Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 13
13 VISIR Laugardagur 9. október 1976 Vísir á ferð um landið „Sportveiðimennirnir eru að eyðileggja fyrir okkur lífsafkomuna" í ) — segja dragnótamenn á Dalvík - Simi 42600 „Þaö á nú aö heita aö viö séum á dragnót, en þaö er þó varla aö hægt sé að kalla þaö þvi nafni, þvi riðin eru svo stór á nótunum að viö fáum varla bein úr sjó”, sögöu sjómenn er viö vfsismenn hittum aö máli á Dal- vik fyrir stuttu. Það voru skipverjar á. nóta- bátnum Otri frá Dalvik er viö hittum við höfnina á Dalvik, en þeir voru þar að gera aö nótum sinum þar i góðviðrinu. Þrátt fyrir að komiö væri fram i októ- ber var ekkert lát á góðviðrinu þar norðanlands, og menn gengu um léttklæddir. Skipstjóri á Otri er Björgvin Gunnlaugsson, en á bátnum er fimm manna áhöfn. Eru meðal annarra i áhöfninni bræður skipátjórans og faðir. Eru þeir feögar frá Arskógsströnd en eru nýlega fluttir til Dalvikur. Þeir skipverjar á Otri sögðu að erfitt væri aö stunda drag- nótaveiðar i Eyjafirði eftir að gefin heföi verið út ný reglugerð um lágmarksmöskvastærð dragnóta, en þar er kveöið á um aö ekki megi nota möskva undir 170 mm að stærð, en áður var miðað við 120 mm. „Þetta er að okkar dómi alltof stórt stökk, ekki hvað sist með tilliti til þess að togurum er leyft að nota net meö allt niður i 135 mm möskvastærð”, sögðu þeir fé- lagar. Sögðu þeir liklegast að dragnótaveiöar fyrir norður- landi legðust alveg niður ef ekki yröi breyting þar á. „Það eru sportveiöimennirnir sem heimta þetta, og siðan lendir það á okkur sem höfum fram- færi okkar og fjölskyldna okkar á veiðum hér i firöinum”, sagöi Gunnlaugur Kárason, faðir skipstjórans. — Með sportveiði- mönnunum átti hann við þá menn sem stunda ýmiss konar vinnu, en róa á litlum trillum um helgar. Þeir sögðu ennfremur að Kaupfélag Eyfirðinga væri með einu fiskverkunarstöðina á Dal- vik, og þvi yrði allir að leggja þar upp, hvort sem þeim likaöi þaö betur eða verr. — „En það er alltaf svona og svona þegar eitthvað fyrirtæki nær einok- unaraðstöðu eins og KEA hér”, sögöu þeir ennfremur. Þá sögðu skipverjar á Otri okkur að sennilega væri einna best að fullvinni aflann sjálfir, og skapa sér á þann hátt vinnu, ekki sist ef aflinn ykist ekki. Það kváðust þeir hafa gert meira og minna er þeir voru enn búsettir úti á Arskógsströnd. — „Það sem annars hefur bjargað okkur hér i sumar, er það, hve tiðar- farið hefur verið einstakt”, sögðu þeir að lokum, og hver getur ekki tekið undir þau orð? — AH Akureyri Ahöfnin á Otri á hafnarbakkanum á Dalvik I bliðviðrinu fyrir nokkrum dögum. Taliö frá vinstri: Jens Sigurðsson, Gunnlaugur Jón Gunnlausson, Gunnlaugur Karlsson og Björgvin Gunnlaugsson. A myndina vantar Albert Gunnlaugsson. Björgvin Gunnlaugsson, skip- stjóri á Otri frá Dalvik að huga að netunum. HAKSKE Skúlagötu 5 54 RASN VORUH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.