Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 10. mars 1977 yism Hogvangur hf. kannar ofstoðu Meirihluti lands- manna hafnar bjórnum — fleiri eru á móti bjór á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvœðinu — fleiri karlor eru hlynntir bjór en konur t skoðanakönnun þeirri, sem hér birtist, voru vinnubrögö þau, að tekið var 200 manna úr- tak, 100 af höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjavlk, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði, og 100 úr bæjum og kaup- stöðum úti á landi, þ.e. 40 á Akureyri, 20 á Egilsstöðum, 20 á Selfossi, 10 I Borgarnesi og 10 á Patreksfiröi. Ekki eru tekin með sveitabýli landsins, og verður þvi að hafa fyrirvara á könnuninni að þvf leyti. Sú aðferö, sem notuö er við gerð úrtaksins, var I stuttu máli sú, að tekin voru nöfn úr sima- skránni meö jöfnu millibili, og siðan var þessum nöfnum flett upp i þjóðskránni og tekin út nöfn allra þeirra, sem voru 20 ára og eldri, sem voru heimilis- meðlimir, þar sem viðkomandi sími var skráður. Siöan var dregið um hver þeirra yröi spurður. Þannig höfðu allir heimilismenn jafna möguleika á aö verða fyrir valinu áður en dregið var út, en eftir úrdráttinn var hringt og spurt um viðkom- andi persónu, ef hún ekki sjálf svaraði i simann. Enda þótt simi sé mjög útbreiddur hér á landi, er ljóst aö til eru þeir sem ekki hafa sima. Hins vegar hef- ur komið í ljós i fyrri könnun Hagvangs h.f., að þetta atriði er mjög léttvægt. Siminn er trú- lega meira útbreiddur hjá eldra fólki en t.d. ungu, sem er að hefja búskap, og hugsanlega getur meðalaldur þeirra sem spurðir voru verið heldur hærri en ella af þessum sökum, en ekki er það þó talið skekkja niðurstöðurnar aö neinu marki. Þegar úrtakið hafði verið unnið með framangreindum aðferðum, kom i ljós að þar voru nöfn 102 kvenna og 98 karla, 'en það er mjög i sam- ræmi við skráða íbúatölu karla og kvenna I þjóðskránni. Hugsanlegt var, að betur gengi aö ná simasambandi við konur, þar sem þær eru öllu jöfnu meira heimavið en karlar, en reynt var að hringja á öllum virkum timum sólarhringsins, bæði að degi og kvöldi, á virkum dögum og á helgi. 1 ljós kom, að af þeim 200 sem í úrtakinu voru, svöruðu 165 eða 82.5%, af þeim 165 sem svöruðu voru konur 89 en karlar 76, eða 53.9% á móti 46.1%. Ekki er þessi munur þó svo mikill, að hægt sé að flokka hann undir annað en tilviljun. í fljótu bragði kann fólki að finnast 200 manna úrtak litiö, en samkvæmt lögmálum tölfræð- innar nægir þessi stærð úrtaks, sé spurt já eöa nei spurninga og skoðanamunur reynist veruleg- ur, en svo reyndist vera. Hefði munurinn reynst óverulegur, hefði verið nauðsynlegt að stækka úrtakið. Niðurstöður isins annars vegar og lands- byggðarinnar hins vegar við spurningunni, hvort leyfa ætti sölu sterks bjórs eða ekki. Að- eins er tillit tekið til þeirra sem svöruðu ákveðið (149). Varðandi spurninguna hvern- ig haga ætti sölu sterks bjórs, ef hann yröi leyfður hér á landi kom i Ijós, að langflestir (126 manns, þ.e. 76.4%) töldu að MEÐ MÓTI HLUTLAUSIR ALLS Karlarkonur Karlarkonur Karlarkonur 28 26= 54 38 57=95 10 6=16 165 MEÐ MÓTI HLUTLAUSIR ALLS H L H L H L Karlar 18 10 (28) 12 26 (38) 3 7 (10) 76 Konur 15 