Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 17
Bols-bridgeheilrœðakeppnin: Umsjón Stefón Guðjohnsen W Annar i röðinni i BOLS-keppn- inni er sænski bridgemeistarinn Per-Olov Sundelin. Keppnin stendur um besta bridgeheil- ræðið, að mati dómnefndar, sem hollenska stórfyrirtækið BOLS hefur skipað i samráði við alþjóðasamband bridgeblaða- manna. Ef þú sérð enga framtið i vörninni með þvi að drepa ákveðinn slag, þá skalt þú gefa hann. Allir þekkja stöðuna, þegar þú situr á eftir blindum með A-x-x, en blindur á K-D-10. Þegar sagnhafi spilar á kónginn, þá gefur þú mjúklega. Næst þegar spilað er á D-10, þá gæti sagn- hafi látið drottninguna — hann er a.m.k. i óvissunni. Sumir ykkar hafa jafnvel plata sagnhafa með þvi að gefa með kónginn á eftir A-D-G-x-x. Siðan hefur sagnhafi ef til vill eytt innkomu til þess að svina aftur. Þetta eru sjálfsögð og þýðingarmikil brögð, en það fylgir þeim litil áhætta og þau koma ekki mjög á óvart. En þelta er allt heldur ómerkilegt og maður getur varla sagt að þú spilir góða vörn, þar til þú ert reiðubúinn til þess að fórna slag. Þú verður að vera tilbúinn til þess að fórna slag i þeirri von að það verði sagnhafa að falli. Pessi spilamennska er samt eingöngu fyrir þá djörfu og hugrökku. Þú ert austur i eftir- farandi spili: Vertu djarfur i 4 f ♦ * 4 ? 4 * D-G-8-7-6-3 A-10-5-3 9-5-2 vörnmni" — segir Per-Olov Sundelin K-G-4 A-D-10-7-4-3 7-6-5 4 V ♦ 9-4 7 K-8-6 D-G-10-9-8-4-3 Staðan var a-v á hættu og suður gaf. Sagnir gengu þannig: 4 ? ♦ A-K-10-2 D-9-8-6-2 G A-K-2 Suður 1H 3L P Vestur 1S P P Norður Austur 2 T P 4 H P Frá tvimenningskeppni B.R. í Snorrabæ: Taliö frá vinstri: Egill Guðjohnsen, Einar Þorfinnsson, Lárus Hermannsson (áhorfandi), Gunnar Birgisson, Sveinn Helgason, Ingólfur Asmundsson. Vestur spilar út spaðadrottn ingu og suður sér að vandamálið snýst um að losna við tapslagina i svörtu litunum. Spaðaströggl vestur bendir til þess að óráð- legt sé að reyna að trompa spaða og þess vegna beinist at- hygli suðurs að tigulsviningu. Jafnvel þótt austur dræpi tigul- gosa, þá væri hægt að sleppa með að gefa aðeins tvo tromp- slagi til viðbótar. Sem austur ættir þú að hafa góða hugmynd um skiptingu spilanna. Suður hlýtur að eiga laufin sem úti eru, hann á einnig tvo hæstu fjórðu i spaða, annars hefði vestur stokkið i spaðalitn- um og sennilega er tromplitur- inn aðeins D-x-x-x-x. Með A-D hefði suður sagt sterkara á spilin og eigi hann hjartaásinn, þá er engin leið að hnekkja spilinu. Eigi hann hins vegar hvorugt háspilið, þá eru sagnirnar eintóm vitleysa. (Það er vert að athuga, að sagnhafi hefur sjaldan möguleika til þess reikna út hinar hendurnar jafn nákvæmlega og þetta). Við höldum áfram: Suður drepur fyrsta slag, spilar tigul- gosa, vestur lætur tvistinn og þú hefur talninguna i litnum. A þess að depla auga gefur þú slaginn, þvi sagnhafi er með 10 slagi örugga, þótt þú drepir og látir makker trompa lauf. Eini slagurinn i viðbót verður trompásinn. Þú gefur sem sagt. Þú veist ekki hvað skeður næst — en með eðlilegri vörn hlýtur sagnhafi að vinna spilið. Suður spilar nú trompi á gos- ann, tekur tigulás og kastar spaða. Staðan er nú þessi: 4 X 4 G-8-7-3 y A-10-3 ♦ 9 * - 4 K-4 D-10-7-4 7-6-5 4 ¥ K D-G-10-9-8-4-31 A-10 D-9-8-6 A-K-2 Suður þarf nú að komast inn til þess að trompa spaða. Eins og spilin liggja er óhætt að trompa tigul, en það gæti verið hættulegt. Suður veit að vestur á tigulkóng og hann vill ekki að austur kasti spaða. Hann spilar þess vegna laufi, sem ekki virðist hættulegt. Það reynist samt banvænt, þvi vestur trompar tekur trompás og annað tromp. Þar sem tigullinn er ekki frir, tapast spilið, þvi suður er með tvo tap- slagi i svörtu litunum. Hrein dirfska getur sigrað, þótt möguleikarnir séu litlir, i þvi óviðjafnanlega spili sem bridge er. Þú ættir þvi með ánægju að sjá sagnhafa fyrir kaðli, jafnvel þótt ekkert tré sé i augsýn, sem hann getur hengt sig i. BOLS bridgeheilræði mitt er þvi þetta: Vertu djarfur i vörn- inni. Ef þú sérð ekki möguleika á þvi að hnekkja spili með þvi að drepa slaginn, þá skaltu gefa hann, jafn vel þótt það kosti