Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 12

Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 12
Föstudagur 27. ágúst 1976 VTSIR VISIR Föstudag ur 27. ágúst 1976 Umsjón: Björn Blöndal og Gylfi Kristjánsson „Hausarnir eru farnir ii að „fjúka Óánægjuna ! Sovetrikjunum með að lands- liðið í knattspyrnu skuli aöeins hafa náð bronsverðlaununum á Ölympiuleikunum i Montreal hefur enn ekki lægt, og nú eru „hausarnir" byrjaðir að fjúka. Þeir fyrstu sem fengu að finna fyrir þvi, að brons hafi ekki verið nógu góður málmur til að taka með heim, voru pjálfarar liðsins, Valiri Lobanovski og Oleg Bazilievits. Þeim hefur báðum verið sagt upp og staða ýmissa hjá sovéska knattspyrnusambandinu er talin vera veik. / . Þar hafa menn keppst við það sfðustu dagana aðskamma Valiriog Oleg, jafnframt sem út hafa verið gefnar yfirlýsingar um, að það hafi verið rangt að velja liðið úr einu fé- lagi — Dynamo Kiev — en þeir Valiri og Oleg >i)iii þjálfarar þess og undir þeirra stjórn hefur liðið komist I hóp bestu liða I Evrópu. Ekki er enn vitað hvort þeim félögum verð- ur einnig sparkað frá Dynamo Kiev. Allt bendir i þá átt, a.m.k. voru þeir ekki með liðinu I fyrstu tveim deildarleikjunum sem voru leiknir I siðustu viku...... Reynir sá um sigurinn! Reynismenn sáu til þess I úrslitakeppninni i 2. fl. að islandsmeistaratitillinn fór til Vals. Siðasti leikurinn í úrsiitakeppninni fór fram I gærkvöldi og þá léku Reynir og Fram. Fram- arar þurftu að sigra i leiknum til að fá auka- leik við Val um titilinn, en öllum á óvart náðu Reynismenn jafntefli 1:1. Aður hafði Valur unnið Reyni 2:0, og Fram og Valur gert jafntefli 1:1. Valur hlaut þvi þrjú stig i úrslitakeppninni, Fram tvö stig og Reynir eitt. V-þýskur sigur í dýfingum Evrópubikarkeppnin i dýfingum hófst I gær i Edenborg, og var keppt til úrslila í einni grein, dýfingum kvenna af háum palli. Ursula Mockel frá V-t>ýskalandi hafði for- ustuna lengst af I keppninni, en I sioasta stökki sinu tókst Renetu Piotraschke mjög vel upp og hún skaust upp 11. sætið. Hún sigr- aði með samtals 364,74 stig, en Mockel fékk samtals 320,07 stig. f 3. og 4. sæti urðu tvær v- þýskar i viðbót, en slðan komu tvær sænskar stúlkur i 5. og 6. sæti. • Meistorinn í öðru sœti Inga Magnúsdóttir GK varð sigurvegari I opinni kvennakeppni sem fram fór hjá Golf- klúbbnum Keili um siðustu helgi. Hún sigraði i keppni án forgjafar á 91 höggi, einu höggi á undan islandsmeistaranum Kristinu Páls- dóttur FK. t þriðja sæti var Jakobina Guð- laugsdóttir GV á 93 höggum. t keppni með forgjöf sigraði Hánna Gabrielsdóttir GR á 78 höggum, Agústa Dúa Jónsdóttir GR varð i öðru sæti á 80 höggum. Keppt var um glæsileg verðlaun sem Jens Guðjónsson gullsmiður gaf til keppninnar. Þá fór einnig fram um leið öldungakeppni Keilis; þar sigraði Pétur Auðunsson á 88 höggum. Hinrik Þérhallsson var KR-ingum erfiður I gærkvöldi og skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik. Hér sést er hann skorar fyrra mark sitt, en þeir Ottó Guðmundsson og Örn Ingólfsson koma engum vörnum viö fremur en Magnús Guðmundsson i markinu. Ljósmynd. Einar. Sigurmorkið kom á síðustu mínútum! Akurnesingar lentu I miklu basli með FH-inga i bikarkeppn- inni i gærkvöldi. Þeim tókst þó að sigra naumlega með þremur mörkum gegn tveim, en barátta FH-inga hafði næstum stöðvað skagamenn. En með sigri slnum eru skagamenn komnir i úrslit bikarkeppninnar I áttunda skipti á 16 árum, og þeir leika nú i úr- slitunum þriðja árið i röð. Mót- herjar þeirra að þessu sinni verða sigurvegararnir úr leik Vals og Breiðabiiks. A 33. minútu leiksins tóku