Vísir


Vísir - 10.03.1977, Qupperneq 11

Vísir - 10.03.1977, Qupperneq 11
vism Fimmtudagur 10. mars 1977 11 Auglýsingabann og áróður í fjölmiðlum hefur lítil áhrif á reykingavenjur Breyta verður baráttuaðferðunum í laugardagsblaði VIsis þ. 26. febrúar sl. birtist viðtal við cand. jur. Þorvarð örnólfsson, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélagsins. 1 viðtali þessu eru Þ.ö. með staðlausar að- dróttanir i minn garð og auk þess virðist hann hafa misskiliö að nokkru efni skýrslu sem em- bættið sendi út á slðastliðnu sumri (Heilbrigðismál Rit nr. 2-1976). Ég sæi ekki ástæður til and- svara ef lesendum væri kunnugt um tilgang og niðurstöður skýrslunnar, en skýrslunni hef- ur einungis verið dreift I litlu upplagi (af kostnaðarástæð- um). I stuttu máli var tilgangurinn að kanna á hlut- lausan hátt áhrif baráttuaðferð- ar gegn reykingum sem beitt hefur verið frá 1969 hér á landi. Ljóst er að þróunin hef- ur gengið i þveröfuga átt en vænst var og að var stefnt Heiðruðum lesendum Vlsis til glöggvunar fylgir hér llnurit er gefur góöa hugmynd um þróun á árlegri tóbaksneyslu lands- manna á þvl timabili er skýrsl- an tekur til, þ.e. árabiliö 1960-1975. Skal nú gerð grein fyrir á hverju llnuritið byggir. Til grundvallar liggja sölu- skýrslur Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins (ÁTVR). 1 söluskýrslum er að finna fjölda vindlinga og vindla útseldra frá ATVR svo og magn útselds nef- tóbaks og píputóbaks I kg. Nú er auðvelt að reikna út heildar- magn tóbaks I grömmum á Ibúa ef þyngd vindla og vindlinga er þekkt. Gert er ráð fyrir að meöal- þyngd vindlinga án síu sé 0,85 g og með slu 0,95 g en meöalþyngd vindla 5 g. Nokkur óvissa var á þyngdarmati einkum á meðal- þyngd vindla. Það breytir engu er skiptir þróun tóbaksneyslu ef reiknað er meö öðrum þyngdar- tölum innan raunhæfra marka að sjálfsögöu. Efri ferillinn sýnir aukningu á heildartóbaksneyslu sem er aö meðaltali um 50 g á Ibúa á ári. Neðri ferillinn sýnir aö frá árinu 1969hefur oröiö umtalsverð jöfn aukning á sölu vindlinga. Þetta er meginniðurstaða skýrslunn- ar, sem eins og áöur er sagt, er úttekt gerð til þess að varpa ljósi á staðreyndir hverjar sem þær kunna að vera. Samstaris- menn mínir eru vammlausir vísindamenn og brandur kross- farans byrgir þeim ekki sýn. Þess skal getið að ritgerðin hef- ur veriö tekin gild til birtingar I einu virtasta læknatimariti I Evrópu. Aðalástæðan er sú að Islendingar voru fyrstir þjóða a.m.k. I Vestur-Evrópu til þess aö lögfesta takmarkanir á tó- baksauglýsingum. Viðbrögð landlæknis- embættisins Um viðbrögð landlæknisem- bættisins er þess helst að geta aö menntamálaráðuneytinu var send skýrslan ásamt bréfi með tillögum sem koma fram I for- C ólafur ólafsson landlæknir skrifar: ) mála fyrir skýrslunni, sem ég einn ber ábyrgö á. Formálinn hljóðar svo: „Tóbaksneysla, aðallega sígarettureykingar, er álitin ein aðalorsök hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma meðal þróaöri þjóða. Islendingar hafa reynt aö draga úr tóbaksneyslu meðal annars með því að lögleiða einna fyrstir þjóða nær algjört bann við tóbaksauglýsingum frá 1. janúar 1972. Nefnd á vegum rlkisins og aörir hafa rekiö all- víötækan áróður gegn reyking- um. öruggt má telja, að áróöur þessi hefur ekki fariö framhjá landsmönnum. Flestum ætti þvl að vera kunnugt um fjárhags- og heilsu- tjón það, er stafar af sigarettu- reykingum. Niöurstöður þess- arar skýrslu sýna, að tóbaks- neysla hefur aukist jafnt og þétt þrátt fyrir umræddar aðgerðir, og er það ærið Ihugunarefni. Rlkissjóður hefur miklar