Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 05.01.1977, Blaðsíða 5
vism Miðvikudagur 5. janúar 1977 Fischer svor- aði ekki Alþjóöaskáksambandið (FIDE) tilkynnti í gær að það hefði afturkallað boð sitt til Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara, um að tefla í áskorenda- mótunum 1978, og hefði í staðinn boðið Boris Spassky þátttöku. Fischer lét f restinn, sem hann hafði til 1. janúar til að svara boðinu, renna út án þess að láta nokkuð frá sér heyra. Hann átti að tefla við Hort frá Tékkóslóvakíu, en Spassky mun tefla við Hort í staðinn. brem árum eftir að Fischer sigraði i Reykjavikureinviginu við Spassky 1972, glataði hann titlinum i hendur Anatoly Karp- ov eftir deilur við skáksam- bandið um einvigisreglurnar. Sambandið svipti hann titlinum og úrskurðaði Karpov heims- meistara. Atta stórmeistarar hafa verið valdir til þess að tefla um rétt- inn til einvigis við Karpov. Fyrsta stórmeistaraeinvigið verður háð hér i Reykjavik 1. april, en þar munu eigast við Petrosian frá Sovétrikjunum og landi hans Korchnoi, sem flúði til vesturlanda i júli i fyrra. Eins og komið hefur fram i fréttum kviðu menn þvi að sov- éska skáksambandið mundi banna Petrosian að tefla við Korchnoi en það hefur nú veitt leyfi sitt. Korchnoi dvelst i Hollandi þar sem honum var veitt 6 mánaða landvistarleyfi (3. ág.) og er hann aðili að hollenska skáksambandinu. Boð FIDE til stórmeistaranna um þátttöku i. áskorendaeinvigunum tekur til einstaklinganna en ekki skák- sambanda landa þeirra. Korchnoi tefldi i hollensku skáksveitinni, sem endaði i öðru sæti á ólympiuskákmótinu i Haifa i nóvember. Aðrir stórmeistarar, sem munu tefla i þessu einvigum, verða Mecking frá Brasiliu, sem teflir við Plugayevsky frá Sovétrikjunum, Larsen frá < Danmörku sem teflir við Port- ich frá Ungverjalandi, en þeirra einvigi verður háð i Hollandi. Dr. Max Euwe forseti al- þjóöaskáksambandsins lét eftir sér hafa i gær að honum kæmi ekki á óvart að Fischer (sem menn telja að dveljist i Suður Pasadena i Kaliforniu) skyldi ekki sinna boðinu um að tefla. ,,Mér þykir það miður, að Fischer lét okkur ekki heyra frá sér fyrir 1. janúar, en það kom mér þó ekki á óvart,” sagði dr. Euwe. ,,Ég bjóst ekki við þvi að hann mundi svara boðinu, þvi að hann sagði, eftir að hann var sviptur titlinum, að hann vildi ekkert hafa með FIDE að gera aftur. wmm . Vv.: Ifii* ÉMIM : v ; - ■' - I v , * " , Sm • V j ; i ■ V ■■ Meðal þess, sem Jimmy Carter lofaði kjósendum sínum var að lœkka skatta á einstaklingum, en teiknarinn Lurie er greinilega ekki trúaður á, að skattgreiðendur muni finna stórkostlegar breytingar Samanborið við frakka geta bretar hrósað því láni í óláni, að „enska veikin" svonefnda er ekkert annað en efnahagslegt fyrirbrigði, sem getur liðið hjá. Frakkar eiga hinsvegar við innvortis mein að stríða sem hefur grafið um sig í þrjár aldir og plagar þá enn. bessa dapurlegu sjúkdómsgreiningu hefur Alain Peyre- fitte, franskur stjórnmálamaður, lagt fram. Hefur hún komið frönsku þjóðinni til þess að gripa andann á lofti, og er ekki um annað meira talað i Paris þessar vikurnar. Allt frá kaffihúsunum til