Vísir


Vísir - 14.08.1976, Qupperneq 19

Vísir - 14.08.1976, Qupperneq 19
Grásleppuframleiðandi skrifar: Visir og Rannsóknarstofnun sjávarútvegsins hafa að undan- förnu réttilega gagnrýnt það glapræði að selja til Rússlands gallaða og ef til vill hættulega gaffalbita og skuldinni er einhliða skellt á Siglósild, eitt af eilifðar taprekstrarfyrirtækjum rikisins á Siglufirði. Almenningur á tslandi, sem greitt hefur margra ára tap þessa rikisfyrirtækis og greiðir hundruð milljóna i styrk eftir ýmsum krókaleiðum og beint til Sölu- stofnunar lagmetis ætlast einnig til þess að Visir skýri okkur frá þvi liver bauð og samdi um sölu á gölluðu vörunni með afslættinum. Var þgð Siglósild eða Sölustofnun lagmetis? Ef Sölustofnunin seldi vöru, sem hún vissi að var stór- gölluð, er þessi rikisstofnun þá ekki jafn sek þó að notað sé annað islenskt vörumerki? Fær Sölu- stofnun lagmetis ekki sölulaun af gölluðu vörunni? Og hversu mikil? Er það rétt að saurgerlar séu i gaffalbitunum? Af hverju þora blöð stjórnmálaflokkanna ekki að minnast á þetta hneykslismál? Ég skora á ykkur hjá Visi að kryfja þetta mál til mergjar. Grásleppuframleiðandi (Sem neyddur er með lögum til að standa undir rekstri Sölustofn- unarinnar og Siglósildar) Lokaorð um grein Kristínar Hver samdi um gaffalbitana? liúsmóðir i Breiðholti, hringdi. Við erum hér saman komnar nokkrar vinkonur og langar til þess að koma á framfæri þakklæti til Kristinar Magnúsdóttur, fyrir grein hennar um sjónvarpsmálið, i Morgunblaðinu, 11. þessa mánaðar. Við erum sammála Kristinu um að það sé skerðing á mann- réttindum að fá ekki að velja um það sjálfur, hvort maður vill horfa á kefiavikúrsjónvarpið eða ekki. Við hvetjum sem flesta landsmenn til að láta skoðun sina i ljós. ATH. Visi hafa nú borist all- mörg bréf um þetta mál, sem hafa verið birt samviskusamlega. Bréfin eru nú hinsvegar farin aö verða svo samhljóða að þau telj- ast varla skoðanaskipti lengur. Væri undirskriftaherferð eðlilegt framhald, ef fleiri vilja tjá sig. Mikið af bréfum um önnur mál- efni biða birtingar i blaðinu og þykir þvi rétt að láta útrætt um þetta mál að sinni. Þá má benda á að af hverju sem það stafar hefur Velvakanda Morgunblaðsins ekk- ert borist um þetta og birtist þó grein Kristinar i Morgunblaðinu. Það er auðvitað ekkert skrýtið að menn skuli heldur vilja skrifa Visi, en við verðum sem fyrr seg- ir að gera hlé á, vegna annarra mála, sem biða birtingar. HURRA FYRIR SAMÚEL Jakob Jóhannsson skrifar: Samúel þú átt hrós skiliö. Mig langar að vekja athygli á þvi hve mánaöarritið Samúel hefur margt og margbreytilegt uppá að bjóða, í ágústritinu. Aldrei hefur það að mér vit- andi verið jafn skemmtilegt af- lestrar þótt oft hafi það verið fullboðlegt. Batnandi manni er bestað lifa. Þettagetur rétt eins átt við blöö, og annað og ef stefnan heldur sér I þá átt sem stefnt var, viö útgáfu ágúst- heftisins, spái ég þvi Samúel, a< þú verðir eftirsóttasta timarit framtiðinni. Hefur þá e.t.v. bæt við þig nokkrum siðum oj stendur á hundraði eins og koll egar þinir erlendis. Þú ert sí sem segir sex. Haltu þvi. PIPARSVEINN I VANDRÆÐUM Piparsveinn, hringdi. Ég er alveg i vandræðum með þetta bann við að kyngreina i auglýsingum. Þannig er mál með vexti að mér finnst ég vera búinn að búa einn alveg nógu lengi. Ég var þvi búinn að ákveða að auglýsa eftir ráðs- konu, með hjónaband fyrir aug- um. Nú er mér hinsvegar bannað að gera það. Ég verð að auglýsa eftir ráðsmanneskju og get þvi alveg eins búist við fúlskeggjuð- um togarajaxli, sem ég hef eng- an áhuga á að sænga hjá. Mér finnst þetta vera mikil. gloppa i kerfinu og legg til að piparsveinar verði undanskildir þessu banni, ef þeir geta sýnt fram á konuþörf. RílHiniAn BROUT Ikeifunnill

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.