Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 11
 vism Laugardagur 9. október 1976 11 I Bandarikjunum mundu þá að likindum snúa sér i meiri mæli aftur aö Suðaustur-Asiu. Tölur frá thailenskum yfir- völdum (birtar, áður en byltingin var gerö nuna i siðustu viku) gefa hrikalega mynd af þessum við- skiptum. A fyrstu sex< mánuöum þessa árs komst thailenska lög- reglan yfir 7,7 smálestir af eitur- lyf jum, á móts við aðeins 4,6 smá- lestir á öllu árinu 1975. Hert eftirlit er ekki skýringin á þvi, hversu lögreglunni hefur orð- ið meira ágengt þetta árið. Það er einfaldlega mikið meira af eitur- lyfjum i umferð. Embættismenn i Thailandi eiga við ýmsa örðugleika að etja við löggæsluna. Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir, spilling i embættismannastéttinni og skortur á samvinnu á milli em- bætta. Mikil brögð eru að þvl, að saksóknarar sleppi eiturlyf ja- smyglurum, sem liggja undir grun, vegna skorts á sönnunum, rétt á meðan lögreglan er að safna gögnum á hendur þeim. Samstarf við lögregluyfirvöld annarra rikja er heldur ekki nógu náið, sem er þó afar mikilvægt, þar sem fjölgandi fer vestur- landabúum i hópi smyglaranna. Flestir smyglaranna eru þo kin- ver jar frá Thailandi, Hong Kong eða Malasiu, sem sumir hverjir ferðast um á fölskum ferða- bréfum. Umferðaræð þessara eiturlyfja liggur mest megnis i litlum fiski- bátum, sem smygla þeim til Hong Kong, Singapore eða annarra stórra verslunarborga, þar sem flug- og skipaumferð er mikil. Gullni þrihyrningurinn I Suð- austur-Asiu, eins og það landsvæði er fjarnan kallaö, þar sem dpiumræktunin fer að mestu fram, liggur i fjalllendi, þar sem eftirliti verður naumast viðkomið á öllum þeim leynistigum f jalla- ræningja fyrri ára, sem ibúarnir þekkja betur en evrópumaðurinn vasann sinn. En brugðið hefur verið á annað ráð. Sameinuðu þjóðirnar og Bandarikin haf a lagt fram fjögurra ára áætlun, sem miðar að þvi að styrkja þá 300.000 ibua, sem þarna lifa, til ræktunar á kaffi, ertum, plómum og öðrum ávöxtum i stað ópiumvalsmúans. Þeirri áætlun hefur á þessu stigi málsins litt miðaö áfram. Einungis um 1,000 fjallabændur hafa tekið upp þessar nýju ræktunaraðferðir. En það er þó spor i rétta átt og vekur með mönnum bjartsyni um, þarna kunni að leynast lausn. Harðar myndir C Einar Hákonarson skrifar D Víst er um það, að harðsoðnari sýning en sú, sem nú hefur hangið uppi á Kjarvalsstöðum um skeið, hefur tæpiega sést þar. Höfundur hennar er Hörður Ágústsson fyrr- verandi skólastjóri Myndlista- og handíða- skóla Islands, mikill á- hugamaður um íslenska byggingarsögu og rann- sóknarmaður í listum. Hörður hefur kennt form og litfræði um árabil. Sýningin ber sterkan keim af því, leitast er við að setja hlutina upp í kerfi, frumformin, hringur, ferhryningur og þríhryningur eru notuð svo til einvörðungu. — Sýning Harðar Ágústssoncsr að Kjarvalsstöðum Sú aðferð listamannsins að nota mislit limbönd takmarkast viö þann litaskala, sem til eru á markaðnum hverju sinni. Það gerir einhæfa litameðferð i verkunum. Þar sem hann held- ur sig einvörðungu við svart og hvitt, er árangurinn mun betri, teikningar og foto-grafik falla undir það einnig. Hörður kallar sýninguna „úr lit og form- smiðju 1953-1976". Ekki ber að efa að hann á svissneska lista- manninum Diter Rot sem star- faði hér á landi fyrir nokkrum árum mikið að þakka. Hinar heimsfrægu bækur Rots, þar sem tilraunir með frumformin eru gegnum gangandi eiga sér stað i grunnhugsun þessara Hörður Agústsson. mynda. Formhreinsunarmenn- irnir i þýska listaskólanum Bauhaus hafa og haft áhrif á skólamanninn Hörð Agústsson og er það vel, sem kemur ágæt- lega fram i Myndlista- og hand- iðaskóla Islands. Bauhausskól- inn hafði geysileg áhrif á lista- skóla og listiðnað um allan heim, en þau gildi virðast nú nokkuð á undanhaldi vegna tiskustefna i listum. Myndir af þessu tagi eru fyrst og fremst árangur rökrænnar formhugsunar: Tilfinninga- spursmál eiga þar ekki heima. Ég er hræddur um að efnið eigi einhvern þátt i að þær virka kaldar og harðar. Sem undir- stöðuhlutir I listum fer ekki á milli mála kennslulegt gildi þeirra. Formáli Einars Braga er allvel kryddaður eins og t.d. „hann er t.d. einn besti teiknari á tslandi", ,,að myndirnar sex um mannssonihn á sýningu Harðar i Norræna húsinu 1975 séu meðal þeirra stórvirkja is- lenska oliumálverksins sem æ mun standa", og „en mestur fögnuður er að sýningunni vegna þess að hér leggur mikill listamaður fyrir sitt fólk svo stórbrotna niðurstöðu af ára- starfi við aflinn, að frá þeim degi er þjóðin hlutgengur aðili að merkum þætti i evrópskri myndlistarþróun á þessari öld". Ég vona bara að Hörður Agústsson sé heill i baki til að standa undir slikum fullyrðing- um. Núverandi ástand getur haft alvarlegar af leiðing —.