Vísir - 11.01.1977, Page 11
VTSIR Þriðjudagur 11. janúar 1977
11
Strindberg
tekinn
Hversvegna flýja iðnfyrirtœki úr höfuðborginni?
Heimir Pálsson
skrifar:
T
það bætist við að texti verksins
er að hluta til fluttur á ensku,
fara kröfurnar til leikhússgesta
að verða iskyggilega miklar.
Hræddur er ég um að ég hafi
ekki verið einn um það i litla
salnum að Frikirkjuvegi að eiga
erfitt með að ná samhengi i
ensku Watsons þegar hann
beitti tungunni sem hraö-
ast.
I leikskrá segir ennfremur að
hópurinn hafi gert tilraun til að
taka Strindberg á orðinu, þar
Túlkun Ingu Bjarnason á
frökeninni sjálfri var lika á köfl-
um mjög markviss og sannfær-
andi — ef maður vissi hvað um
var að vera. Geðfelldastur og
stundum lika magnaðastur
fannst mér þó leikur Sólveigar
vera. Einkánlega hefur hún
vald yfir raddbeitingu sem
margir leikarar mættu öfunda
hana af. Og mikið væri gaman
ef við ættum leikskáld sem gæti
samið skapgerðarhlutverk
handa þessari ungu leikkonu.
Fröken Júlia Alveg Óð mun
vera annað viðfangsefni Hreyfi-
leikhússins. Fyrra verkið átti ég
þess ekki kost að sjá. Hins vegar
er það einlæg von min að leik-
húslif islendinga fái að njóta
þeirra krafta sem þarna eru á
ferð oftar. Einmitt um þessar
mundir sýnumst við vera heldur
fátæk af hvers konar tilrauna-
leikhúsum,sem áreiðanlega eru
þó nauðsynleg allstaðar þar
sem leikhúsi er nokkur virðing
sýnd. Viðeigum enga heimtingu
á að allar tilraunir takist, en
flestar ef ekki allar eiga þær
fullan rétt á sér. Fari eitthvað
úrskeiðis er ekki annað en reyna
aftur og láta sér takast betur.
HP
á orðinu?
Fríkirkjuvegur 11
Hreyfileikhúsið sýnir:
Fröken Júlia Alvegóð.
Fröken Júlia: Inga
Bjarnason
Jean: Nigel Watson
Kristin: Sólveig Hall-
dórsdóttir
Ekki hefur Strindberg sálugi
þurft að snúa sér við í gröf sinni
á sunnudaginn var af þeim sök-
um að honum væri enginn
gaumur gefinn i höfuðborg is-
lendina. Um miðjan dag var
fluttur i Rikisútvarpinu þáttur
um Sofffu Guðlaugsdóttur, og
mátti þar m.a. heyra hana og
Gest Pálsson flytja lungann úr
niðurlagi leikritsins Fröken
Júliu. Og um kvöldið gafst kost-
ur á að sjá hina sömu Júliu al-
veg óða i leikgerð hópsins sem
kallar sig Hreyfileikhúsið.
Að þvi er segir i leikskrá hefur
handrit sýningarinnar verið
„unnið af hópnum upp úr texta
Strindbergs, Bibliunni, islensk-
um söngvum og frjálsum æfing-
um leikaranna undir stjórn Nig-
el Watson”.
Varla getur hjá þvi farið að
nokkrar efasemdir vakni, þegar
tekið er til við að hressa upp á
eða umsemja leikrit af þessu
tæi. Ber engan veginn að skilja
það svo að undirritaður telji
slika yngingarstarfsemi engan
rétt eiga á sér. Siður en svo.
Þess verður hins vegar að gæta
að velja til yngingar verk sem
þurfa hennar með eða sem gefa
má nýtt lif og nýtt hlutverk með
þvi móti.Einnig verður að gæta
þess að hið nýja verk öðlist slikt
lif og verði svo óháð hinu fyrra
verki að það geti staðið sjálft.
Sannast sagna efast ég mjög um
að þessum tveim skilyrðum sé
fullnægt i þvi dæmi sem hér
ræðir. 1 fyrsta lagi hlýtur að
vera vafamál hvort karakter-
leikrit eins og Fröken Júlia er
vel til yngingar fallið. Leikritið
fjallarum vandamál yfirstéttar
sem islendingum er sem betur
fer harla framandi. Það er auk
þess samið af höfundi sem kunni
óvenju vel þá kúnst að búa til
leikrit, hvað sem annars má um
hann segja. Verk hans þarfnast
þess næsta sjaldan að vera um-
skrifuð. í annan stað virtist mér
mjög vafasamt að leikhúsgestir
fengju nokkra heillega mynd af
þvi sem um var fjallað, nema
þeir þekktu upprunalega verkið.
Og þá vaknar náttúrulega
spurningin: Hvaða erindi á sýn-
ing sem þessi til okkar, ef hún
gerir þá kröfu að við kynnum
okkur fyrst leikrit sem hefur
verið fjarska sjaldséð á íslensk-
um fjölum og ekki er til í is-
lenskri útgáfu. Leikhússvönum
svium, sem þekkja sinn
Strindberg, kynni aö þykja mat-
ur i sliku, en tæplega fákunn-
andi islendingum. Þegar svo
Úr einu atriði hreyfileikhússins Fröken Júlia alveg óð.
sem hann segist hafa reynt
„einungis... að skapa nýtt form
til að uppfylla þær kröfur sem
ég imynda mér að nútimamenn
ættu aðgera til þessarar listar.”
