Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Ctgefandi:Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: I)avlö Guómundsson Ritstjórar:Þorsteinn Pálsson dbm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guftmundur Pétursson Um- sjón meb helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn:Edda Andrésdóttir, Einar GuBfinnsson, Elias Snæland Jónsson. Finnbogi Hermannsson, Guðjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson óli Tynes Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson Ljós- myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar:IIverfisgata 44.S(mar 11660,86611 Afgreiösla : llverfisgata 44. Slmi 86611 Ritstjón :Sföumula 14.Slmi 86611, 7linur Akureyri. Simi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Prentun: Blaöaprent hf. Um spillingarbælisdóma Um áramótin spunnust á ný upp umræöur um f jár- svika- og afbrotamál þau,sem helst voru á döfinni á siöasta ári. Leiötogar stjórnmálaflokkanna, ráðherr- ar og stjórnarandstæðingar, f jölluðu um þetta efni a11 itarlega i áramótagreinum og ávörpum. En eins og venja er lögðu þeir ólikt mat á þær staðreyndir, sem dregnar hafa verið fram í dagsljósið. Ekki er óeðlilegt að mál sem þessi séu tekin upp um áramót, því að þau settu mark sitt á liðið ár. Á hinn bóginn er erfitt fyrir stjórnmálaforingja að fjalla efnislega um þessi atriði fyrir þá sök, að þau hafa fléttast inn í stjórnmálahagsmuni. Pólitískar mæli- stikur sýna ósjaldan samkvæmt reynslu aðra niður- stöðu en lögin og almennar siðgæðisreglur. Þau öf I sem helst hafa komið við sögu í vafasömum fésýslumálum að undanförnu, eru eðlilega af mörgu sauðahúsi. En hvað sem því líður virðast rætur þess- ara mála með ýmsu móti liggja inn i Framsóknar- f lokkinn. Hann hefur þar af leiðandi verið í varnarað- stöðu en í sumum tilvikum sætt óréttmætri gagnrýni. Sjálfstæðisflokkurinn er að mörgu leyti bundinn í báða skó vegna stjórnarsamstarfsins, eins og t.d. kom fram í bankaráðskosningunum. Stjórnarandstaðan hefur á hinn bóginn hagnýtt sér þessa erfiðleika Framsóknarf lokksins eins og frekast hefur verið kostur. Alþýðuflokkurinn hefur gengið lengra í þeim efnum en Alþýðubanda- lagið. Umræðurnar um þessi mál hafa því tek- ið á sig mynd hefðbundinnar þrætubókar milli stjórn- málaflokka. Og þegar allt kemur til alls hagnast skúrkarnir mest á þvi, þar sem hlutlæg umf jöllun er mjög erfið, eftir að mál eru komin í þann farveg. Á það er einnig að líta, að ekki er sanng jarnt að fella alhliða spillingarbælisdóm yfir Framsóknarflokkn- um, þó einstakir forvígismenn hans séu með einum eða öðrum hætti tengdir vafasömum viðskiptamál- um. Framsóknarmenn þurfa ekki að vera óheiðarleg- ir upp til hópa, þó að leiðinlegar staðreyndir af þessu tagi komi fram í dagsljósið. Einn af stjórnmálaforystumönnum Framsóknar- flokksins í Reykjavík var t.a.m. meðmælandi eins þeirra manna sem nýlega hefur fengið dóm vegna eins svikamálsins, þegar viðkomandi aðili sótti um inngöngu í Framsóknarflokkinn fyrir fáeinum árum. Einföld staðreynd af þessu tagi er að sjálfsögðu ekk- ert sönnunargagn um þátttöku Framsóknarflokksins í svikastarfsemi. Og hún segir nákvæmlega ekkert um það, hvort flokkurinn hafi lokað augunum fyrir slíkri starfsemi. En forystumenn flokksins og talsmenn hljóta að átta sig á því, að f lokkurinn hlýtur að eiga í erfiðleik- um þegar borgararnir hafa fyrir framan sig röð af dæmum um mismunandi mikil bein og óbein tengsl einstakra áhrifamanna í flokknum eða stofnana innan hans við vafasöm viðskiptamál. Og ekki bætir úr skák þegar stjórnvaldsákvarðanir tengjast slíkum málum. Vitaskuld er fjarstæða ein að afgreiða mál sem þessi með upphrópunum um pólitískar ofsóknir. Og þó að Framsóknarflokkurinn hafi öðrum fremur dregist inn i þessar umræður um svikamálin, er flestum Ijóst að finna má óhreint mél í pokahorninu hjá öðrum flokkum. Kjarni málsins er sá, að talsvert skortir á almennt siðferðilegt aðhald i stjórn- og fésýslu hér á landi. Aðhald að stjórnmálaflokkum í þessum efnum sem öðrum kemur að réttu lagi fram í sjálfstæðum blöðum. Og flestum er Ijóst, að stjórnmálaflokkarnir mega allir stuðla að betra siðferði í opinberri sýslu og f jármálum. Miövikudagur 5. janúar 1977 vism dæmigeroar: A og B hefna sin á þjóðfélaginu með lögbrotum og - uppreisnum, C