Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 24
m fJt > :l Laugardagur ?T. októbeF 1976 Harður árekstur í Kelduhverfi Haröur árekstur varft i Keldu- hverfi i fyrradag. Areksturinn varö um kiukkan fjögur. Jeppi kom akandi eftir heim- keyrslu aö bæ og út á þjúöveg- inn. Fólksbill ók hins vegar eftir þjóðveginum, og lenti jeppinn i hliðinni á fólksbilnum. Báðir bilarnir skemmdust mikiö og litii stúlka sem var i fólksbilnum skarst og maröist á höfði. Aörir slösuðust ekki.EA Bílvelta á Heilisheiði Bilveita varö á Hellisheiöi i gærdag um klukkan tvö. Fólks- bill var á leiö til Heykjavlkur. Hálka haföi myndast á veginum og valt billinn vegna hennar. Talsveröar skemmdir uröu á hilnum en meiösli munu ekki hafa oröiö á mönnum. —EA. Selja vamar- liðinu fíkni- efni til aðfá gjald- eyri „Viö reynum alltaf aö afla vitneskju um hvernig menn afla gjaldeyris til þess aö kaupa hass erlendis” sagöi Haukur Guömundsson rann- sókarlögreglumaöur i Kefla- vik i viötali viö Visi. „Menn afla gjaldeyrisins með ýmsu móti,” sagði Haukur. ,,Til dæmis höfum við tekiö menn sem eru meö fulla tösku af hundrað köllum á leið út úr landinu. Þá kaupa menn gjaldeyri af leigubilstjórum. Það virðist svo sem þaö sé óhemju mikiö af gjaldeyri i umferð á „svarta markaönum.” Svo er þaö iika mjög vinsælt að selja fikniefni inn á Kefla- vikurflugvöll. Bæöi geta menn aflað sér þannig gjaldeyris og einnig telja þeir sig vera öruggari. Ég fullyrði að miðað við þau mál sem viö höfum veriö með að meira sé selt af hassi inn á Völlinn, en út af honum. Þess ber aö gæta að varnarliðs- menn eiga alls ekki auðvelt með aö útvega sér fikniefni”. —EKG AVISANAMALIÐ: ALLIR NEMA EINN HAFA RANNSÓKNINA AÐ AUKASTARFI i húsnæöi lögreglunnar viö Hverfisgötu vinna nokkrir menn viö aö komast til botns I ávisanamálinu. Aöeins einn maður, Guömundur Guö- mundsson, rannsóknarlögreglu- maður, gegnir þar fullu starfi, aörir hafa önnur störf með höndum, eöa eru viö nám. Þegar Visir leit við hjá rann- sóknarmönnunum i gær, voru tveir laganemar að klippa niöur ljósrit af ávisunum frá bönk- unum, en þessi ljósrit, ásamt ljósritum af reikningsyfirlitum og innleggsnótum eru lögð fram sem gögn i málinu. Fjórar stúlkur starfa til skiptis við að vélrita skýrslur um málið, en þær gegna allar öðrum störfum meðfram. Hrafn Bragason, borgar- dómari, sem hefur rannsókn málsins með höndum þarf að sinna störfum sinum i Borgar- dómi auk þessa. I viðtali við Visi sagði Hrafn að nokkrir útgef- endur tékka hefðu bæst við rannsóknina og væri nú beðið eftir gögnum frá bönkunum um tékkaviðskipti þeirra. Þeir hefðu ekki verið kærðir ennþá, heldur væri eingöngu verið aö rannsaka viðskipti þeirra. Þetta eru þrir eða fjórir menn, sem voru i sambandi við þá sautján, sem þegar hafa verið kærðir. Auk þess er unnið þessa dagana viö það að fara yfir reikningsyfirlit sautján- menninganna ásamt starfs- mönnum Seðlabankans. Þá sagði Hrafn að auk þeirra þriggja eða fjögurra sem hefðu komið inn i rannsóknina, væri verið að afla gagna frá bömk- unum um notkun hlaupareikn- inganna allt fram að lokun þeirra, en þeir voru notaðir langt fram á þetta ár og nú væri verið aö biða eftir gögnum frá bönkunum um tékkaviðskiptin, en upphaflega náöi rannsóknin fram til áramótanna 1975-1976. ' Hluti tékkamálsins