Vísir - 05.01.1977, Síða 12

Vísir - 05.01.1977, Síða 12
i * TmRRBR&SlKBB&SSlm Jochen Danneberg hefur forustuna I alþjóölegri skf&astökkkeppni sem fram hefur farift aö undanförnu, en keppt hefur veriö þrivegis og einni keppni er ólokiö. Danneberg hefur 702,8 stig, Tony Innauer 695,2 stig og þriöji er Henry Glass meö 692,3 stig. Knattspyrnumenn að fara á sfjá! — Flest 1. deildarliðin að hefja œfingar úti og mörg þeirra hafa ráðið sér þjálfara Senn liöur að þvi að knatt- spyrnumenn okkar fari að hefja útiæfingar eftir stutta hvild frá siðasta keppnistímabili. Suniir hafa að visu ekki hvilt sig neitt, þeir hafa verið að „gutla” inni eins og þeir orða það. En með hækkandi sói færist alvaran yfir, þeir fara að byrja þrekæfingar utanhúss og undirbúa sigá ýmsan hátt fyrir komandi keppnistima- bil. Þátttökuliðin i 1. deild i sumar verða 10 talsins, og hafa aldrei áður verið jafnmörg. Leikirnir verða alls 90, og þegar svo er komið hlýtur að koma að þvi að áhugamenn um knattspyrnu fari aö velja úr þá leiki sem þeim list best á, og það er staðreynd að þau lið sem besta knattspyrnu sýna fá flesta áhorfendur á leiki sina og þvi flestar krönurnar i kassann. Það riður þvi á miklu að koma vel undirbúnir til leikjanna. Við höfum aflaö okkur upp- lýsinga um það hvort félögin séu byr juö útiæfingar, og reyndist svo vera viða, eða þá að útiæfingar eru að hefjast. Og félögin standa i þvi þessa dagana að útvega sér þjálfara. Islandsmeistarar Vals hafa haft Yuori Ilitchev hjá sér i vetur, og samningur hans við félagið rennur út þann 15. janúar. Að sögn Péturs Sveinbjarnasonar, formanns knattspyrnudeildar Vals, eru góðar likur á að samn- ingur hans verði endurnýjaður, og þá til eins árs. Skagamenn hafa staðið i við- ræðum við George Kirby sem gerði þá að islandsmeisturum 1974 og 1975, og hafa þeir sent honum samning út til undirritun- ar. Kirby hefur veriö við þjálfun i Kuiwait, og það mun passa að hann kæmi hingaö þegar starfi hans lýkur þar. FH hefur ráðið til sin Þóri Jóns- son, fyrrum leikmann félagsins, og hugsanlega mun hann leika með liðinu. „Það eru mikil vandræði hjá okkur”, sagði Jón Ragnarsson formaður knattspyrnudeildar Fram. „Það er stefna okkar að hafa innlendan þjálfara, en þvi miöur er ekki um auðugan garð að gresja. Ef ekki rætist úr, verð- um við hugsanlega að leita út fyr- ir landsteinana”. Keflvikingar hafa ráðið Hólm- bert Friðjónsson til sin, en hann hefur talsvert fengist við þjálfun, og m.a. þjálíað lið IBK fyrir nokkrum árum. Kristinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði að þeir væru að leita fyrir sér er- lendis, en sagðist ekki ræða þetta mál frekar á meðan það væri ekki komiö lengra en raun ber vitni. Breiðabliksmenn hafa rætt við Þorstein Friðþjófsson sem þjálf- aði liðið i fyrra, og eru allar likur á þvi að hann verði með liðið i sumar. Asgrimur Guðmundsson, for- maður knattspyrnudeildar Vik- ings, sagði að þeir væru um það bil að hefja æfingar utanhúss, en Bill Heydock sem þjálfaði liðið i fyrra yrði meö það aftur og kæmi um mánaðamótin febr.-mars. Vestmannaeyingar hafa ráðiö GeorgeSkinnersem var með liðið i fyrra, og stefna þeir hátt eftir ársfjarveru frá 1. deildinni. Og loks eru það nýliðar Þórs frá Akureyri sem aldrei hafa leikið i 1. deild áður. Að sögn Þórodds Hjaltalins, formanns Knatt- spyrnudeildar Þórs, eru æfingar að fara að hefjast, og liklegt að Douglas Reynolds sem var með liðið i fyrra komi til Akureyrar á ný til starfa með vorinu. Það er þvi liklegt að 6 lið af 10 i 1. deild verði með erlenda þjálf- ara i sumar, og gætu þau félög aö visu orðið 7 talsins. Ekki