slag. Með þvi að blekkja sagn- hafa, gæti spilaborg hans hrunið. w W m •• FRETTIR FRA FELOGUNUM Undanrásir fyrir Reykjavíkurmeistaramót í tvímenningskeppni veröa spilaöar dagana 13., 20., og 27. október. Spilað veröur á Hótel Loftleiðum í Vikingasal. Tuttugu og sjö efstu pörin spila siðan til úr- slita stuttu síöar ásamt núverandi Reykja- víkurmeisturum Þóri Sigurðssyni og Herði Blöndal frá Bridgefélagi Reykjavíkur. Verður það fyrsta mót á íslandi, sem veitt verða silfurstig fyrir. Þátttaka tilkynnist til félaganna sem fyrst. Að tveimur umferðum loknum í undankeppni Bridgefélags Reykja- vfkur i tvimenning er staðan þessi: 1. Hörður Blöndal — ÞórirSigurðsson 481 2. Stefán Guðjohnsen — Simon Simonarson 480 3. Jón Baldursson — Guðmundur Arnarson 479 4. Daniel Gunnarsson — Steinberg Rikarðsson 472 5. Jón Ásbjörnsson — Sigtryggur Sigurðsson 469 6. Jóhann Jónsson — Þráinn Finnbogason 463 Úrslit i einstökum riðlum s.l. fimmtudag: A-riðill: 1. Guðlaugur R. Jóhannsson örn Arnþórsson 246 2. Jón Baldursson — Guðmundur Arnarson 241 3. Jóhann Jónsson — Þráinn Finnbogason 234 B-riðill: 1. Egill Guðjohnsen — Gunnar Birgisson 244 2. Jakob Ármannsson — Páll Bergsson 239 3. Ölafur Lárusson — Hermann Lárusson 233 C-riðill: 1. Hörður Blöndal — Þórir Sigurðsson 249 2. Halla Bergþórsd. — Kristjana Steingrimsd. 241 3. Stefán Guðjohnsen — Simon Simonarson 238 Að fjórum umferðum loknum i tvímennings- keppni hjá Bridgedeild Breiðfirðinga er staðan þessi: 1. Jón Magnússon — Vibekka Mayer 494 2. Benedikt Björnsson — Magnús Björnsson 485 3. Ölafur Ingimundarson — Þorst. Þorsteinss. 485 4. Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthiasson 485 5. Magnús Halldórsson — Magnús Oddsson 457 Staðan eftir tvær umferðir i tvímennings- keppni TBK er þessi: A-riðill: 1. Sigurjón—-Gestur 504 2. Bernharður — Július 495 3%Arnar —Sigurður 466 B-riðill: 1. Albert — Kjartan 502 2. Ingvar — Orwelle 485 3. Hilmar — Ingólfur 460 Frétt frá BRIDGEFÉLAGI HAFNARFJARÐAR Staðan eftir eina umferð af fjórum I yfirstandandi tvímenningskeppni. 1. Halldór Bjarnason — Hörður Þórarinsson 136stig 2. Arni Þorvaldsson — . Sævar Magnússon 134 stig 3. Böðvar Guðmundss. — Kristján Andrésson 121 stig 4. Friðrik Agúst — Ólafur Ingimundarson 119 stig Fréttabréf frá Ásum Nú stendur yfir hausttvi- menningur 28 pör, tveir riðlar. Að tveimur umferðum ioknum eru þeir félagar Guðmundur Pétursson og Sigtrvggur Sig- urðsson efstir með 375 st, næstir eru Haukur Hannesson og Ragnar Björnsson 369 st., þriðju eru Steinberg Ríkharðsson og Tryggvi Bjarnason 365 st. Úrslit siðustu umferðar urðu: A-riðill meðalskor 165 st. Haukur og Ragnar 201 st. Haukur og Heiðar 183 st. JónogVigfús 181 st. Steingrimur og Jóhann 166 st. B-riðill meðalskor 165 st. Guðmundur og Sigtryggur 187 st. Trausti og Sigurður 178 st Jón og Þorfinnur 177 st Steinberg og Tryggvi 173 st Siðasta umferð verður spiluð á -mánudaginn kemur og hefst kl. 20. Næsta keppni félagsins verður Buttler tvimenningur 4 kvöld 18. og 25. okt. 1. og 8. nóv. Spilarar eru beðnir að skrá sig hjá keppnisstjóra á mánudag 12. okt. svo hægt verði að annast nauðsynlega undirbúnings- vinnu. Námskeið i Bridge hefjast þriðjudaginn 13. okt. i Vighólaskóla kl. 20 ,að nám- skeiðum þessum standa bridge- félagið Asar og Tómstundaráð Kóp. Leiðbeinendur verða Ólafur Lárusson og Ragnar Björnsson. Allirsem áhuga hafa á tilsögn i bridge eru hvattir til að mæta. Frá bridgefélagi Sel- foss Úrslit i eins kvölds tvimenn- ingskeppni 30. sept. ’76 stig 1. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þór Pálsson 203 2. Brynjólfur Gestsson — Garðar Gestsson 184 3. Leif österby — Sigurður Simon Sigurðsson 177 4. Jón Bjarni Stefánsson — Guðmundur Sæmundss. 173 5. Sigurður Svavarsson — Asbjörn österby 170 6. Sigurður Þorleifsson — FriðrikSæmundsson 169 Meðalskor 156 (14 pör) Aðalfundur félagsins verður þriðjudaginn 5. okt. kl. 20.30 i Tryggvaskála, félagar fjöl- mennið og hafið með ykkur nýja félaga. Næsta spilakvöld verður fimmtudaginn 7. okt. og verður spilaður eins kvölds tvimenn- ingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.