þ.e. við- skipti Bæjar h.f. og Lækjarmóts h.f., sem staðið hafa að rekstri Klúbbsins (fyrst Bær h.f. og siðar Lækjarmót h.f.) og Al- þýðubankans, hafa færst yfir á hendur Sverris Einarssonar, saksóknara en hann hefur rann- Hrafn Bragason, umboðs- dómari i ávisanamálinu á skrifstofu sinni i lögreglu- stööinni viö Hverfisgötu, þar sem hann hefur aösetur til rannsóknarinnar. sókn Alþýðubankamálsins meö höndum og var talið rétt að hann tæki einnig við þessum þætti ávisanamálsins, en við- skipti fyrirtækjanna við bank- ann eru frá þvi fyrir banka- stjóraskiptin i vor. —RJ. Einar Sigurjónsson og Hallgrimur Viktorsson, laganemar, raða Ijósritum af tékkunum, sem eru til rannsóknar. Ljósm:Jens. Laugardalsvöllur stórskemmdur eftir átta leiki - FRAMTÍÐIN ER AÐ GERVI GRAS KOMI Á VÖLLINN Þingsályktun- artíllaga um aðgerðir í dómsmálum Iðgð fram af alþýðuflokks- mönnum um leið og þing kemur saman „Viö, þingmenn Alþýöu- flokksins, munum leggja fram þingsályktunartillögu strax á mánudaginn, þegar þing kem- ur saman, um ákveönar aö- gerðir I dómsmálum,” sagöi Sighvatur Björgvinsson, þing- maður, I viötali viö Visi I gær. „Ég get hins vegar ekki skýrtfrá efni þessarar tillögu, þar sem þaö er ekki venja að fjalla um þingmál áður en það kemur fyrir þingið. Hins vegar höfum við alþýðuflokks- menn fjallað mikið um dóms- málin á þingnefndarfundum i sumar og leggjum sem sagt fram tillögu um aðgerðir i þeim málum á mánudag.” „Þaö er engin furöa, þótt skipta þurfi um gras á Laugar- dalsvellinum, þvi rigningarnar hafa veriö svo óskaplegar i sumar og i september, þegar leiknir voru átta leikir, var alltaf rigning,” sagöi Baldur Jónsson, vallarstjóri, er Visir spuröist fyrir um framkvæmdir á vellinum, en þar er verið aö fletta grasinu af honum, svo setja megi nýtt gras. Eins og menn rekur. minni til, var sett gras á völlinn i vor sem leið og kostaði sú framkvæmd um 10 milljónir króna. Viðgerðin, sem nú fer fram, kostar hins vegar ekki nema um 30 þúsund krónur að sögn Bald- urs. Baldur sagði að allt of skammt hefði verið um liðið frá þvi að grasið var sett og byrjað var að leika á vellinum, þvi grasið heföi ekki náð aö skjóta almennilega rótum og væri þvi miklu viðkvæmara en ella. — Hins vegar gat Baldur þess, aö ef ekki hefði verið sett gras á völlinn, hefði ekki veriö mögulegt að leika á honum i sumar nema einn leik. 1 skrifstofu Baldurs á Laugar- dalsvellinum gaf að lita sýnis- horn af gervigrasi, sem notað er á marga iþf-óttavelli erlendis og sagði Baldur að það væri draumurinn að geta sett slikt gervigras á Laugardalsvöllinn, „þvi það þýðir ekkert að vera með alvörugrasá iþróttavöllum hér norður við Dumbshaf,” eins og hann komst að orði. Það mundi hins vegar kosta 80-90 milljónir króna að setja slikt gervigras á völlinn, en það myndi lika endast i meira en tuttugu ár. Hann sagðist ekki búast við að slikt gervigras yrði þó komið á völlinn fyrr en eftir hans daga. „Hins vegar er ekki óliklegt, að hlaupabrautimar verði lagðar sérstöku gerviefni., 1978 og þá myndu þær ekki þarfnast meira viðhalds næstu áratugina. Baldur Jónsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli með „Laugardalsvöllinn i hendi sér,” en hér heldur hann á sýnishorni af gervigrasi og hlaupabraut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.