Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 5. janúar 1977
vism
Carrillo situr
fundi stjórnar
andstöðunnar
Santiago Carrillo, leið-
togi spænskra kommún-
ista, kom opinberlega
fram í gær, fimm dögum
eftir að hann var látinn
laus úr fangelsi, til fundar
með leiðtogum stjórnar-
andstöðuf lokkanna.
Til umræðu voru fyrirhugaðir
samningar við stjórnina til undir-
búnings þingkosningunum. Sæti
Carrillos á fundinum hafði staðið
autt, meðan samninganefndin
beið hans úr fangelsinu.
Aður en Carrillo var handtek-
inn hafði hann farið huldu höfði,
siðan hann kom til Spánar úr út-
legðinni i febrúar i fyrra. Hann
hefur verið ákærður fyrir sam-
neyti við ólögleg samtök
(kommúnista), en viðurlög við
þvi varða allt að 6 ára fangelsi.
Hinsvegar var dómstóll sá, sem
fjalla skal um slikar kærur, leyst-
ur upp sama daginn og Carrillo
var látinn laus.
Santiago Carrillo, leiðtogi
kommúnista, á leið frá fangels-
inu, látinn laus gegn tryggingu,
þar til mál hans verður tekið
fyrir.
Jens Evensen, hafréttar-
málaráðherra Noregs, er
kominn til Moskvu, þar sem
hann mun ræða við ráðamenn
um, hvernig varðgæsla skuli
höfð á Barentshafi.
Hann mun reyna að fá rússa
til að samþykkja, að eftirlits-
menn með veiðarfærabúnaði
megi fara um borð í skip, sem
stödd eru á þvi 60 þús. ferkiló-
metra svæði er fellur undir 200
milna lögsögu beggja rikj-
anna.
Vískííð
Tugþúsundir litra af
viskí eyðilögöust í eldi,
þegar þrjár sprengingar
urðu í tveim vöruskemm-
um i Glasgow í gær. Níu
manns slösuðust.
Tjónið er metið til 20 milljóna
sterlingspunda, og lögreglan álit-
ur, að mannskaði hefði orðið, ef
ekki hefði verið áramótafri og
vinna þvi legið niðri.
Sjónarvottar segja, að spreng-
„Það var erfið ákvörðun
fyrir mig að taka," sagði
Jimmy Carter, þegar hann
gerði blaðamönnum grein
fyrir því í gær, að hann
ætlaði að hætta hnetusölu-
viðskiptum sínum, meðan
hann gegndi forsetaemb-
ættinu til að fyrirbyggja
grun um misnotkun að-
stöðu sinnar.
Eins og fyrir löngu er kunnugt,
þá er Carter vellauðugur maður
af umsvifum sinum i hnetuvið-
skiptum. Hann hefur nú i huga að
selja vöruskemmur sinar, sem
hann hefur rekið i félagi með
bróður sinum, Billy, og móður
Jimmy Carter (t.v. i framsæti)
á ikornaveiðum á landareign
sinni með vini, sem ekur
jeppanum. Yfir þeim sitja llf-
verðir forsetans tilvonandi.
brann
ingar hafi komið hver á eftir ann-
arri með stuttu millibili, en öflug-
asta sprengingin varð i vöruhúsi,
sem hafði að geyma ýmis efni til
landbúnaðar og hjólbarða auk
landbúnaðartæk ja.
Um orsakirnar er ekki vitað. Þó
láta menn sér detta i hug gasleka,
þvi að margar slikar sprengingar
hafa orðið i Bretlandi af völdum
skemmda á gasleiðslum. Tvær
slikar urðu i Liverpool og Hudd-
ersfield i gær.
þeirra, Lillian. Eða að öðrum
kosti leigja þær til fjögurra ára.
Carter sagðist ætla að fá til
fjárhaldsmann til þess að lita eft-
ir rekstrinum og eignunum, og
kvaðst leggja það á vald honum,
hvort heldur yrði leigt eða selt.
Klæddur i peysu, gallabuxur og
gúmistigvél sýndi Carter frétta-
mönnum vöruskemmur sinar og
sagði um leið og hann benti þeim
á: „Sumt af þvi byggði ég með
eigin höndum og það áður en
Billy kom heim úr hernum.”
skilin
við Ali
Heimsmeistarinn, Mu-
hammad Ali, kemur til
með að þurfa að greiða
fyrrverandi eiginkonu
sinni 1,5 milljónir dollara
við skiptingu eigna
þeirra, auk svo lífeyris.
Khalilah Ali, önnur kona
hnefaleikakappans, krafðist
skilnaðar á grundvelli þess, að
eiginmaðurinn hefði yfirgefið
hana. Var henni veittur
skilnaður eftir 9 ára hjónaband
þeirra.
Ali lét fyrir skömmu eftir sér
hafa, að skilnaðarsamkomulag
mundi ganga svo hart að honum
Ali situr með sárt ennið og
treystist ekki til þess aö hætta
hnefaleikum eftir fjárútlátin.
Beiinda eða Khalilah fær rifieg-
an skilding úr búi þeirra Alis.
fjárhagslega, að hann gæti ekki
hætt hnefaleikum, eins og hann
hafði heitið siðasta haust.
Khalilah fékk umráð barna
þeirra fjögurra: Maryum (7
ára), tviburanna Reeshemah og
Jamillah (6 ára) og einkasonur
þeirra, Muhammad Ibn (4 ára).
Hún fær lifeyri til fimm ára
(ótilgreinda upphæð), iburðar-
mikið heimili þeirra i úthverfi
Chicagó, og tvo bila (Rolls
Royce og Cadillac.)
Þau Ali gengu i hjóna-
band 1967, sama árið og Ali fékk
skilnað frá fyrstu konu sinni,
Sonji, eftir 3 ára hjónaband.
Khalilah hét Belinda, áður en
Ali snéri henni til múhammeðs-
trúar. Þeirra hjónaband tók að
molna, eftir að Ali fór að láta sjá
sig mikið á almanna færi með
tiskumærinni Veronicu Porche.
Veronica var orsök hörku-
rifrildis milli Ali og Khalilah
skömmu fyrir einvigiö við
Frazier i Manila á Filippseyjum
1975. — Ali gekkst við barni,
sem Veronica eignaðist I ágúst.
Belinda
3 MILLJÓNIR FANGA í SOVÉT
— segir Bukovsky
Vladimir Bukovsky
álitur, að þrjár milljónir
manna að minnsta kosti
séu í fangelsum, fanga-
búðum eða geðveikra-
hælum i Sovétríkjunum,
eftir því sem „ Le Monde"
hefur eftir honum í gær.
Alþjóða mannréttindafélags-
skapurinn, Amnesty Inter-
national, hefur til þessa ætlað
þennan fjölda vera um 1
milljón.
Bukovsky var sjálfur meðal
þessara fanga til skamms tima,
en Sovétrikin létu hann lausan i
skiptum fyrir leiðtoga
Kommúnista i Chile, Luis Cor-
valan.
t viðtalinu við Le Monde var
Bukovsky m.a. spurður um álit
hans á ástandinu i Kina: „Það
er eins og Rússland fyrir 20 eða
30 árum. Þróunin i Kina verður
eins og hjá okkur, hraðari eða
hægari, Kina fylgir okkar slóð i
átt til alræöis flokksins,”
svaraði hann.
CARTER HÆTTIR
HNETUSOLUNNI