Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 12. ágúst 1976 VISIR (Jr sjónvarpsstööinni á Keflavikurflugvelli. .......................: ÞOKKFYRIR GREIN UM SJÓNVARPIÐ Björg Helgadóttir, hringdi: Ég vil þakka Kristinu Magnúsdóttur, grein i Morgun- blaðinu i dag (11. ágúst), þar sem hún reifar sjónvarpsmálið svonefnda. Ég er einbúi og sakna mjög keflavikursjón- varpsins, þvi flest kvöld sit ég heima. Vilja nú ekki þingmenn okkar sjálfstæðismanna stuðla að þvi á komandi vetri að keflavikur- sjónvarpið veröi opnað og þagg- að niður i þessum fámenna hópi manna i öllum flokkum sem geymir kommúnismann bák viö skjöld sinn, þvi vissulega er þetta fólk meö hugsjónir sósial- ismans og þaö er alls ekki æski- legt i raðir frjálsra og lýðræðis- legra stjórnmálaflokka. Islenska sjónvarpið er þvi miður ekki þess umkomiö að veita þá þjónustu sem við áttum von á að hafa eftir þvi sem lof- orðin voru i upphafi. Þau hef ég hér i gömlum blöðum. Ég þakka svo birtinguna. Vill barna- þœttina fyrr Húsmóðir I Garði hringdi: Skelfing finnst mér það ergilegt þegar sjónvarpið treður efni sem helst er við hæfi barna, aftast i dag- skrána. Sem dæmi getum við tekið siðasta mánudag. Þá var bráðskemmtileg dýramynd siðast á dag- skránni. Börnin min vissu að það átti að vera dýramynd og vildu auðvitað horfa á hana. Ég vil að þau fari snemma að hátta á kvöldin, en leyfði þeim þó að biða. Og meðan á biðinni stóð var þetta hundleiðinlega enska leikrit sem mér þótt litið varið i og fór auövitað fyrir ofan garð og neðan hjá börnunum. Mér finnst að ef eitthvert efni er sérstaklega við hæfi barna, eigi það að vera fyrst á dagskránni. Þá er hægt að pakka börnunum i bólið á eftir og þeir fullorðnu geta svo horft á það sem eftir kemur, ef þeir kæra sig um. „Sjonvarpsmálið endurvakið í frábœrri grein" Hrefna Herbertsdóttir, hringdi: ' Mig langar tilað vekja athygli á frábærri grein Kristinar Magnúsdóttur, um sjónvarpið, sem birtist i Morgunblaðinu á miðvikudag (11 ágúst). Þetta eru orð i tima töluð hjá Kristinu og hún talar áreiðanlega fyrir þorra þjóðarinnar. 1 þeirri grein sem Hrefna minnist á, fjallar Kristin um hversu óskaplega léiegt Is- lenska sjónvarpið sé, auk þess sem það starfi aöeins i 280 af 365 dögum ársins. Ohæft og endurtekið efni sé svo mikiö að það sé ekki nema örlitið brot af þeim tima sem sjónvarpið er þó i gangi, sem fólk nenni að horfa á það. Kristin minnir á keflavikur- sjónvarpið og að meðan það var og hét hafi fólk þó getað skipt um dagskrá og horft á afþrey- ingarefni sem sist sé siðlausara en það sem islenska sjónvarpið býður uppá. Hún leggur til að nú verði hundsaðir þeir „einangrunar- sinnar og sjálfskipuðu menning- arvitar sem tróðu þeirri kenn- ingu upp á ráðamenn þjóðar- innar að menningu Islands væri hætta búin af keflavikursjón- varpinu”. Kristin minnir á langa dag- skrá keflavikursjónvarpsins, sem flytji skemmtilegt afþrey- ingarefni. Við lokun stö"ðvar- innar hafi ekkert tillit verið tek- ið til þeirra sem hefðu mest gagn af þessu, sem séu lang- legusjúklingar, fatlað fólk, ein- búar eða fólk sem býr mjög af- skekkt. Hún telur það teljast til mann- réttinda að hafa frjálsar hendur við að velja það sjónvarpsefni sem er á boðstólum og skorar á þingmenn að bæta nú úr þessu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, úr grein Kristinar, en verður að nægja að sinni. i Vegna bréls um Akraborgina.... Þórður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Akraborgar, hringdi, vegna skammarbréfs og spurninga, „Húsmóður á Akranesi”, i þriðjudagsblaöinu. Húsmóðirin bar fram fjórar spurningar og fara svör Þóröar við þeim, á eftir. 1) Hvenær er skipið þrifiö, úr þvi það er ekki gert að kvöldi þegarferðum er lokið þann dag- inn. Svar: Skipið er þrifið á hverju kvöldi á Akranesi og koma til þess þrjár eða fjórar konur. Þennan dag sem húsmóðirin talar um, sjötta ágúst, var hins vegar kappleikur hjá Akranesi og það eru mjög erfiðir dagar hvað þrifnað snertir. Þá eru far- þegarnir margfalt fleiri en venjulega og það vill bera á drykkju. Þá eru lika aukaferðir og skipið stoppar ekki nema hálf- tima á hvorum stað. Timi til að þrifa er þvi minni en æskilegt væri, milli ferða. 2) Hvert er starf þeirra kvenna sem vinna um borö? Svar: Þær eiga að annast veit- ingasölu og vera farþegum til aðstoðar. í þvi tilfelli sem hús- móðirin talar um, hafa þær lik- lega haft of mikið að gera, vegna mannfjöldans. 3) Hvernig stendur á þvi að ekki er hægt að fá kaffi eða aðr- ar veitingar þegar skipið liggur i höfn. Svar:Það eru reglur sem okkur eru settar. Við megum ekki hafa veitingasöluna opna meðan skipið er við bryggju. Ég viður- kenni hins vegar við við brjótum þessar reglur mjög oft og reyn- um að veita farþegum þá hress ingu sem þeir óska eftir'. 4) Hvert á maður að snúa sér til að fá teppi eða annað sem farþega vanhagar um, meðan á ferð stendur? Svar: Teppi eiga að vera til staðar i neðri sal. Ég visa enn til óvenjulegs fjölda i þessari ferð húsmóðurinnar. Af lýsingu hennar að dæma virðist þó sem einhverjir hafi ekki unnið störf sin sem skyldi. Ég vildi svara henni sem fyrst, en þetta mál veröur kannað nánar. BROUT %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.