Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 19
Útvarpsleikritið í kvöld: Eitthvað er gruggugt við garðskúrinn LeikritiB „Garöskúrinn”, eft- ir Graham Greene, verður flutt i kvöld klukkan 19.55. Þýðinguna gerði Óskar Ingi- marsson, en leikstjóri er GIsli Halldórsson. Leikritið var áður flutt I april 1958. Meö helstu hlutverkin fara: GIsli Halldórs- son, Ævar Kvaran, Arndis Björnsdóttir, Valur Gislason og Brynjólfur Jóhannesson. Efni leiksins er I stuttu máli, að John Galiifer kemur heim eftir langa fjarveru til að vera við dánarbeð föður sins. Fáleik- ar miklir hafa verið með þeim feögum, og John vill fá aö vita ástæðuna. Hann þykist viss um að eitthvað einkennilegt hafi komið fyrir i garðskúmum, þegarhann var unglingur, og nú finnst honum hann verða aö fá vitneskju um hvaö það var. Það ætlar ekki að-ganga vel, fyrr en frændi hans, drykkfelldur prest- ur, segir honum upp alla söguna. Enski rithöfundurinn Graham Greene fæddist áriö 1904 I Brek- hamsted, sonur skólaumsjónar- manns. Hann stundaði nám i Oxford, geröist siöan blaðamað- ur og ferðaöist allmikið, bæði til Ameriku og Afriku. Hann var i utanrikisþjónustunni á strlðs- árunum, en eftir strlðið stjórn- Graham Greene aði hann bókaforlagi um nokk- urra ára skeið. Fyrstu skáld- sögur hans komu út á árunum eftir 1930. Greene lætur vel aö lýsa brengluðu sálarllfi, og kemur þaö vel fram I mörgum sakamáiasögum hans, svo sem „Brighton Rock” (1938), en hún hefur veriö kvikmynduð eins og fjöldi annarra verka hans. Með þeirri sögu fer að gæta ka- þólskra trúarskoöana hans. Fyrsta leikrit Greenes var ,,The Living Room” (Dagstofan) árið 1952, en 1957 skrifaði hann „Garðskúrinn”, sem segja má að sé trúarlegs eölis. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni 14.30 Hugsum um þaðAndrea Þórðardóttir og GIsli Helga- son fjalla um félagsstarf fyrir aldraö fólk I Reykjavlk. 15.00 Miðdegistónleikar 16.40 „Snýtt sér áöur en kiukk- an slær”, smásaga eftir Eisu Appelquist. Þýð- andinn, Guðrún Guðlaugs- dóttir les. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Dagiegt mál Helgi J. Halldórsson flýtur þáttinn. 19.40 Samleikur I Utvarpssai 19.55 Leikrit: „Garðskúrinn” eftir Graham Greene (áöur útv. 1958). Þýöandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: James Callifer: GIsli Halldórsson Frú Callifer: Arndls Björnsdóttir, John Callifer: Arni Tryggvason, Sara Callifer: Guöbjörg Þor- bjarnardóttir, Anne Calli- fer: Kristin Anna Þórarins- dóttir, Séra William Calli- fer: Valur Gfslason, Dr. Baston:Ævar R. Kvaran, Dr. Kreuzer: Brynjólfur Jó- hannesson, Frú Potter: Aróra Halldórsdóttir, Ungfrú Connally: Edda Kvaran, Corner: Guðmundur Pálsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (28). 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guðmundsson les Ur sjálfs- ævisögu hans og bréfum (6). 22.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 6. skák. Dagskrárlok um kl. 23.55. ,,Ég tel að islenska sjónvarpið sé yfirleitt mjög gott, séð frá sjónarhóli bióeigenda. Mér finnst þeir ættu að hafa fleiri dags jónvarpslausa og vanda þá betur til efnisins I hvert skipti. Ég held að allir yrðu ánægðir með að borga það sama, þó sjónvarp væri ekki nema fimm daga vikunnar, ef dagskráin væri vandaðri. Ég horfi nú aðallega á fréttir I sjónvarpinu. Maður er oft upp- tekinn á kvöldinn, en reynir þó að sjá fréttir, og svo sér maður náttúrulega nokkra þætti þess utan. Ekki nógu góðar fréttir Fréttirnar sjálfar eru ekki nærri eins góðar og þær gætu verið, þvi að kvikmyndir veita svo miklu fillri upplýsingar en talað orð. Það er bara svo lítið tekið af fréttakvikmyndum, að munurinn á sjónvarpinu og öðr- um fjölmiðlum er ekki mikill. Og sjálf fréttaöfluninn er ekkert frábrugðinn öðrum fjölmiðlum. Bjór eða ekki bjór? Þá er það bjórinn. Það er galli á öllum þessum umræðuþátt- um, að þeir eru annað hvort of stuttir eða of langir. Ef það á aö