Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 11. janúar 1977 vism
Þetta er leikstjórinn Hovhanness I. Pilikian kominn f fslenska
peysu.
konungur á svíð
í Þjóðleikhúsinu
Einn fremsti leikstjóri á Bretlandseyjum
leikstýrir verkinu
Nýlega hófust æfingar i Þjóð-
leikhúsinu á leikriti Shake-
speares. Lér konungur. Einn af
þekktustu yngri leikstjórum i
Bretlandi, Hovhanness I. Piliki-
an stjórnar verkinu, en leik-
mynd gerir Ralph Koltai, sem
er yfirleikmyndateiknari við
Royal Shakespeare Company i
London.
Lér konungur hefur aldrei áð-
ur verið fluttur hér á sviði, en
þetta er einn kunnasti harm-
leikur Shakespeares og almennt
talinn hinn vandasamasti. Lér
hefur hins vegar verið fluttur i
útvarp. Steingrimur Thor-
steinsson þýddi fyrst leikinn
fyrir tæpri öld, sú þýðing hefur
aldrei verið leikin. Það er þýð-
ing Helga Hálfdanarsonar sem
hér verður leikin, eins og i út-
varpinu um árið.
Stefán Baldursson er að-
stoðarleikstjóri, Rúrik Haralds
son leikur Lé konung, Baldvin
Halldórsson fiflið, Erlingur
Gislason jarlinn af Gloster og
Kristbjörg Kjeld, Anna Kristin
Arngrimsdóttir og Steinunn Jó-
hannesdóttir dæturnar, Goneril,
Regan og Kordeliu. Leikstjór-
inn, Pilikian, hefur staðið fyrir
ýmsum mjög umræddum sýn-
ingum i Bretlandi undanfarin
ár, t.d. i hátiðarleikhúsinu i
Chichester og á Edinborgar-
hátiðinni. Koltai er i hópi
fremstu leikmyndateiknara
heimsins um þessar mundir og
fékk m.a. fyrstu verðlaun a al-
þjóðastefnu leikmyndateiknara
i Prag i fyrra.
Frumsýning á Lé konungi er
fyrirhuguð 2. mars næstkom-
andi.
Vantar 45
þúsund tunn-
ur af kart-
öflum til að
fullnœgja
| •• #• • V f
porfmni i ar
Kartöfluframleiðslan i fyrra
var uin 45 þúsund tunnum
minni en þarf til að fulinægja
innanlandsneyslunni.
Samt sem áður jókst fram-
leiðslan i fyrra verulega og
varð um 75 þúsund tunnur, en
árið á undan aðeins 45 þúsund
tunnur. Innanlandsmarkaður-
inn þarf hins vegar um 120
þúsund tunnur.
Grænmetisframleiðslan var
einnig meiri i heild i fyrra en
árið áður. —ESJ.
Nýlega var Þjóðleikhúsinu
gefin mynd af dr. Páli heitn-
um isólfssyni, tónskáldi. Er
myndin gjöf l'rá fjölskyldu dr.
Páls og máluð af þýskum mál-
ara llans Alexander Muller i
Leipzig 1917 eða 18. Við af-
hendingu myndarinnar í Þjóð-
leikhúsinu hafði Jón Pálsson,
sonur tónskáldsins orð fyrir
gefendum, en formaður Þjóð-
leikhúsráðs, Vilhjálmur Þ.
Gislason þakkaði fyrir hönd
leikhússins.
HROSSUM
FJÖLGAR
Hrossum fjölgaði verulega á
siðasta ári, eða um 3.8%. Á
sama tima fjölgaði sauðfé um
.1.8%. en nautgripum fækkaði
um 3.7%.
í ársbyrjun 1976 voru hross
tæplega 50 þúsund talsins, og
heíur þeim þvi fjölgað á árinu
um hátt i tvö þúsund.
— ESJ.
Kóri litli og Stefán Júliusson fá góða dóma í Danmörku:
„Bókin lýsir einföldum
gleðigjöfum í daglegu
lífi á Islandi"
Eins og skýrt hefur verið frá i
fréttum kom barnabókin „Kári
litli i sveit” eftir Stefán Július-
son út i Danmörku i nóvember
siðastliðnum. útgefandi er Bir-
gitte Hövrings Biblioteksforlag
sem sett hefur sér það markmið
að gefa aöallega út islenskar
hækur. Hefur forlagið þegar
gefið út nokkrar bækur þýddar
beint úr islensku.
Kári litli i sveit kom fyrst út
árið 1948 i stóru upplagi. Síðan
hefur bókin veriðgefin út a.m.k.
tvisvar sinnum og einnig hefur
hún verið lesin i útvarp oftar en
einu sinni. Hafa Kárabækurnar
notið almennra vinsælda is-
lenskra barna i hartnær fjóra
áratugi.
