Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. október 1976 3 „Stefnum áfram að því að sam- eina og ftekka sláturhúsum" segir Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarróðherra „Þrátt fyrir veitingu þessa undanþáguleyfis er stefna okkar óbreytt. Þaö veröur áfram unniö aö sameiningu og fækkun slátur- húsa,” sagöi Haildór E. Sigurös- son landbúnaöarráöherra á fundi meö blaöamönnum vegna slátur- hússmáls Slátursamlags Skag- firöinga i gær. Halldór sagöi að nauðsynlegt væri að halda áfram. að gera sláturhúsin þannig úr garði að fyllsta hreinlætis sé gætt og með tilliti til þess mikla kostnaðar sem af þvi leiði sé óæskilegt aö hafa fleiri en eitt sláturhús á ekki stærri stöðum en hér um ræði. Sagðist hann telja að i þessu efni væri aðeins um tvennt að velja: að slá af heilbrigðiskröfun- um eða að fækka sláturhúsunum. Teikningar aldrei samþykktar Landbúnaðarráðherra skýrði frá þvi að teikningar sláturhúss Slátursamlagsins hefðu aldrei verið samþykktar af hálfu ráðu- neytisins. Umsagnir yfirdýra- læknis um þær hefðu ekki gefið tilefni til þess. A sama grundvelli hefði ráðuneytið ekki talið sér fært að veita Slátursamlaginu heimild til slátrunar, en sú heim- ild sé aðeins veitt ef meömæli yfirdýralæknis liggi fyrir. tbréfi til ráðuneytisins dags. 6. okt. telur yfirdýralæknir ógerlegt aö löggilda húsið, þar sem smiði þess sé ekki lokiö og ýmsu ábóta- vant. Þó kveðst hann eftir atvik- um ekki vilja leggja gegn þvi að undanþága verði veitt nú i haust til þess að slátra allt að 350 fjár á dag ihúsinu, enda verði nauðsyn- legustu lagfæringum lokið. Veitti landbúnaðarráðherra siðan undanþáguleyfi til slátrun- ar 3000 fjár I húsinu. Landbúnaðarráöherra var að þvi spurður hvers vegna hann hefði veitt Slátursamlaginu um- rætt leyfi, þrátt fyrir ófullnægj- andi aðbúnað. ,,Ég vildi ekki eiga þarna hlut að stórátökum sem allt virtist stefna að. Ég taldi rétt að feng- inni umsögn yfirdýralæknis frá 6. þ.m. að veita undanþáguleyfi fyr- irslátrun 3000 fjár, enda ynnist þá timi til að kom.a þessu máli i betra horf fyrir næsta haust,” sagði ráðherra. Nú er 38% sláturfjár slátrað i löggiltum sláturhúsum, en þau eru alls 26 á landinu. 30 sláturhús starfa eftir undanþáguleyfi. 1 lög- um um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum segir að ráðherra geti i vissum tilvikum leyft slátr- un til eins árs i senn i ólöggiltum sláturhúsum. Undanþágu má þó aðeins veita til ársloka 1976. Halldór E. Sigurðsson vildi ekki fullyrða að þeim 30 sláturhúsum sem nú starfa samkvæmt undan- þágu yrði ekki veitt samskonar heimild næsta haust. Sagði hann að áður hefði orðið að framlengja lögum. Ekki einkaleyfisvernd Aðspurður sagðist ráðherra ekki telja að sú stefna ráðuneytis- ins að fækka sláturhúsum gæti talist einkaleyfisvernd. Hér væri aðeins um það að ræða að hinn mikli tilkostnaður við fullkomin sláturhús kreföist þess að þau væru fá. Væri því æskilegra að húsin væru sameinuð þar sem þvi yrði við komið. Hvað snerti ábendingu yfir- dýralæknis um að nýlokið sé byggingu sláturhúss á Sauöár- króki sem geti annað allri slátrun sauðfjár og stórgripa i héraðinu, sagði ráðherra aö honum væri frjálst að koma meö ábendingar eins og öðrum. — SJ. Brotist inn í Skodaumboðið Brotist var inn í Skoda-umboöiö i Auöbrekku i gærmorgun. Þaöan var stoliö ávisanahefti meö nokkrum eyöubiööum öllum stimpluöum meö stimpli Tékk- neska Bifreiðaumboösins. Þá var einnig stoliö peningum. Upphæöin nemur nokkuð mörgum þus- undum. Starfsmenn umboösins sáu aö brotist heföi verið inn þegar þeir mættu til vinnu sinnar. Var skjalaskápur i fyrirtækinu skemmdur en þar höföu söku- dólgarnir náö ávisanaheftinu og peningunum. Annað hvarf ekki úr fyrirtæk- inu, en i gærkvöldi þegar biaöiö heföi samband viö rannsóknar- lögregluna í Kópavogi, var unniö aö rannsókn máisins. —EA. Ríkisstarfsmenn þinga um kjaramól BSRB heldur 30. þing sitt þingið. Hefur félögum verið núna á mánudaginn. Þing- send drög að ályktunum um fulltrúar eru 233 frá 33 banda- lagabreytingar. 1 drögum að lagsfélögum. Fjöldi félaga tillögum um kjaramál felst innan BSRB er áætlaður 12.134. stefnumótun fyrir gerð fyrstu Mikill undirbúningur hefur kjarasamninga með verkfalls- verið inntur af hendi fyrir rétti á næsta ári. -EKG. PERUSALA MUNINS Lionsklubburinn Muninn i Kópavogi mun i dag og á morgun halda sína árlegu perusölu i Kópavogi. Allur hagnaður af sölu peranna fer til liknarstarfssemi, svo sem alltaf áður. Perurnar verða seldar i pokum og hver poki með ákveðnum perufjölda verður seldur á eitt þúsund krónur. Kópavogsbúar eru hvattir til aö taka félögum úr Muninn vel. —RJ. Tveir 15 óra stólu bíl Tveir fimmtán ára gamlir færiö. Þeir brugöu sér i ökuferö piltar stálu bfl frá bæ á Akranesi en skiluðu bilnum ekki i fyrradag. Billinn hafi veriö óskemmdum aftur. Þar aö auki skiiinn þar eftir viö mannlausan brutu þeir rúöu i bænum. bæinn og notuðu piitarnir tæki- -EA. ^—— '|| . 73—— Gömlu kynnin gleymast ei! Eftir 30 ára óslitinn rekstur opnar Þórscafé nú í gerbreyttum og stórglæsilegum húsakynnum, þar sem gestum verður boðið upp á fjölbreyttar veit- ingar í mat og drykk. Við bjóðum alla þá sérstaklega Velkomna, sem eiga gamlar og góðar endurminningar frá gullaldarár- unum í Þórscafé, til að koma og sannfærast um, að lengi lifir í gömlum glæðum. Þórscafé 1946-1976

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.