Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 5
og siogœði Pólitík Eitt virtasta blað Frakklands sló upp i leiðara sinum á dögun- um bréfi Carters for- seta til Sakharovs, leið-' toga andófsmanna i Sovétrikjunum. Leiðarahöfundur blaðsins kallaði það krossgötur, sem ætti ekki aðeins við afstöðu þessara tveggja stórvelda hvors til ann- ars, heldur einnig afstöðu stjórnmálanna til siðgæðisins og persónufrelsisins. Le Monde spáði þvi, eins og nú hefur verið að koma á daginn, að sovétmenn mundu bregðast hart við. Blaðinu finnst þó, að sovétmennmættu minnastþess, hvernig þeir sjálfir hlutuðust i innanrikismálum Bandarikj- anna, þegar þeir létu réttarhöld gegn bandariskum kommUnist- um (eins og Angelu Davis) til sin taka. Le Monde bendir á, að Carter er ekki einsýnn i siðgæðis- predikunum sinum, þótt hann beini þeim mest til austurs. Hann hafi lika sagt Chile til syndanna. Leiðarahöfundurinn ályktar siðan, að vænta megi betrunar 1 stjórnmálalegri siðfræði á vesturlöndum. — Hann gleymir þó að geta þess, að rekja má viðbrögð vesturlandamanna i dag við atburðum austantjalds til m annré ttindaák væða Helsinkisáttmálans, sem Aust- ur-Evrópurikin áttu lika aðild að. Sfðan er slegið I leiðaranum á strengi, sem söguskýrendur hafa margsinnis vikið að, þegar yfirgangur nasismans fyrir sið- ari heimstyrjöldina ber á góma. En það virðist ætla að verða einn lærdómurinn enn, sem mönnum gleymist að draga af reynslunni. Nefnilega hvernig umheimurinn hélt þá að sér hendi og horfði á afskiptalaus. Bent er á Uganda og hryllings- verk Amins einræðisherra, sem öllum heiminum erkunnugtum, án þess aö láta það til sin taka. Stjórnir flestra lýðræðisunnandi þjóða viðhalda áfram elskulegu sambandi sinu við ógnarstjórn Amins. Blaðið dregur dár að þvi, að Uganda er aðili að mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna! — Það hæðist i leiðinni að því misræmi sem er milli hug- sjóna er lágu til grundvallar stofnun Sameinuðu þjóðanna og afkáralegs raunveruleikans. Tveir þriðju hlutar aðildarrikj- anna brjóta á þessum hugsjón- um daglega með morðum, pyndingum og öðrum misgjörö- um. Rœningjor á Vopnaðir ræningjar komust yfir 850 þúsund sterlingspund i gjaldeyri og demöntun um helg- ina, þegar þeir gerðu árás á vöru-' skemmur hollenska flugfélagsins KLM á Heathrowflugvelli I London. Sex menn vopnaðir haglabyss- um tóku brynvarða bifreið með áhlaupi, þegar öryggisverir voru að afferma hana i vöruhúsinu. Neyddu þeir starfsmenn til þess Heathrow að leggjast á gólfið, meðan þeir komu sér undan i bifreiðum, sem þeir höfðu til taks. Ránið minnir á annað, sem framið var.á Heathrowflugvelli i júnl I fyrrasumar. Tveim milljóna sterlingspunda I erlend- um gjaldeyri var stoliö úr eld- traustri geymslu British Air- ways. Þjófarnir höfðu komist að fengnum meö þvi að bregða sér I gerfi öryggisvarða. ÓHOU KRABBA- MEINSRANNSOKN Dr. John Bailar hjá heilsugæslu Bandarlkjanna heldur þvl fram, að möguleiki sé á þvi, að reglu- bundnar röntgenrannsóknir til leitar að krabbameini I brjóstum kvenna geti verið krabbameins- valdandi. Hann segir, að geislun frá slík- um rannsóknum kunni að valda fleiri krabbameinstilvikum, heldur en verður til þessað finna sllk tilfelli. Ráöleggur hann kon- um, sem ekkihafa orðið varar við sjúkdómseinkennin að biða meö að fara I sllka rannsókn þar til þær eru orðnar sextugar aö minnsta kosti. Dr. Bailar setur þessar skoðanir