Vísir - 14.08.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1976, Blaðsíða 7
Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Létt lög frá ttaliu. Hreinn Lindal syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Stjórn upp- töku Táge Ammendrup. 20.50 Riki filanna. Bresk heimildamynd frá Thai- landi um filinn, lifshætti hans og hlutverk hans við trjáflutninga i frumskógin- um. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.40 Jane Eyre.Bresk fram- haldsmynd gerö eftir sögu Charlotte Bronte. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Jane Eyre er munaðarlaus telpa, sem á illa ævi hjá f jarskyld- um ættingjum sinum. Hún er send 1 skóla, en þar tekur ekki betra við. Jane eignast þar góða vinkonu, en htln deyr úr tæringu. Arin liöa. Jane er orðin átján ára og hefur veriö kennari tvö ár við þennan sama skóla, en hana langar að breyta til. Þá býðst henni starf sem kennari á óöali Rochest- er-ættarinnar, og hún tekur þvi. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 22.30 Að kvöldi dag. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson, prestur i Langholtspresta- kalli i Reykjavik, flytur hugvekju. 2240 Dagskrárlok. Laugardagur 14. ágúst 18.00 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Maður til taks. Breskur gamanmyndaflokkur. liverju skipta nokkrar krónur? Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Skin og skúrir Bresk heimildamynd um leið- angur fjallgöngumanna á Eigertind i Alpafjöllum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.45 Hvernig komast má áfram án þess að gera handarvik. (How To Succeed In Business With- out Really Trying) Bandarisk kvikmynd frá árinu 1967. Aðalhlutverk Robert Morse, Michele Lee og Rudy Vallee. Ungur maður brýst til æðstu met- orða i stórfyrirtæki, sem hann starfar hjá, og er óvandur að meðulum. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Dagskrárlok. votti til irða.... Kvikmyndaferill Rudy Vallee nær allt aftur til ársins 1929, er hann lék i sinni fyrstu mynd „Vagabond Lover”. Eins og ýmsar af þeim myndum sem á eftir fylgdu var það söngvamynd, enda hafði Vallee fyrst getið sér frægðarsem söngvari iútvarpi og leikstjórn myndanna „Cabaret ” og „Lenny”. Raunar leikstýrði Fosse sinni fyrstu söngva- og dansamynd áriö eftir að „How to Succeed in Business” var gerð. Það var myndin „Sweet Charity”. Jón B. Gluggahreinsarinn J. Pierpont Finch notar aðstöðu sina til að komast yfir gagnlegar upplýsingar hjá Benjamin Ovington. Leikararnir eru Murray Matheson (t.v.) og Robert Morse. klúbbum á þriðja áratugnum. Frægð hans dvínaði meö árunum og það var ekki fyrr en hann birtist i söngleiknum „How to Succeed in Business”, að hann sló i gegn á nýjan leik. t myndinni fer Vallee með hlut- verk aðalforstjórans Japser B. Biggley. Robert Morse leikur gluggahreinsarann Finch. ...og rúsinan i pylsuend- anum Þegar ég var að renna aug- unum yfir kreditlista myndar- innar sá ég að dansarnir i mynd- inni og i sviðsuppfærslunni voru samdir af...já, hverjum haldiö þið... Bob Fosse. 1 mynd þessari má þvi sjá eitt af byrjunar- verkum mannsins, sem siðar átti eftir að geta sér heimsfrægð fyrir Rudy gamla Vallee skaut aftur upp á störnuhiminn I myndinni „How to Succeed in Business vithout Really Trying”. Útvarp sunnudagskvöld kl. 19.25: Sósíalisminn leið- in til ónauðar — fjallað um kenningar Frederichs von Hayeks Þátturinn „Oröabelgur”, er á dagskrá útvarpsins á sunnu- dagskvöidið kíukkan 19.25. 1 þessum þætti veröur fjallað um austurriska hagfræðinginn og Ólaf Björnsson prófessor til að ræða við sig um kenningar Hayeks. Kenningar Hayeks eru i stuttu máli þær, að stórfelldur áætlunarbúskapur og mið- stýring efnahagslffsins hljóti að hafa I för með sér andlegt ófrelsi, kúgun og alræöi. Asamt Hannesi mun Tryggvi Agnarsson lesa meö honum úr bók Hayeks. Þáttur þessi hefur vakið mikla athygli og orðið tilefni blaðaskrifa og er fólk hvatt til að leggja viö hlustirnar ánnað kvöld. —SE. ólai'ur Björnsson og heimspekinginn Frederich von Hayek sem samdi bókina „Leiðin til ánauðar”, en hann telur að sósialisminn sé leiðin til ánauðar. Stytting á bók þessari kom út i islenskri þýðingu Ólafs Björns- sonar prófessors fyrir nokkrum árum. Hannes Gissurarson stjórn- andi þáttarins fékk þá Gylfa Þ. Gáilason fyrrverandi ráðherra Gylfi Þ. Gislason Hreinn Lindal ten- órsöngvari mun á sunnudagskvöldið syngja létt lög frá ítaliu i sjónvarpssal við undirleik ólafs Vignis Albertssonar. Hreinn hóf söngnám þegar hann var átján ára gamall hjá Mariu Markan óperusöng- konu og fór siðan til framhaldsnáms til Rómar árið 1960. Á inntökuprófinu varð hann næstefstur og fékk ókeypis skóla- vist næstu fimm árin, en lauk fullnaðarprófi árið 1967. Að þvi loknu fór íann i annan skóla jar sem hann stund- aði frekara söngnám Þáttur þessi er á dag- skrá klukkan 20.35. Þessi glœsilegasta ferðabifreið landsins er til sölu og sýnis í sýningarsal vorum. Bifreiðin er útbúin öllum hugsanlegum og óhugsanlegum aukahlutum. T.d. lœst drif, aftan og fromon, 4 tonna spil, breið dekk og krómfelgum, svo eitthvað sé nefnt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.