Vísir - 15.02.1977, Side 6

Vísir - 15.02.1977, Side 6
6 Spáin gildir fyrir miðvikud. 16. febr. 16- W Hrúturinn 21. mars—20. aprfl: Heima fyrir er einhver heldur til- litslaus, og þvi er andrúmsloftiö magnað spennu. Reyndu sjálfur að vera ekki eins eigingjarn. Fó- lagslifið er fremur rólegt. m Nautiö 21. apríl—21. mai: Þú munt sættast við einnhvern, sem þú raukst frá i fússi. Þessi manneskja kynni að hafa þrosk- ast mikið, og þú munt þvisjá hana nú i allt öðru ljósi. m Tviburarnir 22. mai—21. júni: Þú munt verða enn framtaks- samari, eftir að þér berst lof frá einhverjum, sem þú dáist að. Þú ferð liklega i stutt ferðalag i kvöld, og fyrir þá einhleypu er rómantik fyrirsjánleg, i sam- bandi við það. Krabbinn 21. júni—23. júlí: I öllum bænum faröu ekki aö | koma með þin góðu ráö, þó ein-i hver eigi i ástarsorgum. Til að ná sem bestum árangri, skaltu sinna föstum störfum. Þér berst óvænt heimboð. Nt Ljóniö 24. júlí—23. ágúst: Álit þitt fer vaxandi, en þú verður að sýna meira sjálfstraust. Þú færð tækifæri til að sýna hugrekki þitt, þegar þú ert beðinn um að taka á þig nýjan ábyrgðarhlut. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Einhver vinur þinn mun veikjast itilsháttar, og mun það breyta fyrirætlunum þinum. Ef veður leyfir, er iþróttaiðkun æskileg i kvöld. Þér berst stór reikningur. Vogin ' 24. sept.—23. okt.: Láttu ekki opinskátt um öll leynd- armál þin, þvi einhver þér ná- kominn mun tala um þig, þegar þú veist ekki af., Einhver þér ná- kominn er þrúgaður af heimilis- áhyggjum, og þú skalt hjálpa honum. Drekinn ______ 24. okt.—22. nóv.: Fyndni þin er orölögð, en hugsaðu um tilfinningar annarra, þegar þú lætur glósurnar flakka. Fylgstu með eyðslunni — þú virð- ist útsláttarsamur núna, og þú kynnir að sjá eftir þvi seinna. BogmaAurinn 23. nóv.—21. des.: Yfirstandandi breytingar kunna að valda þér áhyggjum. Þaö lag- ast ef þú getur lagað þig eftir aö- stæðum. Heilbrigö kimnigáfa er mikils virði. Steingeitin 22. des.—20. jan.: Vertu ekki alltof einskorðaður við vanann, heldur reyndu aö hleypa einhverju lifi i starf þitt. Stjörnurnar eru þér hliðhollar, svo þú hefur efni á að gera ýmsar tilraunir. Af hverju ekki að reyna eitthvað, sem þig hefur lengi langað til? Vatnsberinn 21. jan.—19. febr.: Þú átt óvenju annrikt i dag, og verður önnum kafinn allt fram á kvöld. Láttu ekki aðra rugla þig, og haltu þig viö eitt verkefni i einu. Fiskarnir _________ 20. febr.—20. niars: Þú virðist eiga mjög erfitt meö aö gera upp hug þinn, hvað persónu- legt málefni varöar. Leggðu allt jafnt á metaskálarnar og leitaðu ráða hjá vini, sem þú treystir. Réttast að gera upp fjármálin i tæka tiö. Þriöjudagur 15. febrúar 1977 vism

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.