slnar fram i timariti bandarlska læknafélagsins. Segir hann, að „mammógraphy” — röntgengskoðun á brjóstum — kunni að leiða til fleiri dauðsfalla af völdum krabbameins, heldur en hún hefur afstýrt, ef þessari aðferð er beitt takmarkalaust á öllum konum eldri en 35 ára. Varaði hann konur við þvl aö gangast undir þesskonar rann- sóknir, þar til lokiö væri athugun- um á þvl, hver hætta fylgdi mammography. A öðrum stað I læknaritinu vek- ur læknir frá New York dr. Ger- son Lesnick að nafni athygli á at- hugunum, sem þykja benda til þess að mammography hafi lltiö hagnýtt gildi til leitar að krabba- meini I brjóstum kvenna yngri en 45 ára. Sú athugun leiddi I ljós, að 48% kvenna, yngri en 45 ára, sem reyndust vera með krabbamein I brjósti, hefðu sjálfar fundið krabbameinsberiö við sjálf- skoðun. Læknar höfðu fundið sjúkdóminn hjá 14% I venjulegri rannsókn. ODDVITAR Togstreitan um völdin i Ind- landi snýst að miklu leyti um þrjár aðalpersónur. Indiru Gandhi forsætisráðherra, kon- una sem sett hefur mestan svip á stjórnmál Indlands siðasta áratuginn og tvo menn.annan kominn yfir áttrætt. 1 kosningabaráttu þeirra, sem spannár yfir landið þvert og endilangt, speglast hve ólik þessi þrjú eru hvert öðru I að- ferðum, bakgrunni og skaphöfn- um. Hin 59 ára gamla frú Gandhi er nánast eini háttsetti embætt- ismaðurinn i Kongressflokknum sem ferðastá miili kjördæma til aundirbúnings kosningunum 20. marz. — Keppinautur hennar. Morarji Desai (81 árs) og Jagj- ivan Ram (68 ára) eru oddvitar stjórnarandstæðinga sem lagt hafa land undir fót i kosninga- baráttunni. Desai, hinn ósveigjanlegi og strangi sem fyrrum var aðstoð- arforsætisráðherra og fjár- málaráðherra hefur tvivegis leppt við Indiru um flokksfor- ystuna innan Kongressflokks- ins. Hann og Ram, hinn hvit- hærði leiðtogi ste'ttleysinga Ind- lands (sem telja um 80 milljónir ) hafa gerst samherjar I and- stöðunni gegn stjórnarflokkn- um. — En sigri stjórnarand- staðan i kosningunum gæti haf- ist með þeim innbyrðis keppni um forsætisráðherraembættið. Rigurinn milli stjórnmálaris- anna, Indiruog Desai er einvígi sem sett hefur sinn svip á stjórnmálasögu Indlands allt frá þvl að Jawaharlal Nehru andaðist skyndilega 1966, fóru fram kosningar innan Kongr- essflokksins um, hvort þeirra Idnlru eða Desai skyldi taka viö forsætisráðherraembættinu, og sigraði Idnira. Hún sigraði aftur 20mánuðum siöar. — Meðþeim tveim tókst samstarf innan stjórnarinnar en stirt þó. Var Desai aðstoðarforsætisráðherra og fjarmálaráðherra 1969 kom svo að þvi að Indira vék honum úr embætti fjármálaráðherra og Desai gekk I lið með stjórn- arandstæðingum á þingi. Sex árum siðar var Desai meðal þeirra oddvita stjórnar- andstöðunnar sem Indira lét handtaka, eftir að hún hafði inn- leitt neyðarástandslögin. Eftir 19 mánaða fangelsun án réttar- halds eða dóms var Desai skeppt lausum 18. janúar siðast- liðinn, nokkrum klukkustundum áöur en Indira boðaöi til kosn- inganna. Övild þeirra hvort til annars á sér fullt eins orsakir að rekja til skaphafna eins og til hugsjóna- munar. Bæði eru þó stolt mjög og þola lltt ertni. Bæði eru sögð einráð og litt ráðþæg. Eins og sýnt hefur sig hjá Indiru, sem hefur látið fangelsa andstæð- inga sina og afnema ýmis borg- araréttindi. Desai er þó sagður hafa meyrnað ögn þessa 19 mánuði sem hann sat i einangrun i fang- elsinu. Þótt hann njóti ávallt virðingar var hann dcki aö