Vísir - 27.08.1976, Page 24
VÍSIR
Föstudagur 27. ágúst 1976
mmmmmmm^mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmw
Nordli mun
fara vítt
um land
Forsætisráðherra Noregs,
Odvar Nordli, er væntanlegur i
opinbera heimsókn til tslands I
dag. Meö ráðhcrranum I förinni
er kona hans, Marit Nordli, Ei-
vind Bolle sjávarútvegsráðherra
Noregs, og ráðuneytisstjórarnir
Paul Engstad og Lars Langekar.
A meðan á heimsókninni stend-i
ur, en henni lýkur á þriðjudag,'
mun ráðherrann ræöa við forseta
tslands og forsætisráðherra.
Norsku gestirnir munu að öll-
um likindum fara i skoðunarferð-
ir til Þingvalla, Mývatns, Kröflu,
Akureyrar, Laugarvatns, Skál-
holts, Gullfoss og Geysis. JOH
5 bátar með
2 þúsund tonn
Fimm bátar með um tvö þús-
und tonn tilkynntu um afla til
loðnunefndar sfðasta sólarhring.
Engir höfðu tilkynnt um afla i
morgun.
Hákon EA fór með 400 tonn til
Raufarhafnar, Sigurður RE með
500 til Siglufjarðar, Súlan EA 500
til Siglufjarðar, Asberg RE 320 til
Siglufjaröar og Arni Sigurður AK
300 tonn til Bolungarvikur.
Loðnan sem Arni Sigurður fór
með til Bolungarvikur er sú
fyrsta sem berst þangað nú i
langan tima. Eins og Visir skýrði
frá hamlaði veður þvl að bátar
treystu sér til að sigla hlaðnir
vestur fyrir Horn. Hráefnaleysi
hefur þvi háð mjög loðnuverk- j
smiðjunum i Bolungarvik og við 1
Faxaflóahafnir. —EKG |
Dellur um
síldarverð
Samkomulag um sfldarverð
náðist ekki á fundi kaupenda og
seljenda i gær. Samkvæmt upp-
lýsingum Kristjáns Ragnarsson-
ar, formanns LÍÚ verður málinu
nú visað til yfirnefndar og mun
Þjóðhagsstofnunin tilnefna odda-
inann í nefndina. t yfirnefndinni
verða tveir fulltrúar sildarselj-
enda og tveir fulltrúar síldar-
kaupenda. Þjóðhagsstofnun mun
hafa frumkvæði að fyrsta fundi
nýju yfirnefndarinnar.
. JOH
bœta gjald-
eyrisstöðuna
ó þessu óri
Gjaldeyrisstaða bankanna
batnaði f júlfmánuði um 3903
milljónir króna. t lok júlf var
nettógjaldeyriseignin 698 milljón-
ir, mið.að við skráð gengi á þeim
tima, en var I lok júnf neikvæð um
3.258 milljónir króna.
1 júli I fyrra versnaði gjald-
eyrisstaðan um 321 milljón króna
og frá jan.-júli ’75 versnaði hún
um 4.451 milljón króna. Það sem
af er þessu ári hefur staðan hins
vegar batnaö um 4.359 milljónir.
Aö sögn ólafs Tómassonar hjá
hagfræðideild Seðlabankans á
batinn rót sina að rekja til auk-
innar erlendrar lántöku á árinu.
Brúttólántökur eru hærri en sem
nemur batanum, eða 6.500
milljónir i langtimalánum.
Hins vegar versnaði staöan I
fyrra þrátt fyrir auknar lántökur. j
—sj I
Flugleiðir kanna óœtl-
unarflug til Persaflóa
Flugleiöir hafa að
undanförnu verið að
íhuga áætlunarflug til
furstadæmisins Bahrain
við Persaflóa.
Eins og nú stendur
fljúga Flugleiðir frá Chi-
cago til Keflavíkur og
síðan til Luxemborgar.
Ef af samningum yrði
myndi sú áætlunarleið
lengjast og flugvélin
fljúga áfram til Bahrain.
Þeir aðilar sem Flugleið-
ir standa í samningum
við munu tryggja félag-
inu ákveðinn sætafjölda.
f fyrstu var talað um 120
sæti en það mun síðan
eitthvað hafa breyst.
Jóhannes Einarsson
framkvæmdastjóri hjá
Flugleiðum sagði við Vísi
í morgun að enn væri
ekkert hægt að segja um
hvort samningar tækjust,
en það myndi skýrast á
næstunni.
Bahrain er eyja í
Persaflóa þar sem fursti
ræður ríkjum. Þetta er
fyrrum bresk nýlenda
sem orðið hefur miðstöð
kaupsýslu f urstanna þar í
nágrenninu.
