Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 10.03.1977, Blaðsíða 24
VtSIR Fimmtudagur 10. mars 1977 KRAFLA: Full vinna hefst á ný Almannavarnir hafa heimil- aö aö þeir starfsmenn Kröflu- virkjunar sem voru I helgar- frii um siöustu helgi, hefji störf aö nýju. Veröa þvf tæp- lega 200 manns aö störfum á svæöinu fram aö næstu helgi. Þetta var samþykkt bæöi af Almannavarnaráöi Mývatns- sveitar og Almannavarnaráöi rikisins með þeim skilyröum aö séö yröi til þess aö starfs- menn kæmu i skipulögöum hópum inn á svæöiö og yröu allir skráöir inn á svæöiö. Einnig aö jaröfræöingur sé stööugt á skjálftavakt. Þjófarnir hafa mikið að segja Rannsóknarlögreglan I Kópavogihefur aö undanförnu upplýst fjölda innbrota, sem þar hafa veriö framin, og einnig innbrot sem framin voru f Reykjavik og nágrenni. I upphafi náöist I einn pilt. Þegar farið var aö yfirheyra hann fór ýmislegt aö koma i ljós og voru þá tveir félagar hans handteknir og úr- skurbaöir I gæsluvaröhald ásamt þeim sem fyrst var tek- inn. Mál þeirra hefur nú veriö af- hent rannsóknarlögreglunni I Reykjavík til meöferöar, en flest innbrotin sem þeir höföu framið voru i rannsókn þar. Alls munu tiu ungir menn nú vera I gæsluvarðhaldi vegna rannsókna á innbrot- um. Er þarna um aö ræöa nokkra þjófaflokka, sem tengjast á ýmsan hátt, en þó munu einhverjir úr hópnum hafa „starfað sjálfstætt” viö sum innbrotin. —klp 6. skákin í dag Sjötta umferð einvlgis þeirra Spasskys og Hort hefst klukk- an 171 dag. Fram til þessa hef- ur fyrri skákum lokið meö jafntefli fyrir utan eina þar sem Spassky sigraöi. Hort hefur hvltt I dag og aö venju veröa skákskýringar á Loftleiðahótelinu. —SG Arnarflug hyggur á flugvélakaup Arnarflug hf. hefur auk þess aö sækja um áætlunarflug til fimm borga Evrópu, sótt um svo kallaö Advance booking leiguflug til Kanada. Þetta kom fram I skýrslu for- manns félagsins, Vilhjálms Jónssonar, á aöalfundi Arnar- flugs I fyrrakvöld. Sagöi hann aö ástæöan fyrir þessum um- sóknum væri sú aö stjórnin teldi vettvang félagsins a.m.k. til aö byrja meövera flug til og frá Is- landi. Mun Arnarflug halda á- fram reglubundnu leiguflugi til Spánar, Grikklands og Mall- jorka. Skilaði hagnaði Velta Arnarflugs á síöasta ári var um 230 milljónir króna og varö nettóhagnaður af rekstri félagsins um 404 þúsund krónur. Fluttir voru á árinu 17.518 far- þegar fyrir feröaskrifstofurnar Sunnu og Samvinnuferöir, þýsk- ar ferðaskrifstofur, Flugleiöir og Irska flugfélagiö Aerlingus. Kom fram I ræöu formanns aö stjórnin og félagið eru meö opin augun I leit að nýrri og hag- kvæmari flugvél þar sem búast megi við aö framundan sé mikið annatlmabil hjá fyrirtækinu. Hluthafar eru ails 700 talsins og nemur inngreitt hlutafé rúm- um 50 milljónum króna. Var samþykkt á aöalfundinum aö hlutafjársöfnun yröi haldiö á- fram. Áskorun til samgöngu- ráðherra Fundurinn samþykkti áskor- un til samgöngumálaráöherra um að flýta afgreiðslu umsókna félagsins þar sem þaö sé íélag- inu til mikils skaða aö dráttur skuli eiga sér staö. — SJ wmm—mmmmmmmmmmmmm—J Steingrimur Benediktsson og Karsten Kristinsson hlúa að blómunum sem eiga að gleðja augu okkar eftir fáa mánuði Visismynd — JA 1 - Vi >1 mm || í Laugardalnum eru þeir að búa tíl SUMAR t gróörarstööinni I Laugardal er nú veriö aö byrja plöntuupp- eldi fyrir sumariö og veröa þar ræktuö á annaö hundraö þúsund sumarblóm og trjáplöntur aö auki. Hafliöi Jónsson, garöyrkju- stjóri, sagði Vísi aö þótt svona snemma sébyrjaðvilji þeir ekki að plönturnar byrji aö sýna lit fyrr en I maí. Þau blóm sem eru ræktuö I Laugardalnum fara svo til skreytingar vftt og breitt um borgina. Sum veröa þess heiö- urs aðnjótandi að skrýöa Austurvöll önnur fara I hina og þessa garöa og I kringum opin- berar stpfnanir. Sjúklingar á Borgarspitalan- um fá nokkra „búketta” til aö gleðja augaö og einnig verður gróöursett hjá Bæjarútgerð Reykjavlkur. Fræin, sem þeir eru nú aö nostra við I Laugar- dalnum, eiga því eftir aö gleðja margt fólk á mörgum stööum. —ÓT Samningar að takast milli rithöfunda og Ríkisútvarpsins ,,Allt bendir til að samningar náist milli rithöfunda og Ríkisút- varpsins á næstu dög- um”, sagði Björn Bjarman rithöfundur i samtali við Visi i morg- un. Björn er formaður samninganefndar Rit- höfundasambandsins sem hóf samningavið- ræður við forráðamenn Ríkisútvarpsins i októ- ber síðastliðnum. Þá runnu út fyrri samningar um greiðsl- ur útvarps og sjón- varps til handa rithöf- undum og siðan hafa verið haldnir margir fundir. Ekki vildi Björn full- yrða að útlit væri fyrir hagstæða samninga hvað snýr að rithöfund- um en sagði viðræðurn- ar væru það langt komnar að ef ekkert sérstakt kæmi til yrðu samningar undirritaðir i næstu viku. —SG LOÐNAN I ÁR: Slœr nú ajlqr fyrri vertíðir út Ónóg afkastageta verksmiðjanna dregur úr afla Nú er fyrirsjáanlegtaö þessi loönuvertlö veröur sú besta sem nokkru sinni hefur komiö hér viö land. Heildaraflinn er nú orðinn um 450 þúsund lest- ir. Ariö 1974, sem er besta ver- tlö er komið hefur, var aflinn 462 þúsund tonn. Vinnslugeta loönuverk- smiöjanna er ekki I neinu samræmi viö afköst loðnuflot- ans og hefur þaö valdiö þvi aö aflinn er ekki oröinn miklu meiri. Mikil löndunarbiö hefur verið hjá loönubátunum og ekki slst slöustu daga. Núna veldur löndunarbiðin þvi til dæmis aö fáir bátar eru - á miöunum og aflinn slöustu tvo sólarhringana hefur veriö I samræmi viö þaö. Frá þvl á miönætti I nótt og þar til I morgun höfðu sex bátar til- kynnt um afla, alls um 3.400 tonn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.