diskútera hlutina þarf lengri tima en nú er almennt notaður, en þaö er lika hægt að hafa svona þætti örstutta, þar sem hver maður segir sina skoðun I nokkrum setningum og það látiö nægja. Ég er enginn bjórmaöur og er ekkert viss um aö ég kæri mig um bjórinn. Ég held að það sé rétt hjá bindindismönnum aö bjórinn mundi bæta við áfengis- vandamálið, bæði i sambandi við unglinga, og svo myndu aðr- irlika fara að drekka þetta, eins og bilstjórar menn á vinnuvél- um, skipstjórnarmenn og jafn- vel fleiri, I trausti þess að þetta sé svo dauft. Og verkamenn væru kannski að sulla I sig bjór I tima og ótima. En það eru lika rök á móti, að það er hálf hjákátlegt að leifa fólki að þamba lútsterkt brenni- vin, meðan það má ekki lyfta bjórglasi. Þessir þættir geta verið skemmtilegir, enskilja litið eft- ir. Menn munnhöggvast um málefnin og búið. Margþvælt en spenn- andi Colditz er dálitið spennandi. Mér sýnist vera þarna þrillar i uppsiglingu sem ætti að geta orðið góð dægradvöl. Það er til fullt af svona flóttamannaþátt- um og efnið er margþvælt en alltaf jafn spennandi. um einhverja mengun að ræða, og loforð um að bæta þarúr hafa komið fram áöur. Hitt atriöið var alveg eins hvað þaðsnertirað þar kom fátt nýtt fram, nema hvað Hörður Lárusson skýrði ágætlega hvernig málið er vaxið. Prúðu leikararnir finnst mér heldur ómerkilegur þáttur, og ekki veit ég hvað Peter Ustinov var að gera þarna. Hann var Just Enough, eins og þjóðleik- hússtjóri kallaði hann eitt sinn. Ég sá ekki hvaða hlutverk hann átti að leika þarna, hann var al- veg eins og bjáni. Mér.finnst stundum gaman að horfa á iþróttirnar, og þó mest gaman að horfa á skyrtuna hans Bjarna. Það væri gaman að vita hvað hann ætti margar. Þessum .þáttum hefur farið aftur, finnst mér, slðan Omar var með þá. Þá var þó stundum llí i þessu, og ómar átti það til að skjóta skemmtilega á menn og málefni, enda er maðurinn frá- bær húmoristi. Sænsku myndina, Hon dans- ade en sommar hafði ég séð áð- ur. Hún bar öll helstu einkenni sænskra mynda. Það ermerkilegt að ef prestar koma við sögu i sænskum myndum, þá virðast þeir ekki gera annað en hóta mönnum helvlti umbúðalaust. Það er bara ysta myrkur og glóandi vltiskvalirsem þeir bjóða uppá. Kannski eru þeirsvona slæmir I raunveruleikanum. Það væri kannski rétt að spyrja Arelius hvort þetta séu einkenni sænskra presta. Svona var þetta i Maju frá Stormey. Presturinn þar var alltaf að hóta öllu illu, og fólkið skalf eins og lauf i vindi. Emil góður Þátturinn um Húsbændur og hjú finnst mér muög góður, og týpurnar alveg frábærar. Ég reyni yfirleitt aö horfa á þessa þætti, og mér skilst að fólk geri það allstaöar sem þeir eru sýnd- ir i heiminum. Emil i Kattholti finnst mér lika góður, og hann er einn af þeim sem hefur ofan af fyrir fullorðnum ekkert siður en 4>örnum. Annars er hann gamall kunningi, þvi ég hef sýnt einar þrjár myndir með honum. Jenný finnst mér aftur á móti hundleiðinleg, og ekkert meira um hana að segja. A mánudagskvöldið varð mér starsýnst að vanda á skirtuna hans Bjarna og svo hafði ég mjög gaman af að sjá leikritið i Múrnum. Leikurinn fannst mér alveg frábær, sérstklega hjá Brynjólfi og Róbert og Valdi- mari. —GA SÉÐ ÚR SJÓNVARPSSTÓLNUM Friðfinnur I sjónvarpsstólnum „ VESTRARNIR ERU ÍSLENDINGASÖGUR BANDARÍKJAMANNA Friðfinnur Ólafsson, bíóstjóri rœðir um sjónvarpsdagskrónna A miðvikudaginn sá ég ein- igis mjög góða mynd um /galaupana. Þetta er fræg ynd og Bogart stendur alltaf rir sinu. Föstudagsmyndin eð Gregory Peck, var rétt huggulegur vestri eins og þeir gerast. Ég hef nú alltaf h'aft frekar gaman af svona ævin- týramyndum. Vestrarnir eru islendingasög- ur bandarikjamanna, og Billy the Kid og þeir fuglar eru alveg eins og Skarphéðinn og Grettir og okkar góðu hetjur. 1 Kastljósti á föstudaginn fannst mér ekkert nýtt koma fram. Það er ljóst mál að hér er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.