höfum við heyrt mikið um að breytingar verði á liðskipan 1. deildar liðanna. Þó hefur Viking- ur fengið til liðs við sig Viðar Eliasson frá IBV og eins kemur Gunnar örn aftur, svo og Þórhall- ur Jónasson sem'hefur verið við nám i Sviþjóð. — Liklegt er að Hörður Hilmarsson leiki með is- landsmeisturum Vals, en hann er að flytja frá Akureyri. Um fleiri breytingar hefur að visu verið rætt og ýmsar sögusagnir eru á kreiki, en fæstar þeirra munu eiga við rök að styðjast. gk. Pétur er mœttur í slaginn! Leikinenn og forráðamenn islenska unglingalandsliðsins i körfuknattleik liafa beðið með mikilli eftirvæntingu undanfarna daga eftir að sjá hávaxinn ungling birtast á Keflavikurflug- velli. A hverjum degi að undan- lörnu liafa þeir átt von á Pétri Guðmundssyni frá Bandarikj- unum, en hann átti að koma til landsins á nýársdag. Ekki kom Pétur þá, og það var ekki fyrr en í gær að kappinn birtist loksins og lifnáði þá heldur yfir mönnum. Unglingalandsliðið heldur utan i fyrramálið, og er áformað að leika 8 leiki i ferðinni. Byrjað verður á 4 leikjum i Polar Cup unglinga i Noregi. Siðan koma tveir aukaleikir við Noreg, og loks 2 aukaleikir við dani i Dan- mörku á heimleið. Forráðamenn liðsins, þeir Gunnar Gunnarsson og Kristinn Stefánsson, hafa ekki farið dult með það að þeir telja sigurmögu- leika liðsins mun meiri nú en áður, og kemur það ekki hvað sist til af þvi að Pétur er kominn og fer með liðinu utan. Pétur hefur sýnt afar miklar framfarir undanfarin ár, og er nú orðinn ill- viðráðanlegur hverri vörn sem er, enda 2,17 m á hæð. „Nú horfum við ekki á 3. eða 4. sætið eins og gert hefur verið til þessa. Stefnan hefur verið tekin á efsta sætið”, sagði Gunnar Gunnarsson við Visi i gær. „Mér list vel á þetta, og ég er bjartsýnn á að við eigum að geta staðið okkur vel”, sagði Petur þegar við ræddum við hann. „Það i hefði að visu verið betra ef við heíðum getað fengið fleiri æf- ingar saman, t.d. hefðu strák- arnir þá lært betur að gefa inn á mig háa bolta. En ég verð bara að reyna að bæta þetta upp með meiri vinnu.” Okkur hjá Mercer Island hefur gengið vel. Við höfum leikið 8 leiki og unnið þá alla nokkuð auð- veldlega. Mér hefur gengið vel, ég er með 24 stig og 14 fráköst að meðaltali i leik. En deildarkeppn- in hjá okkurerað hefjast i dag, og ég missi af þremur fyrstu leikj- unum i henni. Það eru áriðandi leikir, svo að þeir voru tregir að sleppa mér” gk- Siguröur Grétarsson var I gær kjörinn „tþróttamaöur Kópavogs” 1976. Siuröur er Iiösmaöur I hinum sigursæla 4. fl. knattspyrnuliös Breiöa- bliks, og hefur veriö markakóngur liösins undanfarin ár og skoraö 89 mörk í 43 leikjum. Alli sér hvaö frair. fer.... Ég veit ekki hvað er á milli ykkar tveggja, enf[ látið þaö ekki koma fram vellinum---------- Mér þykir þetta l^leitt, Aili, en hann fer i taugarnar' ' ' "1 Ék Ég heyröi hvað skeði' ^ið máttum ) Alli. Blackmore bauöV 'SístJvlöR ' einni af vinkonum N Galt’s út. i---------------- Bob- Liöiö tilkynnt.. Það ætti aðþagga = i niður i þessum , ■^jnontrassi! Þorvaldur að byrja „Ég get ekki kvartað yfir að- sókninni”, sagði Þorvaldur As- geirsson golfkennari þegar við ræddum við hann i gær, en Þor- valdur sem er eini golfkennarinn hér á landi er að fara af stað meö námskeiö sin á ný núna á næst- unni, og þeir sem hafa áhuga geta látiö innrita sig i sima 14310 hjá mér”. Blöndal og Gylfi Kristjánsson ■ k,— Hinn snjalli frjálsiþróttaþjálfari ólafur Unnsteinsson sést hér i búningi félagsins Atlctik Cluben Köbenhaven 73 en hjá þvi félagi þjálfaöi hann 1973-1975. Óiafur sem var einn snjailasti frjálsiþróttamaöur