Vísir - 11.01.1977, Qupperneq 17
VISIR Þriðjudagur 11. janúar 1977
r
^...... ..........................
17
Umsjón: Óli Tynes J
HVENÆR FARAST FLUG-
VÉLAR OG HVERSVEGNA?
Sovéski vísindamaðurinn
dr. A. Jolkin hefur mikið velt
því fyrir sér hversvegna skip
og flugvélar hverfa í
„Bermuda-þríhyrningnum"
Enginn veit með vissu hversu
mörg slys hafa orðið á og yfir
Atlantshafi á svæðinu milli
Bermuda-eyja, Florida og
Puerto Hico, en mörg eru þau
orðin. Við hlifum lesendum við
lýsingum á hræðilegum viö-
burðum, en minnumst aðeins
nokkurra af þeim hundruðum
staðreynda, sem ekki hafa hlot-
ið viðunandi útskýringu ailt til
þessa dags.
5. desember 1945 hófu fimm
orrustuvélar sig til flugs i fyrir-
taks veðri frá Fort-Lauderdale
herflugvellinum i Floridafylki.
Flugvélarnar báru samheitið
„Squadron-19” og yfirflugstjóri
var Charles Taylor, lautinant.
65 minútum eftir flugtak heyrði
flugumferðarstjórinn i Fort
Lauderdale rödd Taylors sem
sagði áhyggjufullur: „Við erum
að farast.... við hljótum að hafa
villst.”
Sjóflugvél frá hernum hóf sig
þegar til flugs til að leita þeirra
sem lent höfðu i slysinu. En
brátt rofnaði einnig sambandið
við sjóflugvélina. Alls hafa yfir
100 stór og smá skip og u.þ.b. 20
flugvélar týnst á svæði
„Bermuda-þrihyrningsins” sið-
an þetta gerðist.
Fleiri hættusvæði
En þetta er ekki eini staðurinn
þar sem gætt hefur svo undar-
legra atburða. A svæðinu milli
Japans, eyjunnar Guam og
Filippseyja hafa svo mörg skip
og flugvélar farist að japanska
rikisstjórnin hefur lýst það
hættusvæði.
SU skoðun er mjög á kreiki að
ekki sé um að ræða neinn „þri-
hyrningsleyndardóm” heldur sé
það sem á þessum svæðum ger-
ist afleiðing reynsluleysis og
mistaka skipstjóra og flug-
manna. En þetta sjónarmið
byggir ekki á pottþéttum rök-
um. Enginn vafi leikur á þvi aö
fyrreða siðar mun gátan verða
ráðin. En þangað til er verið að
rannsaka þessi svæði gaum-
gæfilega. Rannsóknirnar fara
fram á sjónum, i loftinu, úti i
geimnum og á rannsóknarstof-
um visindamanna. Sovéski
eðlis- og stærðfræðingurinn dr.
A. Jolkin,kom nýlega fram með
athyglisverða og timabæra til-
gátu.
— Eg vilekkihalda fram sér-
staklega annarri af tveimur
skoðunum sem myndast hafa
um þrihyrningana, semsé að
þetta sé visindalegt vandamál
eða að þetta komi visindunum
ekki við. Ég gekk aðeins út frá
þvi að vandamálið væri fyrir
hendi og reyndi að komast að
raun um hvort möguleiki væri á
þvi að þessi slys hlýddu ein-
hverju ákveðnu lögmáli, segir
dr. Jolkin.
Þegar ég hafði safnað saman
tölfræðilegum upplýsingum um
flugvélarnar sem farist höfðu sá
ég að ákveðið lögmál gilti um
timasetningu hvarfs þeirra
(þegar um skip er að raeða er
timasetningin ónákvæmari) og
var þetta lögmál i tengslum við
stjarnfræðileg fyrirbæri, nánar
tiltekið staðsetningu og inn-
byrðis afstöðu jarðar, tungls og
sólar.
Eins og kunnugt er þeytist
heimkynni okkar, jörðin, um
geiminn eftir mjög flókinni
braut og tekur þátt i mörgum
mekaniskum hreyfingum. Þar
af leiðir að afstaða jarðar til sól-
ar og tungls er stöðugt að breyt-
ast, enda standa þau heldur ekki
kyrr á sama stað. Sól og tungl
hafa þvi ekki alltaf sömu áhrif á
jörðina.
Tungliö áhrifavaidur?
Þar sem jörðin er samanþrýst
við heimskautin hafa sól og
tungl meiri áhrif á þann hluta
hennar við miðjarðarbaug sem
næstur þeim er. Við þetta
myndast öfl sem reyna á vissan
hátt að snúa öxulhreyfingum
jarðarinnar við. Ahrif þessara
afla eru mest i desember og
júni, en minnst i mars og sept-
ember. Auk þessara afla hafa
sól og tungl áhrif á plánetu okk-
ar með flóðmyndandi öflum,
sem breyta nokkuð lögun jarð-
arinnar. Styrkleiki þeirra og
stefna er heldur ekki alltaf eins.
Mest eru áhrif þeirra þegar nýtt
tungl er og aftur þegar fullt
tungl er. Braut tunglsins um-
hverfis jörðina er sporbaugs-
mynduð og þvi er tunglið sifellt
að nálgast okkur eða fjarlægj-
ast. Þegar tunglið er næst jörðu
er flóðmyndunarafl þess 40%
meira en pegar það er lengst i
burtu.
Ég reiknaði út hver afstaða
tungls og sólar hefði verið þá
daga sem flugvélar höfðu horfið
sporlaust. Þá kom i ljós að þær
höíðu horfið annað hvort þegar
nýtt tungl vareða fullt og þegar
tunglið var næst jörðu.
