Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 9
MiÐvikudagur 5. janúar 1977 9 Þriðjungur louna verka- fólks fyrir yfirvinnu — raunverulegur vinnustundafjöld! hefur minnkað um 10 klst. ó viku ó lOórum Um þriöjungur af tekjum verkamanna og iönaOarmanna fæst fyrir yfirvinnu. Þetta er niðurstaðan af athugunum Kjararannsóknarnefndar á þró- un vinnutima á timabilinu 1963- 1975. Athugunin sýnir m.a., að stytting vinnutimans úr 48 i 44 stundir á viku árið 1965 kom þvi sem næst öll fram i minna vinnuálagi. Hins vegar tók það lengri tima fyrir vinnutima- styttinguna 1. janúar 1972 að koma fram i beinni styttingu vinnutimans. A 10 ára timabili, 1965-1975, styttist raunverulegur vinnu- timi verkamanna um 10 stundir að meðaltali á viku, þ.e. úr 62.4 stundum i 42.3 stundir. Vinnutimi verkakvenna er að jafnaði 9-11 stundum skemmri en verkamanna. Sem kunnugt er greiðist eftir- vinna almennt með 40% álagi á dagvinnulaun, og næturvinna með 80% álagi, og skilar þvi yfirvinnan verulegum hluta af tekjum verkamanna og iðnaðarmanna, eða um þriðj- ungi. Hjá verkakonum er hins vegar um ca. áttunda hluta tekna að ræða. —ESJ Sœnsk listakona vœntanleg Ætlar að laða fram neistann í vikulokin er væntanleg hingað til lands sænsk listakona, Birgit Lund-Larsen, sem mun kenna á keramik námskeiði sem haldið verður á vegum Vefnaðar-og listaskóla Sigrúnar Jónsdóttur. Námskeiðið verður haldið i Kirkjustræti, uppi yfir versluninni Kirkjuinunir, sem Sigrún rekur. Birgit Lund-Larsen er búsett i Hernösand i Sviþjóð og hefur hún um árabil lagt stund á kennslu i keramik-gerð. Einnig mun Sigrún leiðbeina á náms- keiðinu og fyrir utan keramik verður einnig kennd postulins- málun og leiðbeint um gerð blý- rúða. Sigrún gat þess að hún hefði hugsað sér að þarna yrði um einskonar fullorðinsfræðslu að ræða, — þær listakonurnar hugsuðu sér að laða fram þann listamannsneista sem býr i hverjum einstaklingi, en ekki mata þátttakendur á fyrirfram ákveðnum mótivum. Birgit Lund-Larsen kemur með efni með sér, sem þátt- takendum gefst kostur á að kaupa, en ef einhverjir eiga efni sjálfir geta þeir komið með það með sér. Einnig má kaupa leir i Skólavörubúðinni. Námskeiðið verður haldið kl. 9-12, 2-5 og 8-11 alla virka daga og auk þess á laugardögum og verður hverjum i sjálfsvald sett hve marga tima hann tekur og sömuleiðis hvaða daga hann velur sér. Innritun er nú i fullum gangi i versluninni Kirkjumunum og allar frekari upplýsingar veitt- ar þar. Guðbjartsmólið í tölvuvinnslu Skjöl þau og gögn sem lagt var hald á við húsrannsókn hjá Guðbjarti Pálssyni eru fjölmörg og seinlegt að lesa úr þeim öllum. Tölvulina sakadóms hefur verið tekin i notkun við könnun á þessum gögnum og ætti það að geta flýtt rannsókn málsins mikið. Erla Jónsdóttir vinnur að rannsókninni ásamt aðstoðar- manni og hefur hún litlar fréttir að segja enn sem komið er hvernig henni miðar. —SG. Myndin sýnir afhendingu fyrsta vinnings i happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Hinn heppni, Pétur ö. Andrésson og kona hans, Kristin Stefánsdóttir, taka við lyklum bifreiðarinnar af Torfa Tómassyni, fram- kvæmdastjóra Styrktarfélagsins. Fyrsti vinningurinn kom á miða nr. R-37586, en aðrir vinningar á miða nr. R-37645, R-52204, R-43551, A-2597 og A-2688. Sértilboð Týli hf. Afgreiðum jólamyndirnar í albúmum Nœstu vikur fylgir myndaalbúm hverri litfílmu er við framköllum viðskiptavinum vorum að kostnaðarlausu Myndaalbúm þessi eru 12 mynda, handhœg og fara vel í veski Varðveitið minningarnar í varanlegum umbúðum f— Austurstrœti 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.