Vísir - 05.01.1977, Síða 23

Vísir - 05.01.1977, Síða 23
visra Miövikudagur 5. janúar 1977 Endurskoðun stendur yfir LESENDUR hringið í símo 8 66 11 milli kl. 13.00 og 15.00 eða 1 98 06 ó Akureyri, milli kl. 16.00 og 17.00 Áfram meðsmjörið! Sjónvarp á miðin, segir sjómaður Norðlenskur sjúmaður hringdi: Það var löngu kominn timi til að sjómenn létu frá sér heyra um sjónvarpsmálin og þvi var ég ánægður að sjá ágæta grein frá Hliðari Kjartanssyni i Visi fyrir jólin þar sem hann lýsti á raunsæjan hátt við hvern vanda sjómenn eiga að striða vegna sjónvarpsleysisins á miðunum. Það var mikil skömm fyrir alla þingmenn, hve fálega frumvami Karvels Pálmasonar var tekið. Og svona undirteKtir staðfesta grun hjá manni um aö á bak við fagurgalann i stjórn- málamönnum búi ekkert. Hátiðarræðurnar eru bara tii brúks á sjómannadaginn. Okkur finnst þaö hart að við fáum ekki einu sinni að njóta þess sama og aðrir og glápa á sjónvarpið. Það er alltaf verið að tala um litasjónvarp. Og vist er að ég hefekkertá móti þvi. En til þess að kaupa litasjónvarp þarf gjaldeyri og hver skapar hann. Eru það ekki viö sjómennirnir? Finnst þingmönnum það þá kannski til of mikils mælst að við fáum aðhorfa á sjónvarp, þó það sé nú ekki farið fram á lita- sjónvarp. Sjómannastéttin á formæl- endur fáa á Alþingi. Það hefur alltafsýntsig.Enaðgefinn væri skftur i réttlætismál henni til handa, átti ég ekki von á. Þakka þér fyrir góða hug- vekju, Hliðar. Afram með smjörið! Jón Emil Guðjónsson Rikisút- gáfu námsbóka. Vegna athugasemdar i Visi um kennslubók i félagsfræði þann 9. þ.m. skal eftirfarandi tekið fram: Viðtæk endurskoðun eða endursamning fer nú fram á mörgum kennslubókum Rikis- útgáfu námsbóka. í sumum námsgreinum er henni lokiö, eins og t.d. i eðlis- og efnafræöi, en i öðrum stendur hún yfir. Nýtt námsefni i samfélagsfræöi til notkunar i grunnskóla er nú i undirbúningi. Fer sá undirbún- ingur fram á vegum Skólarann- sóknadeildar Menntamálaráðu- skoöun yfirleitt. Nokkur til- raunahefti eru nú þegar komin -út, en þó ekkert handa nemend- um efri bekkjar grunnskólans. Hvert hefti er kennt til reynslu i tvö ár eða svo, áöur en efni þess er sett i fullbúna bók. Þessi endurskoðun mun þvi óhjá- kvæmilega taka nokkurn tima. Ekki þótti þó rétt, af fjárhagsá- stæðum, að verja miklu fé til aö endurskoða þá félagsfræði sem nú er i notkun. Hún verður ekki notuö i framtiðinni, enda má segja að hilli undir nýtt náms- efni i þessari grein. Með þökk fyrir birtinguna. Kuraia kvitmynda- húsgestír ó Akur- eyri enga manna- siði? P.J. á Akureyri skrifar: ,,Nú um hátiðarnar fór ég suður heiðar, og dvaldi m.a. um tima i Reykjavik. Þótti mér þá tilhlýðilegt að sjá nokkrar jóla- myndanna sem kvikmyndahús- in höfðu uppá að bjóða. Efni myndanna eða gæði þeirra ætla ég ekki að gera aö umtalsefni, heldur langar mig aðeins að gera samanburö á framkomu kvikmyndahúss- gesta i Reykjavik annarsvegar og hér á Akureyri hinsvegar. Ekki getur sá samanburöur talist hagstæður okkur norðan- mönnum, og ber þar margt til, og er bæði við gesti kvikmynda- húsanna og eigendur þeirra að sakast. A Akureyri er oft um að ræða slikan hávaða, framiköll og læti á biósýningum, að óþolandi er. Kókflöskum er rennt eftir gólf- um, fólk talast við, jafnvel svo að illa gengur fyrir þá sem næst sitja að heyra tal myndarinnar, og fleira i þeim dúr. Þá virðist það ekki saka, i augum dyra- varða á Akureyri, aö drukknum mönnum sé hleypt inn á sýning- ar. A það jafnvel um hjá Borgarbiói, sem þó er rekið af templurum. Fleira mætti nefna, svo sem óstundvisi kvikmynda- húsgesta hér, og það að ekki viröist vera gerð nein tilraun til að fara eftir reglum um aldurs- lágmark á sýningar. Þó jafnvel hafi þótt ástæða til að hafa lög- reglumenn við dyr kvikmynda- húsa i Reykjavik, er öllum sem áhuga hafa hleypt inn á sýning- ar sömu mynda hér á Akureyri. Það hefur það einnig oftsinnis vakið furðu mina, hversvegna seldur er is i bióunum hér i bæn- um, en ekki t.d. poppkorn. Oft- sinnis kemur þaö fyrir að isinn leki um allt og er honum þá fleygt á gólfið, sem fólk siðan veður i að sýningu lokinni og i hálfleik. Hér að framan hefur verið talið upp ýmislegt sem miður fer hér i okkar ágæta bæ, og vist er það ófögur upptalning. En sönn er lýsingin eigi aö siður. Viö akureyringar viljum telja okkur menntað fólk og vel upp alið, og allavega enga eftirbáta þeirra fyrir sunnan. Hér erum við á eftir og við ættum að sjá sóma okkar i þvi að bæta þar úr.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.