Vísir - 25.01.1977, Side 8

Vísir - 25.01.1977, Side 8
EE Þriðjudagur 25. janúar 1977 vism TELUR HEPPILEGAST, AÐ LIFEYRISTRYGGINGAR ALMANNATRYGGINGA OG LIFEYRISSJOÐANNA Heildarkerfi fyrir tryggingar allra I „Ég hallast sjálfur helst að þvl, að tekiö verði upp eitt heildar- kerfi fyrir lifeyristryggingar landsmanna, sem auk lifeyris- trygginga alm annatrygginga tæki að sér að rækja skuldbind- ingar Hfeyrissjúðanna, sem fyrir eru, viö félagsmenn þeirra og fengi til þess tekjustofna þeirra og eignir samkvæmt sérstöku samkomulagi”, sagði Jön Sigurðsson, forstöðumaður Þjóö- hagstofnunar, I viðtali við Visi, en hann er formaður 7-manna nefndar sem endurskoðar lif- eyristilhögun þeirra, sem eru á samningssviði ASÍ og vinnuveit- enda. Það kom fram i viötalinu við Jön, að mikið athugunar- og rannsóknarstarf er nú I gangi vegna endurskoðunar Hfeyris- málanna, og taldi hann nauösyn- legt að tíyggja vandaðan undir- búning þeirra tiilagna, scm nefndin kynni að leggja fram, og þvi erfitt að segja til um hvenær nefndaráiit myndi liggja fyrir. ' Tvær nefndir 1 júlilok i976voruskipaðar tvær nefndir til að vinna að endurskoð- un lifeyriskerfisins I samræmi viö lifeyrissamkomulag ASI og vinnuveitenda. Onnur nefndin er skipuö 17 mönnum og er ætlað að vera vettvarigur fyrir heildarend- urskoðun lifeyriskerfis fyrir alla landsmenn, en innan 17-manna nefndarinnar starfar sérstök nefnd skipuð 7 mönnum, og er henni ætlað að kanna sérstaklega málefni lifeyrisþega á samnings- sviði ASt. Formaður 7-manna nefndarinnar er Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar, en aðrir i nefndinni eru Björn Jónsson, Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur H. Garðarsson frá ASl, og Jón H. Bergs, Skúii Pálmason og Gunnar Friðriksson frá vinnuveitendum. Formaður 17-manna nefndarinnar er dr. Jó- hannes Nordal, en i henni sitja auk þeirra sjö, sem fyrr er getið, fulltrúar frá rikisstjórninni. Blaðamaður Visis ræddi á dögunum við Jón Sigurðsson og fékk hjá honum úpplýsingar um störf nefndanna. ,,I raun og veru er eðiilegt að lita á 7-manna nefndina sem samningsbundna nefnd, þótt hún sé að formi tii stjórnskipuð, enda hefur hún starfaö samkvæmt þvi”, sagði Jón. „Nefndin hefur komið sex sinnum saman, en 17- manna nefndin tvisvar sinnum á formlegum fundi, enda tel ég eðli- legt, að starf þeirrar nefndar hefjist þá fyrst fyrir alvöru, þeg- ar fram eru komnar ákveðnar hugmyndirfrá 7-manna nefndinni um skipan lifeyrismála á samn- ingssviði ASl og vinnuveitenda, þvi lita veröur á hana sem frum- kvööul i málinu eins Og til þess er stofnað. Vinnuhópur manna úr báðum nefndum hefur starfað ut- an funda og á vegum nefndanna tveggja er nú heilmikið undirbún- ings- og rannsóknaverk i gangi”. Gerð lífeyrisþegaskrár „Eitt meginverkefnið, sem unnið er að, er gerð lifeyrisþega- skrár. Þessi skráning er gerð á grundveili þjóðskrár, skattskrár og skráa lifeyrissjóða og tekur til núverandi og verðandi lifeyris- þega, til aldurs þeirra og hjú- skaparstéttar o.þ.h., aðildar að lifeyrissjóöum, áunninna rétt- inda, eigna og tekna. Ætlunin er, að þessi skrá geti orðið undir- staða könnunar á einstökum sjóð- um og mats á mismunandi leið- um, bæði við að skipuleggja nýtt lifeyriskerfi og flytja þegar áunn- in réttindi yfir i nýtt kerfi. Verk þetta var hafiö með skráningu árgangsins frá 1904, sem þegar er lokið, en auk framhalds þessa verks verður einnig unniö að samningu tekjusögu þessa sér- staka árgangs, einnig til aö auð- velda mat á leiðum og lifeyris- réttindum i nýju kerfi. Þá hafa einnig verið gerð yfirlit yfir fjölda