Vísir - 11.01.1977, Side 9
9
VISIR Þriðjudag
ur 11. janúar 1977
Sjómenn ósóttir við 155 millimetra riðilinn:
Fulltrúar ríkis-
valds víki úr
lónasjóði
— segja númsmenn sem nú
hafa stefnt vegna
nómslúnareglna
Námsmenn, sem Visir skýrði
frá að ætluðu að stefna y firvöld-
um vegna úthlutunarreglna
Lánasjóðs Islenskra náms-
manna, hafa ennfremur krafist
þess að aðalfulltrúar rikisvalds-
ins viki úr sjóðsstjórninni á
meðan málsókn fer fram.
Segja námsmenn þá hafa
samþykkt þær úthlutunarreglur
sem námsmenn telji ólöglegar.
Þvi vilja þeir að aðalfulltrúarn-
ir viki á meðan málið sé fyrir
dómstólum.
Eins og Visir skýrði frá er
stefnt vegna þess að ekki sé tek-
ið tillit til fjölskyldustærðar,
eins og þó sé kveðið á um i
reglugerð.
Það er Egill M. Guðmunds-
son, námsmaður i húsagerðar-
list i Osló, sem stefnir, en þó
verður málið rekið sem próf-
mál. Segja námsmenn hann
vera dæmi um mann sem fer
, illa út úr úthlutunarreglunum.
Stefna námsmanna verður
lögð fram i bæjarþingi Reykja-
vikur i dag.
—EKG
Tónleikar í
Kópavogskirkju
Arið 1963 var stofnaður sjóð-
ur til ininningar uni unga
stúlku llildi Ölafsdót tur er lést
i umferðarslysi það sama ár.
Sjóðurinn er i vörslu Kárs-
nessóknar og er tilgangur
hans að efla tónlistarlif við
Kópavogskirkju m.a. með þvi
að styrkja tónleikahald.
Nú verður stofnað til tón-
leika á vegum sjóðsins i Kópa-
vogskirkju n.k. þriðjudags-
kvöld 11. janúar kl. 21.
Flytjendur verða Sigriður
E. Magnúsdóttir söngkona,
breski söngvarinn Simon
Vaughan og organisti kirkj-
unnar Guðmundur Gilsson.
Ollum er heimill aðgangur
og vill sóknarnefndin hvetja
fólk til þess að koma og hlýða
á listamennina.
Þó að hriðin hafi dunið á hon-
uni var stöðumælavörðurinn
ekkcrt á þvi að láta veðrið
aftra sér frá þvi að sekta lög-
brjótana. Þeir sem ekki hirtu
um að láta pening i stöðumæl-
inn fá fyrir ferðina og verða að
gera sér ferð upp á lögreglu-
stöð til að borga sektina. Er
það inátulegt á þá?
Allir skipstjórar eru andvigir möskvastækkuninni og ákvöröunln
var tekin án samráðs viö þá. Ljósm. Kr.Ben.
„Kaffihúsastimpill ó
möskvastœkkuninni"
,,Ég vil deila á Hafrannsókn-
arstofnunina fyrir þaö hvernig
staðið var að möskvastærðar-
breytingunni. Að dómi sjó-
manna var ákvörðunin tekin án
þess að nægilega væri athugað.
Það er einhver kaffihúsa-
stimpillá möskvastækkuninni.”
Þetta sagði Guðmundur Hall-
dórsson, stýrimaður á Guð-
bjarti tS, um þá ákvörðun að
stækka möskva úr 135 milli-
metrum i 155. Þessi ákvörðun
hefur mætl mikilli andstöðu
meðal sjómanna og hafa þeir
jafnvel haft við orð að neita að
»taka um borð nýja riðilinn.
Möskvastærðarbreytingin átti
að taka gildi nú fyrsta janúar,
en var frestað þar sem ekki
voru til troll i landinu með hin-
um nýja riðli.
Pokar verða klæddir
,,AUa mina sjómannstið hef
ég aldrei vitað til að pokar væru
klæddir, en ég óttast það að
möskvastærðarbreytingin
kunni að fæða af sér klæðningar.
Það kemur til með að ánetjast
mikið i þennan riðil og ef það
verður ekki hreinsað þá þéttir
það pokann. Þannig að þrátt
fyrir stærri möskva hirðir hann
smáfisk i rikari mæli en 135
millimetra pokinn..
Ég álit að það hefði átt að
reyna þennan nýja riðil i að
minnsta kosti eitt ár áður en
ákvörðun var tekin. Það er of
dýrt að vera með allan flotann i
tilraunum. Það var lika þannig
að ekki fyrr en eftir að ákvörðun
hafði verið tekin um stærri
möskva fóru menn frá Hafrann-
sóknarstofnuninni með Guð-
björgu ÍS til að athuga áhrif
breytingarinnar. Og þvi má
bæta við að sjómennirnir vilja
draga aðrar ályktanir af til-
raununum en fiskifræðingarn-
ir
Sjómenn ekki spurðir
Ákvörðun seiii þessa hefði átt
að taka i samráði við sjómenn,
en ekki i andstöðu við þá. Enda
er það svo að allir sk'ipstjórar
eru á móti möskvastærðar-
breytingunni.”
Eftir þessa breytingu verður
mönnum leyft að hafa bæði
karfatroll og troll sem ætlað er
til veiða á þorskaslóð. Það troll
verður með 155 millimetra
mösvkum, en karfatrollið er
þéttriðnara og aðeins leyft á
karfasvæðum. Sjómenn telja
hins vegar að erfitt verði að
fylgjast með þvi að menn noti
ekki hið smáriðnara karfatroll á
svæðum þar sem þorskurinn
heldur sig.
..Sjómenn spyrja núna”,
sagði Guðmundur: ,,Ef við eig-
um ekki að fá að fiska i þau
veiðarfæri sem fyrir hendi eru,
hvað eigum við þá að gera?”.
—EKG
Verðlistinn
UTSALAN
er hafin
Verðlistinn
kjóladeild
Laugalæk
Sfmi 33755
K3
13
13
13
13
(3
Verðlistinn □
kápudeild
Klapparstig 27,
simi 25275.