Þetta lögmál gefur ástæöu til
að ætla að við þessar ákveðnu
aðstæður geti flóðöfl tungls og
sólar komið af stað hreyfingum
jónaðra jarðlaga neðansjávar,
sem auka skyndilega segul-
magn jarðar á viðkomandi
svæði. Við þessar aðstæður er
mögulegt að venjulegir áttavit-
ar, úr, raftæki og rafeindatæki
bili, og það gerðist einmitt i
þeim tilvikum sem hér er um að
rajöa. Og þetta gæti hafa verið
ein áf ástaéðunum iyrir siysun-
um.
Til’gátan er enn ekki orðin að
kenningu, en engin visinda-
kenning verður til nema tilgáta
komi fyrst. Ef i ljós kemur að
tilgáta dr. Jolkins bendirtil þess
að visst lögmál hafi verið rikj-
andi þegar flugvélarnar hurfu,
en tilviljun hafi ekki ráðið
(möguleiki sem höfundur tilgát-
unnar útilokar þó ekki), þá get-
ur þetta ekki aðeins haft
„hreina” visindalega merk-
ingu, heldur einnig praktiska.
Nærallir „þrihyrningarnir” eru
mikii umferðarsvæði, bæði i
lofti og á legi. Það væri því m jög
æskilegt að vita með vissu hve-
nær óhætt er að ferðast um
svæðið og hvenær það getur haft
áhættu i för með sér.
Jaröskjálttaspár
Ef tilgátan er rétt verða næstu
hættuaugnablik 20. desember og
18. janúar.
Dr. Jolkin telur ekki útilokað
aö þau öfl sem eru að verki á
þrihyrndu svæðunum hafi einn-
ig áhrif á myndun aðstæðna á á-
kveönum svæðum neðansjávar,
sem leiða til jarðskjálfta. Þetta
getur haft þær aíleiðingar að
miklir jarðskjálftar verði á
timabilinu 5.-8. og 20.-25.
desember i ár, og 5.-8. og 18.-22.
janúar næsta ár á eftirtöldum
svæðum: Tyrkland (i Taurus-
fjöllum), Nýja Sjáland og Jap-
an, Suður-Ámerika (frá 20. til
35. gráðu suðlægrar breiddar)
og Kaliforniufylki i Bandarikj-
unum.
Að lokum getum við bætt þvi
viö, aðsl. sumar spáðidr. Jolkin
þvi að jarðskjálfti yrði í Tyrk-
landii lok nóvember. Sem kunn-
ugterrættistsú spá. „Það getur
vel verið að það háli lika veriö
tilviljun”, segir visindamaður-
ínn. APN
„Loftárás á
Landhelgisgæsluna fyrirhuguð”
sagði i fyrirsögn hér á flugsið-
unni fyrir nokkru. Þar var frá
þvi greint að ýmsir menn eru
óánægðir með að Gæslan skuli
vera að kenna nokkrum stýri-
mönnum sinum á þyrlu.
Flugnám er dýrt og menn
þurfa aö borga það sjálfir.
Þyrlunám er ennþá dýrara, en
þó eru nokkrir sem haf a lagt ú t i
það, íyrir eigin reikning. Þeim
þykir hart að rikið skuli nú búið
að taka að sér ókeypis flug-
kennslu, og hafa rætt við alþing-
ismenn og aðra framámenn.
Ekki hefur orðið nein spreng-
ing útaf þessu ennþá, enda telur
Gæslan-sig hafa nóg af skotfær-
um til að hrinda þessari loftár-
ás, ef af verður.
Hefö hjá öörum rikjum
Gæslan er þarna til dæmis að
íylgja hefð sem er nærri algild
hjá flotum og strandgæslum
annarra rikja. Þar eru flug-
menn jafnan teknir úr röðum
liðsmanna og þjálfaðir upp, en
ekki fengnir utanaðfrá. Þessu
fylgja ýmsir augljósir kostir,
viðkomandi eru til dæmis
kunnugir siðum, störfum og
starfsaðferðum. Þeir stýrimenn
sem Gæslan hefur valið sem
þyrluflugmenn eiga að baki
meira en áratug sem starfs-
Nýjasta þyrla Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur af ýmsum orsökum heppilegast að þjálfa flugmenn
úr eigin röðum.
LOFTVARNIR LAND-
HELGISGÆSL UNNAR
menn hennar og eru því vissu-
lega öllum hnútum kunnugir.
Þeir haia lika gert Land-
helgisgæsluna að sinu ævistarfi
og þvi iitil hætta á að þeir hlaup-
ist á brott.
Þá er það veigamikið atriði að
með þessu íyrirkomuiagi spar-
ast fé og „mannskapsnvting”
veröurbetri þegar frammi sæk-
ir, en ef ráðinn væri flugmaður
utanfra.
í lofti og á sjó
Þessir stýrimenn verða á-
fram á stýrimannskaupi, en fá
aðeins aukaþóknun i'yrir þá
tima sem þeir koma til með að
fljúga, aðnáminu loknu. Nú eru
laun þvrluflugman'na töluvert
hærri en stýrimanna þannig að
þarna sparast töluvert fé.
Þá er einnig hægt að nýta
þessa menn miklu meira en ein-
hvern sem kæmi utanfrá. Þeir
eru jii áfram stýrimenn. Þyrlu-
flugmenn fljúga yfirleitt ekki
nema nokkurhundruð tirria á
ári, þegar þessir þyrluflugmenn
gæslunnar eru ekki að þeyta
loftið, er hægt að senda þá á sjó-
inn ef með þarf.
Landhelgisgæslan telur þvi,
að þótt stofnkostnaður við þjálf-
unina sé töluverður, sé þetta
fyrirkomulag miklu hagkvæm-
ara þegar frammi sækir.
—ÓT