Vísir - 15.02.1977, Side 11

Vísir - 15.02.1977, Side 11
VÍSIR Þriöjudagur 15. febrúar 1977 1 Óhjákvœmilegt að matbúa „Þaö er langt siöan fariö var aö nota hjálpargögn viö kennslu en ný tækni hefur gert þau mun fjölbreyttari. A siöustu árum hefur notkun þeirra lika aukist mikiö og er nú taliö óhjákvæmi- legtaö matbúa námsefniö þann- ig, aö þaö sé til boöa I fjölbreytt- ara formi en áöur,” sagði Guö- bjartur Gunnarsson forstööu- maöur Námsgagnamiöstöövar Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, sem nýlega var stofnuö og áöur hefur veriö sagt frá hér i blaö- inu. Guöbjartur lauk MA-prófi i kennslutækni frá bandariskum háskóla áriö 1969. Hann hóf störf hjá Fræösluskrifstofunni á siðastliönu hausti, en þá var hann nýkominn frá Kanada þar sem hann starfaöi i nokkur ár viö framleiöslu námsgagna og kvikmynda. Visir ræddi viö Guöbjart um þær breytingar sem nú eru aö veröa hér á landi á kennsiuaö- ferðum i grunnskólanum og fer frásögn hans hér á eftir. Ný tækni/ en sama formið „í nokkra áratugi hefur ýmis tækni rutt sér til rúms i kennslu- starfi, svo sem kvikmyndir, sjónvarp, skyggnur, glærur, segulbönd, útvarp og margt fleira. En að baki þessa hefur lengst af rikt sama formið, þ.e. einstefnumiðlun, þar sem kennarinn var milliliður milli nemandans og þekkingarinnar. I reglugerðum var sagt til um hvað skyldi kenna og síðan var mælt f tölum á vorin hvað mikið sat eftir i nemandanum og kall- að „námsárangur”. Þetta kerfi hefur í höfuðatriö- um verið notað hér fram til þessa. En með nýjum lögum um skólakerfi er talið timabært aö breyta vinnuaöferðum i Islensk- um skólum til samræmis við nú- timaaöferöir viö miölun þekk- inga.” Að taka á móti eða leita sjálfur „Undanfarna áratugi hafa veriö geröar á þvi rannsóknir hvernig nám fer fram og hvaö þaö er sem gerist, þegar nem- andi tileinkar sér þekkingu. Þarna eru aö verki heimspek- ingar, sálfræöingar og uppeldis- fræöingar. Þeir settu meöal annars fram spurninguna: Hver er tilgangurinn meö námi? Upp úr þessum hugmyndum spretta margvíslegar skilgrein- ingar kennslu og aðferöa til aö nemandinn tileinkaöi sér þekk- ingu fljóttxog vel og af áhuga. t nútimaskilningi á kennslu- starfi er hlutverk kennarans breytt. Hann er nú aö vera eins konar verkstjóri á vinnustaö. Hann er maöur sem hefur sér- hæft sig I uppeldisfræöum og miölun hugmynda og þekkir aö- ferðir til aö miölunin skili árangri. Reynt er aö virkja nemendur i náminu. Nú leita þeir sér þekk- ingarinnar sjálfir undir leiösögn verkstjórans.” Erfitt í framkvæmd „Nú gera ný fræðslulög og ný námsskrá ráö fyrir þvi aö hætt veröi aö raöa nemendum I bekki eftir getu. Skólarnir horf- ast þvi i augu viö þá staöreynd aö breytt fyrirkomulag aö þessu leyti krefst breyttra vinnu- bragöa innan skólastarfsins. Hugmyndir um breytt vinnu- brögö innan bekkjar eru ekki nýjar. Ýmsir kennarar hafa um langt skeiö þreifaö fyrir sér um nýjar námsleiöir, brotiö bekk- ina upp I einingar eöa hópa og Guöbjartur Gunnarsson: „Hlut- verk kennarans er nú aö vera eins konar verkstjóri á vinnu- staö.” stuðlað aö virkri hópvinnu og einstaklingsbundinni vinnu nemenda. En þaö er meö þetta eins og annað, ailt kostar þaö tfma og fyrirhöfn. Breytt vinnubrögö kosta mjög nákvæmt skipulag kennslunnar eöa námsstarfsins, samstarf þarf aö vera milli kennara i mun rikara mæli en þegar um heföbundna kennslu er aö ræöa og þaö þarf aö vera nægilegt húsrými fyrir hendi til þess aö árangur náist. Þaö þrennt sem hér er talið er ekkert sérlslenskt fyrirbrigöi, heldur alþjóölegt. Vandamálin eru alls staðar hin sömu. Nákvæmt skipulag kennslu- starfsins kostar mikla vinnu ut- breyting sem nú er boöuö krefst algerrar hugarfarsbreytingar á þessu sviði. Skólabyggingar hafa, enn sem komið er, veriö hannaðar meö tilliti til hins hefðbundna