Bahrain er hrjóstug og
sendin eyja, en þar eins
og víðar á þessum slóðum
er olíu að finna i jörðu.
Nýlega var lokið þar gerð
fullkominnar flughafnar
og koma þangað flugvél-
ar víðs vegar að úr
heiminum. Þar á meðal
fara Concorde vélar
áætlunarferðir þangað.
—EKG
Ja... ekki er útlitið bjart
Þeim sýnist víst heldur öruggara þessum hnátum að halda sig undir þaki þessa
dagana. Það lítur líka út fyrir að sólargeislarnir sem sýndu sig sem snöggvast í
gærætliaðhjúpasiginniískýjahuluennumsinn. SJ/Ljósm. Loftur
INNFLUTN-
INGSBANN
ÁBARNAMAT
„Barnamatur var á frilista, en
svo var tollflokknum breytt og
hann fór af frilista yfir á lista um
leyfisvörur. Þegar svo var komið,
var ekki hægt að leyfa innfiutning
á barnamat með kjöti i,” sagði
Björgvin Guðmundsson hjá
viðskiptará ðuneytinu.
Margir hafa haft orö á þvi að
úrval á barnamat væri orðið
heldur fábrotið og er þetta skýr-
ingin á fábreytninni. Björgvin
sagði að áður en barnamatur fór
á lista yfir leyfisvörur, hefði hann
verið fluttur inn I þeirri góðu trú
aö ekki væri kjöt I honum, en eins
og kunnugt er, er bannað að flytja
inn I landið kjötvörur. Þegar
barnamaturinn varð leyfisvara,
var ekki unnt að flýtja hann inn
lengur eftir aö kjötið fannst.
Eftir þvi sem Visir hefur
fregnað er hér m.a. um að ræða
barnamat með gulrótum, en i
þeirri fæðu finnast agnarlitlar
örður af lifur, sem valda þvi að
ekki má flytja hann inn.
Ekki er öll vitleysan eins!
—RJ
BORGUM FYRIR FROSTIN I BRASILIU
Þjóðardrykkur Islendinga,
kaffiö, hækkar I veröi I dag.
Hækkunin nemur 22.5% og kostar
þvi kaffikilóið 1100 krónur nú en
kostaði áður 896 krónur. Kaffi-
pakkinn kostar nú 275 en kostaði
224 krónur fyrir hækkunina.
Samkvæmt upplýsingum sem
Vlsir aflaði sér I morgun hjá
verðlagsstjóra stafar þessi hækk-
un eingöngu af hækkun á hráefni
erlendis.
Hráefnishækkun þessi er afleiö-
ing frostanna miklu I Brasiliu i
fyrra en þau eyöilögöu mikinn
hluta kaffiuppskerunnar.
— JOH
Enn
engin
orka
Engin nýtanleg orka hefur enn
fengist við Kröflu. Hola nr. 6 er
enn i gosi og verður hún að jafna
sig áður en afkastamælingar geta
farið fram.
Borun sjöundu holunnar hefur
gengið erfiðlega enn sem komið
er, og hafa aðeins verið boraðir
um 300 metrar.
Nú er stóri gufuborinn Dofri að
verða kominn upp, og mun þvi
borun áttundu holunnar hefjast
innan skamms.
— SJ
„Ekki ástœða til að breyta
framkvœmdaáœtlun" — segir orkumálastjóri
„Mér sýnist aö ekki séu i
greinargerð jarðvísindamann-
anna fjögurra neinar þær
upplýsingar sem Orkustofnun
ekki haföi þegar siðasta grein-
argerð stofnunarinnar til iðn-
aðarráöuneytisins var samin”,
sagði Jakob Björnsson orku-
málastjóri I viðtali við Visi i
morgun.
„Niðurstaða þeirrar greinar-
geröar var á þann veg, að ekki
væri ástæða til aö draga úr
framkvæmdahraðanum. Hins
vegar var talið aö gæta þyrfti
aukinnar varúðar.
Við fylgjumst auðvitað mjög
náið með þvi sem þarna er að
gerast. öll gagnasöfnun á svæð-
inu fer fram á okkar vegum og
er þar um að ræða miklu við-
tækari gæslu en jarðskjálfta-
mælingarnar einar. Við reynum
að gera okkur heildarmynd af
öllum aðstæðum.
Enn sem komið er teljum við
þvi ekki ástæðu til að breyta
fyrri afstöðu okkar, hvað sem
siöar kann að verða,” sagöi
orkumálastjóri.
—SJ