Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 2
2]
Þriðjudagur 11. janúar 1977
VISIK
■
C í REYKJAVÍK )
Spilarðu i happdrætti?
Auðunn Gestsson, blaðasali: Já,
I Happdrætti Háskólans. Ég hef
ekki unnið i þvi, en einu sinni
vann ég i happdrætti SIBS.
Hildur Gunnlaugsdóttir, hús-
móðir: Já, ég spila i happdrætti
StBS. Ég hef nokkrum sinnum
unnið, en aldrei nema smáveg-
is.
Stefania Júliusdóttir, aðstoðar-
rannsóknarmaður: Nei, en ég
hef keypt verðtryggö happ-
drættisskuldabréf rikissjóðs, en
aldrei unnið neitt þar heldur.
Guöbiörg Sigurðardóttir: Já, I
Happdrætti Háskólans. Ég timi
ekki að hætta þó ég hafi aldrei
unnið neitt.
Guðmundur Þorsteinsson, veg-
farandi:Já, SÍBS og Háskólans.
Éghef litið unnið, en maðurbið-
ur alltaf eftir þeim stóra.
Happdrœtti Hóskóla íslands:
Vinningshafar ásamt stjórnarformanni happdrættisins. Talið frá vinstri: Helga Henriksdóttir, Arna Vignisdóttir, Karl Viggó Karlsson
og unnusta hans Anna Aradóttir, Guðrún Björnsdóttir, óiafur Páisson, Þorvaldur Markússon og Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor
stjórnarformaður happdrættisins. Ljósmynd VIsis Einar.
en tveir milliardar
um eigendur
Meira
skipta
250 milljón króna hagnaður ó
síðasta óri
22H8 milljónir munu skipta um
eigendur á nýbyrjuðu 44. starfs-
ári Happdrættis Háskóla ts-
lands. Er hér um að ræða vinn-
inga sem eru 25 prósent hærri en
i fyrra. Jafnframt hækkar verð
miða um 25 prósent þannig að
mánaðarlegt endurnýjunarverð
verður 500 krónnur i stað 400
króna og trompmiða 2500
krónur i stað 2000 króna.
‘ Þátttaka i Happdrætti Há-
skóla tslands færði nokkrum
heim milljónir á siðasta ári.
Þau heppnu voru Helga
Henriksdóttir sem fékk 4 og
hálfa milljón, hjónin Guðrún
Björnsdóttir og Ólafur Pálsson
sex milljónir, Karl Viggó Karls-
son fékk eina milljón. Þau voru
öll i'ir Reykjavik. Þá hlaut Arna
Vignisdóttir eina milljón og
Þorvaldur Markússon úr Garð-
inum eina milljón og 100 þús-
und. Hann átti einn miða i happ-
drættinu og auk þess spilaði
hann með einn miða ásamt
starfsfélögum sinum fimm.
Fimm hundruð þúsund króna
vinningur kom á hann og þannig
áskotnuðust honum 100 þúsund
krónur til .viðbótar við milljón-
ina.
Hæsta vinningshlutfall
i heimi
Happdrætti Háskóla Islands
greiðir nú sem fyrr 70 prósent
veltunnar i vinninga. Er það
hæsta vinningshlutfall sem
vitað er um i heiminum.
Tæp átta prósent fara i háu
vinningana. Það er vinninga
yfir hálfri milljón.
Fram á siðasta ár var fengið
ungt fólk til þess að draga Ur
vinninga. Þeir fyrstu sem önn-
uðust dráttinn fyrir happdrætti
Háskóla íslands voru þau Ingi-
gerður Jónsdóttir og Jónas
Guðbrandsson. Það gerðu þau
árið 1934. Þeim var ásamt
stærstu vinningshöfum siðasta
árs boðið til veglegrar veislu um
helgina.
Núna hefur talva leyst mann-
inn af hólmi í þessu sem og
mörgu öðru.
250 milljón króna gróði
Þó reikningar ársins i fyrra
hafi ekki verið gerðir endanlega
upp er talið að heildarhagn-
aðurinn verði um 250 milljónir
króna.
50 milljónir eða 20 prósent
hagnaðarins renna til ríkissjóðs
og er þeim hluta fjárins ein-
göngu varið i þágu bygginga-
framkvæmda fyrir rannsóknar-
stofnanir atvinnuveganna. 80
prósent fjárins eða 200 milljónir
munu renna til framkvæmda
Háskóla íslands.
A þeim árum sem happdrætt-
ið hefur verið starfrækt hefur
það kostað margar- byggingar
við Háskólann að hluta. Þá
hefur fénu ennfremur verið
varið til viðhalds og frágangs
háskólalóðarinnar.
Það er Háskólaráð sem ár-
lega kýs stjórn happdrættisins.
Stjórnina skipa núna:
Guðlaugur Þorvaldsson há-
skólarektor formaður, dr. Björn
Björnsson prófessor og Ragnar
Ingimarsson prófessor.