gefst upp og flýr frá ástandinuheima á náðir göt- unnar. Vandræðin mismun- andi i hinum ýmsu hverfum Kristján Sigurðsson forstööumaður Upptökuheimilisins „Meiri árangur en menn þoröu aö vona i upphafi.” Hverjir eru vandrœða- gripirnir for eldrarnir eða börnin? Vandamál flestra peirra unglinga, sem ienda i veru- legum útistöðum við umhverfi sitt, eru tiikomin vegna ólieppi- legra og óeðlilegra heimilisaö- stæðna. Þetta kemur fram i skýrslu sem gefin hefur veriö út um starfsemi Upptökuheimilis rikisins i Kópavogi. Þar segir að «4.1% þeirra 64 unglinga sem veriö hafa vistaöir á heimilinu eiga foreldra sem ýmist eru skildir, ógiftir eða að annað for- eldrið er látið. Þrjú dæmi Sem dæmi er rakinn æviferill þriggja unglinga, sem valdir voru af handahófi úr hópnum. A ogB eru drengir og C stúlka. öll eru þau fórnarlömb óheppilegra og óeðlilegra heimilisaðstæðna. A fæddist óvelkominn i þennan heim, B missti ungur föður sinn og C horfði á eftir föður sinum niður i óreglu sem endaði með skilnaði foreldranna. Afleið- ingar þessara aðstæðna eru Frá þvi að Upptökuheimilið tók til starfa árið 1972 hafa 64 unglingar verið vistaðir þar um nokkurn tima, eða að meðaltali i 4.7mánuði. í skammtimavistun er fjöldi vistana orðinn 432 að meðaltali i 4.6 sólarhringa. Yfirgnæfandi meirihluti þessara unglinga eru búsettir i Reykjavik: 55% þeirra sem vistaðir hafa verið til lengri tima og 72% þeirra sem hafa verið i skammtimavistun. Athygli vekur að tæplega helmingur allra unglinga sem koma á skammtimavistun, eru úr tveim hverfum i Reykjavik, þ.e. Hverfi V sem er Kleppsholt og Vogahverfi og Hverfi VIII sem er Breiðholtshverfi. Svipaða sögu er að segja um þá unglinga sem vistaðir hafa verið til lengri tima. önnur hverfi, t.d. Hverfi VII (Ár- bæjarhverfi), eru með mjög lágt hlutfall, þrátt fyrir mikinn fjölda ibúa á aldrinum 12-16 ára. Árangur starfsins Kostnaður við rekstur heimilisins var árið 1975 rúmar 34 milljónir króna sem viröist nokkuðmikill miðað viðnýtingu þess. Hins vegar munu ná- grannaþjóðir okkar hafa sömu reynslu i þessu efni. Kristján Sigurðsson, forstöðu- maður heimilisins, segir i skýrslunni um árangur heimilisins, að starfstiminn sé of stuttur til þess að öruggur árangur sé kominn i ljós. „Hægt er þó að segja, að árangur virðist vera meiri en menn þorðu að vona i upphafi,” segir Kristján. , ,Af þeim unglingum sem vistaðirhafa verið til lengri eða skemmri tima, eru enn sjö af fyrrverandi skjólstæðingum i verulegum vandræðum og af þeim sjö eru þrir , þar sem með- ferð var rofin af ytri aðstæðum og fóru þeir af heimilinu löngu áður en ætlað var.... Virðast allir aðrir en þeir sjö, vera nú i nokkru öryggi i vinnu eða skóla og án teljandi vandræða fyrir sjálfa sig eða aðra. Rétt er að taka fram hér, að leitast hefur verið við að neita engri hjálparbeiðni og að á heimilið kemur sjaldan ungl- ingur fyrr en fokið er i flest skjól. Er hér fullyrt, að á heim- ilið vistast oft þeir unglingar sem verst eru komnir og allir aðrir hafa gefist upp á að aö- stoða... Að öllu þessu athuguðu hlýtur að teljast að árangur af starfi heimilisins virðist veru- legur og gefur góðar vonir með batnandi aðstöðu”. -SJ GONGUDEILD GEÐDEILDAR- INNAR f GAGNIÐ EFTIR ÁR Ætla má að fyrsti áfangi nýju geðdeildarinnar við Landspital- ann komist i gagnið eftir um það bil eitt ár, en það yröi göngu- deildin. Fyrsti áfangi legudeild- arrýmisins gæti þá komist i notkun um mitt ár 1978, en aðrir áfangar yrðu að biða þar til sið- ar. Þetta kom fram hjá fulltrúum yfirstjórnar mannvirkjagerðar á Landspitalalóðinni, er þeir sýndu fréttamönnum geðdeild- arbygginguna fyrir skömmu. Formaður yfirstjórnarinnar er Jónas H. Haralz, bankastjóri. Byggingin i heild er 7.033 fermetrar að heildarflatarmáli. Jarðhæð, fyrsta og önnur hæð, eru hver um sig 1080 fermetrar, en efsta hæðin, sem er stjórnun- arhæð með aðstöðu fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa, er 793 fer- metrar. Legurými verður alls fyrir 60 manns, en göngudeildin og helmingur legurýmisins munu njóta forgangs við fram- kvæmdirnar. Fram kom að eífitt væri að gera áætlun um heildarkostnað viö geðdeildarbygginguna, en þegar hann var siðast áætlaður i lok júni s.l. var hann talinn mundu nema um 591 milljón króna. —ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.