„it i i Rœtt við Þorvald Garðar Kristjánsson, formann Orkuráðs um skipulag orkuiðnoðarins Það er augljóslega mikils virði fyrir orkuiðnað- inn i landinu að skipulag hans verði eins og best sé á kosið. í hinum miklu og fjölskrúðugu umræð- um sem hafa verið um orkumálin hefur einmitt verið drepið á þau atriði. Auðvitað sýnist sitt hverjum. En til þess að for- vitnast um hvers mætti vænta í þessum málum á næstunni ræddi Visir við Þorvald Garðar Kristjánsson alþingismann og formann Orkuráðs rikisins um skipulag orkuiðnaðarins. „Það er rétt að gera greinar- mun á, annars vegar því sem varðar könnun orkulinda og hins vegar uppbyggingu, eign- araðild og rekstri orkufyrir- tækjanna. Hvað hið fyrra varðar, er það samkvæmt lögum hlutverk Orkustofnunar að annast yfir- litsrannsóknir á orkulindunum. Bæði eðli þeirra og möguleikum til hagnýtingar. Þetta er að sjalfsögðu þýöingarmikið atriði ogeðlilegast að það sé I höndum eins aðila eins og lögin gera ráð fyrir. 1 framkvæmd hefur þetta orðið á annan veg. Þess vegna má segja að fleiri aðilar en Orkustofnun hafi látið til sin taka forrannsókn i orkumálun- um. Þessu ástandi fylgir auðvitað að það getur verið að fleiri en einn aðili sé að vinna að sömu rannsókn, eða athugun- um. Það liggur i augum uppi að slikt getur verið afar óhag- kvæmt, sé um tviverknað aö ræða. Með þessu á ég við að RARIK og Laridsvirkjun ættu ekki að vinna að yfirlitsrannsóknum. Hins vegar þyrfti að efla Orku- stofnun með þvi að setja yfir hana þingkjörna stjórn. — Getur haft alvarlegar afleiðingar En svo alvarlegt sem þetta er, er hitt alvarlegra að þegar svona er haldið á malum getur það haft alvarlegar afleiðingar. Bæði i sambandi við ákvarðana- töku um virkjanir og einnig byggingu orkumannvirkja. Þetta getur haft þær af- leiðingar að það sem gert sé ráðist af þvi hvar forgangs- rannsóknum er lengst komið. Þannig að sá hraði sem oft er í þessum efnum hjá okkur vegna hinnar miklu þarfar á aukinni orku valdi þvi að ákvörðun sé tekin um að byggja orkumann- virki sem væru ekki hagkvæm og hefði ekki veriö ráðist i ef nægilegt yfirlit og samræmi rikti. Dreifing áhættunnar Allar stærstu vatnsvirkjanir landsins eru á hinu eldvirka svæði. Þaö gefur augaleið hver hætta getur verið þvi samfara. Ýmsar eðlilegar ástæður hafa legið til þessarar þróunar. Hins vegar getur maður ekki varist þeirri hugsun aö einnig hafi komið til sú staðreynd að rannsóknir á þessu svæði hafi verið komnar lengra en viðast annars staðar á landinu. Og að það hafi valdið þvi að virkjun hefði ekki verið reist á öðrum stöðum sem þó hefðu getað þolað samanburð við þá staði sem fyrir valinu hafa orðiö. í þessum efnum er það spurn- ing um að dreifa áhættunni, enda mikil og dýr mannvirki i húfi. Þetta er þvi augljóslega stdrmál." Ólikar hugmyndir um eignaraðild — Varðandi eignaraðild, rekstur og uppbyggingu raf- orkufyrirtækja sagði Þorvaldur Garðar. „Flestir eru sammála um að það þyrfti að breyta þessum málum frá þvi sem þau eru nú, en hins vegar greinir menn á um hvernig beri að haga þeirri breytingu. Annars vegar eru þeir sem leggja áherslu á að hafa orku- iðnaðinn algjörlega undir stjórn rikisins i einu eöa öðru formi. Hins vegar eru menn sem vilja dreifa valdinu á þessu sviði. A þvi sjónarmiði byggjast hugmyndirum svo kölluð lands- hlutafyiirtæki er annist fram- leiðslu og dreifingu orkunnar, þar sem farið væri eftir land- fræðilegum og stjórnfræðileg- um mörkum,svo sem kjördæm- um. Þá er gert ráð fyrir að um sé að ræða sameign rikisins og viðkomandi sveitarfélaga. Sveitarfélög og rafveitur vilja valddreifingu Þessar siðartöldu hugmyndir eru i samræmi við stefnumörk- un Sambands islenskra sveitar- félaga varðandi verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga. Einnig var þessi stefna mörkuð á ráð- stefnu er Samband islenskra rafveitna hélt árið 1972. Þar er gert ráð fyrir landshlutafyrir- tækjum i raforkuframleiösl- unni. Nú er verið aö vinna að þvi að koma þessu skipulagi á. Til þess skipaði iðnaðarráðherra orku- nefndir i hinum einstöku lands- hlutum til að gera tillögur. 1 mars skilaði orkunefnd vest- fjarða áliti og hafa þegar veriö sett lög um Orkubú vestfjarða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.