Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 3
3 vísnt Miðvikudagur 5. janúar 1977 Rannsóknin ó reikningum flóabótanna: SAMGÖNGU RÁÐH ERRA SKIPAR NEFND í MÁUÐ Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra hefur nú tekið af skarið varðandi athugun á rekstri flóabátanna og ákveðið að skipa fimm manna nefnd til þess að vinna þetta verk. Eins og Visir skýrði frá i gær hefur ársgömul beiðni sam- vinnunefndar samgöngumála á Alþingi aldrei borist fram- kvæmdastofnun rikisins og þvi ekki að undra þótt litið hafi þar verið gert i þessu máli. Hafði nefndin i ályktun frá 18. desem- ber 1975 óskað eftjr að áætlana- deild Framkvæmdastofnunar athugaði og gagnrýndi reikn- inga flóabátanna. Oánægja nefndarinnar og ósk um að úr þessu yrði bætt barst samgöngumálaráðuneytinu laust fyrir áramótin. 1 fram- haldiaf frétt Visis um þetta mál hafði Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri samband við blaðið og kvað hann samgöngu- ráðherra hafa ákveðið að skipa nefnd til þess að gera þessa athuguná vegum ráðuneytisins. Vel kæmi til greina, að fulltrúi framkvæmdastofnunar ætti þar sæti,en eðlilegt þætti aðiuefnd- inni yrðu fulltrúar samgöngu- nefnda beggja deilda alþingis, forstjóri skipaútgerðar rikisins og fulltrúi samgönguráðu- neytisins. ,,Við teljum sjálfsagt, að könnunin nái til þeirra aðila, sem njóta flutningastyrkja, en um 80% þeirra fara til flóabát- anna fimm Baldurs, Fagraness, Drangs, Akraborgarinnar og Herjólfs”, sagði Brynjólfur Ingólfsson. Hann sagði að þörf væri á að kanna hvort tekjustofnar þess- ara aðila væru eðlilegir miðað við tilkostnað, svo sem launa- kostnað og launagreiðslur og ýmsan útgerðarkostnað. Samgöngunefndarmenn á al- þingi ættu þvi að geta tekið gleði sina aftur, þar sem samgöngu- ráðherra ætlar nú að setja nefnd i að kanna gaumgæfilega reikn- inga flóabátanna, sem nefndar- menn höfðu hugsað sér að starfsmenn framkvæmdastofn- unar gerðu fyrir ári. Málið er loks komið i höfn og allar likur á að nefndin geti hafið störf i lok þessa mánaðar, þegar formenn samgöngunefnda alþingis koma úr jólaleyfi, en þeir verða eins og fyrr sagði meöal nefndar- manna. En nú er aðeins spurningin: Hvenær verðurbúiö að rannsaka þessa margum- ræddu reikninga flóabátanna? Fulltrúar samvinnunefndar samgöngumála hljóta að sjá til þess að þessi nýja nefnd hraði rannsókn sinni, enda hafa þeir beðið upplýsinga um þetta flutningastyrkjamál siðan i hitteðfyrra. —ÓR Helmim fékkst ji meira fyrir kaupið 1975 en árið 1963 A árinu 1975 var kaupmáttur meðalbrúttótekna kvæntra karla um 58% hærrienárið 1963. Arið áður, þ.e. 1974, var kaup- máttur þes*»ra tekna hins veg- ar 80% hærri en 1963. Kjararannsóknarnefnd hefur gert úttekt á meðal brúttótekj- um kvæntra karla á árabilinu 1963-1975 samkvæmt skattfram- tölum. Niðurstaðan er sú, aö kaup- máttur meðalbrúttótekna allra kvæntra karla hafi vaxið um 58% á tímabilinu, ef miðað er við visitölu framfærslukostnað- ar, en um 40% ef miðað er við visitölu vöru og þjónustu. Kaupmátturinn hefur nokkuð gengið i bylgjum þetta tlmabil. Þannig óx hann um 25-28% á árunum 1963-1966, en minnkaði siðan aftur 1967-1969, þegar hann var orðinn svipaður og 1963. A árunum 1969-1974 óx kaup- mátturinn á ný mjög verulega, og náði hámarki 1974, er hann var um 80% hærri en 1963. —ESJ Heilsugæslustöðin nýja. A þessu svæði er ennfremur ætlunin að byggja fbúðir fyrir aldraða I framtfðinni og þjónustumiðstöð fyrir þær og heilsugæslustöðina. Ljósmynd Vísis EKG Heilsugœslustöð reist ’ Bolungarvík i notkun innan eins Heilsugæslustöð er nú i byggingu i Bolungarvik. Fyrra áfanga er þvi næst lokiö og húsiö að verða fokhelt, aö sögn Guðmundar Kristj- ánssonar bæjarstjóra. 