Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 2
c Reykjavík —'^r— Hefurðu áhuga á iþrótt- um? Hanna Ásvaldsdóttir, vinnur I Gufunesi: Aö sumu leyti, jd. Ég held aö þaö sé ákaflega hollt aö stunda einhverjar iþróttir. Ég hef engan áhuga á aö taka þátt i keppnum, þetta á bara aö vera fyrir ánægjuna. Ingólfur Helgason, nemi: Nei, ekki nema kannski gönguferöum og iþróttir horfi ég aldrei á. Marteinn Kristjánsson, rafvirki: Ég hef alltaf haft áhuga á þeim, sérstaklega sundi. Þaö er holl og góö Iþrótt. Jón Hinrik Hjartarson, 8 ára: Já, fótbolta tennis og badminton. Ég ætla aö fara aö æfa fótbolta meö Þrótti. Hafdis Guömundsdóttir, nemi: Já, ég var I handbolta i Þrótti i fyrra. Fimmtudagur 10. mars 1977 VISIR Eggert Gautur, iengst til hægri, er aökenna á sveiflusjána. Ljósmyndir VIsis Loftur .......................... ................................................. „Hér vantar allt til alls" — Litið inn í Vélskóla Islands þar sem mörgum bekkjum er kennt í einni stofu og verðandi vélstjórar œfa sig á jeppamótor „Þaö má segja aö hér vanti allt til alis”, sagöi Eirikur Bj. Baröa- son, einn nemenda Vélskóla ls- lands, sem sýndi Vísismönnum skólann og þaö sem þar er gert. En núna á iaugardaginn er hinn árlegi skrúfudagur þar sem kynnt er þaö sem fram fer í skólunum. Námiö i Vélskólanum skiptist i fjögur stig. Að loknum ákveönum reynslutima íá nemdur réttindi, þvi meiri, sem þeir hafa lokið fleir stigum. Nú eru á fimmta hundraö manns i vélskólum á landinu. Auk skólans i Reykjavik eru vélskólar á tsafiröi, Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þá er vélstjórabraut i fjölbrautarskólanum i Keflavik. Andrés Guöjónsson skólastjóri Vélskóla tslands i Reykjavik sagöi er viö ræddum viö hann aö flestir nemendur færu á sjóinn aö loknum námi, en siöar fara menn einnig i frystihús, verksmiöjur og annars konar vinnu i landi Fimm til sjö sinnum dýrari Þaö eru þrengslin og aöstööu- leysið sem setja svip sinn á alla kennslu i skólanum. „Þetta er dýr skóli” sagöi skólastjórinn Andres Guðjónsson ennfremur. „Skólinn er fimm til sjö sinnum dýrari en aörir skólar, bæöi hvaö snertir tækjakost og kennarafjölda. Þrátt fyrir þaö höfum viö á aö skipa takmörkuö- um tækjakosti. Siöast liöiö ár fengum við til dæmis 8 milljónir til tækjakaupa. Þaö sjá allir hvaö þaö dugir skammt, þegar einn rennibekkur, kostar eina millj- ón.’’ Andrés sagöi aö skólinn hefði vaxið mikiö á siöust árum. Fyrir nokkrum árum heföu verið 200 nemendur I skólanum en nú væru um 400. A þessum árum heföi tækjakostur alltaf veriö hinn sami. Þaö eru 18 bekkjadeildir I skólanum, en 16 stofur og er kennt allan daginn. Þaö er þvi ekki einu sinni til stofa á hvern bekk og sums staöar er kennt tveimur bekkjum i einu. Þrengsli í kafbátnum Eirikur Bj Barðason fór nú meö okkur þangaö sem vélskólanemar kalla aö fara niður I kafbát. Þaö er niður þröngan gang og i kjall- ara skólans þar sem eitt sinn átti aö vera spennistöö fyrir hverfi. Þar er nú smiöaherbergi, þar sem viö hittum aö máli smiöa- kennarana Guöjón Indriöason og Halldór Ólafsson. „Plássleysi háir okkur vegna þessaö þaö stendur á nýbyggingu sem á aö risa hér”, segja þeir. „Hér er lika tækjaskortur sem þó er litið hægt aö bæta úr vegna plássleysis. Hér er engin snyrtiaðstaða svo menn þurfa aö hlaupa upp á næstu hæöir til aö komast á snyrt- ingu. Ekki er heldur neinn staöur fyrir föt svo þau verðum viö aö leggja af okkur innan um verk- færi og dót”. Jeppamótorinn er notaður Halldór Þorbergsson leiöbeinir okkur um húsiö þar sem vélarnar eru. Hann sýnir okkur fyrst húsnæö- iö sem fyrsta stigs nemendur hafa til afnota til að læra á vélar. Þar eru þrjár gangfærar vélar, ef meö er talinn jeppamótór sem skólanum áskotnaöist einhvern tima og er notaöur til aö kenna nemendum sem aðloknum fyrsta stiginu eiga aö vera orönir full færir um aö sjá um 500 hestafla vélar. I salnum fyrir annars stigs nemendur eru átta vélar, sem notaöar eru. Flestar eru þær gamlar og margar hafa veriö gefnar skólanum, „eöa honum leyft aö