forsetahallarinnar stæla menn um nýja bók Alain Peyrefitte, sem ber heitiö „Le Mal Franc- aise” eða „Franska veikin”. Skiptor skoðanir Loðvik XIV „Vondi maðurinn” i þessari 500 blaðsiðna bók er Loðvik fjórtándi, „sólarkonungurinn”, sem frönskum skólabörn- um hefur verið kennt að dýrka. Peyrefitte sakar þennan ■ mesta einvald Frakklands um að hafa skapað skrimsli, sem smitað hafi sálir frakka „veikinni”, er hann kallar svo. Skrimslið er skrifstofubákn þess opinbera. betta stein- runna kerfi framkvæmdavaldsins, sem höfundur segir að hafi kyrkti þjóðinni alltsjálfstraust og leitt af sér hnignun franska heimsveldisins. Monsjör Peyrefitte ætti að vita.um hvað hann er að tala. Hann var sjö sinnum ráðherra i rikisstjórnum de Gaulles hershöfðingja og Georges Pompidous forseta. Og þetta er engin ný fluga, sem hann hefur fengið i kollinn, þvi að hann hefur velt þessu fyrir sér i 30 ár. 30 ára vangaveltur Strax i æsku sóttu að honum spurningar um frönsku þjóðarsálina. Hann skoðaði kort af Frakklandi 1939 og eft- ir að hafa virt fyrir sér öflugar varnir Maginot-linunnar, sem frakkar drógu til þess að halda þjóðverjum frá franskri grund, tók hann eftir þvi, að Maginot-linan náði aðeins til landamæra býskalands og Lúxemburgar — en FRANSKA VEIKIN Bókin hefur runnið út eins og heitar lummur (gefin út af Plon i Paris, ef einhver lesandinn hefur áhuga). Skiptast menn alveg i tvo hópa eftir lestur hennar. Annar hópurinn litur á hana sem einsskonar svar við nýlega útkominni bók eftir Giscard D’Estaing frakklandsforseta. Vilja þeir skoða hana sem meiriháttar herför vinstrimanna, sem vilja skaða stjórnina. Hinn hópurinn telur hinsvegar að bókin sé þvert á móti vatn á myllu hins umbótasinnaða forseta. Vikufréttaritið „Le Point” kallar bókina mikilvægustu félags- og stjórnmálaritgerð, sem fram hefur komið um Frakkland frá lokum siðari heimstyrjaldarinnar. ekki Belgiu. Hversvegna var varnarlinan ekki dregin alla leið niður að sjó? Hann lagði þessa hernaðarlegu spurningu fyrir föður sinn, sem svaraði: „Heldurðu virkilega að hershöfðingj- HÚSIICBðÍSIIlálÍll arnir séu ekki búnir að velta þessu fyrir sér löngu á undan þér og finna við þvi svarið?” betta ofurtraust á ráðamönnum, sem ekki mátti bera brigður á, rifjaðist svo upp fyrir Peyrefitte, þegar herir Hitlers skömmu siðar stormuðu i gegnum Belgiu og bak- dyramegin inn i Frakkland og sniðgengu algerlega hinn stolta óyfirstiganlega framdyraþröskuld frakka sem Maginotlinan var. ákvörðun hafði nokkur hundruðum manna, sem unnu við að byggja námagöng, verið neitað um aö teljast til náma- manna. bar með nutu þeir ekki þeirra hlunninda náma- mann að komast á eftirlaun sextugir að aldri. bar sem mennirnir störfuðu við nákvæmlega sömu skil- yrði og námamennirnir fannst nýja ráðherranum sjálf- sögðsanngirniskrafa að leiðrétta þessa mismunun, og lof- að að kippa þessu i lag á nokkrum dögum. begar fyrstu fimmtán tilraunir hans höfðu ekki leitt til neins, snéri Peyrefitte sér beint til de Gaulles hershöfð- ingja sjálfs og bað hann að veita málinu brautargengi. Forsetinn fylltist ofsabræði yfir þessum augljósu rangindum. Hann fyrirskipaði að þetta