11 (26) 27 30 (57) 4 2 ( 6) 89 Alls 33 21 (54) 39 56 (95) 7 9 (16) 165 H = Höfuðborgarsvæðið L = Akureyri, Egilsstaðir, Patreksfjörður, Borgarnes, Sel- foss. Munurinn á hlutfalli þeirra, sem svöruðu og tóku afstöðu, 36% já og 64% nei, er svo mikill, að hverfandi likur eru á að hann stafi af tilviljun. Vel getur verið, að þessar tölur viki 4% frá réttu hlutfalli þeirra hópa, sem könnunin náði til, en afar ólík- legt er, að skekkjan sé 10% eða meira. A fyrsta stölpariti sést %hlutfall þeirra sem sögðu já, nei og voru hlutlausir, alls 165. Nokkur munur var á hlutfalli svara karla og kvenna, en þó ekki meiri en svo, að þar gæti verið um tilviljun að ræða. Á 2. stöplalinuriti sést %skipting svara kynjanna já/nei miöað við þá, sem gáfu ákveðin svör, alls 149 einstaklingar. Á hinn bóginn var mismunur á svórum höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar, meiri en svo.að lik- legt sé að hann stafi af tilviljun. Af þeim sem tóku afstöðu, reyndist hlutfall Stór-Reykja- vikursvæðisins vera 45.8% með bjór en 54.2% á móti, en á lands- byggðinni voru 27.3% með bjór en 72.7% á móti honum. 16 tóku ekki afstöðu en ekki náðist til 35 aðila af ýmsum orsökum. Á 3. stöplalinuriti sést munurinn á svörum Ibúa höfuðborgarsvæð- leyfa ætti sölu á honum einungis i áfengisútsölum og vinveitinga- húsum. Ætla má af þessu, að mikil andstaða sé gegn þvi að sterkur bjór se seldur i mat- vöruverslunum og hvers konar veitingahúsum. Aðeins 16 (9,7%) töldu sig þvi fylgjandi. Hins vegar kom i ljós að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra, sem spurðir voru, höfðu smakkað sterkan bjór, eða 136 (82.4%) en 29 höfðu ekki smakkað hann. Þegar spurt var um þaö, hversu oft fólk myndi kaupa bjór, væri hann leyfður, kom i ljós að 43% sögðust myndu kaupa hann við sérstök tæki- færi, 13% sögðust myndu kaupa hann um helgar, 30 myndu aldrei kaupa hann en 10% vissu það ekki og 4% sögðust myndu neyta hans á hverjum degi. Loks var fólk spurt um það, hvað bjór ætti að kosta, væri hann á annað borð leyfður. Nokkuö var mismunandi hverju fólk svaraði, en þó voru flestir á þvi að hann ætti að vera fremur dýr. Ef túlka á niðurstööur könnunarinnar i stuttu máli, þá má segja, að mikill meirihluti virðist vera andvigur leyfi til bruggunar og sölu sterks bjórs. Allflestir hafa smakkað sterkan bjór, en eru þó andvigir sölu hans hér á landi. Ennfremur er það athyglisvert, að ef til kæmi sala áfengs öls hér á landi, þá vildu flestir verulega takmörk- un á sölu þess, vildu hafa verð þess hátt og myndu sjaldan smakka það, einungis við sér- stök tækifæri. Varðandi stærð úrtaksins er ljóst, að niðurstööurnar eru það afdráttarlausar, að þær eru marktækar, og úrtakið þvi nægilega stórt. Ekki er um nægilegan mun á svörum karla og kvenna að ræöa, til að draga megi af þvi ótviræðar ályktanir um afstöðu eftir kynjum. Hins vegar er munurinn þaö mikill á svörum landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins, að hann er marktækur. Mun meiri and- staða er gegn bjórnum úti á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. J'A NEI htutl. KA.JÁ KO.JÁ KA.NEI KO.NEI J. Xf HÖ.JÁ LA.JÁ HÖ.NEI LA.NEI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.