hiröa þær”, eins o§ einn nemandi komst aö oröi. Halldór Þorbergsson sagöi okk- ur það að i skóla sem útskrifaöi nemendur meö ótakmörkuö rétt- indi, aö loknu tæplega tveggja ári vinnu I smiöju, væri stærsta vélin 300 hestöfl. Þaö hillir þó undir Örnefnaskorturinn í Reykjavík Ekki horfir glæsiiega fyrir Reykjavik, þurfi aö breyta hverfa- og gatnanöfnum i stór- um stil vegna sömu heita ann- ars staðar á landinu. Viröist eft- ir bréfi aö dæma, frá oddvita Fellahrepps i Noröur-Múla- sýslu, aö þeir þar eystra séu næsta óhressir yfir nafngiftinni ,;Fellaskóli” i Breiöholti og bera fyrir sig, aö I Fellahreppi á vestari bakka Lagarfljóts hafi Fellaskóii veriö starfræktur um sinn, og nú sé i bigerö aö hefja kennslu I þeim skóla á ný meö vaxandi byggö i Fellahreppi, þ.e. þorpinu, sem er aö myndast viö vestari sporö brúarinnar yf- ir Lagarfljót hjá Egiisstööum. t einn tima heföi mátt halda, aö nóg væri til af örnefnum handa allri nýbyggö i landinu næstu mannsaldrana. En sam- kvæmt fyrrgreindu stefnir mál þetta nú þegar i nokkra ófæru, þótt ekki veröi i fljótu bragöi séö hvaöa skaöi er aö tveimur Fellaskólum i landinu. t bréfi til VIsis segir oddvitinn aö ekki viti hann hversu auöugt Breiöholt sé aö örnefnum, og má hver hiröa snciö sem vill. Hið sanna i þessu máli er, aö Reykjavfk notast ekki sem skyldi af örnefnum. Hún hefur efiaust veriö rikari af þeim hér áöur fyrr, áöur en nöfn á svæö- um I úthverfunum féllu i gieymsku. Hvarvetna, þar sem búiö hefur veriö I iandinu, hefur hiö smæsta mýrardrag boriö sérstakt nafn, ekki vegna þess aö þaö hafi veriö svo frábrugöiö öörum mýrardrögum, heldur vegna þess aö öll fjárgeymsla varö auöveldari meö þessu móti. örnefnin uröu nokkurs konar skráning beitilands og engjabletta. Auk þess fengu stakir blettir nöfn sin af tilvik- um eins og mannsláti, hross- dauöa eöa brotnu amboði. Allt auöveldaöi þetta staðar- ákvaröanir og tilvfsanir i dag- legum störfum. Þaö kann vel aö vera aö auknu þéttbýli fylgi nokkur gleymska á örnefni, vegna þess aö smám saman er hætt aö nota landið I þeim smáiega mæli. aö heiti á mýrum og móum séu nauösynleg. Og þar sem þéttbýli fer vax- andi og búskaparhættir gerast allir stórkarlalegri meö tilkomu véla, liggur I augum uppi aö söfnum örnefna, einkum i kringum þéttbýlisstaöi, einnig i Fellum eystra, er brýn nauösyn og hluti af skráningu þjóöarsög- unnar iindir stjórn Þórhalls Vil- mundarsonar prófessors, sinnir þessu björgunarstarfi og hefur oröiö vel ágengt, en þaö getur hugsast aö hún hafi veriö of seint á feröinni til aö bjarga hin- um smæstu tilbrigöum örnefna i landi Reykjavikur. Götunöfn I Reykjavik styöjast ekkinema aö hluta til viö gömul örnefni, eins og Skólavöröu og veginn til lauganna. Hér i borg eru aftur á móti mikiö um heiti á götum, sem tekin eru úr forn- sögunum, eins og Gunnarsbraut og Njálsgata. Þessi heiti hafa þá eina þýöingu, aö þau gefa ákveöiö hugarfar, dýrkun á ís- lendingasögum, til kynna á þeim tima, þegar götunum var gefiö nafn. Nú heitir svæöiö Noröurmýri, þar sem Gunnars- braut er aöalgatan, en mýra- heiti eru legló Islensku og mörg einstaklega frumleg og falleg. Af Gunnari á Hliöarenda er þaö aö segja, aö frægö hans fer held- ur dvinandi i samtiöinni , sem vonandi er aöeins stundarfyrir- bæri. Til marks um frægöar- missi Gunnars er, aö gagn- fræðaskólakennari ágætur skýröi frá þvi, þegar hann var spuröur hver hann teldi aö væri mest hetja i augum nemend- anna, aö þaö væri Aron i Kaup- höllinni. Enginn Aronsstigur fyrirfinnst enn i borginni, og hefur þó Aron haft uppi stór- brotnari hugmyndir um ódýra vegi en velflestir landsmanna. Hvaö sem þessu liöur þá er þaö staöreynd, aö mikið meira heföi máttigera af þvi aö halda á lofti örnefnum I borgarlandinu. Mýr- arnar og holtin eru horfin, en minningin um þau heföi átt aö varöveitast i götuheitum, i staö aöfenginna nafna frá lands- byggöinni. Menn gátu hvort eö er . ekki fariö meö Barma- hliöarnar meö sér, þegar þeir höföu bústaöaskiptL Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.