skyldi leiðrétt. En það sat við það sama. Sameinuð orka forsetans, ráðherra hans, þingsins og hinna velskipulögðu verkalýðsfélaga fengu ekki ráðið við stjórnkerfið, rifjar Peyrefitte upp i bók sinni. Maginotlínan Hann leit á þetta sem enn eitt hryllingsdæmið um stöðn- unarkölkun framkvæmdavaldsins, sem byrjaði að gera vart við sig á dögum Loðviks XIV upp úr 1700. Loðvik safnaði öllu framkvæmdavaldi rikisins til miðdepilsins, Parisar, og skóp tvær gerðir af frökkum. önnur var stjórnartopparnir og hinn hjörðin. Colbert og flotastjórnin Sjúkdómseinkennanna gætti þegar á dögum Loðvik fjórtánda. Fremsti ráðgjafi hans, Colbert, lagði eitt sinn til að öllu höggmyndaprjálinu og elegansanum yrði létt af herskipum hans hátignar. bau voru of svifasein og auð- veld bráð hinum snúningslipri, léttari og einfaldari en um íeið bannvænni kanónuskútum breta. En flotastjórnin, sem hafði heila heri af myndhöggvur- um og listamönnum á launum, sat fast við sinn keip. Mikilfengleik hans hátignar sæmdi ekki annað en aö ' glæsileik flotans yrði haldið við. — bannig fyrirgerði franska heimsveldið yfirboðurum sinum á höfunum. Peyrefltte og námamenn begar monsjör Peyrefitte fyrst varö ráðherra upp úr 1960, átti hann eftir að berja höfðinu við þennan sama stein. Hann fékk til meðferðar málefni námamanna hóps frá Lorraine. Fyrir einhverja dularfulla stjórnunar- Hann sér þessa sömu hindrun viða i veginum og á öllum sviðum. Annað dæmi er tekið úr húsnæðismálum. Allar skoðana- kannanir frá lokum siöari heimsstyrjaldar sýna að 80% frakka vilja helst búa i einbýlishúsum, meðan 20% kjósa heldur aö búa i ibúðarblokkum. En byggingaframkvæmd- ir, sem stjórnvöld leggja blessun sina á, hjakka ávallt i sama farinu. 80% fjölbýlishúsa, en 20 einbýlishúsa. Peyrefitte heldur þvi fram, að þetta kerfi hafi kyrkt sjálfstraust meðalmanneskjunnar i Frakklandi, ábyrgö- artilfinningu hennar og borgarakennd. Hnignun Hann segir, að þetta megi merkja meöal annars i hruni ibúafjölda Frakklands. A miðöldum á timum Loðviks XIV var Frakkland þéttbýlasta land heims fyrir utan kannski Kina. Nú hafa allir nágrannar Frakklands farið fram úr þvi i byggðaþjöppun. bað er alveg sama við hvaða mælikvarða stuðst er, skrifar höfundurinn, en stærð Frakklands, loftslag, hnatt- staða og frjósemi krefst ibúatölu sem liggur eitthvað yfir 135 milljónir i stað þeirra 50 milljóna sem búa þar i dag. Og hvaðan koma þessir stjórnendur, sem móta kerfið og stjórna þvi? beir eru einn af hverjum þúsund stúdentum úr æðri menntaskólum Frakklands. Kúfurinn eða rjómi embættismannaaðalsins kemur úr Ecole nationale d’administration. bað kom Peyrefitte sjálfur, Giscard d’Estaing og fleiri og fleiri. 1 augum margra er „Le mal francais” hrópandi stuðn- ingur við þær þjóðfélagsumbætur, sem forsetinn boðaði sjálfur i nýlegri bók sinni „Democratie francaise”en aðrir telja „veikina” andsvör við henni. bvi meöan torsetinn trúir þvi, að grundvallarhugsjón bókar hans fái staöist, leggur ráðherrann fyrrverandi enga tillögu fram i sinni bók til að ráða niðurlögum sjúkdómsins, sem étur burt styrk frakka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.