skagamenn forustu i Kaplakrika i gærkvöldi. Árni Sveinsson átti þá fast skot á mark FH sem Omar Karlsson missti frá sér, og Teitur Þórðarson sem fylgdi fast á eftir skoraði örugglega úr, 1:0. Akurnesingar juku forskot sitt i 2:0 i upphafi siðari hálfleiks, og var Pétur Pétursson þar að verki. Hann fékk boltann frá Teiti og skoraði af stuttu færi. Fóru þá flestir að reikna með auöveldum sigri skagamanna. En FH-ingar gáfust ekki upp. Á 15 minútu hálfleiksins minnk- aði FH muninn i 1:2, og var Gunnar Bjarnason þar að verki. Hann fékk sendingu fyrir markið frá Olafi Danivalssyni og skallaöi i markið framhjá Herði Helga- syni, sem var ekki vel á verði. Þegar 7 minútur voru til leiks- loka jafnaöi Helgi Ragnarsson. Hann fékk þá sendingu fyrir markið, og eftir að varnarmönn- um skagamanna hafði mistekist að hreinsa frá náði Helgi boltan- um og kom honum i mark. Staðan var þvi orðin 2:2, og menn fóru að búa sig undir fram- lengingu i kuldanepjunni. En FH-ingar voru varla búnir að fagna jöfnunarmarki sinu þegar Arni Sveinsson skoraði sigurmark leiksins. Hann fékk háa sendingu fyrir markið og skallaði boltann aftur fyrir sig og i mark. Þar með var sigur skagamanna i höfn, en naumur var sá sigur. Þeir Pétur Pétursson og Arni Sveinsson voru bestu menn Akra- ness i þessum leik, en Jón Gunn- laugsson átti einnig góða spretti i vörninni. Hjá FH var Leifur Helgason mjög friskur og ómar Karlsson i markinu stóð oft vel fyrir sinu þótt hann gerði mistök inni á milli. Dómari i leiknum var Guö- mundur Haraldsson, og eins og venjulega skilaði hann hlutverki sinu með sóma. KS/gk— Hinrik gerði vonir KR-ingo oð engu Hann skoraði tvö mörk þegar Breiðablik skellti vesturbœjarliðinu 3:1 í bikarkeppninni Blikarnir úr Kópavogi eru komnir i f jögurra liða úrslit i Bik- arkeppni KSÍ. Þeir unnu KR-inga ineð þremur mörkum gegn einu á Laugardalsvelli i gærkvöldi, og sá sigur gef ur þeim rétt til þess að leika gt'gn Val um réttinn til að leika úrslilaleikiiin gegn Akra- nesi. Sigur hlikaniia i gærktvotdi var fyllilega verðskuldaður. Þeir vóru greuiilegra betri aðilinn. En livoil lcikur cins og sá sem þeir svndu i ga-r na'gir á lutiti V'al er ckki gott að st-nja uui. I'ar fá þeir örugglega iiifii'i motspyrnu. Blikarnir léku undan strekk- íngsvindi i fyrri hálfleiknum i gærkvöldi. og þao var strax ljóst að þeir voru betri aðilinn. Þeir léku oft á tiðuni allskemmtilega saman úti á veOinum. og á miðj- unni réðu þeir meiru. KR-ingar böröust hins vegar veJ Iraman af en gekk litið með spilið. Fyrsta mark leiksins kom á 21. minútu. Boltinn gekk frá breiða- bliksmanni til breiðabliksmanns fyrir utan vitateig KR-inga og barst að lokum til Gisla Sigurðs- sonar sem var úti við vitateigs- hornið. Gisli var ekkert að tvi- nóna við hlutina heldur skaut þrumuskotineðst ihornuðnær, og pótt Magnús hefði hönd á boltan- um tókst honum ekki að verja. Einni minútu siðar fengu blik- arnir upplagt tækifæritil að auka forskot sit>. Ólafur Friðriksson komst þá einn innfyrir allt, en Magnús bjargaði með úthlaupi. Ekki tókst honum þó að halda boltanum sem hrökk aftur til Ólafs. KR-margið var autt fyrir framan hann, en ólafur skaut i stöng. I siðari hálfleik byrjuðu KR-ingar með miklum látum undan vindinum og Jóhann Torfason átti strax skot rétt yfir. Hins vegar jafnaðist leikurinn fljótlega og á 9. minútu skoruðu blikarnir aftur. Vignir Baldursson átti þá m jög góða sendingu inn á Hinrik Þór- hallsson sem var utarlega i vita- teignum. Og Hinrik nýtti þetta tækiíæri til fullnustu. Magnús Guðmundsson réð ekki yið þrumuskot hans — gott mark. Stuttu siðar skoraði Hinrik