og tekjur alira fram- teljenda i landinu eftir aidri, hjú- skaparstétt og atvinnuflokkun til að unnt sé að gera sér grein fyrir — ekki einungis núverandi — heldur einnig verðandi hópi lif- eyrisþega. Til aö sinna þessum öðrum verkefnum endurskoðunarinnar hafa nefndirnar m.a. fastan starfsmann auk annarra starfs- krafta”. Viöamikil mál Jón sagöi, að fjölmörg atriði þyrftu að koma til skoðunar hjá 7- manna nefndinni. „Ég tei aö úrlausnarefnum endurskoðunarinnar megi skipta i fjögur meginsvið, þótt oft orki tvimælis hvernig skipta skuli. Þessi meginsvið eru: iifeyrisrétt- indin sjálf, skipulag og stjórn hins nýja kerfis og réttarstaöa, fjár- öflunaraðferð og fjárhagslegar afleiöingar, og tengslin viö núver- andi iifeyrissjóði”. Nýja kerfiö taki til allra landsmanna Jón sagði nefndarmenn þegar i upphafi verið sammála um, að hið nýja kerfi ætti að taka til allra landsmanna. „Eðlilegast viröist”, sagöi hann, „aö hið nýja kerfi taki til elli- og örorkulifeyris og makalif- eyris auk barnalifeyris, en mörk- in við aðrar bætur almannatrygg- inga, svo sem mæðralifeyri, fæð- ingarorlof o.s.frv., eru ekki alveg skýr. Ég tel að þessar greinar eigi ekki að vera hluti þessa kerfis. Um iifeyrisaldurer ekki ákveö- in skoðun mynduð, en áhersla Jón Sigurðsson, forstööumaöur Þjóöhagsstofnunar og formaöur 7-manna nefndarinnar. lögð á sveigjanleika i þessu efni eftir starfsgreinum. Athuga þarf vandlega möguleika á hlutalff-- eyri áður en 67 ára aldri er náö, ef menn vilja draga saman seglin og stytta vinnutima sinn t.d. eftir sextugt. Mest er þó um vert, að lagður verði viöunandi grunnur að myndun lifeyrisréttinda, sem tryggi öllum eðlilegan lifeyri I nokkru samræmi viö fyrri kjör en þó aldrei undir ákveðnu lág- marki”. Mjög misjöfn aðstaða líf- eyrisþega Nær allir launþegar landsins eruaðiiaraðlifeyrissjóðum I dag, eða eiga kost á aðild að þeim, en fjárhagsleg staða þessara sjóða er geysilega misjöfn, og kemur þar margt til, að sögn Jóns. „Sumir sjóðir njóta verðtrygg- ingar lifeyris, aðrir ekki, sumir eru gamlir og grónir, aðrir næst- um nýstofnaðir, og reglur um ið- gjöld og lifeyrisréttindi eru með ýmsum hætti. Við hlið lifeyris- sjóðanna eru svo ellilifeyris- greiðslur almannatrygginganna. Bæði kerfin starfa sjálfstætt og án nauðsynlegrar samræmingar, er t.d. kæmi i veg fyrir tvöfaldar tryggingar hjá sumum, en mjög lágar bætur til annarra. Eins skiptir miklu, að þeir, sem nú eru komnir á efri ár og hafa ekki safnað lifeyrisréttindum á langri ævi, bera hér skarðan hlut frá borði. Til marks um, hvernig þessum kjörum er nú skipt, kom fram við könnun nefndarinnar á tekjum árgangsins 1904 á árinu 1975, að af 1138. en það eru nær 96% alls árgangsins, voru 758 eða 67% utan lifeyrissjóða, og að þeir höföu sjálfsaflatekjur, miðaö við einhleyping, sem námu að meðal- tali 347 þúsund krónum á árinu, en 216 þúsund krónur frá al- mannatryggingum. 1 óverðtryggðum lifeyrissjóðum var 231, eða 20% af heildinni, og höföu þeir að meðaltali 170 þús- und krónur i eigin-tekjur, 246 þús- und frá almannatryggingum en 55 þúsund úr lifeyrissjóöi. í verð- tryggðum lifeyrissjóði voru 149 eða 13% og höfðu 179 þúsund krónur i eigintekjur, 182 þúsund frá almannatryggingum en 369 þúsund úr lifeyrissjóöi. Hér er alls staöar miðað við tekjur ein- staklingsigilda, þannig að tekjur hjóna eru umreiknaðar i einstakl- ingstekjur. A þessu ári hefur ástandiö i þessum efnum án efa breyst nokkuð til batnaðar, þ.e. vegna bráðabirgðaúrlausnarinnar, sem um var samið i vetur, en það hreyfir þó ekki meginatriöin”. Hugmyndir um nýtt líf- eyriskerfi