Vísir - 15.02.1977, Side 2

Vísir - 15.02.1977, Side 2
2 Þriöjudagur 15. febriiar 1977 VISIR C í reykjavIk ] Viltu leyfa bjórsölu á ís- landi? Siguröur örn Brynjólfsson, aug- lýsingateiknari: Alveg endilega. Bjórinn er þaö sem okkur vantar. Helga Júliusdóttir, póstfreyja: Já, bjór er bara hollur og þaö er mikiö betra aö hafa hann en margt af þessu sterka áfengi. Takmörkuö húsakynni Lindarbæjar voru þétt setin og sem sjá má skemmti fólk sér hiö besta. Kór Alþýöumenningar söng nokkur lög viö gitar undirleik. Mikil og fjölbreytt menningarvaka var haldin í Lindarbæ á sunnudagskvöldið. Var þar margt til skemmtunar og kunnu menn vel að njóta. Fyrir skemmt- uninni stóð Samfylking um alþýðumenningu, en mark- mið þeirrar fylkingar er meðal annars að varðveita/ endurvekja og efla alþýðumenningu á islandi. Myndirnar hér á siðunni gefa nokkra hugmynd um hvað fram fór á menningarvöku þessarb sem ætluð var alþýðu manna til dægrastyttingar og umhugsunar. — SJ Svanhildur Jóhannesdóttir kynnir les úr Tfskubókinni, þar sem konum Hér lýsir Þorgeir Þorgeirsson ör- fyrri ára eru lagöar lffsreglurnar. Reglunum var nánast lýst meö lát- lögum Alþýöuleikhússins. bragösleik. Hér er þaö „kerfiö” sem er til umfjöllunar. Bláir straumar Reykjavíkur Valdis Bára óskarsdóttir, nemi: Já, þaö ætti aö vera f lagi aö slaka aöeins á þessum reglum. Guömundur Eyjólfsson, sjómaö- ur: Eg mundi aldrei samþykkja þaö. Þaö er aöallega vegna unglinganna. Ragnhlldur Jósefsdóttir, hús- móöir: Alls ekki. Þaö mundi skapa mörg vandamál sem illráöanleg eru. Þaö hefur ekki fariö fram hjá neinum undanfariö aö Reykja- vfkurborg er veiöiréttareigandi talsveröur þótt borgin hafi löngum lftil afskipti haft af veiöimálum og látiö stofnanir eins og Rafmagnsveituna um slfkt, en þeir siöan Stangaveiöi- félag Reykjavikur, sem eru gömul og gróin samtök áhuga- veiöimanna. Fyrir utan Elliöa- árnar á Reykjavikurborg litla og laglega eign aö hluta sem nefnist Korpa og skilar ein-. hverjum dýrasta laxi á land miöaö viö veiöimagn og stanga- leigu. Samt er enginn tregöa á sölu veiöileyfa, enda er áin viö höndina svo aö segja, ekki siöur en Eliiöaárnar, og mun ekki lföa á löngu uns Korpa kemst „inn I Reykjavik” meö vaxandi út- þenslu byggöarinnar. Veröur þá Reykjavlk væntanlega heims- fræg fyrir tvær laxveiöiár innan borgar marka frekar en eina, eins og nú er. Þessar tvær laxveiöiár, Ell- iöaárnar og Korpa eru borgar- prýði og þvl mikilsvert hvernig um þar er gengið og meö þær er farið. Eiliöaárnar eru ein af meiriháttar laxveiöiám lands- ins, og hefur þaö veriö þakkaö Steingrlmi Jónssyni rafmagns- veitustjóra aö veröleikum hver laxagengdin I þeim er þrátt fyr- ir aö árnar hafa veriö virkjaöar og eru nú nokkuö aöþrengdar byggö. ótal hendur viröast vera á iofti viö aö halda uppi merki Steingrims, en Reykjavlkur- borg hefur enn sem fyrr þau sjónarmið uppi, aö hugsa lltt um eigin hagnaö af rekstri ánna, en heimila öörum aö hafa af þeim veg og vanda. Ber aö viröa þaö á mcöan áhuga- mennska en ekki bissness situr i fyrirrúmi. Um Korpu virðist nokkuö ööruvisi fariö. Þótt eignarhluti Reykjavikurborgar sé um 47% og áin sé nokkuð dýr i leigu, hefur borgin ekki af henni nein- ar tekjur svo vitaö sé. Geldur borgin þess, aö áburöarverk- smiöjan I Gufunesi fær einn fimmta hlut árvatnsins til kæl- ingar I verksmiöjunni. Þetta er gert á reikning borgarinnar þannig, aö hún fellur frá arö- skiptum vegna vatnstökunnar. Nú er Reykjavlkurborg annað betur gefið en láta lausan vatnsskatt, og kemur þvi nokk- uö á óvart aö hún skuli meö þessum hætti greiöa vatnsskatt fyrir áburöarverksmiöjuna, svo nemi áö llkindum á aöra milljón króna. En þaö eru lika peningar. Samkvæmt eign- arhiuta sinum á Reykjavikur- borg aö auki aö standa undir 47% af reksturskostnaði viö ána og er þess aö vænta aö slikt sé ekki gefiö eftir samkvæmt venju um viðskipti viö opinbera aöila. Fer þá kælivatniö i áburö- arverksmiöjunni aö veröa nokk- uö dýrt okkur útsvarsgreiöend- um, og þvi ástæöa til aö setja hér fram fróma ósk um, aö haf- ist veröi handa viö aö nýta eignarréttinn I Korpu betur en veriö hefur. Aburöarverksmiöj- an getur greitt vatnsskattinn sjáif, þótt ekki veröi i fijótu bragöi séö hvernig hann veröi metinn á milljón eöa meir. Þannig eru þær margar hol- urnar i stóru kerfi sem þarf aö passa. Þaö er auövitaö gott hjá borginni aö vera ekki meö á- gengni og ýtni viö menn eöa stofnanir, en hún veröur aö freista þess aö halda sinu. Bæöi Korpa og Eliiöaárnar eru glæsi- leg dæmi um vernd lifs og vatns i návlgi viö þéttbýli. A sama tima og aörar þjóöir veröa aö horfa upp á þaö I stórum mæli aö allir náttúrukostir spillist, vötn veröi aö fúlum druUupoll- um og fiskur drepist I ám, sem ekki eru orönar annaö en opin skolpræsi, gengur laxinn i biáa strauma Reykjavikur og stikar flúöir. Þetta er mest um vert. Hitt er lika mikils viröi aö borg- in hafi not af eignum sinum, og þurfi ekki aö gerast óbeinn skattgreiðandi vegna nota ann- arra af þeim. Svarthöföi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.