Í jf i '■ • - ftio 'M Hótel Borgarnes Viljum ráða starfsfólk til framreiðslu- starfa og i eldhús, einnig vantar oss næturvörð. Ailar uppl. hjá hótelstjóra og i sima 30109 13/10 frá kl. 4-6. Hótel Borgarnes Fyrsta IrlandsferÖin tókst meÓ ágætum „Hún [Dyflini] hefur ekki misst andlitið og drukknað í blikkandi, litskrúðugum Ijósaskiltum, eins og svo margar borgir Evrópu “ sagði blaðamaður sem var með í fyrstu ferðinni til Dyflinar (Vísir). ,Aðbúnaður var allur hinn ágœtasti“ sagði annar fulitrúi pressunnar (Þjóðvilj- inn). , az? & „Gestrisni þessa elskulega fólks er einstök “ sagði sá þriðji (Tíminn). SamvinnuferÓir efna nu til annarrar 5 daga IrlandsferÓar Flogið verður beint til Dyflinar og dvalist þár frá 30. ágúst til 3. sept. Verðið er mjög hagstætt: ferðin kostar kr. 36.100.- með dvöl á góðu hóteli og morgunverði. íslenskur fararstjóri verður í ferðinni. Dyflini býr yfir sérstæðum töfrum, þar er skemmtilegur borgarbragur, margt að sjá og hagstætt verðlag. Þar er líka Abbey Tavern með Guinness og írskri tónlist. Samvinnu- fenöir FerÖasknfstofa-Austurstræti 12 simi 27077

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.