aft- ur. og var aðdragandinn ná- kvæmlega eins — nema nú var það Heiðar Breiðfjörð sem gaf á Hinrik. Þó var þetta að þvi leyti frábrugðið fyrra marki Hinriks að hann var núna greinilega rangstæður, en skotið var alveg eins — og of erfitt fyrir Magnús, 3:0. Þegar sfðari hálfleikurinn var hálfnaður skoraði Siguröur Indriðason fyrir KR. Hann skaut fremur föstu skoti af 30 metra færi, og boltinn skoppaði inn i markið á milli fóta Ólafs Hákon- arsonar. Eftir markið og allt til leiksloka sóttu KR-ingar mun meira, en sókn þeirra var vita bitlaus og skipulagslaus svo að ekkert varð úr. Þó skall hurð nærri hælum þegar Ólafur Hákonarson varði vel skot frá Jóhanni Torfasyni. Eins og fyrr sagði var þetta verðskuldaður sigur Breiðabliks. Liðið nær mjög góðum leik á köfl- um og baráttan og liðsandinn er i góðu lagi. Valsmenn skyldu ekki bóka sér sigur gegn þeim fyrir- fram. Besti maður liðsins i þess- um leik var Einar Þórhallsson, en aðrir leikmenn voru jafnir. Hjá KR var Sigurður Indriða- son einna bestur. gk-. „Víkingshjátrúin" með skagamönnum Skagamenn hafa oftsinnis staðið sig mjög vel i bikar- keppninni og sjö sinnum hefur liðinu tekist að komast i úrslit á 16 áruiii. En aldrei hefur liðinu tekist að bera sigur úr býtum i þeim úrslitaleikjum. Þeir li'-ku fyrst i úrslitum 1961 við KR, og töpuðu þá 4:3. Siðan léku þeir til úrslita 1963 og 1964, i bæði skiptin við KR sem sigraði 4:1 og 4:3. Ariðeftirlék Akranes við Val i úrslitum og enn mátti liðið þola tap, 5:3. 1969 lék Akra- nes til úrslita við tBA og þurfti tvo leiki til að knýja fram urslit. Fyrri leiknum lauk með 1:1, en siðari leikinn unnu akureyr- ingarnir með 3:2. Tvö sl. á voru skagamenn siðan I úrslitunum. Þeir léku við Val 1964 og töpuðu með 1:4, og I fyrra töpuðu þeir fyrir tBK 0:1. Og nú eru þeir enn einu sinni komnir i úrslit. Það verður fróð- legt að sjá hvort það eru einhver álög á skagamönnum að geta ekki sigrað i bikarkeppninni. En nú hafa þeir „Vikingshjátrúna" með sér. Þau lið sem hafa slegið Víking út hafa sigrað i keppn- inni á undanförnum árum, og i haust slógu akurnesingar Vik- inga i'u. Zbigniew Kaczmarek er ánægður á þessari mynd sem var tekin er hann tók á móti gullverðlaunum sin- um i Montreal. Hætt er við að hann brosi ekki alveg cins gleitt I dag, þvi að komist hefur upp um ólög- lega lyfjaneyslu hans á meðan á keppninni stóð. Þrír lyftingamenn voru í „dópinu" í Montreal — eiga yfir höfði sér að þurfa að skila verðlaunum sínum Læknar sem hafa rann- sakað sýni er tekin voru hjá lyftingamönnum á ólympíuleikunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að þrír lyftingamenn hafi verið undir áhrifum ólög- „Hann er þokka- /egtv áhugamaður — en befur ekkert í hendurnar a mér að gera, segir Muhammad Aíi um Stevenson sem nú er verið að reyna að egna upp á móti honum Eftir rúman. mánuð — eða nánar liltckif) þann 28. septem- ber — mætir Muhammad AIi lamla sinum Ken Norton I keppni um heimsmeistaratitil- inn f þungavigt I hnefaleikum i New York. Sérfræðingar i hnefaleikum eru almennt á þviað þarfái Ali verðugan and- stæðing, en stór hluti af þeim er þö á þeirri skoðun að annar besti hnefaleikari i þungavigt i heiminum heitiekki Ken Norton — heldur Teofilo Stevenson — ólympiumeistarinn frá Munch- en og Montreal. — En hvað segir sjálfur „konungurinn", Muhammad Ali um það? „Hann er þokka- legur áhugamaður. Meira get ég ekki sagt um mann, sem keppir ekki nema þrjár lotur i einu". 