Vísir - 14.08.1976, Page 1
Fyrstur med
fréttirnar
i ÓS ár
„Gefur enga
vísbendingu
um gos"
- segir Dagbjartur
Sigursteinsson
borstjóri
,,t þessari holu sem búið er
aö bora reyndist hitinn vera
:t43 stig. En hann gefur enga
visbendingu um gos. Segir að-
eins að þetta sé háhitasvæði",
sagði Dagbjartur Sigursteins-
son borstjóri við Kröflu i sam-
tali við Visi i gærkvöldi.
„Þetta er nákvæmlega sá
hiti sem við bjuggumst við ’,
sagði hann. „Hitinn fylgir
suðukúrfunni og það er hægt
að gefa upp hitastig á hvaða
metra sem er hér á svæðinu”.
Dagbjartur var óánægður
með fréttaflutning blaða af
ástandinu við Kröflu. ,,Það er
gott að vera i Kröflu”, sagði
hann ,,En það er erfitt fyrir
aöstandendur okkar i Reykja-
vik sem lesa frásagnir blaða.
Annars er ekkert héðan að
frétta. Menn eru almennt
komnir i helgarfri, nema þeir
sem vinna að borunum, þar
eru vaktir.”
— EKG
Hitinn í borholunni
við Kröflu 343 stig
Mjög alvarlegt umferðarslys
varð i gærkveldi um kl. 18.00 á
Praghálsi, er sendiferðabifreið
og jeppi rákust saman.
Þrir men'n voru i sendiferðabif-
reiðinni og slösuðust tveir þeirra
mjög alvarlega, en einn slapp
ótrúlega vel, en i jeppanum
skarst kona i andliti en aðrir voru
litið meiddir. Báðir bilarnir eru
stórskemmdir.
Þyrla frá varnarliðinu sótti um
tiuleytið i gærkvöldi bilstjóra
sendibilsins og flutti hann til
Reykjavikur á sjúkrahús, en
læknarnir á Akranesi ásamt
lækni úr Borgarnesi gátu ekki
sinnt öllu fólkinu.
Slysið varð með þeim hætti að
sendibifreiðin sem er úr Borgar-
firði var að aka fram úr annarri,
en aur slettist á framrúðu hennar,
svo ökumaðurinn sá ekki jepp-
ann, sem á móti kom, en hann var
úr Reykjavik, og skipti þvi engum
togum að bifreiðarnar skullu
saman.
BP/RJ
Alvarlegt umferðarslys á Draghálsi
SELDIR TIL AÐ KOMA
I VEG FYRIR 40
MILLJ. KR. TJÓN
Segir ráðuneytisstjóri
viðskiptaráðuneytisins
um gaffalbitana, er ei
fengu útflutningsvottorð
„Þetta er fyrst og fremst mál
Sölustofnunar lagmetis og so-
véska fyrirtækisins Prodin-
torgs,, og þar sem fyrir liggur
nýr samningur milli þessara
aðila verður útflutningsleyfiö
veitt”, sagði Þórhallur Asgeirs-
son, ráðuneytisstjóri I viðskipta
ráðuneytinu i samtali við Visi I
gær.
Þóhallur sagði, að i þessum
nýja samningi væru engin skil-
yrði um gæðavottorö og kaup-
endunum hefði verið vel
kunnugt um ásigkomulag vör-
unnar og geymsluþol hennar.
Þeir hefðu fengiö hana með 5%
afslætti af þeim sökum og með
sölunni hefði verið komið i veg
fyrir 40 milljóna króna tjón hjá
lagmetisiðjunni Siglósild. Voru
gaffalbitarnir seldir undir
merkjum Siglósildar en ekki
sölustofnunar lagmetis, eins og
upphaflega hafði verið ráðgert.
Svo sem fram hefur komið i
Visi neitaði rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins Sölustofnun lag
metis um útflutningsvottorð
fyrir þessa gaffalbita á þeirri
forsendu að varan hefði ekki
staðist einföldustu gæðapróf-
anir. t þvi sambandi var haft
eftir dr. Birni Dagbjartssyni,
forstjóra Rannsóknarstofn-
unarinnar, að svona vöru hefði
verið fleygt i Noregi, og okkur
miðaði hægt fram á við i vöru-
vöndun á meðan slik vara
væri flutt út.
t frétt i Visi á þriðjudaginn
var haft eftir deildarstjóra i við-
skiptaráðuneytinu, að hann
vildi ekki gefa upp neinar
ástæður fyrir þessari sölu.
Raðuneytisstjórinn var þá utan-
bæjar, en samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem hann veitti Visi i
gær var viö söluna lögð áhersla
á að koma i veg fyrir fjárhags-
tjón Sigló-verksmiðjunnar, sem
áætlað hafði verið 40 milljónir
króna, ef gaffalbitunum hefði
verið kastað.
Visir bar þetta atriði undir dr.
Björn Dagbjartsson i gær, og
kvað hann það aö sjálfsögðu
verða að vera mat viðskipta-
ráðuneytisins hverju sinni,
hvort væri meira virði að halda
sig við viöurkennda staðla varð-
andi gæði lagmetis eða koma i
veg fyrir fjárhagstjón ákveð-
inna fyrirtækja. —öR.
FRUMVARP UM BREYT-
INGAR SKATTALAGA
LAGT FRAM í HAUST
Matthias A. Matthiesen, fjár-
málaráðherra, skýrði frá þvi i
fréttaviötali i sjónvarpinu i gær-
kveldi, að stefnt væri að þvi aö
leggja fram frumvarp um
breytingar á skattalögum fyrir
alþingi i haust.
Yrðu þar væntanlega ákvæði
þess efnis, að einstaklingar yrðu
að telja sér laun i eigin atvínnu-
rekstri eins og launamenn. sem
tekjur sinar fengju annars staö-
ar. Sömuleiðis sagði ráðherra,
að i undirbúningi væru breyt-
ingar á ákvæðum skattalaga um
fyrningar og væri athyglinni i
þvi sambandi beint að sölu-
hagnaði.
Matthias A. Matthiesen kvað
einnig unnið að tillögum um
sérsköttun hjóna, en ekki væri
ákveðið með hvaða hætti hún
yrði framkvæmd.
Er ráðherra var inntur eftir
þvi, hvað gert yrði i sambandi
við það misræmi, sem bent hefði
verið'á i blöðum varðandi skatta
einstaklinga og fyrirtækja, eða
réttara sagt skattleysi, sagði
hann að um það hefði verið rætt
við rannsóknardeild rikisskatt-
stjóra, að kanna þessitilvik sér-
staklega.
—ÓR.
Báðir
óánœgðir
Bæði verkf ræðingar
og fulltrúar i launa-
málanefnd Reykja-
vikurborgar voru
óánægðir með samninga
þá sem undirritaðir voru
milli þessara aðila i
fyrrakvöld.
Launamálanef nd
borgarinnar klofnaði i
tvennt og skrifuðu full-
trúar minnihlutaf lokk-
anna i launamálanefnd
ekki undir samninginn.
Sjá bls. 3