1 heilsugæslustöðinni nýju verður læknamóttaka til húsa. Þá á að vera aöstaða fyrir héraðshjúkrunarkonu, tannlæknastofa verður þar svo og lyfjaaTgreiðsla. Loks verður i húsinu litil ibúð til afnota fyrir sérfræðinga. Guðmundur Kristjánsson sagði að útboð annars áfanga væru ráðgerð fljótlega. A fjár- lögum fyrir næsta ár er veitt 20 milljónum fyrir bygginguna. Hin nýja heilsugæslustöð verður tekini árs. I Bolungarvik er nú fyrir sjúkraskýli. Það hús hefur einkum veriö notað fyrir lang- legu sjúklinga og gamalt fólk, enda aðstaöa fyrir meiri háttar aðgerðir ekki fyrir hendi þar. Ekki hefur enn verið tekin endanleg ákvöröun um hvernig sjúkraskýlið verður nýtt. En aö sögn Guðmundar mun það þó verða notað enn sem fyrr fyrir langlegusjúklinga. —EKG SKÁKEINVÍGIÐ LÍK- LEGA Á LOFTLEIÐUM — Búist við fjölmörgum erlendum gestum Varað við seðlum Hinn 14. desember s.l. var framið mannrán i V-Þýska- landi og krafist lausnargjalds. Mannræningjarnir komust undan með lausnargjaidið, 21 milljón þýskra marka og hef- ur ekkertaf þvi fé enn komist i umferð svo vitað sé. Eru þetta ailt 1000 marka seðlar. Það eru þvi tilmæli Seðla- bankans til bankastarfs- manna og annarra, sem gjald- eyri hafa undir höndum, að þeir verði vel á verði gagnvart 1000 marka seðlum og leiti upplýsinga um númerin hjá Seðlabankanum. Áfengi og tóbak hœkkar í verði Áfengi og tóbak hækkar i verði frá og með deginum i dag og voru útsölur ATVR lokaðar i gær af þeim sökum. Tóbak hækkar um rúmlega fimmtán prósent. Sterkt áfengi hækkar um rúmlega tiu prósent en létt vin um tæplega tiu prásent. Þessar hækkanir eiga að auka tekjur rikissjóðs um 800 milljónir króna á ári —ÓT ,,Það benda allar likur til þess aö þeir Petrosjan og Kortsnoj tefli einvigi sitt á Hótel Loftlcið- um”, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands islands, við Visi. „Þetta er ekki alveg fullráðið og viðerum nú að lita á staöi, en Loftleiöir eru liklegasti staður- Victor Kortsnoj. inn. Við búumst við töluvert mörgum gestum erlendis frá, þvi það hefur staðið styrr um Kortsnoj siðan hann flýði land og þetta er fyrsta einvigi hans siðan hann kvaddi”. „Við stefnum að þvi aö mótið hefjist ekki siðar en 26. febrúar. Gert er ráð fyrir að tefldar veröi þrjár skákir á viku, þannig að miðað við tólf skákir ætti ein- vigið að standa i mánuð”. „En það er auövitað háö þvi að hvorugur þeirra fái sex og hálfan vinning. Svo getur mótið staðið miklu lengur. Þetta eru jafnteflismenn og ef þeir eru jafnir eftir tólf skákir verða þeir að tefla tvær og tvær eftir það. Það nægir ekki einn vinningur til sigurs”. „Við stefnum að þvi áð hafa þetta fremur smátt i sniðum, svo við völdum þvi, enda er fyr- irvarinn stuttur. Þetta verður þvi ekki annar eins risaviöburð- ur og þegar Fischer og Spassky tefldu, en þó gerum viö okkar besta til að þetta veröi áhuga- vert og spennandi. —óT Tigran Petrosjan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.