okkar á sfnum tima tekur nú við þjálfun afreksmanna KR sem vænta mikils af starfi hans. ÓlafurUnn- steinsson þjólfar af- reksmenn KR — Aldrei heyrðist neitt fró rússunum Hinn kunni frjáisiþróttaþjáifari ólafur Unnsteinsson hefur verið ráöinn til KR og mun sjá um þjálfun afreksmanna félags- ins til vors. Eins og Visir skýröi frá fyrir nokkru leituöu KR-ingar hófanna hjá rússneska sendiráöinu um hvort þaö gæti oröiö félaginu innan handar meö ráöningu sovésks þjálfara fyrir félagiö. Fengu þeir mjög jákvæö svör við þeirri málaleitan — og var talið að niðurstööu yrði að vænta i þaö lengsta innan inánaðar. Nú hafa hins- vegar inargir mánuöir liðið án þess að bólað hafiá svarifrá rússunum og því var þaö aö ráöi hjá KR-ingum að þeir leituöu lilólafs. En auk hans mun Valbjörn Þor- láksson einnig sjá aö einhverju leyti uin þjálfun hjá félaginu. Aö sögn forráðainanna KU vænta þcir inikils af störfum ótofs sem hefur náð mjög góðum árangri lijá þeiin félöguin scm hann hefur starfaö hjá og má þar nefna Akranes, Breiöablik i Kópavogi og Héraössambandiö Skarphéöin. En lengst hefur hann þó náö með danska félagiö — Atletikklubben Köbenhavn 73 — er hann starfaöi hjá i tvö ár, 1973-5. Aösögn ólafsþá er AK 73, eins og félag- iö cr jafnan kaliaö, nú oröið sterkasta fé- lagiö i iýaupmannahöfn og hefur mjög fratnbærilegu iþróttafólki á að skipa. Má þar nefna Margit llansen noröurlanda- methafann i 100 metra grindahlaupi kvenna (13.5 sek.) og Kaj Petersen sent hcfurunt árabil verið besti spretthlaupari dana. ólafur sagöi i viötali viö Visi aö hann Itel'öi ekki ætlaö sér aö taka aö sér þjálfun Itjá félagi, cn vegna eindreginna tilmæla frá iþróttaniönnum félagsins heföi Itann þó látiö til leiöast. — BB „Er bœði undrandi og leiður" ,,Ég segi eins og er, að ég er bæði undrandi og lciöur yfir að Itafa ekkertheyrt frá KSÍ,” sagði Tony Knapp i viðtali viö Visi i inorgun. Eins og kunnugt er, þá hefur Knapp verið þjálfari is- lenska landsliðsins i knattspyrnu þrjú siðastliðin sumur og ntá með sanni segja að frægðarsól is- lenskra knattspyrnumanna hafi aldrei skinið eins bjart. Undir stjórn Knapps hefur liðið m.a. sigrað Austur-Þýskal and og Noreg, náð jafntefli við frakka og austur-þjóðverja og tapað með minnsta mun fyrir hollcndingum og belgum. Knapp sagði að áður en hann hefði haldið af landi brott sfðast- liðið haust hefði ekki verið annað að heyra á þeim stjórnarmönnum KSI en þeir hefðu mikinn áhuga á að hann kæmi hingað til starfa aftur strax i vor. Sjálfur hefði hann mikinn áhuga á að halda áfram þjálfun liðsinsog það vissu þeir i stjórn KSI — og þvi kæmi það sér mjög á óvart að hafa ekk- ert heyrt frá þeim háu herrum. ,,Ég hef þegar fengið nokkur tilboð frá Evrópu sem ég er nú að ihuga — og i næstu viku eru væntanlegir amerikanar hingað til Englands og ég hef vissu fyrir þvi að þeir muni gera mér tilboð um að koma til Bandarikjanna. Að sjálfsögðu mun ég láta þá hjá KSI vita um það sem ég hyggst gera i minum málum, en eitt er vist að ég get ekki endalaust setið og beðið eftir að heyra frá KSt,” sagði Knapp. Knapp sagði ennfremur að hann starfaði nú hjá 1. deildar- liðinu Norwich. Á morgnana að- stoðaði hann við þjálfun á aðalliði félagsins og auk þess hefði hann þann starfa að fylgjast með leikj- um annarra félaga — leikaðferð- um og ýmsu öðru. Hann hefði t.d. séð leik Ipswich og Manchester United á mánudagskvöldið og nú væri hann að halda til London þar sem ætlunin væri að fylgjast með leik i bikarkeppninni á laugar- daginn. — BB Hér er Knapp á sinum uppáhaldsstaö, á varamannabekk I leik þar sem hann lætur óspart i sér