Það kom fram hjá Jóni, aö nú væru i athugun hjá nefndinni nokkur dæmi um lifeyriskerfi, sem hugsanlega gætu komið i stað núverandi ellillfeyris, tekju- tryggingar og lifeyrissjóða, en giltu fyrir alla. Þau dæmi gerðu ráð fyrir, aö undirstaða lifeyris- kjara yrði grunntrygging, sem sennilega yrði nokkru hærri en núverandi ellilifeyrir, en I staö viöbótarlifeyris i mynd tekjú- tryggingar og lifeyris úr lifeyris- sjóðum kæmi sem almenn regla viðbótarlifeyrir sem ákveðiö hiutfall af meðaltekjum á starfs- ævinni. I upphafi kynni að verða miðað viö tekjur siðustu 10 starfs- árin áður en lifeyrir er tekinn, annaö hvort allar tekjurnar eða eingöngu þann hluta þeirra, sem fer fram úr grunntryggingu. „Til að gefa hugmynd um kerfi af þessu tægi mætti hugsa sér kerfi með 500 þúsund króna grunntryggingu fyrir hjón en sem viðbótartryggingu 40% af þeirri fjárhæð, sem meðalatvinnutekjur þeirra fóru fram úr 500 þúsund- um að meðaltali siðustu 10 árin áöur en lifeyristaka hófst, að vissu hámarki. Liklega yrði við- bótarlifeyrir hjóna, sem haft hafa meðaltekjur samkvæmt þessu kerfi um 4-5 hundruö þúsund á ári, sé dæmið miðað við tekjustig ársins 1976. Dæmi þetta er að sjálfsögðu alls ekki tillaga heldur sýnishorn hugsanlegrar tilhögun- ar, sem siðar yrði útfærð nánar. Sérstakt vandamál er i þessu sambandi það fólk, sem ekki hef- ur haft starfstekjur um dagana og þyrfti án efa að hafa einhvers konar sérstakan lifeyrisauka fyr- ir það. Einnig þarf að meta hvernig ákveða skuli rétt ekkna og ekkla til viðbótarlifeyris vegna starfstekna maka”., Jón sagði, að i þessum dæmum væri ætið miðað við, að aliar tölur um tekjur manna og grunnstærð- ir trygginga veröi árlega færöar til samræmis við rikjandi kaup- lag skv. visitölu launataxta i heild eða verðtryggðar með hliðstæð- um hætti. Einnig væri ætlunin að meta hvernig hugmyndir um önnur kerfi kæmu út og i öllum dæmum yrði kannað, hvað þau fælu i sér allmörg ár fram i tim- ann. „Enn er of snemmt að tala um niðurstööúr úr þessu verki, en mér virðist einsætt, að hið nýja kerfi hljóti að stefna að þvi al- mennt að tryggja öllum mönnum framfærslueyri i nokkru sam- ræmi við fyrri kjör, en þó aldrei undir tilteknu iágmarki, þegar þeir ná eftirlaunaaldri, verða fyr- ir skerðingu starfsorku eða missa framfæranda”. Jón Sigurðsson kvað þaö skoð- un sina, að róttækar breytingar á lifeyrisskipan verði ekki gerðar án þess að sett verði á fót alls- herjarkerfi, sem taki til bæði grunntryggingar og viðbótar- tryggingar, sem’ byggist á fyrri kjörum. „Án slikrar heildar- lausnar næst ekki nægileg yfirsýn og samræming kjara lifeyrisþega og sama gildirum fjárhagsleg at: riði. Innan SAL-sjóöanna er að visu hafin viðtæk samvinna um gagnkvæm réttindi og réjtinda- flutning manna milli sjóða. Enn þá er kerfið i heild þó þannig, að þaö býður misræmi heim, auk þess sem alls konar tilviljanir um timasetningu og félagsaðild geta nú skipt sköpum um lifeyrisrétt manna. Þetta er ósanngjarnt og ég held, að samræmi og jöfnuður náist ekki nema með viötækri sameiningu núverandi lifeyris- sjóða i eitt landskérfi. A sama hátt er torvelt viö núverandi aðstæður að tryggja nauösynlega yfirsýn yfir ávöxtun sjóðanna. Hér eins og viðar er verðbólgan að nokkru undirrót vandans. Lif- eyrismálin verða auöveldari úr- lausnar, ef verðbólgan er ham- in”. — Rœtt við Jón Sigurðsson, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar, um þá víðtœku endurskoð- un á lífeyrismálum landsmanna, sem nú fer fram á vegum tveggja stjórnskipaðra nefnda

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.