kennsluforms. Valhúsaskólinn á Seltjarnarnesi er þar undan- tekning, en þar er gert ráö fyrir þvi aö skólasafniö sé miöstöö skólastarfsins. Þarna þarf aö veröa á mikil breyting. En þrátt fyrir ýmsa ann- marka á ytri aöstæðum til virk- ara námsstarfs má ýmsu snúa til betra horfs meö breyttu hugarfari.” Hlutverk námsgagna Kennslubókin ein og annaö prentaö mál veita kennaranum ekki nægilegt svigrúm til aö mæta þeirri auknu ábyrgö, sem framtiöarskipulag skólastarfs- ins felur I sér. Honum er nauö- synlegt aö hafa aðgang aö ýms- um fleiri leiöum og miölum, þar sem honum er uppálagt aö skapa mörgum aöskildum nem- endahópum fjölbreytt verkefni aö glima viö samstundis. Þaö er hlutverk Námsgagnamiöstööv- arinnar, m.a. aö reyna að ein- hverju leyti aö mæta þessum vanda. Námsgögn verða ekki lengur einungis „kennarastýrð”, held- ur munu nemendur nota glærur, litskyggnur, segulbönd og kvik- myndavélar i sjálfu náms- starfinu. Þannig gætu nemendur, sem t.d. væru aö undirbúa greinar- gerö i hópvinnu, notaö segul- band og myndir af ýmsu tagi til að koma hugmyndum sinum og niðurstöðum til skila.” Fyrstu verkefni Námsgagnamiðstöðvar- innar „Þaö standa vonir til aö næsta haust veröi hjá okkur bæöi tæknileg aöstaöa og starfskraft- ar til aö sinna a.m.k. glærugerö og litskyggnugerö. Viö munum leita eftir sam- vinnu viö kennara hér I bænum viö aö framleiöa þetta. Þaö er mjög mikilvægt aö námsgögnin séu I fyllsta samræmi viö náms- efniö. Þau eiga aö veita meiri upplýsingar um efniö og gera þaö lifrænna. Námsgögnin eru vitaskuld til i mörgu ööru formi en glærum og skyggnum. Töflur alls konar hafa lengi veriö notaöar, kort, hnattllkön og módel af ýmsu tagi. t framtlöinni má búast viö mun meiri notkun kvikmynda og myndsegulbanda. Til dæmis væri æskilegt aö Námsgagna- miöstööin framleiddi eöa útveg- aöi efni á myndsegulböndum sem skólarnir gætu pantaö og notað til sýninga i eigin sjón- varpstækjum þegar þeim hent- ar best. Þegar jarðstöð er kom- in hér upp, veröur hægt aö taka upp efni frá öllum heiminum og geyma á myndsegulböndum.” Aðstoð frá tölvu „Vlöa er talvan komin I gott gagn á skólasöfnum. Hún hefur lika veriö notuö til aö skilgreina þarfir nemanda. Þá er hún möt- uö á öllum upplýsingum um viö- komandi nemanda og siöan er spurt: Hvar er veiki hlekkur- inn? Með þessu er kennslan færð nær þvi sem var I sveitaskólun- um, þar sem 6-8 börn sátu I kringum eitt borð og kennarinn þekkti þau öll náiö og vissi um þarfir hvers og eins. Þetta er ekki hægt i fjölmenninu i dag, en þar getur talvan komið inn. Þannig ætti aö vera hægt aö aö- stoöa alla til aö finna viðfangs- efni viö sitt hæfi.” —SJ. Í\S Myndirnar hér á stöunni tók Jens á námskeiöi sem Námsgagnamiö- NS stööin gekkst fyrir meö kennaranemum. Magnea Sveinsdóttir er SS hér aö útbúa glærur sem eiga aö skýra aöstööu þeirra sem minna ^ mega sin I þjóöfélaginu. Glærur eru eitt þeirra hjálpar- tækja sem gera námiö bæöi skemmtilegra og auöveldara. an hins venjulega vinnutlma. Undirbúningsvinna vex en minnkar ekki. Þaö er varla viö þvl að búast aö kennarar telji sig geta bætt á sig meiri vinnu, eins og launamálum er háttaö I dag. Svo eru aörir, sem ekki eru sannfæröir um nauösyn eöa ágæti þeirra breytinga sem nú eru á döfinni. Hinn heföbundni kennari er vanur aö ráöa sinum geröum aö mestu leyti einsamall og vinna innan sinna fjögurra veggja skólastofunnar. Leiðarljós hans er fyrirskipuð yfirferö I tiltekn- um námsbókum. Kerfiö hefur skipaö nemendum á bása eftir námsgetu til þess aö auövelda honum aö gefa á jötuna. Arang- urinn er mældur i tölum á vori. Sllkt kerfi gerir ekki ýkja miklar kröfur um samstarf og nána samvinnu kennara. Sú Ahuginn á starfinu leynir sér ekki, enda verkefniö andi. lifrænt og spenn- w I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.