Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 6
Blóðug átök, íkveikjur og rán í Höfðaborg Höröum götubardögum blakkra óeirðaseggja og lögreglunnar í úthverfum Höfðaborgar í nótt lauk svo/ að sautján afríku- menn lágu í valnum, en meira en fimmtíu voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús. Eru þetta blóðugustu átök, sem orðið hafa í Suður-Afríku frá því að óeirðirnar urðu í Soveto við Jóhannesarborg fyrir tveim mánuðum. Blökkumenn gengu berserks- gang i þrem úthverfum Höfða- borgar. Kveiktu þeir i aö minnsta kosti fimmtán bygg- ingum, rændu vinverslanir, réö- ust á bila og önnur farartæki og unnu á þeim spjöll. Lögreglusveitir réðust til at- lögu viö óeirðahópana og mátti viöa heyra skothriö i þeim átök- um. t Guguletuhverfinu mátti heyra vélbyssu gelta I næsta ná- grenni við lögreglustööina. Lögreglan varðist allra frétta af amnnfalli, en samkvæmt upplýsingum frá þrem sjúkra^ húsum höföu aö minnstá kosti sautján blökkumenn látiö lifiö, sumir sárir af skot- um. Um klukkan tvö i nótt virðist kyrrð hafa komist loks á. Hins- vegar bjuggust menn viö þvi, að óeirðirnar mundu blossa aftur upp meö morgninum. Meöal bygginga, sem brunnu til grunna eftir ikveikjur þess- ara óeiröa, voru pósthús, bæjar- skrifstofur og bókasafn. 1 rauðu j skini brennandi húsanna veltust I um götur drukknir blökku- menn, sem látið höföu greipar sópa um vinverslanir. Slökkvi- bilar og sjúkralið urðu aö fá lög- regluvernd til að sinna störfum sinum. Menn sjá ekkert eitt sérstakt tilefni til þessara átaka i gær- kvöldi og nótt. En i vikutima eöa svo hefur ólgan gerjast undir- niðri, sprottin af samúö með stúdentum, sem efndu til óeirða i Jóhannesarborg fyrir viku. Brausthún loks fram i Langa- hverfinu i gærdag, þegar hundr- uö blakkra skólabarna gengu út úr kennslustundum og marsér- uöu um göturnar syngjandi. Liðsauki var sendur lögreglunni til að halda uppi reglu og kom þá til árekstra. Nemendur gagnfræðaskólans i Langa söfnuöust fyrir á iþróttavelli Langa og héldu mótmælafund til stuönings stúdentum i Jóhartnesarborg. Lögreglan skipaöi ungmennun- um aö dreifa sér, en fékk þá yfir sig drifu af grjóti og flöskum. Hún svaraöi meö táragasi og um leiö hljóp allt i bál og brand. Eins og eldur i sinu breiddust óeirðirnar út i hverfin Nyanga og Guguletu, og ætla menn, að um 90.000 blökkumenn hafi tekið þátt i þeim. Um miönæturbil skaut leyni- skytta á lögreglustööina i Gugu- letu. Varðsveit, sem inni var, ruddist út á götu, og skömmu siöar kvað við áköf skothriö. 1 Langa kom siðast tii óeirða i mars 1960, og létu þá þrir lifið, en 29 særðust. Sektað fyr- ir seinlœti Farþegum i Júgóslaviu sem biöa i meira en eina klukkustund eftir strætó, lest, báti eöa flugvél, veröa greiddar skaöabætur af flutningafélaginu ef nýtt laga- frumvarp nær fram aö ganga. Stjórnin hyggst venja flutn- ingafélögin á aö halda thnaáætl- un sina meö þvl aö gera þeim aö skyldu aö borga farþegunum pen- inga út i hönd, ef seinkanir veröa. Sá galli fylgir þó gjöf Njaröar, aö félögin veröa ekki skaöabóta- skyld ef þriðji aöili veldur seink- uninni eöa hún veröur af óumflýj- anlegum ástæöum. Þurrkarnir — Fiskveiöar bannaöar, segir á skiltinu sem stendur við þetta stööuvatn i Wales. Þurrkarnir i Wales sem eru þeir mestu