tekj- ur af tóbakssölu. A undanförn- um árum hafa brúttótekjur af tóbakssölu numið um 6% af inn- heimtum tekjum rikissjóðs, en einungis 2% af brúttósölu tó- baks er varið til baráttu gegn tóbaksneyslu. Það er óeðlilegt, að rikissjóður sé svo háöur tekj- um af sölu heilsuspillandi efnis, sem raun ber vitni. Okkur ber að hverfa af þeirri braut I fram- tlöinni. Algjört auglýsingabann ber aö lögfesta, en vart er að vænta mikils árangurs af þeim aðgerðum einum. Ráð er aö efla markvissa kennslu um skaö- semi tóbaksreykinga I tengslum við heilbrigöisfræði, þegar I yngstu bekkjum grunnskóla. Hafaber Ihuga, að lengi býr að fyrstu gerð.” Ytrtfiv r Landlæknisembættið leggur þvl til aö baráttuaðferðum verði breytt. Þess skal getið aö skýrslan hefur einnig verið send til heil brigðismálaráðherra, fræðslu- stjóra, heilbrigðisnefnda al þingis, fjölmiðla o.fl. Reykingar i skólum Astæöa er til þess að geta athyglisverðrar skýrslu eftir Jón Sigurðsson fyrrv. borgar- lækni, sem kom út haustiö 1975. Skýrsla þessi fjallar um reykingavenjur barna og ungl- inga I skólum borgarinnar og sýnir verulega aukningu á reykingum nemenda árin 1962-1974. I skýrslu sína ritar J.S. m.a.: „í skólum þarf fræöslan aö vera stöðug og halda áfram I gegnum öll skólastigin og vera ofin á eðlilegan hátt inn I sem flestar námsgreinar”. Ég tel einnig að hlutlaus (objectiv) fræðsla sem þáttur I „skyldu- námi” um skaðsemi tóbaks- reykinga sé vænlegust til árang urs. Heppilegt er að sú kennsla sé I höndum vel hæfra náttúru- fræöikennara, jafnvel hjúkrunarfræöinga og lækna. Rétt er að benda á aö það fé sem samstarfsnefndin hefur til um- ráða árlega nægir til þess að launa 3-4 kennara og semja heppilegt námsefni. Aðeins ein stétt hefur minnkað reykingar Nýlega birti Alþjóöaheil- brigðisstofnunin skýrslu um reykingavenjur allflestra þjóöa I Evrópu (Surveys on smoking and Health in European Region 1971-1975). t þeirri bók er einnig rætt um ýmsar baráttuaöferðir gegn tóbaksreykingum, enda er hér við m jög flókiö vandamál að strlöa. Sem dæmi má nefna aö með fullri vissu er aðeins vitað um eina stétt sem minnkaö hef- ur reykingar og það eru læknar. í ljós kemur að auglýsinga- bann og einhliöa áróður I fjöl- miðlum hefur lltil áhrif á reykingavenjur til lengdar. Helst er aö vænta árangurs ef þeim aöferðum er beitt er ég hef minnst á hér að framan. Eins og t.d. í Hollandi. Sannast að segja er það eina þjóðin sem hefur náð alhliða árangri i reykinga- áróðri. Vitaskuld er rikinu skylt aö styrkja þessa starfsemi rlf- lega, en fram að þessu hefur sá styrkur verið sýningarleikur einn og þvl vart von að árangur náist. Ég óska slðan Þ.O. alls góðs I herferð gegn reykingum skólabarna og sendi honum bók Alþjóöaheilbrigðisstofnunar- innar til kynningar. 326 MILLJÓNIR MANNA I 673 ÞÚSUND SAMVINNUFÉLÖGUM Framkvæmdanefnd Alþjóða- samvinnusambandsins hefur setið á fundum hér á landi að undanförnu i tilefni af 75 ára afmæli Sambands islenskra samvinnufélaga. Innan vé- banda alþjóðasambandsins starfa 673 þúsund samvinnufé- lög I 66 löndum. 1 TILEFNI AF75ára afmæli Sambandsins Isl. samvinnu- félaga I ár heldur Alþjóðasam- vinnusambandið fund I fram- kvæmdanefnd sinni og undir- nefndum hennar I Reykjavlk dagana 7.