— EKG
Arabaverð á íslenskum útflutningi
Miklar sögur fara af væntan-
legu kaffiverði um þessar
mundir, og er þá fokið i flest
skjól fyrir islendingum komi til
slikra hækkana á kaffi að það
verði með öllu ódrekkandi.
Kennt er um sumarfrostum i
Krasiliu, en .eins og lengi var
vitað kemur megnið af þessari
nautnarvöru frá miðsvæðum
Suður-Ameriku. Strax eftir aö
kaffi fór að flytjast til landsins
höfðu menn meiri spurnir af
Brasiiiu en öðrum löndum
rómönsku Ameriku, og margir
fleiri höfðu hug á að flytjast
þangað — kannski vegna kaffis-
ins —en þeir sex eða sjö íslend-
ingar sem þangað héldu á vest-
urfarartimanum. Saga er sögð
af tveimurgömium konum, sem
alltaf áttu undir högg aö sækja
með kaffitárið. Þær bjuggu á
Norðurlandi eystra og ráðgerðu
að flytjast til Brasiliu enda væri
þar engin kaffiþurrð. Þeim var
bent á aö yfir úthaf væri að fara,
en ckki dró það kjarkinn úr
þeim. Hvort sem þessu tali fór
fram lengur eöa skemur kom
þar, að viðstaddur upplýsti, að
ekki yrði komist tii Brasiliu
öðruvisi cn fara yfir Fnjóská.
Það haföi hinum kaffilausu
sæmdarkonum ckki hugkvæmst
og afréðu þvi að hætta öllum
ráðagcrðum um Brasiliuferð.
Og hvorki fáum við kaffi eða
sykur hingað öðruvisi en það
fari i gegnum hendur meglara i
London. Nægir i þvi efni að
vitna til sykursögunnar góöu,
þar sem sérstakt verö virtist
gilda fyrir island. Fer vonandi
ekki svo i annað sinn — og nú
hvað kaffið snertir — að löngu
eftir aö kaffi hefur lækkað aftur
i veröi, gildi óbreytt verð fyrir
tsland.
Annars fer að verða ihugun-
arefni fyrir matvælaframleið-
endur eins og islendinga hvern-
ig ýmiskonar neysluvarningur
kemst i hátt verð, m.a. vegna
hálfgildings einokunaraðstöðu
framlciöenda. Arabarikin hafa
nú um sinn haft eindæmi um
ákvörðun oliuverðs. Verð-
ákvarðanir þeirra skipta máii
fyrir okkur, vegna þess að oliu-
samningar okkar við riissa eru
miðaöir við heimsmarkaðsverð
hverju sinni. Vörur þær, sem
rússar fá i staðinn frá okkur eru
aftur á móti ekki verðlagðar af
aröbum og lúta einungis þeim
verðákvörðunum, sem teknar
eru viö samningaborð fulltrúa
beggja þjóðanna, sem væntan-
lega skála i vodka að lokinni
uiulirritun. Vöruskiptasamn-
ingar þessir eru einhverjir þeir
verstu sem viö þurfum að gera
vegna verðákvæðanna á oliunni.
Virðist eins og okkur sé meira i
mun að halda þessum vöru-
skiptum áfram en fá sómasam-
legt verð fyrir framleiðslu okk-
ar. Hækki oiian hjá aröbum um
10% lækkar útflutningsverðið til
Rússlands raunverulega um
10%. Þetta eru auðvitað engir
samningar, og þeir eiga ekki
svo litinn þátt I þvi hvernig
komið er launamálum i landinu,
einkum i iðnaðinum, þar sem
mest er látið af frosnum fiski og
niðursuðu fyrir oliu með araba-
verðinu.
Þaö.fer þvi að koma timi til að
breyta um viðskiptahætti og
hætta að iita alltaf á það sem
sjálfsagðan hlut að þurfa að
sæta afarkostum við sölu á mat-
vælum. Gildir þetta auðvitað
Ifka um fisksölur okkar til
Bandarikjanna og Evrópu. Það
er til litils að hegða sér eins og
stórveldi i landhelgis- og fisk-
friðunarmálum, ef halda á
áfram að selja sifellt fágætari
vöru á gúanó-verði. Norður-
Atlantshafið, og þó einkum
fiskimiðin i kringum ísland, eru
matarforðabúr, sem við einir
höfuin ráð yfir eins og komiö er.
Afarkostir i vöruskiptum við
aðrar þjóðir sæma ekki siikri
aðstöðu. Fram að þessu virðast
viöskiptin, ekki siður en utan-
rikismálin i heild, hafa verið
rekin eins og nokkurskonar vin-
áttumál. Það er kominn timi til
að fara að byrja selja okkar
vöru, i stað þess að sæta hvaða
afarkostum sem bjóðast með
bros á vör.
Svarthöfði