sama skapi ástsæll meðal kjós- enda. Maðurinn þótti ávallt stif- ur og strangur og nær púrit- anskur i viðhorfum til ýmissa lasta mannanna, eins og áfeng- isneyslu og tóbaksreykinga. En það var Indira sem óviljandi jók vinsældir Desai, þegar hann hlaut Imynd pislarvottarins um leið og hann var fangelsaður. Indira Gandhi lifði i mörg ár i skugga föður sins og frægðar hans. En smám saman jók hún áhrif sin og völd i flokknum og náði hátindi vinsælda sinna, þegar Indland og Pakistan fóru I strlð sem leiddi til myndunar rikisins Bangladesh 1971, en það hét áður Austur-Pakistan. A miöju ári 1975 riöaöi Indira tilfallsá valdastóli sinum þegar stjórnarandstæðingar kæröu hana fyrir kosningasvik og fengu hana dæmda i undirrétti (hæstiréttur átti eftir að sýkna hana). Almenn óánægja meö spillingu embættismanna gróf undan rikisstjórn Kongress- flokksins. — Indira brá viö með þvi að innleiða neyðarástands- lögin. Þrátt fyrir þær hömlur sem þau settu á persónufrelsi I Indlandi, hélt Indira þvi þó fast fram að hún, sem alin var upp við fórskör hins frjálslynda þjóðarföðurs, væri ákafur unn- andi lýðræðisins. Þriðja persónan i þessu þri- hymda valdatafli er litrlkari en þau bæði, Indlra og Desai. Jagjivan Ram hefur gæskulegt yfirbragð hins kimna feita manns og er enda kunnur um allt Indland undir nafninu „babuji” sem þýðir faðir og inniheldur virðingu og væntum- þykju. Hann hefur til að bera I rlkum mæli góðlátlega gamansemi, en opinberar ræður hans eru oft kryddaðar bitru háði. Hann þykir slunginn og erfiður and- stæðingur. Lengi vel studdi Ram Indiru Gandhi og neyöará- standlög hennar, en segist hafa fyllst óhugnaði þegar þeu virt- ust eiga að gilda til eillfðar. Fyrir rúmum mánuði sagði Ram sig úr Kongress flokkn- um, sem var flokknum mikið á- fall, og vék úr embætti landbún- aðarráðherra. Gekk hann I lið með kosningabandalagi stjórn- arandstæðinga, Janataflokkn- um. Þau Ram, sem er stéttleys- ingi og Indira gætu ekki verið sprottin upp úr ólikari farvegi. Indira er komin af æðstu stéttar Brahminum, Nehrú-unum. Hennar f jölskylda tilheyrir aðl- inum og áhrifa ættarinnar á stjórnmál Indlands hefur gætt frá upphafsdögum sjálfstæðis- baráttunnar. Ram er sonur kop- arsmiðs I þorpi einu I Austur-Bi- har, úr lægstu stétt Indlands, sem hefur verið kúguð og undir- i okuð um margra alda bil. Hann hefur kynnst á sjálfum sér þeirri andúð sem veriö hefur á „harijönum” eins og Ma- hatma Gandhi kallaöi stéttleys- ingjana til þess að finna á þá heiti sem ekki væri niðrandi merkingar. (Harijan þýðir Guösbarn) Þar i má sjálfsagt finna orsakir mikils metnaðar Rams fyrir. sjálfs sin hönd og hinna 80 milljóna stéttleysingja sem hann er fulltrúi og leiðtogi fyrir. Ram vann til styrks til há- skólagöngu og dróst inn I sjálf- stæðisbaráttunna upp úr 1930. Hann hefur enst lengst allra indverskra sjórnmálamanna, og hefur setið i rikisstjórn I nær 24 ár samfleytt fyrir utan árið 1963 til 1966 þegar hann kaus að starfa að flokksmálum. Hann varö forseti flokks sins i desem- ber 1969, eftir klofning I flokkn- um og gerðist handgenginn og náinn ráögjafi Indiru. Eins og aðrir sagöi hann skilið við Indiru vegna frelsiskerðing- ar neyðarástandslaganna, sem Indira brá fyrir sér, þegar ann- að virtist ekki ætla að þagga niður kröfur manna um alls- herjarhreinsun á spillingunni innan embættismannakerfisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.