-11. mars. Af þessu tilefni birtum við hér nokkrar úpplýsingar um Alþjóöasam- vinnusambandið, skipulag þess Og starfsemi. Alþjóðasamvinnusambandið Ilnternational Co-operative Alliance, ICA) var stofnað 1895, og er það þvi eitt af allra elstu alþjóðasamtökum, sem starfandi eru I heiminum. Það er samband samvinnu- sambanda I öllum heims- hlutum, og I dag eru innan þess 169 slik sambönd i 66 löndum. Innan vébanda þessara samvinnusambanda eru um 673 þúsund samvinnufélög með samtals um 326 miljónir félags- manna. Stærsti hluti þessar félaga eru neytendasamvinnu- félög (38%), en næst I röðinni hvað fjölda snertir eru samvinnusparisjóöir og lána- félög (33%), og samvinnufélög bænda (1)%). önnur félög eru byggingasamvinnufélög, framleiðslufélög verkamanna og iðnaðarmanna, og samvinnufélög um fiskveiðar. Markmið Alþjóðasamvinnu- sambandsins eru eftirfarandi: — Koma fram sem sameigin- legur fulltrúi allra þeirra félagasamtaka, sem starfa eftir alþjóðlegum reglum um samvinnufélög. — Útbreiða hugsjónir og starfs- aöferðir samvinnu- hreyfingarinnar um allan heim. — Efla samvinnustarf I öllum löndum heims. — Standa vörö um hagsmuni samvinnuhreyfingarinnar á öllum sviðum. — Treysta sambandiö á milli aðildarsambanda sinn. — Efla vinsamleg viðskiptaleg samskipti hvers konar samvinnusamtaka, jafnt innan landa sem á alþjóöa- vettvangi. — Vinna aö þvi að varanlegur friður og öryggi komist á I heiminum. — Stuöla að efnahagslegum og félagslegum framförum fyrir verkamenn allra landa. Þaö á við um alla starfsemi Alþjóðasamvinnusambandsins, að hún er fyrst og fremst á fé- lagslegum grundvelli, en það fæst ekki sem slíkt við neins konar verslun eða viðskipti. Aðalskrifstofa samtakanna er I Lundúnum, en svæðaskrifstofur eru I Nýju-Delhi I Indlandi og I Moshi í Tansanlu. Starfsmenn á þessum skrifstofum eru samtals 75. Tekjur sínar hefur Alþjóða- samvinnusambandið fyrst og fremst af framlögum aðildar- samtaka sinna. Aðili að Alþjóöasamvinnu- sambandinu getur orðiö hvert það landssamband eða alþjóðlegt fyrirtæki samvinnu- félaga, sem starfar á samvinnu- grundvelli og fylgir I raun hinum alþjóðlegu reglum um samvinnufélög. Þessar reglur eru að stofni til reglur vefar- anna I Rochdale frá 1844, en endurskoðar I samræmi við nútímaaðstæöur á 23. þingi Alþjóöasamvinnusambandsisn i Vln 1966. Þessar reglur err svohljóðandi: — aðild að samvinnufélagi skal vera heimil og óháö öllum takmörkunum, hvort sem eru félagslegar, stjórnmálalegar, kynþáttalegar eða trúar- legar, fyrir alla þá sem geta notað þjónustu félagsins og erureiðubúnirtilaötakaá sig skyldur félagsmanna. — Samvinnufélög eru lýðræöisleg. Málefnum þeirra á aö stjórna af mönnum, sem eru kosnir eða útnefndir á einhvern þann hátt, sem félagsmennirnir samþykkja og eru reiðubúnir að bera ábyrgö á. Félagsmenn beinna samvinnufélaga skulu hafa jafnan atkvæðisrétt (hver félagsmaður eitt atkvæöi) og jafnan rétt til aö taka ákvarðanir, sem snerta félög þeirra. I samtökum sam- vinnufélaga (óbeinum sam vinnufélögum, sam- vinnusamböndum) skal stjórnuninni hagaö á lýöræðislegan hátt með þvl fyrirkomulagi sem best tryggir slikt. — Af framlögðu stofnfé félags- manna skal annaö hvort greiða lága eða enga vexti. — Hagnaður af rekstri samvinnufélags er I eigu félagsmanna viðkomandi félags, og honum skal skipt niður á milh þeirra á þann hátt, að foröast sé að nokkur félagsmaður hagnist á kostnaö annars. — öll samvinnufélög eiga aö sinna fræöslu fyrir félags- menn sina, stjórnar- og trúnaðarmenn slna, starfs- menn sina og allan almenn- ing, um grundvallarreglur og starfsvenjur samvinnufélaga, viðskiptalegar og lýðræöis- legar. — Með hagsmuni félagsmanna sinna og samfélaga þeirra fyrir augum eiga öll sam- vinnusamtök að taka virk- an þátt I öllu hagnýtu samstarfi samvinnusamtaka, innan landa og alþjiðlega, sem miöar að þvi að sameina krafta samvinnumanna um viða veröld.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.