Vísir - 11.01.1977, Side 23

Vísir - 11.01.1977, Side 23
23 VISIR Þriðjudagur /--------------------- 11. janúar 1977 V. / Sala á sláturleyfum í landhelginni og þekking á peningalegri starfsemi „Nú er fækkun skipa er fiskveiðar stunda einmitt f samræmi við kenningar og tillögur skraddarans og má þvisegja, að svoótrúlega sé málum komið, aðhér virðist vera að komast á samvinna um stefnu I þá átt, að draumórar hans verði að veruleika,” segir Jóhann. Jóhann Arnason hefur sent okkur cftirfarandi pistil um skoðanir sinar á auðlindaskatti, skattafrum varpinu nýja og stcfnu Scðlabankans i vaxta- málum: Maður er nefndur Kristján Friðriksson, oftast kenndur við verslunina Ultima, sem saumar og selur fatnað af ýmsu tagi. Að sögn hefur þetta fyrirtæki hans verið honum mikil auðlind og hefur þessi velgengni að likind- um valdið þvi, að hann telur sér flesta vegi færa og i leit, að verðugu viðfangsefni, hefur hann nú haslað sér völl á hafinu umhverfis landiö. Að hætti ým- issa mikilhæfra brautryðjenda hefur hann gerst sjálfkjörinn fræðari um uppeldi fiska, nýt- ingu afla og annað það, er hag- nýtingu þessara auöæfa varðar. Þetta nýja athafna- og auð- lindasvæöi hefur Kristján kort- lagt mjög nákvæmlega i sam- ræmi við kenningar sinar og hugmyndir um stjórn á fisk- uppeldi og sölu á sláturleyfum á þeim fiskum, sem náð hafa viss- um þroska eða kroppþunga eins og það er orðað um dilka i sláturtiðinni. Þetta nýja fyrir- tæki byggir Kristján á leyfis- og bannsvæðakerfi umhverfis landið. A þeim landssvæðum sem liggja að bannsvæðum skal iðnaður rekinn (t.d. sauma- skapur fyrir Ultima) en á hinum svæðunum eru sláturhúsin og þar geta menn keypt veiðileyfi gegn greiðslu á auðlindaskatti. Þetta fyrirkomulag rökstyður skraddarinn með tilvisun til þess aö fjöldi manna greiðir fyr- ir veiðileyfi i ám og vötnum! Ýmsir áhugasamir Þött Kristján sé framsóknar- maður og maður afreka i þeim flokki, væri ekki ástæða til að ræða þetta frekar, ef ekki kæmi til, að menn eins og Davið Scheving Thorsteinsson og Jón- as Kristjánsson, ritstjóri Dag- blaðsins, hafa nú að þvi er virð- ist látið sannfærast, og gerst á- hugasamir um framkvæmd þessa hugarfósturs Kristjáns Friðrikssonar, enda mátti lesa i Dagblaðinu fyrir nokkru siðan grein eftir Jónas, þarsemhann metur væntanlegan „Auðlinda- skatt” á 7.000 milljónir króna. Hins vegar færi það ólikt betur- umbótavilja ritstjórans, ef hann beitti ekki pennafimi sinni til stuðnings málefni, sem að hans mati, er svona mikils virði fyrir velgengni islendinga. Uppgjör eða vertiðarlok Hinn 27. þ.m. skrifar K.F. enn grein um þetta mál og hefur honum heldur vaxið ásmegin, þvi nú er væntanlegur ,,auð- lindaskattur” orðinn nokkri'r milljarðatugir. Ekki ætti þessi tilkynning að draga úr fylgisá- huga aðdáenda hans, sem fjölg- ar óðum, ef álykta má af aug- ljósum afleiðingum skattafrum- varpsþess, er nú liggurfyrir til jamþykkir á Alþingi, en þar mun að finna ákvæði um, að skattgreiðendum heimilist ekki hærri upphæö en 1/4 vaxta af skuldum þeirra til frádráttar og ennfremur að sé t.a.m. um at- vinnurekanda eða útgerðar- mann að ræða, ber viðkomandi aö auki að reikna sér ákveðnar tekjur af atvinnurekstrinum, þótt um taprekstur sé aö ræða. Hvernig slikar aðfarir eru tald- ar samrýmast stjórnarskránni og/eða stefnu Sjálfstæðisflokks- ins er mér torskilin ráögáta. Geri maður ráð fyrir þvi aö þingiö samþykki slika lögleysu, hefur skattskrárrannsóknin al- kunna