Svo virðist af blaðadómum að
Kári litli i sveit ætli að fá góðar
viðtökur i Danmörku. I ritdómi
eftir Jörgen Grunnet Jepsen i
Berlingske Tidende 2. des.
siðastl. undir fyrirsögninni is-
lenskir hversdagstöfrar segir
m.a.: „Sagan er hversdagsleg
en sögð á svo lifandi og sannfær-
andi hátt að maður hrifst með.
Þetta er bók sem er vel til þess
íallin að lesa upphátt á heimil-
um þar sem eru börn á aldrin-
um 6 til 10 ára.”
„Bókin lýsir einföldum gleði-
gjöfum i daglegu lifi á Islandi og
vissulega hafa menn gott af að
lesa um það efni.”
„Með öðrum orðum: góð
skemmtisaga i gömlum stil fyr-
irbörn á aldrinum 6 til 10 ára.”
í upplýsingum sem danska
Bókbandsmiðstöðin dreifir til
danskra bókasafna segir Ove
Frank um bókina:
„Smábarnabók um dvöl is-
lenska drengsins Kára f sveit.
Þessi dvöl er bæði spennandi og
áhriíarik en um leið er lýst dag-
legu lifi á islenskum bóndabæ.”
„Bókin er tilvalin til upplestr-
ar fyrir 7-10 ára börn og til við-
bótar sögunni fá áheyrendur
innsýn i islenska lifsháttu.”
„Bókin er þýdd á prýðilega
dönsku.”
t Aalborg Stifstidende skrifar
Birthe Lauritsen um bókina
hinn 9. des. siðastl. Hún lýsir
fyrst ánægju sinni með framtak
Birgitte Hövrings Biblioteksfor-
lag að gefa út bækur þýddar
beint úr islensku. Siðan segir
hún um Kára litla i sveit sem á
dönskunni nefnist Drengen og
hunden:
„Einkum má mæla með bók-
inni Drengen og hunden. t henni
dregur Stefán Júliusson upp
glögga mynd úr daglegu lifi á
tslandi. Maður kemst að raun
um að lif isl. barna er ólikt þvi
sem við þekkjum. Ef til vill er
það töluvert reynslurikara en
venjulegt lif danskra barna.”
„Það er hæglát spenna i frá-
sögninni um muninn á lifi i sveit
ogkaupstað og um islenskt stór-
læti og staðfestu.”
„I þessari bók getur margt
fullorðið fólk vissulega fengið
svipmynd af lifinu i norðlægasta
landinu af Norðurlöndunum
fimm.”
Undir mynd með þessum rit-
dómi stendur: „Ein af hinum
fögru myndum i bókinni Dreng-
en og hunden, teiknuð af Hall-
dóri Péturssyni.”
Kári litli i sveit er þýddur á
dönsku af Rigmor Hövring.
Stefán Júllusson, rithöfundur,
skrifaði Kárabækurnar og hafa
þær notið vinsælda i nær fjóra
áratugi.
Myndin er tekin i hinninýju verslun f Glæsibæ.
Raftækjaverslun hefur nú bæst f hóp þeirra verslana sem mynda
verslanamiðstööina í Glæsibæ í Reykjavík. Er það fyrirtækiö Ljós
og raftæki, og er eigandi verslunarinnar Jón Bjarnason. Hann hefur
frá árinu 1962 rekið rafverkstæði í Hafnarfirði ásamt raftækjaversl-
un þar i bæ.
Framkvœmdastjórn ÍSÍ harmar
afstöðu í þróttafréttaritara
Lýsa trausti á skrif-
stofustjóra Í.S.Í.
Visi hefur borist bréf frá
framkvæmdastjórn Iþrótta-
sambands islandsi tilefni skrifa
iþróttafréttaritara blaðsins i
tengslum við kjör iþróttamanns
ársins. Þar segir:
íþróttasambandið harmar
neikvæða afstöðu iþróttafrétta-
ritara yðar gagnvart vali á
iþróttamönnum ársins i hinum
einstöku iþróttagreinum, sem
sérsambönd innan t.S.t. i sam-
starfi við iþróttablaðið efna til i
lok hvers árs. Væntum við að
þar verði breyting á. Annað
sæmir ekki hlutaðeigandi aðil-
um.
Gifuryrðum iþróttafréttarit-
ara blaðsins i garð Sigurðar
Magnússonar, skrifstofustjóra
Í.S.Í., viljum við mótmæla og
visum þeim á bug, enda nýtur
skrifstofustjóri l.S.Í. fyllsta
trausts i hinum margvislegu
störfum á vegum iþrótta-
hreyfingarinnar.
Með þökk fyrir birtinguna,
í framkvæmdastjórn Í.S.l.
Gisli Halldórsson (sign)
Sveinn Björnsson (sign)
Gunnl. J. Briem (sign)
Hannes Þ. Sigurðsson (sign)
Alfreð Þorsteinss. (sign)