1 viðtali viðbandariska blaðið Herald Tribune fyrir nokkru heldur Ali áfram i sama dúr, og segir þar m.a.: ,,Ég sá Stevensson i úrlita- leiknum á OL i Montreal og tók eftir þvi i þriðju lotu að hann var orðinn þreyttur. Hugsaðu þér hann bara i 15 lotu keppni á móti hörðum körlum eins og mér, George Foreman, Joe Frazier eða Ken Norton! Hann yrði ekki að neinu I höndunum á okkur! — Hvernig fannst þér Steven- son slá? „Ég var hrifinn af þvi hvernig hann hitti andstæðing sinn I úr- slitaleiknum (rúmenann Mircea Simon) En það verður að taka með i reikninginn, að hann var þar að hitta áhugamann. Hann var ekki að slá mig, Foreman, Frazier eða Norton." — Ert þú reiðubúinn að mæta Stevenson í hringnum? „Það er verið að reyna að koma þeim leik á. Strákurinn er fátæk'ur og þarf á peningum að halda. Hann væri heimskur að neita, þvi að hann fengi tvær miljónir dollara fyrir. Jafnvel þótt hann yrði sleginn út á fyrstu minútunni". — Hvað fengir þú þá i þinn hlut? ,,Það er talað um fjórar milljónir dollara. Þetta er það sem ég hef heyrt talað um, en annars veit ég litið um þetta itiál. Það eina sem ég veit er að það eru mikil mistök að senda þriggja lotu boxara inn i hring- inn á móti mér". En hvað segir Stevenson sjálfur um að mæta Ali? „Ég vil halda áfram að vera áhugamaður. Hér áður fyrr voruatvinnuhnefaleikarar hér & Kúbu, en með þá var farið eins og þræla af bandariskum auð- mönnum sem áttu þa. frg er viss um að Fidel Castro mun aldrei biðja mig að skrifa undir at- vinnumannasamning. En ef hann gerir það, má vel vera að ég geri það fyrir hann og byltinguna i landi minu." Kannski veit Stevenson hversu langt hann getur náö i atvinnumannabransanum. Hann var góður i hringnum i Montreal, en bæði i fyrra og í ár Hefur hann tapað fyrir sovét- manninum Igor Visotsky, og hann hafði ekkert að gera i hendurnar á miðlungs atvinnu- mönnum þegar hann heimsdtti Bandarikin fyrr á þessu ári. Herald Tribune upplýsir, að vel geti orðið af keppni á milli Stevenson og Alis. Ýmislegt bendi i þá átt — m.a. að ýmsir stórkarlar úr hnefaleika- heiminum hafi rætt viö hátt- setta menn á Kúbu um slika keppni. vy — klp Stevenson sést hér lumbra á besta áhuga- manni Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í AAontreal, Johnny Tate sem var þeirra helsta von en steinlá fyrir kúbu- manninum strax i 2. lotu. legra lyfja þegar þeir kepptu í Montreal. Þetta eru þeir Valentin Khrist- ov frá Búlgariu sem sigraöi i þungavigt, Zbigniew Kaczmarek frá Póllandi sem sigraði i léttvigt, og búlgarinn Blagoi Blagojev sem hlaut silfurverðlaun i létt-þunga- vigt. Alþjóða ólympiunefndin hefur enn ekki tekið um það ákvörðun hvort þessum verðlaunahöfum frá Montreal verður skipað að af- Chivers sá um sigurinn Glæsimark Martins Chivers — sem hann skoraöi með skalla — tryggöi svissneska liðinu Servette sigur i úrslitaleik i hinni svoköll- uðu Alpakeppni gegn franska liðinu Nims. Franska liðiö hafði tekið forystu á 55. mínútu, en fimm min. siðar varð miðvallar- spilari þeirra Boyron að fara út af vegna meiðsla. Léku þvi leikmenn Nims lOeftir það, þvi að varamönnum hafði verið skipt inná. Svissneska liðið tók þvi fljót- lega öll völd i leiknum og skoraði tvö mörk. Fyrst Hans-Joerg með skoti af 30 metra færi, og Chivers innsiglaði sigurinn meö góðu skallamarki á 74. minútu. gk-. henda aftur verðlaun sin, né held- ur hefur nefndin ákveðiö hvort þau verði afhent öðrum ef hinir seku verða látnir skila þeim. gk- HESTAMENN Ódýru spaðahnakkarnir komnir aftur verð kr. 23.900- Oll reidtygi á mjög hagstæðu verði t.d. höfuðleður m/múl og taum kr. 3.500,- Fyrir hesto: Hársnyrtiefni Hárnæring Vítamín Sárasmyrsl Hófsalvi Vööv.amýkjandi olía. Póstsendum TJTIL.IF Glæsibæ, sími 30350.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.