i 250 ár hafa eytt þessu vatni og nú gengur fólk yfir þaö þurrum fótum. Yfirvöld i Suður-Wales loka nú fyrir vatn I heimahús á kvöld- in og nóttunni. Hafréttur á dagskrá Öryggis- ráðsins öryggisráð Sameinuöu þjóöanna kemur saman i dag til aö fjalla um deilur grikkja og t'yrkja yfir nýtingu auöæfa á hafsbotni. Svo undarlega vill til aö á meðan öryggisráðið i New York reynir aö finna lausn á þess- ari dcilu, sitja fulltrúar Haf- réttarráöstefnu Sameinuöu þjóö- anna i sömu borg og velta fyrir sér sama vandamáli fyrir luktum dyrum. öryggisráðið mun hlýða á kvörtun utanrikisráðherra grikkja yfir ferðum tyrkneska rannsóknarskipsins Seismic 1. og utanrikisráðherra tyrkja mun svara ásökunum. Deilurnar standa út af rann- sókn tyrkneska skipsins á hafs- botni, sem Grikkland teiur heyra sér til. Tyrkjar halda fram að landgrunn þeirra ná út að miðlínu i Eyjahafinu, engrikkir eigna sér mikiö af sama landgrunni vegna eyja, sem þeir ráða yfir í austur- hluta Eyjahafsins. Gekk ber- serksgang í fíkni- vímunni Ungur likniefnas júklingur gekk berserksgang I sport- vöruverslun i Horsens i Dan- inörku i gær og skaut með veiöiriffli til bana tvo menn, áöur en lögreglan gat komiiLá hann skoti og gert haun óvig- an. Svo virðist, sem maðurinn hafi tekið byssuna með sér inn i verslunina til að selja hana þar.en var naumastfyrr kom- inn inn er hann hóf skothriö án nokkurs tilefnis á afgreiöslu- manninn og viðskiptavin, sem inni var. Lögreglan umkringdi versl- unina og svældi manninn út á götu meö táragasi þar sem hann særðist af skoti lögreglu- mannsins. L.WATEK B Ga k n ?EltJMIlTTED ON HO»Fl>H!NQ !S - • THE lfjk9.tí% ^hout rru* #!THOUT Spinola sleppt ór haldi eftir yfirheyrslur ZflTZa Antonio de Spinola, fyrr- um forseti Portúgals, var í gær látinn laus úr varð- haldi, sem hann var hnepptur í, strax eftir heimkomuna á þriðjudag- inn úr útlegðinni. Talsmaður herstjórnar- innar sagði, að „það væri engin lagaleg ástæða til þess að hafa borgarann Antonio de Spinola í haldi, og því hefði hann endur- heimt frelsi sitt." Hinn 65 ára gamli fyrrverandi hershöföingi hafði verið tekinn fastur, vegna eldri skipunar þar um, sem beöið hefur alla daga frá þvi aö hann flúöi land eftir upp- reisnartilraun hægrimanha i mars i fyrra. Eftir yfirheyrslur þóttu ekki liggja fyrir sannanir fyrir því, aö hann hefði átt hlut aö uppreisninni. Rannsókninni er þó ekki lókiö, þvi aö Spinola er grunaður um aö hafa tekið þátt i að reyna að út- vega hægriöflum i landinu vopn með ólöglegum hætti. Þegar mars-uppreisnin fór út um þúfur flúöi Spinola til Spánar, enda á allra vitorði, að hin vinstrisinnaða byltingarstjórn Portúgals mundi saka hann um hlutdeild i samsærinu. Sviptur tignarstööú sinni leitaði Spinola hælis I Brasiliu, þar sem hann stofnaði hina lýöveldislegu frelsis hreyfingu Portúgals. Eftir mis- heppnaða tilraun vinstrimanna til uppreisnar til að stemma stigu við þróun stjórnmála heima i Portúgal, þar sem fylgi kommún- ista hafði hrunið, leysti Spinola upp félagsskap sinn. Sagði hann að hann sæi að lýðræðinu væri Antonio de Spinola, fyrrum hershöföingi, kominn heim úr útlegöinni og borgið i Portúgal. laus eftirmála af uppreisnartilraunum hægrimanna í mars f fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.