hins tekjuháa að nokkru skattfrjálsa „mannvinar” og hana nóta borið rikuleganávöxt enda er fyrirsjáanlegt að þetta þýðir uppgjöf eða vertiðarlok fyrirallan þorra þeirra atvinnu- rekenda til lands og sjávar, sem starfa með lánsfé og verða þar af leiðandi að greiða hærri vexti (beint og óbeint) en tiðk- ast meðal þjóða, sem kunna skil á notkun peninga i opinberri þjónustu. Getur nokkuð bent á seðlabanka annanen þannis- lenska, sem rekur sambærilega okurvaxtastarfsemi? Draumórar og veruleiki Nú er fækkun skipa, er fisk- veiðar stunda, einmitt i sam- ræmi við kenningar og tillögur skraddarans og má þvi segja, aðsvo ótrúlega sé málum kom- ið,að hér virðist vera að komast á samvinna um stefnu i þá átt, að draumórar hans verði að veruleika. Geta menn þá farið nærri um það, hve alsæll hann og aðdáendur hans muni vera, er þeir hugleiða að ný gullöld muni renna upp þegar millj- arða-tuga-vonar-farið „Auðlind Kristjánsdóttir” lætur úr höfn. Þar um borð vera ekki skinn- klæddir menn með sýru á kút- um, enda annað hlutskipti búið þeim: Tropicana-salanum, rit- stjóranum og fjármálaráðherr- anum — eða þessum manni, sem kom úr Philipseyjaförinni heilaþveginn.segja sumir. Ekki er það min skoðun, en menn lit- illar fjármálaþekkingar hafa æ- tiðverið útsmognum bragðaref- um auðveld fórnarlömb og þeim nægir styttri timi en tekur að fljúga austur og vestur aftur yf- ir Stóra-Rússland. Okurvaxtastarfsemi Seölabankans Ef til vill verða ekki allir þingmenn sammála um ágæti þessa skattafrumvarps og vitað er, að þar er ennþá, að finna menn sem hafa kjark til, að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Má i þessu sambandi minna á athugasemd Sigurlaugar Bjarnadóttur varðandi ráðstöf- unarrétt hins gjafmilda Seðla- bankastjóra á 337 milljón króna hagnaði af sölu minnispeninga eins og kunnugter. En vegna at- hugasemdar hennar má h'klega vænta umfjöllunar Alþingis og þá e.t.v. skynsamlegri ráðstöf- unar þessa fjár og þá t.d. til innborgunar á yfirdr.skuld rikissjóðs við bankann. Ekki er siður nauðsynlegt að láta fram l'ara rannsókn á þvi, af hvaða toga hin takmarkalausa okur- vaxtastarfsemi Seðlabankans er sprottin þar sem vitað er, að afkoma atvinnuveganna til lands og sjávar er ekki þann veg farið, að þeir geti greitt milljarða i okurvexti og jafn- framt axlað þær skattbyrðar, sem almennt er viðurkennt að eru komin yfir öll viðráðanleg takmörk. Aö kunna skil á peningalegri starfsemi Þann 4. þ.m. var greinarkorn i Visi um rekstrarafkomu iön- aðarins árið 1975. Segir þar að tapið hafi numið 887 milljónum eftir að greiddar voru m.a. 4 milljarðar i vcxti. Sýnir þetta og sannar afleiðingar okur- vaxtastefnunnar. Varla ætti mönnum að vera ofraun að gerasér grein fyrir þvi, hver af- koman hefði verið, ef þessir vextir hefðu verið helmingi lægri, eða jafnvel einn þriðji af þessari upphæö. Fyrir um það bil ári siðan, lækkuðu ameriskir seðlabankar vexti úr 6,75% i 6,25% til aðstoð- ar við atvinnuvegi landsins. Nokkru siðar lækkuðu einnig þýskir bankar vextina i sama tilgangi. Til samanburðar má enn minna á, að 2% mánaðar- legu vaxtaveltureikningar Seðlabankans svara til 27% ársvaxta og 2 1/2% til 35%! Liklega verður að skýra þetta þann veg, að seðlabankastjórn- in telji okkur islendinga geta haft að engu þau lögmál sem gilt haía, og taiin eru i fullu gildi ennþá meðal þeirra þjóða, sem kunna skil á peningalegri starfsemi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.