Vísir


Vísir - 14.08.1976, Qupperneq 2

Vísir - 14.08.1976, Qupperneq 2
 Peningaseölarnir, sem seldir eru á sama gengi og bandaríkjadollar, eru einskis viröi og ættu menn ekki Selur varnar laxi upp- göngu í Laxó í Aðaldal Helga i veiðihúsinu á Laxa- mýri við Laxá i Aðaldal var hress að vanda er viö höfðum samband við hana i gær. Sagði hún að nú væru komnir á land 1005 laxar, og væri það svipað þvi sem var i fyrra. Eins og menn rekur minni til var veiðin mjög dræm lengi framan af i sumar, en siðar rættist úr, og veiddist mjög vel um tima. Eitthvað hefur dregið ■úr veiðinni nú siðustu daga, en Helga kvaðst vona að þaö yrði ekki langvarandi. Veiðimenn i Laxá segja að enn sé lax að ganga i ána, og eitthvað hefur sést af nýgengn- um og gljáandi laxi þar að undanförnu. Er það þó ef til vill minna en efni standa til, þvi sel- ur hefur haldið sig niðri i ósn- um, og fælir hann laxinn f rá auk þess sem hann étur sjálfur. Veitt er á tólf stengur i Laxá i Aðaldal, og það eru islendingar að langmestu leyti sem þar eru við veiðar. Veiðitimabilinu i Laxá lýkur 31. ágúst. MIKILL FISKUR í VATNHOLTSÁ Mikill fiskur er i Vatnholtsá á Snæfellsnesi I sumar, og hefur sjaldan meira sést þar af fiski. Veiði hefur veriö dágóö, en þó ekki eins mikil og hið mikla fiskimagn i ánni gæti gefiö til kynna. 1 Vatnholtsá veiðist bæði lax og silungur, og getur silungur- inn orðið mjög vænn. Viða á Snæfellsnesi eru ágætis veiðivötn, og hefur veiðst nokk- uð vel þar i sumar. Það hefur nokkuð háð eðlileg- um vexti silungs i Islenskum vötnum hve mikið er af honum, og þvi litið um fæðu. Nú að undanförnu hefur verið unnið að þvi af hálfu veiðimálastjóra að grisja silungsstofnana, og hefur það þótt gefa góða raun. Sesselja Sigurðardóttir, iþrótta kennari: „Já, þvi ekki það, ann ars hef ég nú litið hugsað um það mál”. Herdis Sveinbjörnsdóttir, verka _ kona: ,,Já, ég er alveg öruggleg; fylgjandi þvi”. Guöfinna Friöriksdóttir, verka kona: „Nei, ég er á móti þvi aö það veröi opnaö á ný”. BJARNI SÝNIR I HAFNAFIRÐI ,,Það má segja að þarna kenni ýmissa grasa, þvi að þetta eru bæði abstraktverk og al- veg hlutlægar myndir” sagði Bjarni Jónsson listmálari i samtali við Visi, en hann opnar sýn- ingu i Iðnskólanum i Hafnarfirði i dag, laugardag. Verkin á sýningunni eru áttatiu að tölu, oliumálverk, vatnslita- myndir, kritarmyndir og teikn- ingar. Bjarni hefur áður haldið fjölmargar sýningar i Reykjavik og viða um land, en siðast sýndi hann á Akureyri. Einnig hefur hann tekið þátt i samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Bjarni er eflaust mörgum kunnur fyrir teikningar sinar, en hann teiknaði lengi skopmyndir i Spegilinn og seinna myndir viö ýmsar sögur i Vikunni. Þá hefur hann myndskreytt bækur fyrir Rikisútgáfu námsbóka og nokkur önnur útgáfufyrirtæki. Bjarni var sem strákur talsvert viðloðandi á vinnustofu Kjarvals og Asgrims og kvaðst hann hafa lært mikið af að fylgjast meö þeim við vinnu sina. Seinna stundaði hann nám i Handiöa- og myndlistaskólanum. Sýningin er opin frá kl. 14-22.00 um helgina, en 18-22.00 virka daga og stendur til 22. ágúst. A.H.O. VERÐLAUSIR PEN- INGAR í UMFERÐ Þann 11. þessa mánaöar, voru vörur, sem keyptar voru I búö eínni hér I borginni, greiddar meö grænleitum peningaseöli, sem prentaö er framan á svo- hljóöandi texti: „THE JAPAN- ESE GOVERNMENT promises to pay the bearer on demand TEN DOLLARS MP”. Sá, sem greiddi meö seölin- um, sagöi aö hann væri jafnviröi 10 bandarlkjadala, og var hann tekinn á þvi gengi. Seðill þessi er hins vegar einskis viröi og þar sem gera má ráð fyrir, að reynt veröi að setja fleiri slika seöla I umferö, er fólk hér með vagað viö að taka þá og beðið aö láta rann- sóknarlögregluna i Reykjavik vita um, ef það verður vart viö slika seöla. Hér er Svavar Guönason málari aö veiöum I Elliöaánum i gærkvöldi. Þar var þá rigning og besta veiöiveður, enda hefur veiöst vel I Elliöa- ánum aö undanförnu. Mynd: KJ Laugardagur 14. ágúst 1976 VTSIR Umsjón: Anders Hansen Guömundur Guðgeirsson, hár skeri: „Nei, það held ég nú ekki”. Svala Valgeirsdóttir, húsmóðir: „Nei, ég er á móti þvi”. ( í REYKJAVÍK Ertu fylgjandi þvi að| keflavíkursjónvarpið verði opnað á ný? I i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.