Þetta verður ekki skilið á annan
veg en að hópurinn hugsi sér að
sá stilfærði og yfirspennti leik-
máti sem hann beitir, sé einmitt
það sem nútimamenn krefjist,
af ieikhúsinu. Vel má vera að
undirritaður falli tæpast undir
skilgreininguna „nútima-
menn”. Honum er að minnsta
kosti mjög til efs að háspenna af
þessu tæi sé það sem mest skorti
á i islensku leikhúslifi. Það sem
hann saknar mest þar er einmitt
hófstilling, einhvers konar við-
urkenning á að tilfinningar
(ekta eða uppgerðar) megi tjá
með öðru en ópum og ósköpum.
Þeir agnúar sem nú hafa ver-
ið raktir voru eiginlega enn sár-
ari en ella vegna þess að leikar-
arnir þrir sem fram komu, Nig-
el Watson, Inga Bjarnason og
Sólveig Halldórsdóttir, sýndu
svo ekki varð um villst að þau
kunna mikið fyrir sér og ráða
yfir ótviræðri tækni. Hreyfingar
og látbragð Nigel Watsons er
t.a .m. áleitin Ieikbrögð, og hann
virðist hafa likama sem mis-
bjóða má u.þ.b. takmarkalaust.
Hafa þurft að greiða
32 milljónir ó borðið
í gatnagerðargjðld
„Ein meginorsök þess, að
iðnfyrirtæki hafa flúið Reykja-
vikurborg og byggt húsnæði yfir
starfsemi sina I öðrum sveitar-
félögum, er vafalaust sú, að i
Reykjavik verða fyrirtæki aö
greiða strax gatnagerðargjöld
af þvi húsi, sem byggja má á
viðkomandi lóð, en i sumum
öörum sveitarfélögum i ná-
grenninu mega fyrirtækin
greiða þessi gjöld eftir þvf sem
byggt er á lóðinni”, sagði Davið
Scheving Thorsteinsson, for-
maður Félags islenskra iðnrek-
enda, i viötali við Visi.
Á undanförnum árum hafa
mörg fyrirtæki flutt starfsemi
sina úr höfuðborginni og til ná-
grannasveitarfélaga, t.d. Kópa-
vogs og Garðabæjar, þegar þau
hafa þurft að byggja yfir starf-
semi sina.
Þurfti að greiða 32 millj-
ónir
Davið sagöist telja, að þessi
krafa um greiðslu alls gatna-
gerðargjaldsins strax væri
vafalaust helsti orsakavaldur-
inn. Hér væri heldur ekki um
neinar smáupphæðir að ræða.
T.d. hefði eitt fyrirtæki, sem
fékk lóð á s.l. hausti, þurft að
greiða 32 milljónir i gatna-
gerðagjöld.
„Iðnfyrirtæki vilja helst fá
stóra lóð, sem hægt er að byggja
á smátt og smátt á 10-15 ára
timabili. Sum nágrannasveitar-
félög Reykjavikur hafa sýnt
þessu skilning, og leyfa fyrir-
tækjunum að greiða gatna-
gerðagjöldin eftir þvi sem bygg-
ingu á lóðinni miðar áfram. Hér
er hins vegar gerð krafa til þess
að öll gatnagerðargjöld séu
greidd strax i upphafi,” sagði
hann.
Orkusalan er mál sveit-
arfélaganna
Davið sagði, að ýmis önnur
atriði kæmu þarna inn i mynd-
ina. Mætti i þvi sambandi nefna
orkusöluna, en mikill munur er
á orkuverði til iðnaðar á höfuð-
borgarsvæðinu og t.d. til sam-
bandsverksmiðjanna á Akur-
eyri, eins og Visir hefur skýrt
frá.
„Þetta er auðvitað mál
sveitastjórnanna, þvi þær selja
raforkuna i smásölu. Og hingað
til hefur sú stefna ekki veriö
rikjandi að selja neytendum
raforkuna á þvi verði, sem það
kostar að selja þeim hana. Þess
vegna hafa stórnotendur ekki
notið þess, eins og sums staðar
annars staðar, að þeir kaupa
mikið magn.”
Verður Reykjavík að
svefnbæ?
Aðspurður hvort hann hefðu
trú á, að um stefnubreytingu
yrði að ræða hjá borgaryfir-
völdum i þessu efni, sagði
Davið: „Ég get ekki imyndað
mér annað. Mér þykir ótrúlegt,
að stefnt veröi að þvi aö Reykja-
vik verði eins konar svefnbær og
þjónustumiðstöð. Hins vegar
höfum við ekki enn orðið varir
við stefnubreytingu nema i
sambandi við yíræktarver, sem
erlendir aðilar hyggjast koma á
fót hér á landi. Þar hafa borgar-
yfirvöld lagt verulega áherslu á
að fá fyrirtækið til Reykjavikur.
un ætlunin, að slikt ylræktar-
ver greiði engin gatnagerðar-
gjöld, engin heimæðagjöld og
engin heimtaugagjöld. Þetta er
annað en islenskur iðnaöur á að
venjast,” sagði Davið.
Borgarráð lætur kanna
málið
Brottflutningur iðnfyrirtækja
frá höfuðborginni er nú orðinn
svo mikill, að borgarráð hefur
samþykkt að fela borgarverk-
fræöingi að láta kanna hversu
mörg fyrirtæki hafi flutt þannig
til annarra sveitarfélaga, og
hvers vegna hvert fyrirtæki um
sig tók þá ákvörðun að flytja frá
Reykjavik. _ ESJ