heyra. Knapp segist tilbúinn aö koma hingaö til lands isumar, en segir aö ekki hafi veriö haft samband viö sig. Ljósmynd Einar. Góður leikari eða dottið á hðfuðið — sagði Ellert B. Schram vegna ummœla Tony Knapps um að KSÍ hafi ekki haft samband við sig Kirby var sparkað í Kuiwait! Eins og Visirskýrir frá á öörum staö á iþróttasiöunni i dag, þá eru miklar likur taldar á að skaga- menn nái samkomulagi viö Ge- orge Kirby um að hann þjálfi 1. deildarliö félagsins i knattspyrnu i sumar. Kirby hefur starfaö i Kuiwait i vetur, en var nýlega rckinn þaö- an. Eins og þeir sem til þekktu vafalaust muna gekk á ýmsu siö- asta mánuöinn sem Kirby starf- aði hér á landi og þvi heföi mátt ætla aö liann væri ekki áf jáöur að koma hingað til starfa aftur, en nú virðist skýringin liggja i aug- um uppi. — BB ÍR-ingar hitta best „Annað hvort er Knapp mjög góður leikari, eöa hann hefur dottiö á höfuðið”, sagði Ellert B. Schram, formaður KSt, vegna ummæla Tony Knapps. „Þaö er ekki rétt hjáhonum að viö höfum ekki liaft samband við hann, þvi ég sendi honum bréf i byrjun desember þar sein ég skýrði honum frá þvi að viö hefðum fullan hug á aö fá hann hingað til starfa i sumar, ef um semdist.” Ellert sagði að það væri að visu alltaf spurning um hversu lengi sami þjálfari ætti að vera með sama liðið, en þeir teldu að ekkert væri þvi til fyrirstöðu að Knapp haldi áfram með landsliðið. „Við höfum verið að athuga þessi mál eftir ársþingið og ég reikna fastlega með að ákvörðun verði tekin mjög fljótlega i þessu máli. Allavega mun landsliðs- nefndin og ég mæla með þvi að Knapp verði ráðinn aftur og ég reikna með að farið verði eftir vilja okkar i þessu máli.” Enginn dómur skal lagður á hvort Tony Knapp eða Ellert B. Schram er að segja ósatt. En óneitanlega er furðulegt mis- ræmið i frásögn þeirra. Visir hefur þaö eftir einum stjórnar- manna KSl aö ekkert hafi verið gert af hálfu stjórnarinnar til að hafa samband við Knapp, en vel má vera að Ellert hafi sent honum einhvern boðskap án hennar vitundar. Vonandi tekst þó að leysa þetta mál fyrr en seinna og landsliðið íai hæfan þjálfara til starfa i sumar þvi það getur orðið erfitt að halda þvi áliti sem liðið hefur unnið sér á siðastliðnum þrem árum. —BB KAUPMENN ÍR-ingar voru meö besta vita- hittni liðanna i 1. deild islands- mótsins i körfuknattleiknum þeg- ar leiknar höföu veriö 5 umferöir. Hittni ÍR var þá 70,8% úr 130 skot- um sem er mjög gott, en KR-ing- ar sem komu næstir voru meö 63,1% úr 149 tilraunum. Eins og venjulega verða veitt verðlaun þeim leikmanni sem hefur besta nýtingu úr mótinu öllu, miðað við að hann taki 40 skot sem lágmark. Þegar 5 um- ferðir höfðu verið leiknar i mótinu var staða efstu manna þessi — miðað við 15 skot sem lágmark. Kolbeinn Kristins. IR 29:23 = 79,3% Jón Jörundsson IR 37:28 = 75,7% Kristinn Jörunds IR 27:20 — 74,1% Kolbeinn Pálsson KR 26:19 = 73,1% Einar Bollason KR 55:40 = 72,7% Rak alla í bað! Hector Rodriguez knattspyrnu- dómari frá Uruguay mun senni- lega seint gleyma fyrsta lands- leiknum sem hann dæmdi, en það var leikur Equadur og Uruguay sem fram fór i Montevideo i gær. Mikil harka var i leiknum, og 15. minútum fyrir leikslok sendi dómarinn einn leikmanna Equa- dor út af fyrir gróft brot. Leik- menn liðsins mótmæltu ákaft hver af öðrum, en þeir fengu þá fljótlega að fljóta með til bað- herbergisins og svo fór aö allt liðið var rekið út af. Þegar þessar „aðgerðir” dómarans hófust var staðan 1:1. gk-. UTSALA útsöluskilti í litum SVANSPRENT HF AUOBREKKU 55 KÓPAVOGI SIMI 42700 (2 linur)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.