Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 15
Sjónvarp sunnudag kl. 22,30: I Útvarp sunnudag kl. 20,40: Dulrœð fyrirbœri A sunnudag veröur sýnd hin fyrri tveggja heimildamynda um dulræð og yfirskilvitleg fyr- irbæri. Sú siðari verður á dag- skrá á mánudag. Að báðum þáttunum hafa unnið menn með gagnstæð sjón- armið: þeir sem efast um mikil- vægi þessara fyrirbæra, og þeir sem telja þau sanna eitt og ann- að. Lorenz Moore, sem er fram- leiðandi og stjórnandi niyndar- innar trúir þvi aö hin ýmsu fyrr- brigði sem fjallað er um, eigi við einhver rök að styðjast. Hins vegar er dr. Christofer Evans sálfræðingur, sem er höf- undur handritsins vantrúaður á þessi fyrirbæri. I fyrri myndinni er m.a. rætt við bandariska geimfarann dr. Ed Mitchell, sjötta jarðarbúann sem steig fæti á tunglið, og segir hann frá reynslu sinni er hann virti jörðina fyrir sér utan úr geimnum. Rætt er við aldraðan mann i Bretlandi, sem telur sig muna eftir fyrri jarðvist. Þá er enn- fremur rætt við Douglas John- son, einn kunnasta miðil i heimi um huglækningar og fleira i þeim dúr. Að lokum er fylgst með presti einum i Bretlandi sem rekur illa anda úr ungri stúlku. I seinni myndinni er fjallað um rannsóknir sem miða að þvi að skýra fyrirbærin, sem lýst er i fyrri myndinni, og virðast sumar þeirra hafa borið mikinn árangur. íslendingar hafa alla tið verið veikir fyrir dulræðum fyrir- brigðum og þvi liku, og ættu þessar myndir að falla i góðan jarðveg. -GA f herþjónustu á íslandi Jón Björgvinsson sér um þátt i útvarpinu á sunnudagskvöld um hersetuna á islandi. Hann fer með málið frá dálitiö öðru sjónarhorni en yfirleitt hefur verið gert, eða frá sjónarhorni breta. Hvað fannst bretum um landið og þjóðina sem þeir kynntust svo skyndilega. Þátturinn er byggður á hljóðritunum frá BBC, en héðan sendu bretar mikið af plötum sem skornar voru i gamla landsimahúsinu. Inn i þáttinn eru einnig sett lög frá þessum tima. Þátturinn hefst klukkan 20.40. en þetta er fyrri hluti. Myndin er frá her- námsárunum. —GA Þátturinn/ Það eru komnir gestir, er á dag- skrá sjónvarpsins á sunnudagskvöld. Þá ræðir Árni Johnsen, blaðamaður á Morgun- blaðinu við þrjár aldnar kempur, Þórð Halldórs- son frá Dagverðará Jónas Sigurðsson í Skuld og Hinrik Ivarsson i Merkinesi. Thorbjörns Egners og teiknimynd um Molda moldvörpu. t siðari hlutan- um verða teknir tali krakk- ar, sem voru i skólagörðun- um i sumar, og spurt um uppskeruna, sýnd verður teiknimynd um Pétur og loks er stutt leikrit, sem heitir Halló krakkar. Um- sjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sig- rfður Margrét Guðmunds- dóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Davið Copperfield. Breskur myndaflokkur i sex þáttum, geröur eftir sögu Charles Dickens. 3. þáttur Arin liða. Davið stundar námiö af kappi og dag nokk- urn hittir hann gamlan skólafélaga sinn, S.teer- forth. Þýðandi óskar Ingi- marsson. 21.25 Það eru komnir gestir Arni Johnsen ræöir við Þórð Halldórsson frá Dagverðará Jónas Sigurðsson i Skuld og Hinrik ívarssoni Merkinesi. Stjórn upptöku Andrés Ind- riöason. 22.30 A mörkum mannlegrar þekkingar — Trú.Hin fyrri tveggja heimildamynda um dulræð og yfirskilvitleg fyr- irbæri. Lýst er margs konar dulrænni reynslu, sem fólk telur sig hafa orðið fyrir, svosem endurholdgun, hug- lækningum og andatrúar- fyrirbærum og rætt viö einn kunnasta miðil heims, Douglas Johnson. Siðari myndin er á dagskrá á mánudagskvöld 11. október kl. 21.10, og veröur þar reynt að fá skýringar á fyrr- greindum fyrirbærum. Að báöum þáttunum hafa unniö menn með gagnstæö sjónarmiö: Þeir sem efast um mikilvægi þessara fyrir- bæra, og þeir sem teija þau sanna eitt og annað. Þýö- andi Jón O. Edwald. 23.20 Að kvöldi dags. Séra Birgir Asgeirsson sóknar- prestur i Mosfellssveit, flyt- ur hugvekju. 23.30 Dagskrárlok Verksmiðju Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri halda ÚTSÖLU ÁRSINS í Iðnaðar- húsinu að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík Seldar verða lítið gallaðar vörur Opnar mánudaginn 11. október kl. 9. Opið verður næstu daga kl. 9—18 GEFJUN IÐUNN HEKLA Buxnaterylene Karlmannaskór Buxur Kjólaterylene Kvenskór Peysur Áklæði, margir litir og gerðir Kvenstígvél Heilgallar Gluggatjöld Kventöfflur Skjólfatnaður Ullarteppi unglingaskór og margt fleir Garn — lopi — loðband sandalar Efnisbútar allskonar og fl. inniskór o. fl. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GJAFVERÐI Sambandsverksmiðjurnar Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.