Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 7
Óskum eftir blaðburðor- fólki í Hverfi: Rauðarárholt I Háteigsvegur Meðalholt Rauðarárstígur Þverholt Einholt Hverfi: Skipholt Bolholt Hjálmholt Laugavegur Skipholt VÍSIR Sími 86611. Umsión: Edda Andrésdóttir Hvitur leikur og vinnur Hvitt: Patience Svart : Tilson England 1964 1. Dxd4+! cxd4 2. Bg7+ Hxg7 3. Hxe8+ og mátar. ÞU ert að spila I Evrópubikar- keppni Philip Morris og keppnisformiö er tvimenningur. Hvernig spilar þú eftirfarandi spil? A-8-7-5-3 V K-10-6 ♦ D-8-6-5-4 ♦ - e K-io V A-8-7-2 ♦ A-G * A-10-8-7-5 Sagnir hafa gengið á þessa leiö: Suður Norður ÍG 2H(yfirfæ.) 2S 3T 3G 4T 4S pass Vestur spilar út laufaþristi. Aöur en lengra er haldið, er rétt að gera sér grein fyrir eftír- farandi atriðum. 1 fyrsta lagi er áreiðanlega óþarfi aö reyna við yfirslag, jafnvel þótt þetta sé tvimenn- ingskeppni. Það er óvist að allir hafi náð úttektarsögn. Enn- fremur er óliklegt að þeir sem spila þrjú grönd, fái nema niu slagi. A morgun sjáum við hvernig best er að spila spilið. Ert þú fólagi i Raufta krossinum? Deildir fólagsins eru um land allt. RAUÐI KROSSÍSLANDS Varð henni til góðs að konungurinn fann hana Það hefur greinilega orðið Lizu Kristiane til góðs að kon- ungur Svia skyldi finna hana meðvitundarlausa i snjónum á aðfangadagskvöld. Ekki bara það að þar með var llfi hennar bjargað, heldur llka að henni virðist ganga ágætlega að koma sér áfram eftir það. Atvikið virðist eiga einhvern þátt I þvi. Liza er 22ja ára gömul og er frá Hong Kong. Hún er fyrir- sæta, hönnuður, listamaður og rithöfundur, svo það er ekki litið sem hún hefur að gera. Liza býr I Sviþjóð og kveðst ætla að búa þar áfram. 1 sumum blöðum þar hefur verið sagt að Liza sé fátæk for- eldralaus stúlka, sem alist hafi upp I fátækrahverfum Hong Kong. Það er hinn mesti mis- skilningur. Foreldrar hennar eru efnaðir og Liza var send til Parlsar og London til þess að stunda nám. Þau Liza og Karl Gústaf eru ágætir kunningjar eftir atvikið. Fimmtudagur 10. mars 1977 „Bókin fjallar um sjáHa mig og mína reynslu" — segir Erica Jong Hvað verður um hana Isadoru? Og hvað gerist eftir að hún steig upp úr baðkarinu i lok samnefndrar bókar? Það fá ameriskir les- endur fyrstir allra að vita, þvi framhald þessarar frægu bókar, sem á frummálinu heitir „Fear of flying” kemur út i þessari viku. Fyrri bók Ericu Jong vakti glfurlega athygli, og sjálfsagt blöa margir spenntir eftir fram- haldinu. Hún kveðst hafa skrífað þessa býju bók að mestu I ibúð sinni I New York. En bók- in f jallar mest um ýmislegt sem hún upplifði I Hollywood. Þangaö kemur Isadora sem frægur rithöfundur og steypir sér út i ruglingslegt llf meðal alls kyns fólks. Þar hittir hún reglulegan elskhuga og lendir I fleiri ævintýrum. „Þaö er alveg ljóst, að bókin fjallar um sjálfa mig og mina reynslu”, segir Erica. ,,Ég hef skrifað úm allt sem ég hef upplifaö eftir árangurinn af , ,Isadoru”. H vort þessi ný ja bók vekur eins mikla athygli er ekki gott aö segja um. En ég vona það.” Nýja bókin hennar Ericu Jong fjallar um hana sjólfa og það sem hún upplifði í Hollywood

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.