Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 1
HUGMYNDIR JÓNS SiGURÐSSONAR, FORSTÖÐUMANNS ÞJÓÐ- HAGSSTOFNUNAR, UM ENDURSKOÐUN LÍFEYRISMÁLANNA: ALLAR LÍFEYRISTRYGGINGAR SAMEINAÐAR I EITT KERH ,,Ég hallast sjálfur helst aö þvi, að tekið verði upp eitt heild- arkerfi fyrir lifeyristryggingar landsmanna, sem auk llfeyris- trygginga almannatrygginga taki að sér að rækja skuldbind- ingar lifeyrissjóðanna, sem fyr- ir eru, við félagsmenn þeirra, og fengi til þess tekjustofna þeirra og eignir samkvæmt sérstöku samkomulagi”. Þetta segir Jón Sigurðsson, forstöðumaöur Þjóðhagsstofn- unar, í itarlegu viðtali, sem birt er á bls. 8-9 i blaðinu i dag og fjallarum endurskoðun þá, sem nú stendur yfir á lifeyrissmál- um landsmanna, en Jón er for- maöur 7 manna nefndar sem vinnur aö þvi máli og f.ulltrúar vinnuveitenda og launþega eiga aðild að. Þessi nefnd var skipuð sam- kvæmt samkomulagi launþega og vinnuvéitenda fyrir tæpu ári og átti upphaflega að skila áliti á siðasta ári. Starf nefndarinnar hefur hins vegar reynst mun meira og timafrekara en þá var áætlað, og er þvi ekki ljóst hve- nær nefndarálit með hugmynd- um nefndarinnar um nýtt lif- eyriskerfi allra landsmanna mun sjá dagsins ljós. — ESJ r Lokakafli greinargerðar FIB: Skátastarf er orðinn fastur þáttur hér í Vísi og œttu skátar og raunar miklu fleiri að finna þar sitt af hverju við sitt haefi Sjá bls. 17 - Börnin í Hólabrekkuskóla voru hress, en ekkert sérlega óþæg f gæsluleysinu. Innfelld mynd er af Sigurjóni Fjeldsted, skólastjóra. Mynd: —JA. Verður skólanum lokað? Sigurjón Fjeldsted, skóla- stjóri Hólabrekkuskóla, hefur skrifað Fræðsluráði bréf, þar sem hann kveðst ekki treysta sér til að halda uppi reglu- bundnu starfi i skólanum, ef kennarar sem eru aðilar að Landssambandi framhalds- skólakennara, fáist ekki tii að taka aö sér gæslu I frímínútum. „Ég tel það ábyrgöarleysi að kalla saman mörg hundruð börn i skólann og láta þau vera eftir- litslaus i friminútunum,” sagði Sigurjón við Visi i morgun. „Ég held fund meö kennurum ILSFK á eftir til að kanna hvort einhverjir þeirra vilja halda á- fram gæslu'. Ef ekki, verður rætt við þá kennara okkar sem eru i öðrum kennarafélögum, til að athuga hvort þeir vilja leggja á sig aukagæslu.” „Ef það gengur ekki heldur, veit ég ekki hvað gerist. Þaö verður örugglega truflun á starfseminni, þvi ég treysti mér ekki til að hafa börnin eftirlits- laus úti i friminútunum. —ÓT. Sporgöngumenn fógetans í Notthingham? Sjó grein Haralds Blöndals lögfrœðings á blaðsíðum 10 og 11 Bílaskoðunin á verkstœðum? i lokakafla greinargeröar Félags íslenskra bif- reiðaeigenda um númeramálið og Bifreiðaeftirlit rikisins er fjallað um bifreiðaskoðunina/ og hvort dýrara verði að flytja hana inn á bifreiðaverkstæð- in. FIBtelursvoekkivera. Sjá bls. lOog 11. ——m*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.